Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 Afríkuhlaup í Reykjavík: Hlaupið í þágu bág staddra Afríkubúa SVONEFNT Afríkuhlaup verður háð hér á landi sunnudaginn 25. maí og er það liður í samnefndum hlaupum um heim allan, sem haldin eru til styrktar hjálpar- starfi á hungursvæðum í Afríku. Tekjur af hlaupinu á íslandi renna óskiptar til Hjálparstofn- unar kirkjunnar og er það tak- mark aðstandenda hlaupsins að 3 milljónir króna a.m.k. safnist. Hlaupið hefst klukkan 15 sunnu- daginn 25. maí. Á sömu mínútu verða hlaup af þessu tagi ræst um heim allan og heíja Ástralíumenn því t.d. hlaup sitt um miðja nótt. Hlaup af þessu tagi fer fram í a.m.k. 62 höfuðborgum í heiminum og þúsundum annarra borga. Reiknað er með þátttöku milljóna manna um heim allan, t.a.m. er gert ráð fyrir að tvær milljónir manna hlaup: i Danmörku, og af þeirri ástæðu búist við að Afríku- hlaupið verði mesti íþróttaviðburður sögunnar. Hlaupinu verður sjón- varpað og útvarpað í beinnni út- sendingu víða um heim, en á þessari stundu er óljóst hvort eða hver verður hlutur íslenzka Ríkisút- varpsins í þeim efnum. Áðalhvatamaður að hlaupinu er írski tónlistarmaðurinn Bob Geldof, sem stóð fyrir Band Aid-tónleikun- um í London í fyrra, en í sambandi við þá var safnað hundruð milljón- um króna til hjálparstarfs í Afríku. Geldof efnir til hlaupsins í samvinnu við Bamahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Frumkvöðlar hlaupsins hér á landi eru nokkrir áhugasamir ein- staklingar. Fengist hefur leyfi til þess að tekjur af hlaupinu hér á landi renni til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hjálparstofnunin er nú að reisa heimili fyrir munaðarleys- ingja í Eþíópíu fyrir ágóðann af sölu hljómplötunnar „Hjálpum þeim". Þar verður heimili fyrir nær 300 böm og er vonast til að tekjur af Afríkuhlaupinu tryggi rekstur heimilisins, sem íslendingar munu sjá um, næstu árin. Aðalfjáröflunin í sambandi við Tveir frægir Bretar, sem ætia að leggja hjálparstarfi í Afríku lið með þátttöku i Afríkuhlaupinu i London, David Bedford (tv) og Sebastian Coe, sem samtímis áttu heimsmet á vegalengdum frá 800 metrum i 10 km. Afríkuhlaupið er sala barmmerkja og þeim sem kaupa merkin er heimil þátttaka í hlaupinu. íþróttamenn munu annast sölu barmmerkja. Jafnframt verður leitað til fyrir- tælq'a um stuðning í formí ijárfram- laga. Undirbúningur hlaupsins hér í Reykjavík er vel á veg kominn og hefur framkvæmdanefndin ráðið Morgunbladid/Bjami Eiríksson Frumkvöðlar Afríkuhlaupsins i Reykjavík. Framkvæmdanefndar- menmrnir (f.v.): Sighvatur Dýri Guðmundsson, Knútur Óskarsson, Guðmundur Einarsson og Skúli Ingimundarson halda á formanni sin- um, Ingólfi Hannessyni útvarpsmanni. Sjötti nefndarmaður er Grimur Sæmundsen læknir, sem var fjarstaddur er myndin var tekin. sér framkvæmdastjóra, Skúla Ingi- mundarson, og hefur hann aðsetur í húsi kirkjunnar við Suðurgötu í Reykjavík. Framkvæmdanefnd hlaupsins hefur einkum því hlutverki að gegna að skipuleggja þennan íþróttaviðburð í Reykjavík. Jafn- framt mun nefndin og fram- kvæmdastjóri hennar aðstoða íþróttafélög eða einstaklinga, sem áhuga hafa á að koma á Afríku- hlaupi í sinni heimabyggð. Þátttakendum í hlaupinu í Reykjavík 25. maí gefst kostur á þremur hlaupalengdum, 2, 4 og 10 km. Hlaupið hefst og því lýkur í miðborg Reykjavíkur. Segja má að Afríkuhlaupið heQ- ist í raun 17. maí nk., en þá leggur íþróttamaður af stað með logandi kyndil frá einu þurrkasvæða Afríku. Næstu daga á eftir fer kyndillinn um 12 helztu borgir Evrópu. Sunnu- daginn 25. maí lýkur kyndilhlaup- inu í New York þar sem hlaupið verður um götur borgarinnar áleiðis að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna. Tímasetning hlaupsins er engin tilviljun, því 26. maí hefst í höfuðstöðvum SÞ aukafundur alls- heijarþingsins um málefni Afríku. >mP. SMÁGÆTI SEM SMAKKAST VELINÆSTA.. . SIIHIKNIIR EINFALT! SMJÖR OG “SÚKKULAÐIÆÐIГ Konfekt, súkkulaði og aftur konfekt er það fínasta fína þessa dagana. Nýjasta „æðið“ sem talið er eiga rætur sínar að rekja til Frakklands, og hefur þegar náð mikilli útbreiðslu m.a. í Bandaríkjunum. Hér er þó ekki um að ræða neitt venjulegt konfekt eða súkkulaði sem við þekkjum svo vel úr hillum kaupmannanna - nei, handgert skal það vera og eingöngu úr ljúffengustu og fínustu náttúruefnum. Uppistaða þessa sælgætis er suður amerískt súkkulaði, ferskur rjómi og hreint smjör.Pví er skiljanlegt að gómsætið sé ekki gefið. Nú skulum við athuga málið. Við getum nefnilega útbúið okkar sælgæti sjálf fyrir aðeins Vio hluta þess verðs sem áðurgreint konfekt kostar og ekki skortir okkur hráefnið. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir. Látum nú hendur standa fram úrermum. X ✓ ROMMKONFÉKT 110 g suðusúkkulaði 110 g smjör 300 g flórsykur romm eftir smekk. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið smjörinu út í. Hrærið flórsykrinum og romminu saman við. Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp úr súkkulaðikurli. Geymið í kæli. KÓKOSKÚLUR SUKKULAÐIT 125 g smjör 175 g flórsykur IV2 msk romm eða koníak 250 g suðusúkkulaði, brætt yfir vatnsbaði. Hrærið smjörið þar til það verður létt og ljóst og bætið þá flórsykrinum og víninu út í. Látið súkkulaðið kólna ögn áður en þið blandið því saman við smjörhræruna Setjið hræruna í sprautupoka og sprautið í lítil pappamót eða á plötu 75 g smjör 1 dl sykur 1 msk vanillusykur 3 dl haframjöl 175 g suðusúkkulaði, brætt yfir vatnsbaði 2 msk mjólk 1 dlkókosmjöl. Hrærið saman smjöri, sykri, vanillusykri, súkkulaði, haframjöli og mjólk. Mótið kúlur eða sívala bita og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið. 4» y i *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.