Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Skrifstofustarf
Heildverslun óskar eftir röskri stúlku tii fjöl-
breyttra skrifstofustarfa. Verslunarskólapróf
eða hliðstæð menntun æskileg. Framtíðar-
starf. Góð laun fyrir réttan aðila. Þyrfti að
geta hafið störf í byrjun júlí.
Tilboð merkt: „Stundvís" sendist augld.
Mbl. fyrir 9. maí nk.
Sjúkraliðar
Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða sjúkraliða
nú þegar eða eftir samkomulagi. Uppl. um
launakjör og starfsaðstöðu veitir hjúkrunar-
forstjóri á staðnum og í síma 98-1955.
Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Matráðskonur
Skóladagheimilið Hálsakot, Hálsaseli 29
óskar eftir að ráða starfsfólk í eldhús.
Vinnutími er frá kl. 8.00-13.00 eða
11.00-16.00. Upplýsingar gefur forstöðu-
maður í síma 77275 virka daga.
Ferðaskrifstofa
óskar eftir starfsmanni í bókhaldsdeild frá
1. júní. Reynsla í tölvubókhaldi æskileg.
Umsóknirsendist augld. Mbl. merktar:
„X — 0671 “ fyrir 7. maí.
Starf á
auglýsingastofu
Duglegur og hugmyndaríkur starfsmaður
óskast til starfa á auglýsingastofu. Viðkom-
andi á að sinna textasmíði og vera tengiliður
við viðskiptavini og fjölmiðla. Góð menntun
áskilin.
Umsóknir sendist augld. Mbl. merkt:
„ABC-123" fyrir 9. maí nk.
Reyndur forritari, rafmagnsverkfræðingur,
óskar eftir verkefnum. Hefur fjölbreytta
reynslu bæði í vélarmáli og æðri forritunar-
málum svo og vélbúnaðarhlið tölvukerfa.
Þekkir IBM einkatölvur mjög vel og hefur
slíka vél til umráða. Uppl. í síma 29447.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á
lyflækningadeild 3, 14E, nú þegar eða eftir
samkomulagi. Fastar næturvaktir koma til
greina.
Hjúkrunarfræðingar óskast á móttökudeild
lyflækningadeildar 11B. Unnið er þrjá daga
íviku.
Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á
meðgöngudeild, sængurkvennadeildir, kven-
lækningadeild og krabbameinslækningadeild
Kvennadeildar.
Deildarritarar óskast til sumarafleysinga
við sjúkradeildir Landspítalans.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúk-
runarforstjóri Landspítalans í síma 29000.
Reykjavík 4. maí 1985.
Stúlka óskast
til almennra skrifstofustarfa. Vélritunar- og
enskukunnátta nauðsynleg. Einnig æskilegt
að hún sé vön telexþjónustu.
Iselco sf.
Skeifan 11b.
Sími: 686466.
^ Garðabær
Starfsfólk vantar strax hálfan daginn á leik-
skólann Kirkjuból. Upplýsingar veitir for-
stöðukona í síma 641320.
Kona
með þjálfun í öllum alm. skrifstofustörfum
óskar eftir vellaunuðu skrifstofustarfi. Get
byrjað strax. Upplýsingar í síma 15641 f.h.
og 71046 til 2. e.h.
að ráða framreiðslunema eða vant starfsfólk
í sal. Einnig vantar á sama stað starfskraft
l í þvottahús. Aðeins reglusamt og stundvíst
fólk kemur til greina.
Upplýsingar aðeins á staðnum.
Veitingahúsið Lækjarbrekka,
Bankastræti 2.
Yfirlögregluþjónn
Staða yfirlögregluþjóns í lögreglu ísafjarðar
og ísafjarðarsýslu er laus til umsóknar. Laun
eru skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar
eigi síðar en 2. júní 1986.
