Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 56
íMh
LAUGARDAGUR 3. MAI1986
VERÐILAUSASOLU 40 KR.
Morgunblaðid/RAX
Nýja flugstöðin tilbúin að utan
Nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur nú fengið það útlit, sem henni er ætlað að hafa, þótt
framkvæmdum innan húss sé ekki lokið. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins í gær og sést að
enn er eftir að ljúka við brautir upp að byggingunni. Gamla flugstöðin er í húsaþyrpingunni
fjærst og efst til hægri á myndinni og sést ógjörla. Komið hefur upp tillaga um að kenna nýju
flugstöðina við Leif Eiríksson og hafa m.a. Flugleiðir tekið jákvætt undir þá tillögu.
Kjarnorkuslysið í Chernobyl:
Innflutningur mat-
væla frá Austur-
Evrópu bannaður
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur bannað innflutning á matvæl-
um frá Sovétríkjunum, PóUandi, Tékkóslóvakiu, Búlgaríu,
Ungveijalandi og Rúmeníu. Bannið, sem er ótímabundið, fylgir
í kjölfar kjarnorkuslyssins í Chemobyl í Sovétríkjunum.
Ragnhildur Helgadóttir, heil-
brigðisráðherra, sagði í gær að
innflutningur frá þessum löndum
hefði ekki verið mikill fyrstu þijá
mánuði ársins. Ráðherra sagði að
fyllsta ástæða væri til þess að banna
innflutning frá þeim svæðum sem
hafa orðið verst úti í geislun vegna
slyssins: „Við höfum samráð við
aðrar Evrópuþjóðir um hvert fram-
haldið verður og fylgjumst með
þróun á geislamagni í matvælum
frá þessum löndum."
Fyrsta ársflórðung þessa árs var
langmest flutt inn af matvælum
frá Póllandi frá þeim ríkjum sem
bannið nær til. Sem dæmi um inn-
flutning má nefna lauk, niðursoðna
ávexti, belgávexti og vodka. Þannig
verður innflutningur áfengis frá
þessum löndum bannaður.
Hollustuvemd rikisins er heimilt
að veita undanþágu fyrir banninu
einstakar matvælasendingar, enda
þyki sannað að neysla þeirra skaði
ekki heilbrigði. Sækja þarf sérstak-
lega um slíkar undanþágur en
Hollustuvemd ríkisins sér um að
allar undanþágur séu rækilega
auglýstar og/eða merktar.
Samræming á hagsmunum íslendinga, Dana og Færeyinga á Rockall-svæðinu:
Bretum og Irum ber að setjast
að samningaborði með okkur
— segir Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis
FRAMHALDSFUNDUR fulltrúa Dana og íslendinga um sameig-
inlega hagsmuni íslendinga, Dana og Færeyinga á Rockall-
svæðinu, hafsbotninum suður af íslandi og suðvestur af Færeyj-
um, var haldinn í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Vísindamenn
beggja aðila fjölluðu sérstaklega um málið, og dr. Manik Talw-
ani, sérstakur ráðunautur islenskra stjórnvalda um landgrunns-
mál, kynnti tillögur um rannsóknir á svæðinu. Vísindamennirnir
voru sammála um grundvallaratriði þessara rannsókna, en þær
eru háðar endanlegu samþykki rikisstjórna beggja landanna.
RockalJ-málið snertir, það er að
segja íra og Breta, auk íslendinga,
Dana og Færeyinga.
Eyjólfur Konráð Jónsson, formað-
ur utanríkismálanefndar Alþingis,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að fiillkomin samstaða væri
milli íslendinga annars vegar og
Formaður íslensku samninga-
nefndarinnar var Hans G. Andersen
sendiherra, en hann er sérstakur
ráðunautur um utanríkismál. Hans
sagði í samtali við Morgunblaðið að
fulltrúar íslands hefðu talið æskilegt
að viðræður gætu sem fyrst hafist
milli fulltrúa allra þeirra landa, sem
Sjúkrahús Vestmannaeyja:
Meira en helmingnr
starfsfólks gekk út
VERULEGA hefur verið dregið
úr starfsemi sjúkrahússins hér
eftir að allir nema einn af starf-
andi sjúkraliðum hættu störfum
á fimmtudaginn vegna óánægju
með launakjör og vinnuálag.
Sjúkraliðamir, sem hættu störf-
um, sinntu 14,6 störfum af 23 á
sjúkrahúsinu. Handlæknis- og
lyflæknisdeildir spítalans hafa
nú verið sameinaðar vegna þessa
og verður handlæknisdeildin
aðeins starfrækt í neyðartilfell-
um meðan þetta ástand varir að
þvi er Jóhann Friðfinnsson, for-
maður stjómar sjúkrahússins,
sagði í samtali við fréttaritara
Morgunblaðsins í gær.
Jóhann sagði að allir sjúklingar,
sem mögulegt var að senda heim
hefðu verið útskrifaðir. Reynt yrði
að halda uppi þeirri þjónustu sem
möguleg væri miðað við þær að-
stæður, sem skapast hafa við út-
göngu sjúkraliðanna.
„Við höfum áður þurft að sam-
eina deildimar, til dæmis vegna
sumarleyfa, og ég vonast til að
þetta bjargist með því góða starfs-
liði, sem við höfum," sagði Jóhann
Friðfinnsson. „Við hörmum þessi
vandræði en vonandi gengur þetta
fljótlega jrfír. Við stefnum að því
að ráða sem fyrst í þessi störf og
teljum okkur nú geta boðið sjúkra-
liðum hærri laun en þeir fá greidd
annars staðar á landinu, að því er
ég best veit. Þessi hópur sjúkraliða,
sem nú hefur hætt störfum hefur
fengið umtalsverða leiðréttingu á
launum en samt fór svona."
