Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI 1986
41
var og ekki síst þegar eitthvað bját-
aði á.
Á þessum árum voru mörg böm
á Berserkseyri og lærðum við margt
í starfi og leik. Bjami hafði sérstakt
lag á okkur krökkunum og vom
margar sögumar sem hann sagði
okkur og þegar þær em rifjaðar
upp og ýmis atvik frá þessum ámm
gleðst maður yfir að hafa fengið
tækifæri til að kynnast slíku heimili.
Það er góðviðrisdagur á sumri,
sólin skín og endurvarpast geislam-
ir af einum eða tveimur steinum í
fjallshlíðinni fyrir ofan Berserks-
eyri. Þessir geislar sólarinnar vekja
athygli okkar krakkanna og Bjami
segir okkur að þetta séu verðmætir
kristallar, sem engum hefur tekist
að ná, því sá sem vill ná þeim, má
ekki missa sjónar af þeim eitt
augnablik, er hann gengur upp
fjallshlíðina í áttina að þeim.
Hvort dýpri merking liggur að
baki þessari sögu, sem allteins
gæti verið dæmisaga, það veit ég
ekki, en þama var lítið atvik, upp-
spretta að sögu, sem er falleg og
jákvæð ef maður vill hafa auga
fyrir því. Bjami var slíkur maður,
ákaflega jákvæður og ailtaf sá hann
eitthvað gott í hveijum manni og
benti á það.
Bjarni gegndi mörgum trúnaðar-
störfum og munu aðrir, fróðari þar
um, gera grein fyrir þeim.
Bjami var greindur maður,
skemmtilegur og hafði ríka kímni-
gáfu. Minnast þess margir sem til
hans leituðu eða höfðu við hann
samskipti á löngum starfsferli.
Veri Bjarni sigursæll og Guð
blessi hann.
Jóhannes Finnur Halldórsson
Einkunnarorð Bjama á Berserks-
eyri og jafnframt yfírskrift lífs hans
gætu verið þessi orð Páls postula í
Postulasögunni 24. 16: „Því tem ég
mér og sjálfur að hafa góða sam-
visku fyrir Guði og mönnum.“ Hann
var einkar nákvæmur í öllum störf-
um sínum í opinberri stjómsýslu en
jafnframt samviskusamur í öllum
gerðum sínum í opinberri stjórn-
sýslu en jafnframt samviskusamur
í öllum gerðum sínum í önnum hins
virka dags. Sumum hefur eflaust
fundist þetta jaðra við smámuna-
semi, en hjá Bjama var góð sam-
viska fyrir Guði cg mönnum slíkt
alvömmál að hann kaus heldur að
vera um of en van í þeim efnum.
Hann var jafnan vandaður til
orðs og æðis og orðvar. Honum var
mjög í mun að draga fram góðar
hliðar náungans, var manna sátt-
fúsastur og manna fremstur að
bera sáttarorð á milli aðila þegar
með þurfti. Er mér í minni hversu
snilldarlega hann flutti sáttaboð á
milli tveggja aðkominna vermanna
í Gmndarfirði. Svo snjall var hann
í þeim efnum að mér varð orða vant.
Hann var einnig meistari orðsins
þegar hann flutti ávörp á manna-
mótum. Er mörgum í minni ávarp
sem hann flutti þegar fagnað var
byggingu brúar á Mjósund, en sú
framkvæmd skipti sköpum í sam-
göngumálum Gmndfírðinga, og
tengdi hann vega- og brúargerð
þessa með eftirminnilegum hætti
við fyrstu vegaframkvæmdir á
þessum slóðum þegar berserkirnir
Halli og Leiknir mddu í öndverðu
veg um Berserkjahraun.
Mjög er mér minnisstætt þegar
hann flutti ávarp á sjötíu ára afmæli
Setbergskirkju 1962. Sóknarprest-
urinn og prófasturinn höfðu lagt
sitt af mörkum, en mest var þó
vert um framlag Bjama sem orðið
hafði til á stundinni og svo meitlað
og afmarkað var orðalagið að ekki
þurfti hann að hnika til einu orði.
En þegar svo talað var um að hann
skrifaði þetta ávarp og léti það
birtast í Kirkjuritinu þá var ekki
við það komandi. Sjálfur gerði hann
lítið úr sínum hlut og vildi jafnan
láta sem minnst á sér bera.
