Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 FIAT-verksmiðjan við Tor- ino í Pódalnum á ítaliu var ekki sjáifri sér lík. Búið var að setja upp með tjöldum einskon- ar flugvallarana eins og maður labbar í gegnum út í flugvél- arnar á stóru flugvöllunum úti í heimi og handan þessa rana var stór bygging. Við vorum þrír saman, Fslendingar, sogað- ir inní þennan rana ásamt flóði af allra þjóða útlendingum, allir komnir tíl að verða vitni að kynningu á nýjum bUum frá FIAT/Lancia: Uno Turbo Dies- el og Lancia Thema 8-32. Áfram bárumst við upp ranann og alla leið inn í sal mikinn og þar stóðu vagnarnir saman rauðir og gjjáðu af einskœru stolti yfir að vera dl. Nú voru haldnar ræður og síðan spurðu menn og fengu svör, en á okkur iandana fóru að renna tvær grímur, þarna voru saman komnir hátt í sjö hundruð blaðamenn og okkur langaði þessi ósköp að prófa a.m.k. Unoinn. Hamingjan veit hve margir hinna hugsuðu það sama. Það hafðist Líklega hafa ítalimir vitað að íslendingar em góðir kúnnar og kannski hafa þeir frétt af tolla- lækkuninni í vetur og núna seljast allir bflar á íslandi eins og heitar lummur. Við fengum sem sé að vita að næsta dag gætum við próf- að FLAT Uno Turbo Diesel og ekið 78 km hring eftir margskon- ar vegum umhverfís prófunar- stöðvar þeirra. Við létum ekki happ úr hendi sleppa og komum til leiks vígreifir í fylgd með hópi Spánveija sem voru í sömu erindum. Þama stóðu átta vagnar og biðu hópsins, tveir voru ætlaðir okkur. í minn hlut BMW bílhermir Á bílasýningunni sem hófst í Torino 23. apríl sýndu BMW-verk- smiðjumar gestum hvemig ABS- hemlastýrikerfið virkar með því að nota hermitæki sem lflcti eftir akstri bflsins. Tækið er í tvennu lagi, annars vegar er undirvagn og eru hjól á keflum sem leika hlutverk vegarins, hins vegar er „stjómklefi", þ.e. framsæti, mælaborð og stjómtæki bflsins. Gestum var boðið að „aka“ smá- spöl og prófa bremsumar. Fyrst án ABS og síðan með kerfið tengt. Kynnirinn stjómaði aðgerðum og hvatti menn til að keyra sem greiðast. „Þú ert núna á beinum og breiðum vegi, gefðu í, nú ertu á 150 km hraða, það er beygja framundan, ansi kröpp já, þú þarft samt ekkert að slá af, þetta er góður bfll! Æ, æ! Þama kemur strætó í veg fýrir þig, bremsaðu maður!" og ... krasss!. „Allt í lagi, þú eyðilagðir bara einn strætis- vagn, reyndu aftur með ABS.“ Þá gekk betur, en þó tókst sumum að klessukeyra þrátt fyrir ABS- hemlana. Einn var þó sá sem ekki keyrði á, sá heitir Niki Lauda og er þrefaldur heimsmeistari í Formula 1 Grand Prix. Hann var þama kominn til að sýna hvemig ABS- kerfið virkar og svara spumingum um hvað það gerir og hvers vegna það er nauðsynlegt. ABS-hemlastýrikerfið kemur í veg fyrir að hjólin læsist þegar stigið er á bremsuna og þar með kemur það einnig í veg fyrir að ökumaðurinn missi vald á bflnum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í beygjum og þegar yfirborð vegar- ins er hált af bleytu, ís eða jafnvel lausamöl. Flestir dýrari bílar hafa nú þetta kerfí í grunnútgáfu og all- margir bjóða það sem aukabúnað. Þegar er farið að bjóða ABS sem aukabúnað í minni og ódýrari bíla (Escort) og búast má við að innan fárra ára verði þetta kerfí álitið jafn nauðsynlegur hluti bílsins og hemlamir eru sjálfir í dag — öryggisins vegna. Morgunblaðið/Þórhallur Jósepsson Bílhermirinn frá BMW. Hér er undirvagninn og hann „ekur“ á keflunum, áhorfendur geta fylgst með því hvað gerist þegar hemlað er við mismunandi aðstæður með og án ABS-kerf isins. Morgunblaðið/Þórhallur Jósepsson. Niki Lauda prófar ABS-hemlakerflð í „bílnum“ frá BMW. FIAT Uno Turbo Diesel: eldsnöggur og liðugur. Mælaborðið í Uno Turbo Diesel. Efst fyrir miðju er þrýstimælir- inn fyrir forþjöppuna, neðan við snúningsmælinn eru svo olíumæl- arnir, annar fyrir olíuþrýstinginn, hinn fyrir hitann. Fiat Uno Turbo Diesel Nokkrar staðreyndir Vél Slagrúmmál Mestaafl Mesti togkr. Gírkassi Lengd Þyngd Hám. hraði Eldsn.eyðsla 90 120 innanb. Viðbragð 0—100 km/klst. 0-1000 m 4 strokka diesel m. forþjöppu 1367 sm» 70 hö/4800 sn./mín. 11,7 mkg/3000 sn./mín. 5 gíra 3.64 m 880 kg 180 km 4,0 1/100 krn 5,8 1/100 km 5,6 1/100 km 12,4 sek. 34 sek. kom einn bráðlaglegur kvöld- grænn (já, já, kvöldgrænn) bíll og ég settist inn og litaðist um. Þetta var ósköp venjulegur Uno, þægilegur og ótrúlega rúmgóður, en eitt var þó öðruvísi: í mæla- borðinu var sérstakur mælir fyrir túrbínuþrýsting. Þegar hann fór í gang var ekkert nýtt að sjá né heyra, dieselvélin