Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 Samningarnir gera einnig kröfu um aðhald í ríkisfjármálum sagði Gunnar J. Friðriksson í ræðu á aðalfundi VSÍ í lífí þjóðar skiptast á skin og skúrir og nokkur undangengin ár hefur verið hretviðrasamt í íslensku þjóðlífí. Þjóðartekjur drógust sam- an. Við eyddum meiru en við öfluð- um, jafnvel í góðærinu, og skulda- dagamir hafa verið okkur þung- bærir. En nú hefur rofað til. Efnahags- þróun í heiminum hefur komið okkur til góða og vel hefur veiðst og vel hefur selst. Allt þetta hefur gerst á undraskömmum tíma svo það svið, sem nú er horft yfír, er allt annað og gjörólíkt því, sem við blasti á haustdögum. Straumar nýjunga fara um þjóð- lífíð og þeir hafa sett mark sitt á starfsemi Vinnuveitendasambands- ins og samskipti aðila vinnumarkað- arins á liðnu starfsári. Efnahagsmál Ég ætla ekki að rekja hér þróun efnahagsmála frá síðasta aðalfundi heldur fara í stuttu máli yfír stöð- una eins og hún birtist í dag í kjölfar siðustu kjarasamninga. í yfírliti um efnahagshorfur á árinu 1986 áætlar Þjóðhagsstofnun að þjóðarframleiðslan aukist um 3,1% á árinu og þjóðartekjur aukist nokkru meira eða um 5,1% vegna þess bata sem orðið hefur á við- skiptakjörum. Áætlað er að kaup- máttur atvinnutekna á mann aukist um 4,5% í ár, sem þýðir að kaup- mátturinn mældur á þennan mæli- kvarða er aðeins um 5% lægri en hann var á árunum 1981 og 1982. Þjóðhagsstofnun áætlar að bati verði á viðgkiptajöfnuði við útlönd þannig að hallinn í ár verð 2,6% af þjóðarframleiðslu samanborið við 4,6% í fyrra. þessar tölur Þjóð- hagsstofnunar um þróun mála boða mikil umskipti frá þvi sem áætlað var í þjóðhagsáætlun ríkisstjómar í október sl. Þar var við það miðað að þjóðarframleiðslan ykist um 1,6% að viðskiptakjörin myndu jafíi- vel versna og að viðskiptahalíinn yrði tæp 4% af þjóðarframleiðslu. Þá var í þjóðhagsáætlun ekki gert ráð fyrir því að kaupmáttur atvinnutekna á mann ykist svo nokkru næmni. Kjarasamningar En hvað hefur gerst sem breytt hefur svo stöðunni frá því á síðasta aðalfundi? Þar koma til þær sam- verkandi ástæður sem ég vík að í upphafí máls míns og leitt hafa til þeirra kjarasamninga, sem síðan hafa verið gerðir. í kjarasamningnum í nóvember 1984 var við það miðað að samning- urinn gilti til ásloka 1985. Þó þann- ig að samningsaðilar skyldu fyrir 25. júní leitast við að ná samkomu- lagi um framlengingu launaliða samningsins, ella yrðu þeir lausir frá 1. september án sérstakrar uppsagnar. Fyrir réttu ári þótti sýnt að kaupmáttur kauptaxta mundi að öllu óbreyttu síga verulega umfram það sem áætlað hafði verið. Var jafnvel talið að kaupmáttur kaup- taxta yrði 4—5% lakari í september- mánuði en veriðn hafði í upphafí árs. Framkvæmdastjóm Vinnuveit- endasambandsins þótti þá sýnt að erfítt mundi að ná skynsamlegum samningum án verðbólgu á haust- dögum og að allt mundi þá stefna í harðvítug átök á vinnumarkaðn- um. Til þess að fyrirbyggja slíkt ákvað framkvæmdastjóm Vinnu- veitendasambandsins að hafa frum- kvæði að lausn kjarasamninga og lagði því fyrir ASÍ tillögu um kjara- samning til ársloka 1986. Þar var við það miðað að reynt yrði að bæta upp rýmun kaupmáttar og halda nokkum veginn f við