Á héraðsfundum prófastsdæmis-
ins sat Bjami svo áratugum skipti
sem safnaðarfulltrúi Setbergssókn-
ar. Eg var hreykinn af því að geta
teflt fram svo góðum fulltrúa míns
prestakalls, enda var málflutningur
hans allrar athygli verður. Hann
var trúr sonur kirkju sinnar og
fyrirvarð sig ekki fyrir að játa trúna
á frelsara sinn og viðurkenna mátt
bænarinnar í eigin lífi.
Hann var manna gáfaðastur
enda kominn af hinum merka sjá-
anda og lækni, Þorleifi í Bjamar-
höfn, sem var langafí hans, og
hæfíleikar hans slíkir að hann var
eftirsóttur til ýmissa trúnaðarstarfa
fyrir sveit sína og sýslu. I 40 ár
(1934 til 1974) var hann hreppstjóri
Eyrarsveitar og hann tók við sem
sýslunefndarmaður af frænda sín-
um, Kristjáni Þorleifssyni, 1958 og
gegndi því starfi fram yfír 1975.
Glöggskyggni hans og innsýni kom
best í ljós þegar hann vann að
endurskoðun hreppsreikninga því
að þar lá allt bert og öndvert augum
hans.
Þá var hann póstur í 40 ár og
bar hann einatt þunga byrði langa
og torsótta leið. Reyndi þá oft á
áræði hans og þrek. Eitt sinn að
næturlagi er hann var á heimleið úr
póstferð og var staddur á þeim stað
í Berserkjahrauni þar sem sér til
Berserkseyrar sá hann að bærinn
stóð í björtu báli. Greikkaði hann
þá sporið sem mest hann mátti,
hljóp raunar fremur en gekk það
sem eftir var leiðarinnar. Ljóst var
þegar þegar heim var komið að allir
höfðu bjargast giftusamlega úr
brunanum, en eignatjón varð mikið.
Eitt sinn sagði hann mér .frá
því þegar hann vitjaði eftirlauna
sem hann átti eftir 40 ára póst-
þjónustu. Sigurður Ágústsson al-
þingismaður hafði sagt honum að
hann ætti einhver eftirlaun inni.
Reyndist þetta vera allstór upphæð
eða 12.000 kr. Bjami sagði við
stúlkuna sem afgreiddi hann að
þetta gæti ekki verið rétt. Stúlkan
var örg í skapi því að hún hélt,
þegar Bjami sagði að þetta gæti
ekki verið rétt, þá ætti hann við
að það væri of lítið. Stúlkan bar
þetta svo undir aðra á skrifstofunni
og kom svo aftur og sgaði að þetta
hlyti að vera rétt. „Hún varð undr-
andi þegar hún komst að raun að
mér þótti þetta of mikið, því að
öðru átti hún að venjast í þeim
efnum." „Ég fékk ekki nema 12
kr. fyrir hveija póstferð í fyrstu,
núna á ég að fá 12.000 kr. Það sér
hver maður að þetta getur ekki
verið rétt. Þetta er hægt að sann-
reyna með því að tala við Stefán í
Verðandi sem var póstur á undan
mér.“ Stúlkan kvað enga þörf á
því og spurði hvað ég hefði fengið
fyrir ferðina á seinni ámm — „250
kr“.
„Og hvað tók ferðin venjulega
langan tíma?“ „Þrjá daga.“
„Og hvað varstu lengst í ferð?“
„Sex mánuði.“
„Þá hlýturðu að hafa veikst?"
„Nei, ég kom við á Spáni."
Þá hringdi hann heim úr Stykkis-
hólmi og kvað vanta mann á flutn-
ingaskip sem væri á leið til Spánar
— og hann sló til.
Svo sem sjá má af atviki þessu
þá átti þessi alvarlegi maður, eins
og hann kom öðmm fyrir sjónir,
mikla gleðignótt í hjarta og var
jafnan hlegið dátt í góðra vina hópi
er hann bar fram gamalt og nýtt úr
gleðibanka sínum.
„Á engum stað ég uni mér eins
og þessum hér,“ hefði Bjami getað
sagt um heimili sitt á Berserkseyri.
Eiginkona hans var Ástrós Elís-
dóttir og var henni það einkar lagið
að gera hlýtt og bjart umhverfís
sig. Það var því mikið áfallt fyrir
Bjama þegar hann missti konu sína
óvænt og snögglega fyrir átta
ámm. Þótt ástvinir gerðu allt til
að létta honum sporin í ellinni gat
þó enginn bætt úr því. Börn þeirra
em Dagbjört sjúkraliði, gift Pétri
Einarssyni fulltrúa og eiga þau
fjögur böm, og Hreinn bóndi á
Berserkseyri, kvæntur Ásdísi Hall-
dórsdóttur og eiga þau eina dóttur.
