Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 7 Vímulaus æska: Lionshreyfingin einbeitir sér að f orvarnarstarfi SAMNORRÆNN baráttudagur Lionshreyfinga á Norð- urlömdum gegn vímuefnum er í dag, fyrsta laugardag í maí. Lionshreyfingin á íslandi mun leggja áherslu á að kynna „túlípanamerkið", sem þegár hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins, I þeim tilgangi að vekja upp umræðu um vaxandi vímuefnaneyslu hér á landi. í Reykja- vík verður skrúðganga frá Frakkastíg að Lækjartorgi þar sem flutt verður sérstök skemmtidagskrá. „Lionshreyfingin hefur ákveðið að einbeita sér að forvamarstarfi en á námstefnu sem hreyfingin gekkst fyrir í nóvember sl. þar sem fulltrúar frá fíkniefnalögreglu, úti- deild og læknar frá Vogi fluttu fyrirlestra um vímuefni kom fram mikil vanþekking á hvemig ástand- ið er hér á landi," sögðu þau Þór- hildur Gunnarsdóttir, Bjöm Magn- ússon og Arthur Farestveit frá Lionshreyfingunni. „Við emm flest foreldrar í hreyfingunni og höfum því mikinn áhuga á að spoma við þróuninni. Það er engin ástæða til að ætla annað en að innan tíðar geti ástandið verið svipað hér og það er í Danmörku og Hollandi þar sem menn hafa nánast gefist upp. Við emm á tímamótum - getum gripið í taumana, seinna verður það ef til vill of seint." Á námstefnunni kom meðal annars fram að árið 1984 lögðu fíkniefnalögreglan og tollyfirvöld hald á 1,3 kg af amf- etamíni, sem reynt var að flytja til landsins en reiknað er með að það sé lítill hluti af því amfetamíni, sem berst til landsins. Söluverðmæti þess í smá skömmtun á markaði hér er áætlað 1,5 milljón. Sem lið í forvamarstarfinu hefur Lionshreyfingin ákveðið að styðja kennarar og aðra sem starfa með unglingum til að sitja námstefnu um vímuefni og hvemig ber að bregðast við þeim. Námstefnan er haldin á vegum Kennaraháskóla íslands í sumar og munu margir þekktir erlendir fræðimenn flytja þar fyrirlestra. „Staðreyndin er sú að tæplega 100% þeirra bama og unglinga sem ánetjast vímuefnum byija með því að smakka áfengi, síðan tekur eitt við af öðm,“ sagði Þórhildur. „Við viljum eiga þátt i að kenna þeim að segja „nei“ og gera það áhuga- vert og spennandi að vera án vímu. Til að ná því marki hefur Lions- hreyfingin ákveðið að styðja við bakið á þeim ungmennum sem vilja vera í hressum og kátum hóp en eins og allir vita þá ræður félags- skapurinn oft úrslitum hvemig bmgðist er við þegar á reynir." Þá hefur hrejrfingin ákveðið að taka upp samstarf við önnur félög sem beijast gegn vímuefnum og hefur verið ákveðið að Lionshreyf- ingin verði stuðningsaðili við Land- samtök foreldra gegn vímuefnum, sem stofnuð verða í sjóvarpssal í beinni útsendinu. Þegar hafa nokk- ur íþróttafélög eins og Ármann, FH í Hafnarfirði og Gerpla í Kópavogi ákveðið að ganga til liðs við hreyf- inguna og prenta „túlípanamerki" á búninga sína. Kjarnorkuslysið: SUS fordæmir viðbrögð Sovét- sljórnarinnar MORGUNBLAÐINU hef ur borist eftirfarandi ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var þann 30. april 1986: Stjóm Sambands ungra sjálf- Leiðrétting PRENTVILLA varð í kynningu á höfundi með grein Aðalsteins Jó- hannssonar í Morgunblaðinu sl. fímmtudag. Þar sagði, að hann væri fyrrverandi framkvæmdastjóri H. Jóhannsson og Smith. Hið rétt er, að Aðalsteinn var framkvæmda- stjóri A. Jóhannsson og Smith hf. Þetta leiðréttist hér með. Hundraðkall til viðbótar Akureyri. MEINLEG villa var í frásögn af buffborgurum frá kjötiðnaðar- fyrirtækinu Hrimni sf. á Akur- eyri í blaðinu í gær. Hver pakki af borgurunum mun kosta 220- 240 krónur út úr búð — ekki 120-140 eins og sagði í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessarri vUlu. stæðismanna fordæmir harðlega viðbrögð Sovétstjórnarinnar vegna slyssins í Chemobyl-kjarnorkuver- inu í Úkraínu. Nokkmm dögum eftir að slysið átti sér stað neituðu Sovétmenn að viðurkenna orðinn hlut. Tilraunir Sovétmanna til að dylja slysið verður að skoða í ljósi þess, að áður hafa að minnsta kosti tvö slík slys orðið í Sovétríkjunum. Sovétstjómin viðurkenndi í hvomgt skiptið að slys hefði átt sér stað. Ástæða er til að lýsa áhyggjum vegna iélegs öryggisbúnaðar í kjarnorkuvemm Sovétmanna. Stjóm Sambands ungra sjálf- stæðismanna telur, að þessir at- burðir veki spurningar og efasemdir um heilindi Sovétstjórnarinnar í afvopnunarmálum, en leiðtogi Sov- étríkjanna hefur undanfama mán- uði rekið mikinn áróður fyrir friðar- vilja Kremlveija. Gorbachev hefur gefið í skyn, að Sovétmenn séu reiðubúnir að fallast á hugmyndir Vesturveldanna um gagnkvæmt og virkt eftirlit með niðurskurði kjarnavopna og einnig komið með hugmyndir um bann við lqama- sprengingum. Samningamenn hans í Genf hafa á hinn bóginn haldið að sér höndum. Slysið í Chemobyl- verinu sýnir ljóslega að orð og efndir stangast jafnan á þegar Sovétmenn em annarsvegar. Morgunblaðið/Bára Frá vinstri: Arthur Farestveit, Þórhildur Gunnarsdóttir og Bjöm Magnúsdóttir frá Lionshreyfingunni. DAIHATSU syning Frá kl. 1-5 Allir gæðabílarnir frá Daihatsu. Daihatsuumboðið Armúla 23, s. 085870 — 681733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.