Morgunblaðið - 03.05.1986, Page 50

Morgunblaðið - 03.05.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 mhhm „ A(J%\/itcbb á 'cq VISA-Kori! En 'cq fer' aldrei meb þob út af helm'iLinu." áster... 7-J-o ... að njóta fjöl- breyttrar vináttu. TM Reg. U.S. Pat. Ott,—ail rights reserved et985 Los Angeles Times Syndicate Ertu að reyna að vera fyndinn? HÖGNI HREKKVÍSI Vafasamur áróður fyrir mjólkurþambi Velvakandi góður. í tilþrifamiklum og dýrum mjólk- urauglýsingum (sem við neytendur borgum m.a.) er því komið inn hjá okkur, að aldrei sé of mikið drukkið af mjólk, því meira mjólkurþamb, því betra. Þetta er vafasamur áróð- ur svo ekki sé meira sagt. I Morgun- blaðinu 20. apríl sl. er grein um mataræði, sem ber fyrirsögnina „Bretinn er of sólginn í sykurinn". Sú grein hefst á eftirfarandi: „Bresku læknasamtökin hafa nú ráðist til atlögu gegn matvælaiðn- aðinum með því að hvetja til þess að neysla á sykri og mjólkurafurð- um verði minnkuð verulega." Síðar í sömu grein segir: „Sú stefna sem nú er við lýði stuðlar hinsvegar að neyslu skaðlegra fæðutegunda, svo sem sykurs, mjólkur og smjörs." Vísindamenn hafa margsannað að mettuð fita er óholl og oft á tíðum bannvæn og því veitir ekki af að vekja athygli okkar neytenda á því að drekka undanrennu, borða magran ost og skyr og aðrar fitu- snauðar mjólkurafurðir til þess að fá þau mörgu og góðu næringarefni sem í mjólkinni eru. Mikil lofgjörð um mólkina birtist í grein í Morgunblaðinu 23. apríl sl. bar hún yfirskriftina „Munurinn á mjólk og svokölluðum ávaxta- drykkjum". Fannst mér ýmislegt fyndið í þeim samanburðarfræðum sem þar voru notuð. T.d. þótti mér nokkuð langt gengið þegar það var talið mjólkinni til lofs hvað hún væri ódýr. Lítum á af hvetju það er, því rétt er það. Er það framleið- endum að þakka? Nei, við neytendur erum látnir borga fyrir mjólkina hvort sem við drekkum hana eða ekki, hún er nefnilega niðurgreidd. Lítum svo á verðið á svaladrykkjun- um sem í greininni eru kallaðir „gervidrykkir". Erþað framleiðend- unum að kenna hvað þeir eru dýrir? Varla, því þar kemur ríkið aftur inn í dæmið og nú á þveröfugan hátt og skattleggur þessa drykki í bak og fyrir með vörugjaldi og sölu- skatti og kannski eins gott því einhvers staðar verða peningamir að koma inn til þess að greiða niður mjólkina. Nú, í nefndri grein var drepið á það að þessir „ávaxta- drykkir" væru 87% vatn og þótti höfundi kaupandinn fá lítið fyrir peningana, gleymdist þá að mjólkin er líka að mestu leyti vatn eða 87,2-87,4% og ef spáð er í það sem fram kemur hér á eftir um júgur- bólgusýkla ofl., er vafasamt að það vatn sé „hreint og ómengað" svo notuð séu orð höfundar títtnefndrar greinar, um íslenska vatnið. Sem húsmóðir hef ég reynt að kynna mér innihald þeirra svala- drykkja sem ég kaupi. Langar mig því að leiðrétta misskilning í ofan- nefndri grein á sætuefninu aspart- me. Aspartme=Nutra Sweet er náttúrulegt efni unnið úr aminósýr- um, sannað er að það er auðmelt og óskaðlegt. Ekki má rugla því saman við gervisætuna eyklamat sem full ástæða er til að forðast. Ég er komin á þann aldur að ég er farin að þurfa að hugsa um „línum- ar“, þar sem ég er mikill sælkeri