Einn son, Láms Sigurð, misstu þau
8 ára gamlan á jólanótt 1934. Fóst-
urdóttir þeirra, Guðrún Geirmunds-
dóttir, kom til þeirra í fmmbemsku
og ólst að öllu leyti upp hjá þeim.
Fóstursonur þeirra, Emil Jónasson,
kom til þeirra ungur að ámm og
dvaldist þar fram 'unglingsár.
Síðustu árin dvaldist Bjami lang-
dvölum á sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi og naut þar hins besta atlætis
hinna kaþólsku systra Sankti
Fransiskusarreglunnar sem þar
stunda sín líknarstörf. Þótt líkams-
kraftar hefðu mjög þorrið var Bjami
andlega óbugaður til hinstu stund-
ar, en hann lést þriðjudaginn 22.
apríl á 91. aldursári.
Við hjónin vottum aðstandendum
hans einlæga smúð á viðkvæmri
skilnaðarstund, en þökkum góðum
Guði sem gaf okkur svo mætan
dreng, ógleymanlegan mann og
auðmjúkan lærisvein Drottins.
Magnús Guðmundsson
Guðrún Matthías-
dóttir - Minning
Vegna mistaka sem urðu er
grein þessi var birt hér í Morgun-
blaðinu á fimmtudag er hún birt
hér aftur um leið og beðist er
velvirðingar á mistökunum.
Fædd 6. október 1893
Dáin 23. apríl 1986
Mannsævin og árstíðirnar eru að
vissu marki nokkuð líkar. Sumir lifa
þær ekki allar. Mannsævin byijar
á vorinu. Þannig getum við raðað
árstíðunum. Stormasamt getur
verið á öllum árstíðum. Bamssálin
er einnig viðkvæm fyrir kulda. í
stormi reynir á þrek og vilja að
standa af sér storminn, slá ekki
undan. Fóstursystir mín sem ég
kveð með þessum orðum var þrek-
og kjarkkona sem ekki lét bugast
þótt á móti blési.
Gömul nágrannakona hennar, nú
búsett í Stykkishólmi, sagði þegar
ég tilkynnti henni lát Guðrúnar:
„Þar fer óvenjuleg kjark- og dugn-
aðarkona, mikil persóna, trygglynd
og vinföst". Þeir sem vel þekktu
Guðrúnu geta í hjartans einlægni
tekið undir þessi orð. Guðrún fæd-
dist að Orrahóli á Fellströnd 6.
október 1893. Foreldrar hennar
voru hjónin Matthías Ólafsson og
Pálína Dagsdóttir. Þá bjuggu (
Stóra-Galtardal hjónin Lárus Þor-
geirsson og Ingveldur Eggertsdóttir
Fjeldsted. Það voru afi minn og
amma. Það atvikaðist þannig að
amma mín var fengin til að sinna
Ijósmóðurstörfum. Hún var þó ekki
í því starfí. Engin heimilishjálp var
á Orrahóli til að hirða um sængur-
konu og reifabam. Amma mín tók
litla reifastrangann heim með sér.
Það fór svo að Guðrún ólst upp
hjá afa og ömmu meðan báðar lifðu.
Amma dó 17. apríl 1913. Þá er
Guðrún á tuttugasta aldursári.
Amma var þannig gerð að það sem
hún gaf með hægri hendi tók hún
ekki til baka með þeirri vinstri.
Guðrún elskaði hana lífs og liðna
sem sína eigin móður. Sömu kær-
leiksríku þakklætishugsun bar hún
alla ævi til Jóns sonar fóstru sinnar.
Hann var fyrirvinna heimilisins flest
árin sem hún var þar og taldi hann
því fóstra sinn. Ég get af hjartans
tilfinningu tekið undir þessi orð
hennar.
Þegar hún er á þriðja ári flytja
þau að Narfeyri á Skógarströnd.
Búa þar í fímm ár. Þá flytja þau
að Hrísum í Helgafellssveit. Þar
deyr Ingveldur eins og fyrr segir.
27. ágúst 1902 fæðist ég í Stykkis-
hólmi. Fljótlega sækja afí og amma
mig og ala mig upp. Þá er Guðrún
tæpra níu ára. Frá þeim degi hef
ég verið litli bróðir hennar.
