Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 63 hefur það gott, á í sig og á og úr og sjónvarp. Andstæðurnar í sam- félaginu er það sem einna helst vakti athygli okkar. Við hliðina á flottustu lúxushótelum búa fiski- mennirnir í strákofum sínum. Ríkir og fátækir búa hlið við hlið, í sátt og samlyndi og kaupa inn hjá sama slátrara. Hinir ríku líta yfirieitt ekki niður á fátæklingana en gera heldur ekki neitt til að hjálpa þeim, svona er þetta bara. Coca-Cola og Danish butter cookies Að koma til Sri Lanka var eins og að lenda mitt inn í 100 ára gamalli kvikmynd (að vísu í lit) sýndri á tvöföldum hraða. Eða eins og maður gæti ímyndað sér sýru- tripp hjá eiturlyfjaneytanda. Við vorum sótt á flugvöllinn og keyrð til þorpsins okkar. Úr þeirri bílferð áttum við ekki von á að sleppa lif- andi. Bíilinn þeyttist áfram á 80—100 km hraða á mjóum vegin- um flautandi í sífellu. Það var umferð í báðar áttir og öllu ægði saman. Þrífættir hundar hrukku upp með andfælum og náðu með naumindum að sleppa við ákeyrslu í þetta skipti. Gangandi vegfarend- ur, uxakerrur, ótrúlegt magn af hjólreiðamönnum, gamlir strætis- vagnar, bílar í allskyns ásigkomu- lagi, lausar beljur og fílar, allir gerðu sínar kröfur til vegarins sem engan veginn stóð undir allri þessari umferð. Meðfram veginum stóðu litlar sölubúðir seljandi allt frá kók- oshnetum, munntóbaki og vefnað- arvöru til Coca-Cola og Danish butter cookies. Kjötbúðirnar vöktu sérstaka athygli okkar sem erum vön neytendaskömmtun í kæliborð- um kjörbúðanna. í litlum skúrum við veginn stóðu slátrararnir með vöru sína sem gjarnan var einn skrokkur af belju og annar af svíni. Þar var svo höggvið og skorið eftir óskum hvers og eins. Blóðið rann og flugur flykktust að. Auðvitað var varð manni létt flökurt í fyrstu en aðlögunarhæfni okkar er engu lík og eftir 2ja vikna dvöl var ég orðin svo forhert að ég keypti svína- kótilettur eins og ég væri alvön að versla óskoðað, nýslátrað svínakjöt þakið smá maurum og vafið inn í grútskítugt dagblað. Okkur gekk frekar illa að venjast mat innfæddra, sem samanstendur helst af hrísgrjónum og fjölda smá- rétta sem öllu er hrært saman í eina bendu, og svo kryddað að lá við brunasárum á tungunni. Sri Lanka-búar borða með fingrunum en flestir áttu þó hnífapör að lána okkur þegar við gáfumst upp á guðsgaflaaðferðinni. Þegar búið var að minnka kryddskammtinn veru- lega gekk öllu betur og eftir 2ja til 3ja daga dvöl var maður hættur að kippa sér upp við maurana sem alltaf rötuðu í matinn og hrærði þeim bara vel saman við. Eyjarskeggjar eru flestir ósyndir Flestir Sri Lanka-búar eiga þak yfir höfuðið, misjafnlega traust, en þó þak. Sum eru fléttuð úr kókos- pálmablöðum, önnur byggð úr tígul- steini. Þeir sem ekki eiga þak yfir hðfuðið halda gjarnan til á gang- stéttum. Fjölskyldustærð á Sri Lanka er að meðaltali 4—6 börn en getur farið upp í 15 eða fleiri. Fjöldi manns, þá helst fískimenn búa í kofum fléttuðum úr kókos- blöðum án rafmagns og vatns. Brunnar og vatnshanar eru á víð og dreif, þar sækir fólk vatn til matargerðar og þvotta. Fólk baðar sig við brunninn eða í nærliggjandi ám, konur íklæddar léreftsdúk sem hylur þær frá handarkrika til hnés en karlar mega vera á brókunum. Eyjarskeggjar eru flestir ósyndir, merkilegt nokk af eyþjóð að vera, og hætta sér ekki í sjóböð. Þeim fannst við óttalega asnaleg með þessa sjóbaðamaníu okkar. Margir eiga hús, hlaðin úr múrsteini, en mismunandi á sig komin. Að utan María og Arí klædd að hætti Sri Lanka-búa í Sari og Sarong. Villl.nr f íll í þjóðgarðinum Yala. séð eru þau oft mjög falleg með stórum svölum, veröndum og boga- göngum. í mörgum tilfellum er