Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 „Hvalreki að frumflytja íslensk verk“ „Það er alltaf hvalreki að frum- flytja íslenskt verk og þetta verk er engin undantekning. Það er eftir Matthías Johannessen, en hefur ekki hlotið nafn enn sem komið er. Þetta er afar skemmti- legur leikþáttur og án nokurs vafa hápunktur þess sem við höfum fram að færa á menningar- vikunni," sagði Gunnar Magnús- son, formaður Leiklistarfélags Kópavogs, í samtali við Morgun- blaðið í vikunni. Gunnar hefur verið formaður leiklistarfélagsins síðustu þtjú árin og segir félagið setja flutning islenskra verka á oddinn. Leikþáttur Matthíasar verður í „Hjáleigunni" á miðviku- dagskvöldið og hefst klukkan 20.30. Matthías mun einnig lesa úr ljóðum sínum við þetta tæki- færi. Sem fyrr var frá greint hefur viðburður af þessu tagi ekki verið haldinn í Kópavogi í allmörg ár. Hvort stemmning væri meðal bæjabúa? Gunnar Magnússon: „Það er erfítt að átta sig á því og fer sjálfsagt að miklu leyti Morgunblaðið/RAX Kjartan Óskarsson klarinettukennari leiðbeinir Oddbjörgu Erlu Jónsdóttur og Hjalta Sigurjónssyni. Fjölnir skólastjóri Stefánsson fylgist með lengst t.v. um. Er það til stórra bóta fyrir marga nemendur skólans sem áður máttu búa við tónlistamámið sem hreina viðbót við strembið nám. En lítum að lokum á dagskrá menningarvikunnar: Sunnudagur: Klukkan 14.00: Skemmtun gi'unnskólanna í Hjáleigunni. Klukkan 17.00: Skólakórar Kársness undir stjóm Þórunnar Björnsdóttur, en undirleikari er Martin Hunger Friðriksson. Söng- urinn fer fram í Kópavogskirkju. Klukkan 20.30: MK-kvartettinn og Sverrir Stormsker verða með dagskrá í Hjáleigunni, en þar verður einnig um leið sýning á myndverkum nemenda MK. Mánudagur: Klukkan 20.30: Ýmislegt á dag- skrá, sem hefst á söng Ömmu- kórsins. Síðan syngur Kristinn J. Guðmundsson og flytur ljóð og næsti gestur er Sigfús Halldórs- son. Hann leikur lög sín á píanó, en Elín Sigurvinsdóttir og Frið- bjöm Jónsson syngja textana. Margatriða menmngarvika hafin hjá Kópavogsbúum Menningarvika hófst í Kópavogi í gær, sú fyrsta síðan að Kópavogsvakan síð- asta var haldin árið 1971. Vikunni lýkur 11. maí, en þá vill þannig til að Kópavogsbær á afmæli. Hátíðin hófst með tveimur sýningum. í Bókasafni Kópavogs voru sýnd einkennismerki úr safni Ólafs Jónssonar og gömul veggspjöld, kort og bækur úr Ólasafni. 1 Náttúrufræðistofu Kópavogs var opnuð sýning sem ber heitið „Vargur í véum“, en hún er helguð dýrum eins og tófu, mink, sel og fleiri dýrum sem eiga undir högg að sækja í sambúð við manninn. Á hveijum degi, að föstudeginum undanskildum, verður eitthvað um að vera á menningarsviðinu í Kópa- vogi. eftir því hvemig okkur tekst til að kynna það sem í vændum er. Í fyrra var eigi ósvipuð uppákoma er Kópavogur átti 30 ára kaup- staðarafmæli. Þá var efnt til ljóða- kvölds og tvö skáld voru kynnt. Það var troðfullt út úr dyrum og sannarlega vona ég að áhuginn verði ekki minni nú en þá. Þá má líta á þessa menningarviku sem nokkurs konar tilraun til þess að sýna menningarfélögunum í bænum hvað hægt er að gera og hvers þau eru í raun megnug. Svo er auðvitað svolítið kóngamont með í spilinu, svona til að sýna fram á að það þarf ekki að sækja allt sem heitir menning til Reykja- víkur.