Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 37 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Allri sólfylgir skuggi Þad að allri Sól fylgi skuggi er eitt af lögmálum lífs okkar. Við skulum breyta orðalaginu örlítið og segja að öllum hæfi- leikum fylgi neikvæðar hliðar. Ef við höfum hæfileika þurfum við sjálfkrafa að varast skuggahlið þeirra. Maður sem hefur skipulagshæfileika lendir óhjákvæmilega í því að vera stundum ofskipulagður. Ef hann temur sér alltaf að skipu- leggja fyrirfram getur hann orðið stífur. Þegar óvæntar aðstæður koma upp á og þess er krafist að teknar séu ákvarðanir einn, tveir, þrír, lendir hann í vandræðum. Hann getur tapað hæfileikan- um til að bregðast sjálfkrafa og fljótt við. Þegar hann hefur ekki kerfi til að styðjast við er hann handalaus. Maður sem er fordómalaus getur hæglega lent í siðferðislegri baráttu. Hvar á að setja mörkin, hvað á að viðurkenna? Aður en hann veit af er hann farinn að leggja blessun sína yfir vafasamt athæfi. Hin hliðin á frelsis- og sjálfstæðisþörf er ábyrgðar- leysi. Get ég ekki hæglega lent í því að bregðast ábyrgð, í vinnu, gagnvart fjölskyldu eða bömum, þegar ég krefst þess að vera fijáls og óháður? Hugsunarleysi Við segjum kannski sem svo: „Jú, ég hef þessa hæfileika og það getur vel verið að ég hafi einnig einhveijar skuggahliðar. Og hvað með það. Eg tek þá áhættu, enda er það mitt mál.“ En er það einungis okkar mál? Hugsum okkur fjölskylduföð- ur, skipulagða Steingeit. Kona hans er eirðarlaus og fjölbreyt- ingarþurfi Bogmaður. Stein- geitin vill hafa vaðið fyrir neðan sig og skipuleggur allt sitt líf, og jafnfram líf fjöl- skyldunnar. I sumarfríi er ákveðið að taka „flug og bíl“, og Steingeitin liggur yfir landakortinu vikum saman og teiknar inn leiðina sem þau ætla að fara. Við hendina hefur hann „Guide to European Hotels and Hostels — save a penny for a rainy day“. Það er vissara að vera búinn að finna öll bestu og ódýrustu hótelin áður en lagt er upp. Og hvað er svo sem rangt við það? Ekkert að mati Steingeit- arinnar. En hefur þú tekið eftir því að konan er orðin ansi þung á brúnina? Skilningur Það sem skiptir máli í framan- sögðu er að þegar við þurfum að starfa með öðrum verðum við að gera okkur grein fyrir því að það sem er okkur eðlilegt getur verið neikvætt fyrir annan aðila. Við verðum að skilja hvert annað og taka til- lit. Ef við ætlum að starfa saman verðum við að gera málamiðlanir. í dæminu hér að framan fór konan í heim- sókn til vinkonu sinnar. Þar fór eftirfarandi fram: „Ég bókstaf- lega þoli hann Guðmund ekki. Nú er hann búinn að eyðileggja ferðina með þessu skipulags- bijálæði sínu. Ég er alveg að kafna. Skipuleggja þetta og skipuleggja hitt. Þetta er hund- leiðinlegt líf.“ Það er málið. Þegar Tvíburi og Bogmaður dansa á milli blóma í leit að hunangi, geta þau sært Naut, Krabba og Steingeitur þessa heims. Þegar þau síðartöldu liggja á gullinu og hreyfast ekki úr sporunum, særa þau Bogmenn og Tvíbura. Margar styijaldir þessa heims og ekki síður stríð, skilnaði og eyðilögð börn, má rekja til hugsunar- og skilningsleysis. Þegar ég þvinga orku mlna yfir á konu, böm og samstarfsfélaga hlýt ég að launum hatur fyrir. X-9 Á A/ór/ _ Ze//Je/</m//&FHP7 fr/J //rre/fí Jf/./j&FA . O/fA-/?