Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
-4
Eldaðá
eldhús-
gólfinu
Maurar í matnum og nútima þægindi
lítið notuð þó fyrir hendi séu
Þegar þeir segja nei
kinka þeir kolli en hrista
aftur á móti höfuðið ját-
andi. En það er nú ekki
það eina sem kom okkur
spánskt fjrrir sjónir.
Þrátt fyrir átroðslu 3ja
þjóða, að ótöldum Ind-
veijum, þ.e. Portúgala,
Hollendinga og Breta i
samfleytt 443 ár
(1505-1948) hafaSri
Lanka-búar haldið sér-
kennum sínum og menn-
ingu. Þjóðir þessar hafa
allar traðkað með f íls-
fótum sínum yfir landið
með því virðingarleysi
sem svo oft er einkenn-
andi fyrir nýlendustefn-
una.
Túristar sjaldséðir
hvítir hrafnar
Undirrituð ásamt 7 nemendum
frá ýmsum menntastofnunum í
Danmörku eyddi mánaðartímabili
(í janúar og febrúar ’86) á Sri
Lanka. Auk mín voru tveir aðrir
Isiendingar í ferðinni, þeir Sigutjón
Markús Jóhannsson og eiginmaður
minn Ari Þ. Þorsteinsson. Tilgangur
ferðarinnar var að kanna ýmsar
greinar fiskveiða, verkun, geymslu
og aflanýtingu þar í landi með von
um nýjar hugmyndir og endurbætur
í huga. Ferðin var farin í samráði
við Sjávarútvegsmálaráðuneyti Sri
Lanka og vegna tengsla okkar við
þá stofnun fengum við óviðjafnan-
legar viðtökur hvar sem við komum.
Það má segja að kynni okkar af
þjóðinni hafi verið töluvert mikið
nánari en gengur og gerist með
venjulegt ferðafólk. Við bjuggum
hjá innfæddum Qölskyidum í fiski-
þorjtinu Wennappuwa á suðvestur-
strönd Sri Lanka. Þar búa um 40
þúsund manns og túristar eru sjald-
séðir hvítir hrafnar. Frítími okkar
var mikið notaður til að skoða land
og menningu og í þær ferðir höfðum
við bíl sem ráðuneytið lagði til
ásamt bílstjóra.
Tveggja gráðu munur
á heitasta og
kaldasta degi
Það var erfítt að fá upplýsingar
um Sri Lanka áður en lagt var af
stað. Það var eins og að leita að
nál í heystakk að fínna bækur þar
um, hvort heldur sem var á bóka-
safni eða í búð. Á ferðaskrifstofum
fengum við þó þær upplýsingar að
hitinn væri um 30 gráður að meðal-
tali og munur á kaldasta og heitasta
verði væri 2 gráður. Við fengum
líka að vita að nóg væri af lúxus-
hótelum og að kókospálmaviskíið,
Arrack væri gott <>g það var alveg
satt. Aðrar upplýsingar höfðum við
nánast ekki nema helst sjónvarps-
fréttir af óeirðum sem geysuðu um
allt landið vegna uppreisna tamila,
minnihlutahóps frá Indlandi. Seinna
komumst við að því að þær fréttir
voru mjög uppblásnar og urðum
sjálf ekki vör við neitt ófriðarástand
Ein margra veiðiaðferða Sri Lanka-búa.
því þessar óeirðir eru mjög svæðis-
bundnar. Jú, við höfðum líka heyrt
að smáglæpir og þjófnaðir væni
algengir og þá ekki síst gagnvart
túristum.
Sri Lanka er u.þ.b. 65.000 fer-
kflómetrar og fólksfjöldi tæpar 15
milljónir. Með þessar sparsömu
upplýsingar lögðum við af stað út
í óvissuna, hálf smeyk um að verða
rænd eða drepin í ferðinni. Við
hittum fararstjóra okkar, hr. Lal
Femando, Sri Lanka-búa, búsettan
í Danmörku, á Kastrup-flugvelli og
svo hófst ferðin.
Ríkir og fátækir
búa hlið við hlið
Við héidum að við værum að
einhveiju leyti undir það búin að
horfast í augu við lífíð í þróunar-
landi og vissum nokkurn veginn að
ástandið væri töluvert ólikt því sem
við eigum við að búa. Engu að síður
fengum við öll hið margfræga
menningarsjokk. Lífíð á Sri Lanka
er svo gjör, gjörólíkt því sem við
höfum upplifað áður og það er nú
töluverður munur á að sjá þriðja
heims land í sjónvarpsþætti eða að
vera staddur í því. Sri Lanka telst
með þróunarlöndunum en ástandið
þar er ekki svo slæmt samanborið
við mörg önnur. Landið er fátækt
og bjargast að miklu leyti á styrkj-
um og hjálparstarfsemi frá velstæð-
um löndum svo sem Japan og
Danmörku sem að sjálfsögðu nota
tækifærið til að koma ár sinni vel
fyrir borð og flytja inn allskonar
glingur.
Það er ekki hungursneyð á Sri
Lanka. Margir eru mjög fátækir og
nokkrir mjög ríkir, stærsti hópurinn