fyrirsjá- anlega verðbólgu. Þetta tilboð VSÍ markaði tíma- mót í samskiptum vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar, þar sem að vinnuveitendur höfðu með þess- um hætti ótvírætt frumkvæði að lausn fyrirsjáanlegrar kjaradeilu og buðu fram launahækkanir 3 mán- uðum fyrr en gildandi samningur gat fyrst orðið laus. Samningavið- ræðum lauk svo með undirritun samnings þann 15. júnf. Megineöii samningsins var það, að laun skyldu þegar hækka um 5% og aftur 4,5% 1. október. Gildistími skyldi vera út árið. Að þessu gerðu töldu menn tryggt, að ftíður yrði á vinnumark- aði og launa- og verðlagsþróun væri í meginatriðum fyrirséð. Það kom því á óvart, að fjárn'á.laráð- herra skyldi í byijun október undir- rita samkomulag við BSRB um sér- staka 3% launahækkun umfram það sem gildandi samningur kvað á um. Þessi samningur kom ekki aðeins aðilum almenna vinnumarkaðarins mjög á óvart, heldur sýndi sig að rikisstjórnin og stjómarflokkamir voru með öllu óvitandi um það, að í vændum væri samningur ríkisins og BSRB um almenna hækkun launa. Viðsemjendur Vinnuveitenda- sambandsins gerðu þegar kröfu um sambærilegar breytingar á kjara- samningum launþega á almennum vinnumarkaði. Eftir ítarlega um- fjöllun í framkvæmdastjóm Vinnu- veitendasambandsins var ákveðið að ganga til móts við kröfur við- semjenda okkar um hliðstæða hækkun og fjármálaráðherra hafði veitt opinbemm starfsmönnum. Var samningur þar um undirritaður 16. október, og það þótt að samningar væm bundnir til áramóta. Þriðji og veigamesti allsheijar kjarasamningur Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasambandsins á liðnu starfsári var svo sá samningur sem að undirritaður var 26. febrúar eftir þriggja vikna nær óslitna samningalotu, en eins og áður er getið urðu samningar lausir um síð- ustu áramót. Fyrsti viðræðufundur ASÍ og VSÍ var haldinn 16. desember. Þar kynntu fulltrúar Alþýðusambands- ins meginefni væntanlegrar kröfu- gerðar, þar sem að aðaláherslan var á vísitölubindingu launa, aukningu kaupmáttar um 8% á samningstím- anum til ársloka 1986, og upptöku nýs launaflokkakerfís. Einnig var í kröfugerðinni vikið að lífeyrismál- um og húsnæðismálum auk annarra atriða. Þetta þýddi 32% launahækk- un á samningstímabilinu, en kröfu- gerðin í heild svaraði að mati vinnu- veitenda til 50—60% launabreyt- inga innan ársins. Þessari kröfu- gerð höfnuðu vinnuveitendur al- gjörlega, en lýstu sig reiðubúna til að ræða um kjarasamning sem hefði það fyrst og fremst að mark- miði að tryggja lægri verðbólgu en efnahagsáætlanir miðuðust við. Jafnframt skyldi að því stefnt að auka kaupmátt kauptaxta. Til þess að kanna þessa leið var samkomulag um að setja á fót efnahagsnefnd skipaða mönnum frá samningsaðilum, sem skyldi meta efnahagslegar forsendur „Samningarnir gera einnig kröfur um að- hald í ríkisfjármálum. Bresti það þannig að gripið verði til erlendr- ar lántöku mun það kynda undir þenslu á mörgum sviðum og eyðaþví jafnvægi, sem undanfarið hefur hillt undir í íslensku efna- hagslífi. Það má ekki gerast.