“ Ekki var hægt að sleppa Gunnari án þess að spyija hann hvað væri svo næsta verkefni leiklistarfélagsins. Hann svaraði: „Næst á dagskrá er glænýtt verk eftir Jón Hjartarson. Það er svo nýtt að það er einnig enn sem komið er nafnlaust. Við ætlum að sýna það verk á norrænni leik- listarhátíð áhugamanna sem hald- in verður í lok júní. Þar sýna leik- hópar frá ölium Norðurlöndunum, að Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum meðtöldum. Við þetta má bæta, að félag okkar verður 30 ára á næsta ári og munum við gera okkar ýtrasta til þess að halda upp á áfangann með einhveiju glæsilegu verki. Ég segi gera okkar ýtrasta, því ég veit ekki hvort það verður hægt. Eins og er, erum við á hrakhólum með húsnæði og hefur svo verið um hríð. Leiksviðið í „Hjálegunni" er alls endis ófullnægjandi, raunar æfingasvið sem við höfum inn- réttað til þess að nota fýrir starf- semina til bráðabirgða. En öll okkar verk í seinni tíð eru sniðin með það í huga hve sviðið er slakt. Nú er verið að breyta öllu félagsheimilinu og er okkur ætlað gott leikhús þar þegar þær breyt- ingar eru í höfn. Það gæti orðið næsta haust, en tíminn verður að leiða það í ljós." „Á að verða árlegur viðburður“ „Þetta er tilraun til að endur- vekja Kópavogsvökurnar sem haldnar voru rétt fram á áttunda áratuginn og að mínu viti áttu slíkar menningarvikur að verða árlegar, því í Kópavogi er mikið af góðu og hæfu listafólki sem þarf að styðja og hjálpa til þess að koma sér á framfæri. Þá þarf að sýna fólki hvað er verið að gera í Kópavogi á menningarsvið- inu og hveijir hér búa,“ sagði Fjölnir Stefánsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið, en skól- inn leggur ríkulegan skerf til menningarvikunnar og ber þar hæst tónleika í Kópavogskirlg'u á þriðjudagskvöldið klukkan 20.30. Þar verða ýmis verk á dagskrá, meðal annars eftir erlenda snill- inga eins og Johann Sebastian Bach, Ludvik Beethoven, Duke Ellington og fleiri. En þama verða einnig flutt verk eftir þijár íslend- inga, fyrst sextett í tilefni 20 ára afmælis Tónlistarskólans árið 1983 eftir Fjölni Stefánsson, þijú sönglög eftir Áma Harðarson við ljóð eftir Mervin Peake og loks Geimferðalög eftir Snorra S. Birg- isson. Það verk verður flutt eftir hlé af nemendum skólans, en hin eru flutt fyrir hlé af kennumm. Fjölnir sagði jafnframt, að hann reiknaði með góðri aðsókn að hinum ýmsu menningarviðburð- um, „að minnsta kosti vona ég það, alls staðar þar sem ég hef heyrt menn ræða þetta hefur sú umræða verið jákvæð og á þá lund að uppátækið falli í góðan jarðveg. Það hefur að vísu ekki verið farið af stað með neina auglýsingaherferð, en þegar til kastanna kemur gengur dæmið vonandi upp,“ sagði Fjölnir. Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1963 og hefur Fjölnir verið skólastjóri frá upphafí. Frá 1963 til 1970 var skólinn til húsa í Félagsheimili Kópavogs, en hrökklaðist síðan í eitt ár í félags- heimili skáta í Kópavogi. Frá 1971 var skólinn í leiguhúsnæði á þriðju hæð í Hamraborg 11 og árið 1978 festi hann kaup á um 200 fer- metra húsnæði á annarri hæð sama húss. Skólanum hefur vaxið ásmegin á þessum ámm, kennar- ar vom í byijun aðeins 5, 1973 vora þeir 16 og í dag em þeir 27 talsins. Nemendum hefur fjölgað að sama skapi. Þeir vom heldur fáir fýrstu árin, a.m.k. miðað við það sem nú tíðkast. Fæstir vom nemendur starfsárið 1980—81, 502 talsins, í vetur em þeir 382, en meðalfjöldinn síðustu fímm árin er 427 nemendur. Algengt er að fleiri en einn aðili sömu fjölskyldu stundi nám við skólann og þess em tvö dæmi að allt að 5 frá sömu fjölskyldu stundi nám. Flestir nemendur heíja nám sitt Gunnar Magnússon, formaður leiklistarfélagsins. 