# A/zt/U/A/, —. ^Æru//////>/ Ófí p/ '/y sý/VA P/fí£S/fC/ 'þ/fí/t, r/vp////s£A/ r/p ó/Etj/a/ r/£> i/rr&fí r/4fíA/V££&/í/ aa-sr/gfífít/ BR iZfVK_ DYRAGLENS ER.T INN „FKOSKA FfZÆOI ? FÆRKl FN 37° AF pei/i/i 9E/W S\JÖR- ! UÐÚ E ZU pAÐj /— -----------f/ •r-Ý WVAV Bd„ FgOSKAFRegT'? LJOSKA [ EN, PAGUd, VOGAK pék £KKI AE> IcOAAA MEO SKÁUIXIA1 HINOAP INN_ TOMMI OG JENNI (VIE> BRX/M 'l / HáR sHÉR^TOiVbVI//! ( ÚTI =í A ' L-' ~TZ T-T-T —777 L '1 ■5V7—v i K.vrr^—r '->w/ 77 . . 1— SMAFOLK HOW'STMIS? 15 THIS ANV PETTER ? CRABBV LOOKS TAKE A LOT OF PRACTIŒ Hvernig er þetta? Er þetta Miklu betra ... mjög Gott. eitthvað betra? áhrifaríkt. Það kostar mikla æfingu að vera geðstirður í útliti. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson 1 tvímenningskeppni heldur þú á þessum spilum í vestur. Sagnir ganga með A/V á hættu: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass Tveir spaðar suðurs sýndu að minnsta kosti 5-5 í hjarta og láglit. Hvað viltu segja við fimm hjörtum? Það kemur þrennt til greina: Pass, dobl og 5 spaðar. Ekki skal ég segja hvað er rétt og hvað rangt, en þegar spilið kom upp í íslandsmótinu á dögunum, hefði passið gefið bestu raun, dobjið hefði reynst næstbest en að segja fimm spaða hefði verið rakin leið í botninn. Allt spilið leit þannig út: Norður ♦ ÁKDG98 V95 ♦ KG ♦ 764 Vestur Austur ♦ 654 ♦- ♦ K10823 Hllll VÁDG76 ♦ - ♦ 987652 ♦ Á109853 +G2 Suður ♦ 10732 V 43 ♦ ÁD1043 ♦ KD Ef austur hittir á tígul út er hægt að ná fimm spöðum 500 niður, og það væri góð fóm yfir geimi Á/V á hættunni. Svo maður skyldi halda að best væri að segja fimm spaða. En það verður aldrei spilað, þvi vestur segir örugglega sex hjörtu, sem ekki er hægt annað en að dobla. Og sá samningur er gjörsamlega óhnekkjandi. Það tapast aðeins slagur í lauf. Á flestum borðum vom spiluð fimm hjörtu dobluð, einstaka A/V-pör fóm alla leið í sex hjörtu og á fáeinum borðum fékk norður að spila fjóra spaða eftir að hafa opnað á þeirri sö<*- SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í London um daginn kom þessi staða upp í viðureign ensku stórmeistaranna Speelman, sem hafði hvítt og átti leik, og Plaskett. Hvítur notfærir sér veikleika svarts á 8. reitaröðinni laglega: 31. Hxb5! - Dxb5, 32. Db6! og Piaskett gafst upp. Svarta drott- ingin er auðvitað friðhelg vegna máts í borðinu og 32. — Da4 yrði svarað með 33. Dd8. Þetta var eina vinningsskák Speelmans á mótinu, en Plaskett vann fimm skákir, tapaði átta og ' gerði ekkret jafntefli. Viðureign hans við Spassky vakti eftirvænt- ingu. Fyrir hana hafði Spassky gert allar skákir sínar jafntefli, svo þar mættust óiík sjónarmið. Plaskett tefldi þá skák ófriðsam- lega að venju og fór -svo -að lokum að Spassky sigraði, líkléga til- neyddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.