“ samninga og áhrif hinna ýmsu þátta á verðlag og kaupmáttar- þróun. Einnig var sett á laggimar nefnd sem vinna skyldi ásamt 8-manna lífeyrisnefnd samningsað- ila að endanlegri lausn lífeyrismála. Þá varð samkomulag um að setja á laggimar aðra nefnd, sem vinna skyldi að sameiginlegum tillögum samningsaðila um lausn húsnæðis- mála. Niðurstöður efnahagsmálanefnd- arinnar voru þær að til þess að ná verðbólgu niður og þá jafnframt semja um hóflegar launahækkanir yrði að tryggja stöðugt verðlag, og þá ekki sfst með því að gengi ís- lensku krónunnar yrði stöðugt. En vegna fallandi gengi dollarans þótti sýnt, að erfítt mundi verða að sætta útflutningsatvinnuvegina við að búa við stöðugt gengi samfara vaxandi kostnaði. Það sem að hins vegar skeði meðan á samningaviðræðum stóð var það að verð á útflutnings- mörkuðum sjávarafurða bæði aust- an hafs og vestan hækkaði nokkuð. Jafnframt fór olíuverð lækkandi og menn þóttust mega ráða í það að framundan væri lækkun vaxta á alþjóðamörkuðum. Þetta dugði þó ekki til og sýnt var, að útflutnings- greinamar fengju ekki risið undir auknum tilkostnaði með óbreyttu gengi nema lækkun annars innlends kostnaðar kæmi til. Ríkisvaldið leysti samningsaðila úr þessari sjálfheldu með þvf að fallast á að létta launaskatti af útflutnings- og samkeppnisiðnaðinum og gangast yfír því að jöfnunargjald af raf- magni yrði fellt niður. Eins og fyrr segir tókust svo samningar 26. febrúar og voru helstu efnisatriðin þau, að allir kjarasamningar skyldu framlengj- ast til ársloka 1986, og falla þá úr gildi án sérstakra uppsagna. Laun hækki á samningstímabilinu um 13,6% þar af um 5% við undirritun samninga: Þá varð samkomulag um að greiða á samningstímanum sér- stakar launabætur til þeirra $£m hefðu heildartekjur lægri en 35.000 kr. á mánuði 1.500—3.000 kr. í hvort sinn, en mismunandi eftir tekjum. Þá var gert samkomulag um að auka iðgjaldagreiðslur til lífeyris- sjóða í áföngum, þannig að frá 1. janúar 1990 verði greitt iðgjald af öllum launum. Einnig var gert samkomulag um að heija þegar undirbúning að upptöku nýs launa- flokkakerfís, sem hefði það að markmiði að færa kauptaxta nær greiddu kaupi, og að auka hlut fastra launa í heildartekjum. Til undirbúnings þessu mun Kjara- rannsóknamefnd gera sérstaka launakönnun og er að því stefnt að niðurstöður hennar liggi fyrir eigi síðar en 1. ágúst nk. í samningnum er kveðið á um það að hann sé gerður á grundvelli tiltekinna forsenda um horfur í efnahagsmálum og sameiginlegri spá samningsaðila um hækkun framfærsluvfsitölu. Sameiginleg launanefnd samn- ingsaðila, skipuð tveimur frá hvor- um, skal á samningstímabilinu fylgjast með framvindu efnahags- mála og því hvemig spá um þróun framfærsluvísitölu og kaupmáttar hefur gengið eftir. Fari verðlag Brids í borgarsl^órn eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Morgunblaðinu laugardaginn 26. aprfl sl. birtist grein eftir Lárus Hermannsson, áhugamann um bridge. Þessi sama grein mun hafa birst í DV nokkm áður og er greini- lega þess efnis að Morgunblaðið sér ástæðu til að endurbirta hana. Lár- us sendir mér tóninn vegna þeirra orða sem ég viðhafði í erindi „um daginn og veginn" nýlega um sameiginleg húsakaup Bridgesam- bands Islands og borgarsjóðs. Lauf- ey Jakobsdóttir, sem gerði þetta sama mál að umtalsefni í DV, fær líka sinn skerf. í grein sinni segir Láms að við höfum fjallað um „ ... einn þátt borgarmálefna af lítilli þekkingu og að manni sýndist til að þyrla upp moldviðri um ein- hveijar milíjónir, en borgin eða borgarstjóm á að hafa ausið i einhvem brídgehóp að ástæðu- lausu. Fyrirfram vil ég þó ekki álita annað en að þær vilji hafa það sem sannara reynist um mál- efnið.