5—8 áragamlir í forskólanum sem stendur í tvo vetur. Þar er farið yfír frumatriði hljóðfæraleiks og ýmsum nýjungum í kennslu beitt, svo sem leiðbeiningu í hlustun, en næsta haust verður bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða full- orðnu fólki á slík námskeið. Tón- listamámið sjálft er 12—14 ára töm og segir það mikla sögu um hvað mikil sérþálfun þar er á ferðinni. Á seinni ámm hafa og tengsl við skóla aukist, þannig er nú tónlistamám skoðað sem námsbraut sem nemendur fá metna til eininga í gmnnskólan- Þriðjudagnr: Klukkan 20.30: Framangreind- ir stórtónleikar Tónlistarskólans í Kópavogskirkju. Miðvikudagur: Klukkan 20.30: Framangreint kvöld tileinkað Matthíasi Johann- essen. Frumfluttur verður eftir hann leikþáttur og hann les úr verkum sínum, m.a. ljóð. Fimmtudagur: Klukkan 20.30: Ýmislegt um að vera í Hjáleigunni. Fyrst, kórbrot skólakórs Kársnesskóla. Næst leikur Eggert E. Hjartarson á sög. Já, sög. Þá tekur við hrað- skákmót á vegum Taflfélags Kópavogs og þar á eftir miniræðu- keppni með þátttöku Snorra S. Konráðssonar, Rannveigar Guð- mundsdóttur, Jóns G. Stefánsson- ar og Hauks Guðmundssonar. Kvöldinu lýkur með einsöng Þórs Jónssonar. Laugardagur: Klukkan 15:00 Eftir rólegan föstudag hefst allt af fullum krafti á ný með „Kóparokki" í pósthús- garðinum. Þar koma fram helstu rokksveitir Kópavogs, í þessari röð. Halldór og fylupúkamir, Tríó Jóns Leifssonar, Panik, Feis, Free Style og Svart hvítur draumur. Klukkan 16.00 Að dagvistunar- heimilinu Marbakka, sem verður opnað við þetta tækifæri, verður sýningin „Bærinn okkar", sýning á verkum bama á dagvistunar- stofnunum Kópavogs. Sunnudagur: Klukkan 15:00 Síðasta atriði menningarviku árið 1986 verður „Gerðarkaffí" til heiðurs Gerði Helgadóttur listamanni. Helgi Pálsson, faðir Gerðar, syngur sex íslensk þjóðlög, op. 6 við undirleik Þórhalls Birgissonar og Kristins Gestssonar. Þá flytur Elín Pálma- dóttir tölu um Gerði og les úr bók sinni um listakonuria. Þetta fer fram í Félagsheimilinu, 2. hæð. Sáttafundur í farmannadeilunum í dag: Ekkí góðar horfur á sáttum í deilunum Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir allra stéttarfé- laga farmanna til sáttafundar kl. 13 á morgun. Þar verður reynt til þrautar að ná samkomu- Iagi í deilum félaganna áður en þriggja sólarhringa verkfall Skipstjórafélags íslands skellur á á miðnætti annað kvöld. Ekki eru taldar góðar likur á sam- komulagi á fundinum á morgun. í rauninni er um að ræða fímm sjálfstæðar kjaradeilur en allar samninganefndimar verða kallaðar til fundar á morgun enda em við- semjendumir í öllum tilfellum hinir sömu. Hjá ríkissáttasemjara er þó talað um fímm mál - þ.e. deilu Skipstjórafélags íslands, Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Mat- sveinafélagsins og Þemufélagsins og loks em saman Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, Vél- stjórafélag íslands, Stýrimannafé- lag íslands, Félag bryta og Félag loftskeytamanna. Sjómannafélag Reykjavíkur, sem undirmenn á farskipum em í, hefur verið í verkfalli sfðan í vikubyijun og Skipstjórafélag íslands efndi til tveggja daga verkfalls um miðja vikuna. Matthías Bjamason, samgöngu- ráðherra, segir að ríkisstjómin muni fjalla um deiluna á fundi sín- um á þriðjudaginn. Fyrr verði ekk- ert aðhafst af opinberri hálfu til að binda enda á deilumar, sem þegar hafa stöðvað nokkur skip í höfnum hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.