bara framhliðin máluð. Inni lítur oft öðruvísi út, oft ómálað, fá og lasburða húsgögn, ekkert rennandi vatn, holuklósett í garðinum og vatnsbrunnur úti. Þetta er það algengasta, en mjög vel stætt fólk hefur leitt vatn inn til sín og hefur heimilistæki og húsgögn sem svara til okkar mælikvarða. Annars sýna Sri Lanka-búar lífs- máta okkar lítinn áhuga. í þeim húsum sem voru útbúin með sturtu og klósetti voru þau fyrirbæri sjald- an eða aldrei notuð af íbúum húss- ins. Þeir kunna betur við sinn eigin máta, klósettpappír nota þeir ekki, aðra höndina nota þeir til að skeina sig með, hina til að matast. Ég snýtti mér einu sinni sem oftar í pappírsvasaklút en það vakti geysi- mikla athygli barna fískimannanna, þau eru ekki vön að sjá pappír og allra síst misnotaðan á þennan hátt. Eldamennskan fer gjarnan fram á hlóðum og á eldhúsgólfinu. Gest- gjafarnir sátu yfirleitt ekki til borðs með okkur en stóðu hringinn í kringum okkur og horfðu á okkur borða reiðubúnir að uppfylla allar okkar óskir. Það var oft mjög óþægilegt, sérstaklega þegar erfítt var að koma matnum niður. Litlar eðlur skjótast upp og niður veggina innanhúss, það fannst okkur hálf óhuggulegt í fyrstu en við lærðum fljótt að líta á þær sem vini okkar því þær hjuggu skarð í skordýra- stofninn. Onnur lögmal en þín gilda Hugtakið tími er ekki eins afger- andi á Sri Lanka eins og gengur og gerist hjá okkur. Það er að- dáunarvert hvað tími mældur í mín- útum, klukkustundum og jafnvel sólarhringum skiptir litlu máli. Tafir og biðir eru sjálfsagður hluti af samfélaginu, klukkunni hefur enn ekki tekist að stressa fólk í jafnríkum mæli og við þekkjum. Ég hef aldrei kynnst jafn þolinmóðu og rólegu fólki áður. Fyrir Evr- ópubúa sem alinn er upp við að tíminn sé peningar og hver mínúta dýrmæt tekur það töluverðan tíma að aðlagast þessum afslappaða lífsstíl. Fljótlega kemst maður að því að ekkert þýðir að naga neglur eða ergja sig. Þú ert kominn til lands þar sem önnur lögmál en þín gilda. Hittu mig á milli 8 og 5 á morgun, eftir því hvernig strætó gengur. Svona setningar eiga mjög vel við á Sri Lanka. Strætisvagnakerfið er eitt af þeim fyrirbærum sem borgar sig ekki að reyna að skilja. Að vísu kemst maður á áfangastað en hvort það verður í dag eða á morgun og klukkan hvað verður bara að koma í ljós. Eftir að hafa ergt sig á þessu fyrstu dagana fer maður smám saman að kunna vel við þetta og á endanum verður þetta ein af þeim upplifunum sem hafa einna mestan sjarma á Sri Lanka. Að fara á matsölustað er gott dæmi. Við þurftum oft að borða úti og það gat tekið allt frá 2 upp í 4 tíma. Eftir að við vorum búin að panta mat og drykk sánm við oft einn af starfsmönnum staðarins leggja af stað á hjóli og koma aftur eins og klukkustund síðar hlaðinn matvöru og ölflöskum. Síðan þurfti að kæla ölið og elda matinn. Af þessum sökum gátu matargillin oft orðið ansi hreint skemmtileg. Símakerfið er í megnasta ólagi. Yfirieitt er ekki hægt að hringja svo fólk keyrir oft daglega til höfuð- borgarinnar Colombo, um 2ja tíma akstur hvora leið bara til að athuga fiskverðið í dag eða eitthvað álíka. Sri Lanka-búar eru ákaflega iðnir. Allir sem vettlingi geta valdið vinna frá sólarupprás og Iangt fram á kvöld. Þeir stunda kókoshneturækt, fiskveiðar, tígulsteinagerð, búa til leirker, vefa og hafa smá sölubúðir út um allt. Launin eru lág, hjá verkamönnum og ríkisstarfsmönn- um u.