og gefin fyrir allt sem sætt er, hefur þetta verið dálítið erfitt. Því gladd- ist ég mjög þegar svaladrykkurinn „Svali“ kom á markaðinn, ósykrað- ur en samt dísætur (með aspartme) og í honum eru eingöngu náttúruleg efni. Langar mig að nota tækifærið og þakka Sól hf., fyrir að setja þennan drykk og sömuleiðis ósykr- uðu ávaxtagrautana á markaðinn. Það er staðreynd að stór hluti Is- lendinga þjáist af offitu og gerir þetta þeim lífíð léttara, sem vilja losna við e-ð af aukakílóunum; Þá langar mig í lokin til þess að fara nokkrum orðum um sjónvarps- viðtal sem tekið var fyrir nokkrum vikum út af mjólkurkvótanum. Þar var sýnt inn í fjós og hvílíkur sóða- skapur, óhreinindin á gólfínu og grútskítugur vinnugalli fjósa- mannsins gengu fram af mér. Ég hélt að heilbrigðisyfírvöld væru fyrir löngu búin að lögskipa hreina sloppa á starfsfólk í matvælaiðnaði og síðast en ekki síst væri vel fylgst með mjólkurframleiðslunni. Þá hlustaði ég á útvarpsviðtal fyrir skömmu. Þar kom fram að júgur- bólga væri algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Ég varð satt að segja ekkert hissa eftir að hafa séð inn í þetta sóðalega fjós, sem áður er nefnt. I þessum þætti var spurt hvað yrði um júgurbólgusýklana í mjólkinni. Svarið var að þeir dræp- ust við gerilsneyðinguna og ef við reiknum með að e-ð þurfí að gefa kúnum af lyfjum við þessum kvilla, þá sleikir maður nú ekki beinlínis út um þegar mjólk er nefnd, eftir þessar upplýsinerar. „Enn ein að austan". Víkverji skrifar Hraðbankarnir eiga áreiðanlega eftir að njóta mikilla vinsælda hér sem annars staðar. Erlendis má sjá fólk standa í biðröðum við slíkar sjálfsafgreiðsluvélar, þótt gjaldkerar í bönkunum sjálfír sitji aðgerðalausir. Ástæðan er talin vera sú, að fólki þyki óþægilegt að láta náungann sjá, hvaða viðskipti það á við bankann. I öðrum löndum er að vísu biðraðamenning í bönk- um, þannig að enginn stendur við sjálft afgreiðsluborðið nema sá, sem afgreiðslu fær þá stundina. Þessu er á annan veg háttað hér eins og allir vita. Hér safnast fólk saman við afgreiðsluborðið í hóp og getur því auðveldlega fylgzt með viðskipt- um þess, sem á undan fer. Einn viðmælenda Vikvetja hafði orð á því fyrir nokkrum dögum, að hann hefði staðið við afgreiðsluborð í banka, en stúlkan hinum megin við borðið hefði átt símtal við viðskipta- vin, sem augljóslega fjallaði um viðkvæmt viðskiptamál. En þar sem samtalið fór fram við afgreiðslu- borðið fór ekki hjá því, að sá sem beið þar fyrir framan heyrði um hvað málið snerist og meira að segja nafn þess sem í símanum var! Er- lendis er sem sagt löngun fólks til þess að láta aðra ekki fylgjast með gerðum sínum, jafnvel afgreiðslu- fólk, talin ein helzta ástæðan fyrir því, hvað þessar vélar hafa hlotið miklar vinsældir. Þar fyrir utan eru þægindin náttúrlega augljós. Annars er saga hraðbankanna saga átaka og jafnvel öfundsýki innan bankakerfisins. Áratugum saman gerðu bankar og sparisjóðir allt saman, þannig að enginn munur var á þjónustu þeirra. Þetta hefur nú breytzt. Iðnaðarbankinn stal senunni frá hinum bönkunum með uppsetningu fyrsta tölvubankans. Hann hlaut miklar óvinsældir fyrir frá keppinautum