Frá þeim dögum er margs að
minnast. Allar þær minningar eru
umvafðar blíðu og kærleika frá
hennar hendi. 1910 flytja frá
Skriðukoti í Haukadal að Hrísarkoti
í Helgafellssveit hjónin Einar
Helgason og Karitas Jónsdóttir með
þijú börn sín af ijórum. Þau sem
komu um vorið voru: Kristján,
Helga Ingveldur og Þorleifur sem
fermdist það vor. Tún jarðanna
Hrísa og Hrísakots ná saman. Þetta
fólk voru okkar næstu nágrannar,
urðu meira á næstu árum. Guðrún
og Helga Ingveldur tengdust sterk-
um vináttuböndum. Heilsast og
kveðjast. Það er lífsins saga. Um
haustið kom Jófríður dóttir Hrísa-
kotshjónanna til þeirra. Hún er þá
heltekin af berklum. Eftir nýár er
hún flutt á kviktijám til Stykkis-
hólms, þaðan með skipi til Reykja-
víkur á hæli. Þar lifði hún lítinn
tíma. Fyrir jól 1911 andaðist Helga
Ingveldur úr sama sjúkdómi og
systir hennar. Ég man enn í dag
hvað Guðrún saknaði hennar mikið.
Ég trúi því að nú hafí þær hist á
landi eilífðarinnar og endumýjað
fyrri vináttu. Fyrstu dóttur sína lét
Guðrún heita Helgu Ingveldi. Þær
mæðgur hafa verið saman alla tíð
að frádregnum fáum árum. Þannig
hefur nafna vinkonunnar verið
henni harmabót.
Um haustið 1913 fór Guðrún
alfarið frá Hrísum. Þá var orðin
mikil breyting. Amma látin, Jó-
hanna fóstursystir Guðrúnar farin
að Hrísarkoti til heitmanns síns,
Kristjáns Einarssonar. Margar aðr-
ar breytingar orðnar á því heimili.
Fyrst fór hún í vist í Stykkishólmi
hjá Skúla Skúlasyni skipstjóra. Síð-
an liggur leiðin til Reykjavíkur. Þar
er hún í vist til vorsins 1918. Þá
kemur hún aftur að Hrísum til Ólafs
bróður síns sem þá er að byija
búskap þar. 9. ágúst eignaðist hún
dóttur þá sem fyrr er nefnd. 1920
kemur Þorleifur Einarsson heim til
foreldra sinna. Hann hafði þá verið
nokkur ár vinnumaður á Hellis-
sandi. Þá endumýjast þeirra fyrri
kynni. 1921 flytja þau ásamt Ólafi
bróður Guðrúnar að Örlygsstöðum
í Helgafellssveit. Em þar til 1926
að þau flytja að Fjarðarhomi í sömu
sveit.
Þau eignuðust sex böm, þijá
syni og þijár dætur. Eitt þeirra,
Páll, ólst upp í Hraunsfirði, hjá
Daníel Matthíassyni bróður Guð-
rúnar og konu hans, Ingveldi Ólafs-
dóttur.
Dóttir Guðrúnar og Jóhanns
Jónssonar, Helga Ingveldur f. 9.
ágúst 1918. Maður hennar Ari
Maronsson. Hann er látinn. Dóttir
þeirra Guðrún.
Böm með Þorleifi Einarssyni:
Pálína Matthea f. 18. apríl 1922,
hennar maður Sigurður Halldórs-
son. Þau eiga þijár dætur. Jón
fæddur 1. apríl 1924, ógiftur, hefur
alltaf verið heima hjá móður sinni,
verið hennar sterka stoð alla tíma.
Páll f. 5. apríl 1926, kona hans
Ebba Þorgeirsdóttir, þau em bam-
laus. Einar f. 6. júlí 1927, kona
hans Ingibjörg Garðarsdóttir. Þau
eiga tvo syni. Karitas f. 12. septem-
ber 1929. Maður hennar William
Clemens Jr., látinn, eiga tvo syni.
Elín f. 20. júní 1934, hennar maður
Eyjólfur Ingiberg Geirsson. Þau
eignuðust sex börn, misstu eitt
þeirra.