hamraði þama frammí eins og hver önnur diesel- vél og gaf engin sérstök fyrirheit um neitt. Nú fóru bflamir að tínast af stað og ég slóst í hópinn og lædd- ist út um hliðið ofurrólega. Var ekki laust við að setti að mér svolítinn kvfða að eiga nú að fara að keyra úti í ítölsku umferðinni, alls óvanur og búinn að sjá ýmis- legt atferli þar sem ég botnaði ekki alveg í og er ekki gott að heimfæra uppá umferðarreglur. Nú — leiðin var vel og skilmerki- lega vörðuð og ekki um annað að ræða héðan af en að láta sig hafa það og þegar útá götuna kom var bara einfaldlega gefið í. Óx honum þá ásmegin Snúningshraðamælirinn lötraði upp frá þúsund upp i tvö þúsund og upp í tvö þúsund og fimm hundruð — og þá gerðist það. Þessi litli vargur! Það var eins og önnur vél bættist við, nálin á snúningsmælinum hreinlega datt niður á rauða strikið og maður mátti hafa sig allan við að skipta um gír. Þetta minnti á sögumar af Þór gamla þear hann spennti sig megingjörðum. Nú fór að verða gaman. Leiðin lá út á hraðbraut og þar var að sjálfsögðu athugað mjög gaum- gæfilega hve hratt var hægt að komast á þessu litla krfli. Það er skemmst frá því að segja að þessi bfll kemst hratt. Þegar ég gaf mér tóm til að líta á hraðamælinn til að gá hvort hann væri kominn yfír hundraðið, stóð nálin á 120 og hraðaði sér upp. Alla leið fór hún upp í 180. Svolitla stund var ekið á þeim hraða og kom mér á óvart hve vel Unoinn lét, hvikaði hvergi í stýri og merkilega hljóð- látur. Síðan var ekið nokkra stund á 140 km hraða og reyndist það vera þægilegur rólegheita akstur við þessar aðstæður. Þann 22. þessa mánaðar kynntu FLAT/Lancia verksmiðjumar tvö sannkölluð tryllitæki í fyrsta sinn á blaðamannafundi í aðalstöðvum verksmiðjanna rétt utan við Tor- ino á Italíu. Þessi tæki eru nýjar útfærslur bíla sem áður hafa verið þekktir, þ.e. FIAT Uno og Lancia Thema. Unoinn er fjórtándi með- limur fjölskyldunnar og heitir Turbo Diesei. Tryllitæki? Já, svo sannarlega! Það fékk ég að reyna eins og sagt er frá annars staðar hér á síðunni. Lancia kynnti Út í sveit Ekki var allur aksturinn á hraðbraut, við fengum einnig að prófa ítalska sveitavegi. Þeir em greinilega lítt hrifnir af malarveg- um suður þar, þetta er allt mal- bikað. Nú gafst tóm til að líta í kringum sig því þótt vegimir væm malbikaðir, þá vom þeir þó engir hraðakstursvegir og að auki nokkur umferð, ekki síst traktorar Thema 8-32, átta strokka-þijátíu- ogtveggja ventla. Theman þessi er í raun klæðskerasaumuð fyrir hvem kaupanda, hún er nefnilega smíðuð að mestu hjá Ferrari! Þar er kaupendum boðið uppá allskon- ar sér- og aukabúnað eins og hugurinn (og buddan) gimist. Einnig er viðskiptavininum boðið að fylgjast með smíði vagnsins eftir óskum og að lokum er bíllinn tekinn og honum reynsluekið áður en hann er afhentur. Þar á ekki að láta neinn gallagrip sleppa út. og reiðhjól. Þar fóm bændur til vorverka við jarðir sínar og hug- uðu að túnum og görðum inn á milli skjólbelta af hávöxnum tijám sem mörkuðu skil milli flestra reita og er þó varla eins hvasst þar og á íslandi. Framundan blöstu við fjöll mikil og heita AlpaQöll. Sýndist mér lítið mundi verða úr Esjunni okkar ef hún ætti að standa við hlið þessara flalla, nema þá að hún hefði það á fegurðinni eins og hún Hófí. Nú fór að styttast í hringnum og áður en varði var maður kominn að sama hliði og lagt var upp frá. Ágætum skemmti- og reynsluakstri var lokið og bflnum skilað. Þetta reyndist allt minna mál en leit út fyrir i upphafi með umferðina, enda skiluðu sér allir heilir til baka og ég hefði jafnvel farið óragur af stað í aðra ferð. Niðurstöður Þessi rejmsluakstur var ekki þess eðlis að hægt sé að gefa fullkomna mynd af kostum og göllum bflsins, til þess var ekið of stutt. Þó kom ýmislegt fram sem vert er að segja frá. Fyrst er það höfuðkostur bfls- ins, stýrið. Það var létt, hámá- kvæmt og algjörlega laust við titring á miklum hraða. Hemlar virka mjög vel, vélarafl er framúr- skarandi gott yfir 2.500 s/mín. og gott fram að því. Klæðning er smekkleg og vel gerð og stjóm- tæki aðgengileg. Helsti gallinn sem ég varð var við er hávaði f lausagangi, þá var sætisbakið ekki við mitt hæfi, studdi ekki nægilega vel við iryóhrygginn. í heild má segja að Uno Turbo Diesel sé einkar skemmtilegur og þægilegur smábfll með afbragðs- góða aksturseiginleika. Morgunblaðið/Þórhallur Jósepsson Tvö tryllitæki frá Torino Flögrað um Pódal á Uno Turbo D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.