sínum. Búnaðar- bankinn varð fyrstur þeirra til þess að gera ráðstafanir til að mæta þessari samkeppni. En þegar Bún- aðarbankinn hafði pantað þennan tölvubúnað varð niðurstaðan sú, að Landsbankinn kom til samstarfs við hann og síðan aðrir bankar og sparisjóðir. Iðnaðarbankinn er nú í vanda staddur. Hinir bankamir og sparisjóðir eru með samtengdan hraðbanka. Viðskiptavinur eins þeirra getur farið í hraðbanka hvar sem er. Viðskiptavinir Iðnaðar- bankans geta einungis notað tölvu- jbanka Iðnaðarbankans. Nú er Ispurningin þessi: Verður tölvubanki Iðnaðarbankans tengdur hraðbanka hinna bankanna, eða ætla þeir að refsa Iðnaðarbankanum fyrir senu- þjófnaðinn með þvi að halda honum út í kuldanum?! XXX * Inokkur ár hefur verið hægt að fá í hljómtækjaverzlunum hér nýja tegund af hljómflutningstækj- um, sem ætlað er að leysa plötuspil- ara af hólmi. Þetta eru ný tæki, sem nota leysigeisla í stað nálar. I þessi tæki eru ekki notaðar venjulegar plötur heldur litlar skífur, sem em hins vegar mun sterkari og ending- arbetri en gömlu plöturnar. Þegar Víkveiji sá þessar skífur í fyrsta sinn í höfuðstöðvum Philips-verk- smiðjanna í Stokkhólmi fyrir all- mörgum árum var sagt að hægt væri að stinga þeim í sandhrúgu án þess að það spillti hljómgæðum. Þessar skífur fást nú orðið í öllum hljómplötuverzlunum bæði hér og erlendis. Hljómgæðin í þessum nýju tækj- um eru undraverð. Þau eru svo mikil, að eftir að fólk bytjar að hlusta á tónlist í þeim verða hinir beztu plötuspilarar þegar úreltir og gamaldags. Þegar hlustað er á upptöku af tónleikum kemur í Ijós, að upptökutækin eru svo næm, að heyra má, þegar hljóðfæraleikarar fletta nótnablöðum, að ekki sé talað um ræskingar út í sal. Þessi nýju tæki hafa verið býsna dýr. Þau, sem hér eru á markaði, kosta nokkra tugi þúsunda króna, eftir því hversu fullkomin þau eru. En um þessar mundir fer ný útgáfa af þessum leysigeislatækjum sigur- för um Bandaríkin. Japanska fyrir- tækið Sony, sem hefur unnið að þróun þessarar tækni ásamt Philips setti þar á markað lítið ferðatæki þessarar tegundar. Það er svo lítið, að það kemst auðveldlega fyrir í handtöskum, jafnvel millistærð af kventöskum. Það er ýmist hægt að tengja það við rafmagn eða nota rafhlöður og ýmist hægt að tengja það við fullkomna hátalara eða nota lítil heymartæki. Hljómgæðin eru stórkostleg. Og verðið? í Bandaríkj- unum kostar þetta tæki 200 dollara eða um 8.000 krónur. Þetta litla tæki hefur vakið svo mikla athygli, að bandaríska dag- blaðið Wall Street Journal birti langa forsíðugrein um þróun þess og vel heppnaða markaðssetningu, eins og það heitir á nútímamáli. Og nú má sjá, að önnur fyrirtæki fylgja í kjölfarið. Hvenær hefja hljómtækjaverzlanir hér sölu á þessu litla, ódýra tæki? Annars má geta þess hér, að nú er unnið að því að hagnýta þá tækni, sem notuð er við gerð þess- ara litlu hljómskífa til annarra hluta, svo sem varðveizlu margvís- legra upplýsinga. Einn þeirra, sem vinnur að þessu verkefni á vegum Sony er ungur Islendingur, sem náð hefur frábærum árangri í háskóla- námi í Bandaríkjunum, Ólafur Jó- hann Jóhannsson (Ólafs Jóhanns, rithöfundar).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.