Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986 47 Árið 1941 fluttu þau Elín og Bjarni frá Nethömrum til Hvera- gerðis er Bjarni tók við starfi ullar- matsmanns. Því starfi gegndi hann til dánar- dægurs 22.4. 1955 og var jarðaður 3.5. er því í dag 31 ár síðan hann varjarðsunginn. Þeim Bjarna og Elínu varð tveggja bama auðið, Lilju og Kjart- ans. Lilja fæddist 26.7. 1919 í Háu- Kotey. Hún giftist Magnúsi Har- aldssyni en þau ckildu. Þau áttu tvær dætur, Þuríði Elínu, f. 9.4. 1942. Hún er búsett í New York 9g gengur þar undir nafninu Thyri Isey Warne. Barnlaus. Yngri dóttir Lilju heitir Diana Bjamey Stahr, f. 7.10. 1943, búsett í Kaupmannahöfn. Barnlaus. Kjartan, f. 26.8. 1920, á Leið- velli, d. 4.6. 1976, hann var kennari á Eyrarbakka. Kjartan var þrí- kvæntur. Fyrsta kona Kjartans var Doro- the Elise Marrow, d. 1942, sonur þeirra er Theodór Elí Marrow, f. 29.7.1942. Önnur kona Kjartans var Alda Sigurrós Júlíusdóttir. Böm þeirra vom Bjarni, f. 1952, d. 1963 og Kristín Alda, f. 1954. Þriðja kona Kjartans var Krist- jana Vilhelmína Guðmundsdóttir. Böm þeirra em: Kristjana, f. 1961, ogBjami Bragi, f. 1965. Eins og fyrr er getið ólst Elín upp í Rofabæ, fyrst hjá Ingimundi móðurbróður sínum og eftir andlát hans, 1903, hjá Stefáni syni hans, og em fyrstu minningar mínar tengdar Elínu og uppeldissystur hennar, Sigurlínu, dóttur Agnesar, föðursystur minnar. Elín var glæsileg og glaðlynd stúlka, hugljúfí allra sem kynntust henni og vildi allt til betri vegar færa að sögn móður minnar, sem unni henni alltaf. Þegar hún fór frá Rofabænum söknuðu hennar allir, en það var þó bót í máli að það var mikill kunningsskapur á milli Sanda og Rofabæjar og kom því Elín oft í heimsókn. Það ber Elínu góða sögu, að hún var allan tímann á Söndum eftir að hún fór fr' Rofabænum, nema eitt ár (1916—17) sem hún var á Hunkubökkum á Síðu og man ég að Agnes var ekki ánægð með þá ráðstöfun. Fundum okkar Elínar bar ekki saman í fjóra áratugi, en þegar ég hitti hana aftur var það hin sama góða Elín, sem ég hafði kynnst á æskuámm mínum. Ég votta aðstandendum Elínar mína dýpstu samúð og óska þeim Guðs blessunar á ókomnum ámm. Ingimundur Stefánsson Góði Jesú, fyrir greftran þín gefðusíðastaútförmín verði friðsöm og farsæl mér, frelsuð sál nái dýrð hjá þér. Mig langar til að minnast ömmu minnar Elínar Sigurbergsdóttur með nokkmm orðum. Nú þegar hún er horfin af sjónarsviði þessa heims rifjast upp minningamar frá liðnum ámm. Heimsóknirnar í Hveragerði til ömmu og Lilju frænku. Alltaf var tekið á móti mér og mínum með hlýjum og opnum örmum, og ýmislegt var þá spjallað sem á dagana hafði drifið. Það var svo gaman og fræðandi að tala við ömmu, hún var eins og óþijótandi viskubmnnur. Amma var mjög trú- uð kona, hún hafði mjög ákveðnar skoðanir og lifði samkvæmt þeim. Fáum hef ég kynnst sem verið hefur eins sterk og heilsteypt persóna og hún var. Með mikilli hjálp Lilju dóttur sinnar og föðursystur minnar auðnaðist ömmu að búa í húsinu sínu við Dynskóga, sem var henni svo kært allt til æviloka. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég þakka fyrir þá gæfu að hafa átt slíka ömmu. Kristín Kjartansdóttir Dodge Ramcharger 1982, Royal SE V8 318 Dodge Ramcharger 1979 V8 318 Sjálfskiptur, vökvastýri o.fl. Einn eigandi, sér- Sjálfskiptur, vökvastýri o.fl. Torfærubíll og til- lega glæsilegur bíll. búinn í hvað sem er. Dodge Ramcharger 1979 Royal SE V8 360 Plymouth Volaré Premier 1979 Sjalfskiptur, vokvastýri, krómfelgur o.fl. Sér- 6 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri, ekinn aðeins ^ega vel með fannn bfll. Ekinn aðeins 60.000 57.000 km. Einstakur bíll á góðu verði Allur rjómaís frá Emmess hefur nú lækkað í verðí. Fáðu þér Emmess rjómaís á lækkuðu verðí með AUK M. 3.153/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.