Dana og Færeyinga hins vegar.
„Það er geysi mikilvægt, því enginn
efí er á því að þessar þjóðir eiga
mest tilkall til alls Hatton-Rockall-
svæðisins. Ég hef áður lýst þeirri
skoðun minni í Morgunblaðinu, Berl-
ingske Tidende og í færeyska dag-
blaðinu Dimmalætting, að alveg
væri ljóst að þetta svæði myndi falla
til Færeyinga og íslendinga, ef um
eitt ríki væri að ræða. Hið sama
ætti að gilda, ef þessar þjóðar gerðu
sameiginlegt tilkall til svæðisins,"
sagði Eyjólfur Konráð.
Eyjólfur sagði að íslendingar
hefðu eigi að síður lýst yfír vilja sín-
um til samningaviðræðna við Breta
og íra, allt frá því að Alþingi sam-
þykkti sína fyrstu þingsályktun 22.
desember 1978. „Enda ber okkur
skylda til þess samkvæmt 83. grein
hafréttarsáttmálans, en upphaf
hennar er svohljóðandi: „Afmörkun
landgrunnsins milli ríkja með mót-
lægum eða aðlægum ströndum skal
komið í kring með samningi á grund-
velli þjóðarréttar, eins og getið er í
38. grein samþykktar Alþjóðadóm-
stólsins, svo að sanngjamri lausn
verði náð.“ A sama hátt ber Bretum
og írum að setjast að samningaborði
með okkur," sagði Eyjólfur.
„í mínum huga er því algerlega
ljóst að við höfum farið rétt að í
málinu frá fyrstu tíð og Bretar og
írar geta ekkert annað gert en sest
að samningaborði með okkur. Þær
viðræður verða að sjálfsögðu vin-
samlegar og niðurstaðan á að verða
sú að lausnin verði sanngjöm, á
sama hátt og gerðist í Jan Mayen-
málinu. Það yrði öllum fyrir bestu
að þetta svæði yrði með einhverjum
hætti sameign þjóðanna. Þetta segi
ég þótt mér sé fullljóst að okkar
réttur og Færeyinga sé miklu meiri
en Breta, svo ekki sé nú talað um
tilkall íra,“ sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson.
Af íslands hálfu tóku þátt í við-
ræðunum, auk Hans G. Andersen
og Eyjólfs K. Jónssonar, Ólafur
Egilsson skrifstofustjóri utanríkis-
ráðuneytisins, dr. Manik Talwani,
dr. Guðmundur Pálmaspn jarðeðlis-
fræðingur, Kristinn F. Ámason full-
trúi í utanríkisráðuneytinu og Karl
Gunnarssonjarðeðlisfræðingur.
Formaður dönsku samninga-
nefndarinnar var W. Mcllquham
Schmidt sendiherra í danska utan-
ríkisráðuneytinu, en aðrir nefndar-
menn voru Jakob Höyrup fulltrúi í
utanríkisráðuneytinu, Jörgen Staf-
feldt deildarstjóri í orkuráðuneytinu,
Daniel Nolsöe dómari, fulltrúi fær-
eysku landstjómarinnar og Morten
Sparre Andersen jarðfræðingur.
Atlantshafsflugið;
Hækkun hjá
Flugleiðum
um 20—25%
FARGJÖLD Flugleiða á flug-
leiðinni New York til Lúxem-
borgar hækka 15. maí og 10.
júní næstkomandi, eftir far-
gjaldaflokkum, um 20—25%.
Fargjöld frá Evrópu hækka
nokkru síðar, eða 15. júni til
1. júlí. í Bandaríkjadölum er
hækkunin á bilinu 70—100.
Að sögn Sigfúsar Erlingsson-
ar, framkvæmdastjóra markaðs-
sviðs Flugleiða, er hér um staðl-
aða árstímabundna hækkun að
ræða: „Það hefur verið viðtekin
venja um árabil hjá langflestum
flugfélögum í Atlantshafsfluginu
að hækka fargjöldin á þessum
árstíma. Gjöldin lækka svo aftur
þegar haustið nálgast. Það má
segja að það sé eftirspumin sem
þessu ræður, en hún er mest
fyrri part sumars," sagði Sigfús
Erlingsson.
Sigfús sagði að Flugleiðir
myndu aftur lækka gjöldin á
tímabilinu frá 20. ágústtil
1. október.
Ný Muggs-
mynd í stað
hinnar
glötuðu
„ÉG ER alveg í skýjunum, ég
er svo þakklát þeim hjá ASI
fyrir myndina. Þeir hafa
gert allt sem þeir hafa getað
til að bæta mér þetta upp,“
sagði Elísabet Egilson
Waage, sem fékk afhenta
mynd eftir frænda sinn,
Guðmund Thorsteinsson
„Mugg“, í stað myndar sem
hún lánaði á sýningu sem
haldin var í Listasafni ASÍ,
skömmu fyrir áramót 1984.
Myndinni var stolið af sýning-
unni og þegar hún fannst var hún
stórlega skemmd.
„Þetta er sannkölluð sólskins-
saga þegar málið er svo farsæl-
lega til lyktar leitt. Þessa mynd
málar Muggur þegar hann er 26
ára eftir því sem ég best veit og
er hún af fólki í baðstofu. Ég er
alsæl og hef ekki sleppt hendinni
af inyndinni síðan ég fékk hana,“
sagði Elísabet.