Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986
7
Vímulaus æska:
Lionshreyfingin
einbeitir sér að
f orvarnarstarfi
SAMNORRÆNN baráttudagur Lionshreyfinga á Norð-
urlömdum gegn vímuefnum er í dag, fyrsta laugardag í
maí. Lionshreyfingin á íslandi mun leggja áherslu á að
kynna „túlípanamerkið", sem þegár hefur verið dreift í
alla grunnskóla landsins, I þeim tilgangi að vekja upp
umræðu um vaxandi vímuefnaneyslu hér á landi. í Reykja-
vík verður skrúðganga frá Frakkastíg að Lækjartorgi þar
sem flutt verður sérstök skemmtidagskrá.
„Lionshreyfingin hefur ákveðið
að einbeita sér að forvamarstarfi
en á námstefnu sem hreyfingin
gekkst fyrir í nóvember sl. þar sem
fulltrúar frá fíkniefnalögreglu, úti-
deild og læknar frá Vogi fluttu
fyrirlestra um vímuefni kom fram
mikil vanþekking á hvemig ástand-
ið er hér á landi," sögðu þau Þór-
hildur Gunnarsdóttir, Bjöm Magn-
ússon og Arthur Farestveit frá
Lionshreyfingunni. „Við emm flest
foreldrar í hreyfingunni og höfum
því mikinn áhuga á að spoma við
þróuninni. Það er engin ástæða til
að ætla annað en að innan tíðar
geti ástandið verið svipað hér og
það er í Danmörku og Hollandi þar
sem menn hafa nánast gefist upp.
Við emm á tímamótum - getum
gripið í taumana, seinna verður það
ef til vill of seint." Á námstefnunni
kom meðal annars fram að árið
1984 lögðu fíkniefnalögreglan og
tollyfirvöld hald á 1,3 kg af amf-
etamíni, sem reynt var að flytja til
landsins en reiknað er með að það
sé lítill hluti af því amfetamíni, sem
berst til landsins. Söluverðmæti
þess í smá skömmtun á markaði
hér er áætlað 1,5 milljón.
Sem lið í forvamarstarfinu hefur
Lionshreyfingin ákveðið að styðja
kennarar og aðra sem starfa með
unglingum til að sitja námstefnu
um vímuefni og hvemig ber að
bregðast við þeim. Námstefnan er
haldin á vegum Kennaraháskóla
íslands í sumar og munu margir
þekktir erlendir fræðimenn flytja
þar fyrirlestra.
„Staðreyndin er sú að tæplega
100% þeirra bama og unglinga sem
ánetjast vímuefnum byija með því
að smakka áfengi, síðan tekur eitt
við af öðm,“ sagði Þórhildur. „Við
viljum eiga þátt i að kenna þeim
að segja „nei“ og gera það áhuga-
vert og spennandi að vera án vímu.
Til að ná því marki hefur Lions-
hreyfingin ákveðið að styðja við
bakið á þeim ungmennum sem vilja
vera í hressum og kátum hóp en
eins og allir vita þá ræður félags-
skapurinn oft úrslitum hvemig
bmgðist er við þegar á reynir."
Þá hefur hrejrfingin ákveðið að
taka upp samstarf við önnur félög
sem beijast gegn vímuefnum og
hefur verið ákveðið að Lionshreyf-
ingin verði stuðningsaðili við Land-
samtök foreldra gegn vímuefnum,
sem stofnuð verða í sjóvarpssal í
beinni útsendinu. Þegar hafa nokk-
ur íþróttafélög eins og Ármann, FH
í Hafnarfirði og Gerpla í Kópavogi
ákveðið að ganga til liðs við hreyf-
inguna og prenta „túlípanamerki"
á búninga sína.
Kjarnorkuslysið:
SUS fordæmir
viðbrögð Sovét-
sljórnarinnar
MORGUNBLAÐINU hef ur borist
eftirfarandi ályktun Sambands
ungra sjálfstæðismanna sem
samþykkt var þann 30. april
1986:
Stjóm Sambands ungra sjálf-
Leiðrétting
PRENTVILLA varð í kynningu á
höfundi með grein Aðalsteins Jó-
hannssonar í Morgunblaðinu sl.
fímmtudag. Þar sagði, að hann
væri fyrrverandi framkvæmdastjóri
H. Jóhannsson og Smith. Hið rétt
er, að Aðalsteinn var framkvæmda-
stjóri A. Jóhannsson og Smith hf.
Þetta leiðréttist hér með.
Hundraðkall
til viðbótar
Akureyri.
MEINLEG villa var í frásögn af
buffborgurum frá kjötiðnaðar-
fyrirtækinu Hrimni sf. á Akur-
eyri í blaðinu í gær. Hver pakki
af borgurunum mun kosta 220-
240 krónur út úr búð — ekki
120-140 eins og sagði í fréttinni.
Beðist er velvirðingar á þessarri
vUlu.
stæðismanna fordæmir harðlega
viðbrögð Sovétstjórnarinnar vegna
slyssins í Chemobyl-kjarnorkuver-
inu í Úkraínu. Nokkmm dögum
eftir að slysið átti sér stað neituðu
Sovétmenn að viðurkenna orðinn
hlut. Tilraunir Sovétmanna til að
dylja slysið verður að skoða í ljósi
þess, að áður hafa að minnsta kosti
tvö slík slys orðið í Sovétríkjunum.
Sovétstjómin viðurkenndi í hvomgt
skiptið að slys hefði átt sér stað.
Ástæða er til að lýsa áhyggjum
vegna iélegs öryggisbúnaðar í
kjarnorkuvemm Sovétmanna.
Stjóm Sambands ungra sjálf-
stæðismanna telur, að þessir at-
burðir veki spurningar og efasemdir
um heilindi Sovétstjórnarinnar í
afvopnunarmálum, en leiðtogi Sov-
étríkjanna hefur undanfama mán-
uði rekið mikinn áróður fyrir friðar-
vilja Kremlveija. Gorbachev hefur
gefið í skyn, að Sovétmenn séu
reiðubúnir að fallast á hugmyndir
Vesturveldanna um gagnkvæmt og
virkt eftirlit með niðurskurði
kjarnavopna og einnig komið með
hugmyndir um bann við lqama-
sprengingum. Samningamenn hans
í Genf hafa á hinn bóginn haldið
að sér höndum. Slysið í Chemobyl-
verinu sýnir ljóslega að orð og
efndir stangast jafnan á þegar
Sovétmenn em annarsvegar.
Morgunblaðið/Bára
Frá vinstri: Arthur Farestveit, Þórhildur Gunnarsdóttir og Bjöm Magnúsdóttir frá Lionshreyfingunni.
DAIHATSU
syning
Frá kl. 1-5
Allir gæðabílarnir frá Daihatsu.
Daihatsuumboðið
Armúla 23,
s. 085870 — 681733