Árið 1927 hætti ég vinnu-
mennsku. Þá flyt ég að Fjarðar-
horni í boði þeirra systkina Ólafs
og Guðrúnar, fæ þar slægjur og
aðstöðu með skepnur mínar. Þetta
var vinarbragð þeirra systkina. Þá
sem fyrr reyndist Guðrún mér góð
systir. Hjá þeim átti ég heimili í
§ögur ár. Þá vom elstu böm Guð-
rúnar ung. Kynni mín við þessi
böm hafa aldrei rofnað. Þau hafa
verið mér jafn viðmótshlý og mín
eigin börn. Ég get fullyrt að Guðrún
hafi átt mikið barnalán. Öll em
böm hennar dugleg og sæmdarfólk.
Móður sinni hafa þau reynst eins
góð og böm geta best gerst. Ég
vil ekki gera upp hvers hlutur er
mestur. Jón hefur alltaf verið hjá
henni. Helga eins og áður er sagt
heima að fáum ámm fráskildum.
Hin em í nábýli við hana í Keflavík
og Reykjavík, Karitas ein er í fjar-
lægð. Hún á heima í Bandaríkjun-
um.
Guðrún hefur verið umvafin
umhyggju þeirra og kærleika. Sama
má segja um tengdabömin.
Þegar mest hefur bjátað á hjá
mér hefur þessi fjölskylda veitt mér
kærleiksríka hjálp og huggun.
Nú þegar ég skrifa þessar línur
em á borðinu hjá mér tvær myndir
sem Guðrúnu vom mjög kærar.
Minningin um gömlu konuna Guð-
ríði Jónasdóttur var henni alla ævi
hjartkær. Þessi gamla kona kenndi
henni að lesa. Hún var hennar besti
kennari. Hin myndin er af syni
Guðríðar, Jóhanni Gunnari Sigurðs-
syni skáldi.
Þessa vísu kvað Guðríður til
hennar:
Það er mín ósk og þar með spá
þrautaleystfrágrandi
aðþigfáiaftursjá
ódáins á landi
1945 flytur fjölskyldan, þ.e.a.s.
Guðrún, Ölafur bróðir hennar og
öll börn Guðrúnar nema Páll, til
Keflavíkur. Hefur heimilið verið hér
lengst á Hafnargötu 75. Það var
orðið of þröngt um þau í afskekkta
dalnum, afkomumöguleikar ófull-
nægjandi. Oft hefur hugur þeirra
leitað heim á æskustöðvamar. Þær
em mörgum kærasti bletturinn á
jörðinni. Þó fjarlægðin væri orðin
meiri milli heimila okkar vomm við
jafn nálæg hvort öðm. Guðrún
hefur verið elskuð og virt af öllum
sínum afkomendum. Henni var það
ómælanleg gleði að eiga mynd af
fímm ættliðum sem ég tel hér á
eftir. Allir vildu vera í návist henn-
ar. Hún átti ótæmandi kærleikssjóð,
allir vildu auðsýna henni ást. Fimm
ættliðir: Guðrún Matthíasdóttir
fædd 6. október 1893, Helga Jó-
hannsdóttir fædd 9. ágúst 1918,
Guðrún Aradóttir fædd 17. septein-
ber 1945, Hólmfríður Helga Þórs-
dóttir fædd 1. október 1967, Guð-
rún Þóra Benediktsdóttir fædd 23.
desember 1983.
Nú að leiðarlokum þakka ég
Guðrúnu systur minni allar sam-
verustundimar, alla hennar ást og
tryggð, alla þá greiða sem hún
gerði mér. Ég hugsa með þakklæti
til Ólafs bróður hennar fyrir hans
vináttu og góðvild. Þau vom bæði
falslausar sálir. Nú með nýbyijuðu
sumri koma mér í huga orð skálds-
ins:
„Guð allur heimur eins í lágu og háu
er opin bók um þig er fræðir mig.
Hvert eitt blað á blómi jarðar smáu
er blað sem margt er skrifað á um þig.
Nú em blómin sem hafa legið í
dvala í vetrardrómanum að vakna
til nýs lífs. Útspmngið blóm er
upprisa lífsins, almættishöndin er
sterk. Þetta er fyrirheit um okkar
eigin upprisu og eilíft líf. Jesús
sagði: Eg lifí og þér munuð lifa. í
þeirri trú kveð ég mína kæm fóstur-
systur í Jesú nafni. Öllum bömum
hennar, afkomendum, ættingjum
og vinum votta ég einlæga samúð
mína.
Ágúst Lárusson
Legsteinar
'laníi
j.
Unnarbraut 19, Settjarnarnesi,
símar 91-620809.