“ (Undirstrikamr mínar — ISG.) Staðreyndir málsins Er skemmst frá því að segja að í grein Lámsar er ekkert „sannara" en það sem ég hef áður sagt, enda er það óvéfengjanleg staðreynd að þessi kaup vom gerð. Mál þetta er í sjálfu sér einfalt og fljótgert að rekja það til upplýsingar fyrir þá sem ekki til þekkja. Borgarráð, og síðan borgar- stjóm, ákváðu í feb. sl. að kaupa hús að Sigtúni 9 í samvinnu við Bridgesamband íslands og er eign- araðild hvors aðila 50%. Umsamið kaupverð er 9,5 milljónir, þar af er útborgun um 6,5 milljónir. Eftir- stöðvamar, sem em áhvflandi veð- skuldir, em verðtryggðar og greið- ast á næstu fjórum ámm. Itengsl- um við þessi kaup ætlar borgarsjóð- ur að kaupa af Bridgesambandinu tveggja herbergja íbúð sem yrði þá hlutur þess í útborgun og eitthvert reiðufé að auki. Jafnframt greiðir svo borgarsjóður sinn hlut í út- borguninni, eða rúmar 3,2 milljónir, „Ég rifjaði líka upp þá hneykslunarbylgju sem gekk yfir fjölmiðla þegar Albert Guð- mundsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, veitti 2 milljónum króna til Hlaðvarpans á Vesturgötu 3, sem er menningarmiðstöð opin öllum konum á landinu. Þá var „þyrlað“ upp moldviðri“ en nú hreyf- ist moldin ekki í því logni sem ríkir um títt- nefnd húsakaup borg- aryfirvalda. Bridge á upp á pallborðið hjá flokkum og fjölmiðlum en ekki menningarmið- stöð kvenna.“ og yfírtekur helming af áhvílandi veðskuldum. Það má því öllum ljóst vera að þessi kaup hafa í för með sér talsverð fjárútlát fyrir borgar- sjóð og ástæðulaust að tala háðu- lega um „einhveijar milljónir" eins og Lárus kýs að gera. Ég efast ekki um að Bridgesam- bandið, eins og svo mörg önnur félagasamtök, er I mikilli þörf fyrir fastan samastað. Ég efast heldur ekki um að talsverður fjöldi fólks hefur mikla ánægju af að spila bridge í tómstundum sínum og vill veg sinna samtaka sem mestan. Ég dreg hins vegar í efa réttmæti þeirrar ákvörðunar borgarstjómar að leggja sameiginlega Qármuni allra borgarbúa í fyrmefnt hús. Þá ákvörðun gagnrýni ég af eftirfar- andi ástæðum: Umdeilanleg fjárútlát I fyrsta lagi vegna þess að aðeins rúmum mánuði áður en borgarráð samþykkti húsakaupin var íjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1986 afgreidd af borgarstjóm. I henni var hvergi gert ráð fyrir þessum fjárútlátum og venju sam- kvæmt voru ýmis nauðsynjamál, sem m.a. vora borin fram af Kvennaframboðinu, felld með skír- skotun til þess að ekkert svigrúm væri umfram það sem Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði sér. í öðru lagi vegna þess að ekkert samráð var haft við félagsmálaráð og æskulýðsráð borgarinnar, sem þó er sagt að eigi að nýta húsnæðið að degi til undir starfsemi á sínum vegum. Hver sú starfsemi verður hefur enn ekki verið upplýst þó Láras segi að borgarstjóri hafí hugsað sér að „ .. .nota húsnæðið fyrir starfsemi öryrlq'a og aðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.