þ.b. 1.000-3.000 ísl. krónur. Best staddir eru milliliðir og fólk með háskólamenntun, þ.e. ef þeir vinna ekki hjá ríkinu. Is your Buddha Jesus? Trúin á sterk ítök á Sri Lanka, flestir dýrka Búdda en þar eru einnig margir minnihlutahópar s.s. hindúar, islam og kristnir. Á suð- vesturstrðndinni þar sem við héld- um til voru langflestir kaþólskir, en það er arfur frá Portúgölum sem héldu sig mest við hafnirnar þar. Stór líkneski hvort sem er af Búdda, Kristi eða hinum ýmsu dýrlingum standa upplýst svo til á hverju götuhorni. Iburðarmiklar kirkjur og musteri blasa hvarvetna við og trú- arathafnir eru þáttur af daglegu lífi hvers og eins. „Is your Buddha Jesus? My Buddha is Buddha," sagði lítill sölustrákur sem við hitt- umáförnumvegi. Sri Lanka-búar eru ákaflega gjafmildir og forvitnir. Hvar sem við komum myndaðist hópur af forvitnu fólki í kringum okkur, og allir spyrja sömu spurninganna: Hello, where do you come from? Where are you going? What is your name? Good bye. Börn hópast um okkur og elta okkur langar leiðir, hlæjandi og brosandi. Sumir betla og það er sjálfsagt að gefa, þó frekar oft og lítið en mikið og sjald- an. Flestir kunna hrafl í ensku, margir eru mjög góðir. Það fólk sem við kynntumst á Sri Lanka er ein- staklega heiðarlegt. Allt fram á síð- asta dag áttum við von á að undir allri gjafmildinni og gestrisninni lægi hundur grafinn. En svo reynd- ist ekki. Vel getur verið að títt sé um rán og ofbeldi í höfuðborginni Colombo enda heyra þess háttar tilburðir oft til höfuðborga hvar sem er í heiminum. Það þótti mikill heiður fyrir gest- gjafana að hafa okkur búandi. Að þeirra heimili væri nógu gott til að hýsa erlenda gesti í tengslum við stjórnina var mikið virðingartákn. Oft lentum við í því að nábúarnir buðu okkur að flytja til sín ef okkur skyldi ekki líka þar sem við bjugg- um. No Coca-Cola-Culture thank you Eftir aldalangt ok nýlendustefn- unnar standa Sri Lanka-búar nú vörð um menningu sína eftir bestu getu, þó það sé oft á tíðum erfitt með alla þá hjálparstarfsemi sem er í gangi erlendis frá. Við heyrðum þá oft segja: „We don't want any Coca-Cola-Culture, thank you." Annars tel ég að ein af ástæðunum fyrir því hve lítinn áhuga þeir sýna lífsstíl okkar sé sú að þeim Hður vel og kæra sig kollótta um allt okkar fínerí og eignabrask. Við vorum ákaflega hrifín af því hvað þeir virtust gjörsamlega ósnortnir af eignasýki og græðgi eftir verald- legum gæðum sem við erum svo margflækt í. Flestir eiga þó sjón- varp, það er svo til eini hluturinn sem þeir vilja ekki vera án, þó þeir horfi ekki svo mikið á það. Sjón- varpsefni kemur mikið frá Ástralíu, Englandi og Bandaríkjunum. Venjulega er sýnd ein bíómynd á kvöldi og þar sjá Sri Lanka-búar greinilega lífsmáta okkar og maður gæti auðveldlega haldið að þeir tækju hann sér til fyrirmyndar, en nei, þeir kunna betur við sitt. Að einhverju leyti er ástasðan líka fhaldssemi og sem dæmi má nefna að það tók fiskifræðinga 4 ár að fá fiskimennina til að nota nælonnet í stað bómullarneta sem ekki eru svo endingargóð. Margir geta auð- veldlega keypt sér svo sem hús- gögn, klósett, ieirtau, evrópsk föt og alla þá hluti sem við teljum ómissandi en þá langar bara ekkert íþá. Ef fólk á umframpeninga fara þeir gjarnan í kaup á gulli, enda er það fjárfesting f góðu lagi, gull er alltaf hægt að selja ef harðnar á dalnum. Náttúrufegurð landsins er í sjálfu sér ótæmandi efni og læt ég því nægja að segja að hún er mikilfeng- leg og vona að meðfylgjandi myndir gefi gott dæmi. Einn var sjá minjagripur sem við hefðum gjarnan viljað vera laus við en það var lúsin sem við fundum í hausunum á okkur þegar heim var komið. En sem betur fer er nú auðvelt að útrýma henni og við höfum þá allavega prófað að vera lúsug. Höfundw er bókmenntafræðing- ur, búsettur í Álaborg í Dan- mörku. Katamaran, bátur með flotholti, mjiig mikið notaður til fiskveiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.