2. maí 1986,
bæjarfógetinn á ísafirði,
sýslumaðurinn iIsafjarðarsýslu,
Pétur Kr. Hafstein.
Framkvæmdastjóri
Röskan mann vantar til að sjá um rekstur
lítils iðnfyrirtækis á sviði léttiðnaðar.
Góð laun í boði fyrir réttan mann.
Tilboð sendistaugld. Mbl. merkt: „123“.
Viðgerðarmenn
óska að ráða menn til viðgerða á þunga-
vinnuvélum.
Upplýsingar í síma 78210.
Lausar stöður
Við Sjónstöð íslands, Hamrahlíð 17, eru
eftirtaldar stöður lausar til umsóknar:
1. Staða yfirlæknis í hálft starf. Sérfræðings-
réttindi í augnlækningum er skilyrði.
2. Staða umferliskennara. Menntun á sviði
þjálfunar í umferli (moþility) og athafna
daglegs lífs (A.D.L.) er skilyrði.
3. Staða sjónþjálfara. Menntun sem syn-
pedagog erskilyrði.
4. Staða sjónfræðings (optiker). Menntun
og reynsla í starfi skilyrði.
5. Staða augnsmiðs. Menntun og reynsla í
starfi er skilyrði.
Staða yfirlæknis veitist frá 1. júlí 1986, að
fenginni umsögn Stöðunefndar.
Aðrar stöður veitast frá 1. júní nk.
Umsóknarfrestur er til 27. maí nk.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
27. april 1986.
Skóladagheimilið
Hólakot v/Suðurhóla
vantar starfsmann eftir hádegið. Upplýsingar
í síma 73220.
Saumastörf
I
| Saumakonur óskast til starfa sem allra fyrst.
Upplýsingar gefnar í síma 82833.
Veitingastjóri
Eitt virtasta hótel landsins vill ráða veit-
ingastjóra til starfa sem fyrst.
I Starfssvið: Verkstjórn og eftirlit í veitingasöl-
um, umsjón með áhöldum og húsbúnaði,
móttaka gesta ásamt skyldum verkefnum.
Leitað er að framreiðslu- eða matreiðslu-
manni eða aðila með menntun frá erlendum
hótelskóla, sem talar ensku og eitt Norður-
landamál, er reglusamur og stjórnsamur og
hefur góða framkomu.
Vaktavinna. Laun samningsatriði.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu okkarfyrir 11. maí.
Gudnt Tónsson
RÁÐCJQF 8 RÁÐN I NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 RHYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Apótek
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í
Borgar Apóteki. Æskilegt er að umsækjandi
sé lyfjatæknir eða hafi reynslu af störfum í
apóteki. Vinnutími er annað hvort hálfan eða
allan daginn. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf eigi síðar en 1. júní nk. Vinsamlega
leggið umsóknir með upplýsingum um aldur
og fyrri störf inn hjá agulýsingadeild Mbl.
fyrir 8. maí merkt: „A — 062“.
Hrafnista Hafnarfirði
Óskum að ráða í stöður sjúkraliða og hjúkr-
unarfræðinga nú þegar. Einnig starfsfólk til
sumarafleysinga. Upplýsingargefur hjúkr-
unarforstjóri í síma 54288.
Kjötiðnaðarmaður
Sölufélag Austur-Húnvetninga, Blönduósi,
óskar að ráða kjötiðnaðarmann eða mann
j vanan kjötvinnslustörfum. Upplýsingar veitir
Ragnar Tómasson í síma 95-4200 frá kl. 9-5
næstu daga.
Sölufélag Áustur-Húnvetninga.
Orðsending
Starfsfólk vantar strax í snyrtingu og pökkun
í frystihús okkar á Suðureyri. Uppl. í síma
94-6107.
Fiskiðjan Freyja hf.
Skóladagheimilið
Völvukot
vantar starfsfólk í hlutastarf.
Upplýsingar í síma 77270.
Tölvuforritari
Við óskum eftir