Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
49
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Tölvufræðingur:
(Verkfræðingur— tæknifræðingur)
Við leitum að tölvufræðingi fyrir einn af við-
skiptavinum okkar. Um er að ræða mjög
traust fyrirtæki í verklegum framkvæmdum.
Fyrirtækið rekur eigin tölvudeild með Wax-
tölvum, sem eru samtengdar með fjarneti.
Mikil verkefni eru framundan í tölvuvæðingu
fyrirtækisins. \ starfinu felst m.a. kerfissetn-
ing, forritun í Fortran, þróun verkefna og
þjálfun.
Krafist er menntunar í tölvunarfræði, tækni-
fræði eða verkfræði. Einnig er mikilvægt að
umsækjendur hafi góða þekkingu í tölvunar-
fræðum og forritun helst í Wax-umhverfi.
í boði er góður vinnustaður í Reykjavík, fjöl-
breytt verkefni, góð laun, þjálfun og nám-
skeið ífaginu.
Upplýsingar gefur Hilmar Viktorsson í síma
91 -68-66-88 eftir kl. 14.00 næstu daga. Farið
verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðar-
mál.
RÁÐGARÐUR
STJÓRNUNAROG REKSTRARRÁDGJÖF
Nóatúni 17,105 Reykjavík.
Ágætis sumarfólk
Starfsfólk óskast til lager- og pökkunarstarfa.
Hafið samband við verkstjóra í Síðumúla 34.
Dreifingarmiðstöð matjurta
Deildarstjóri
byggingarvöru
Verslunardeild Sambandsins óskar að ráða
deildarstjóra til að veita forstöðu byggingar-
vöruheildsölu Sambandsins.
Deildin hefur með höndum innkaup og sölu
á öllum almennum byggingarvörum frá er-
lendum framleiðendum.
Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun
og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra
Sambandsins er veitir nánari upplýsingar
ásamt aðstoðarframkvæmdastjóra Verslun-
ardeildar.
Umsóknarfrestur er til 12. maí nk.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðar-
mál.
SAMBAND ISL.SAMVINNUFEIAGA
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
Sjúkraþjálfari
Hótei Örk, Hveragerði, óskar að ráða
sjúkraþjálfara.
Starfið er laust frá og með 1. júní nk.
Starfssvið: Yfirumsjón með heilsuræktarað-
stöðu hótelsins. í þessu felst skipulagning á
allri þeirri starfsemi sem þar á að fara fram
og framkvæmd hennar.
Við leitum að harðduglegum, hugmyndarík-
um og samvinnuþýðum starfsmanni.
Laun samningsatriði.
Umsóknir skulu sendast skrifstofu okkarfyrir
11. maí nk.
q IÐNJ TÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
n
BORGARSPÍTALINN
LAUSAR STÚÐUR
Hjúkrunarfræðingar
athugið
Hjúkrunarfræðinga vantar til afleysinga í
sumar á hinar ýmsu deildir Borgarspítalans.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga í fastar
stöðurá skurðlækningadeildum:
Á háls-, nef- og eyrnadeild,
á almenna skurðlækningadeild,
á legudeild Slysadeildarinnar.
Hjúkrunarfræðingar óskast á skurðstofur
Borgarspítalans á kvöldvaktir, vinnutími
15.30-23.30.
Athugið hærri laun fyrir þá sem ráða sig á
fastar næturvaktir. Allar nánari upplýsingar
gefur hjúkrunarframkvæmdastjóri skurðlækn-
ingadeilda í síma 681200-201 alla virka daga.
Skrifstofumaður óskast í innkaupadeild
Borgarspítalans. Vélritunar- og enskukunn-
átta nauðsynleg. Upplýsingar um starfið
gefur innkaupastjóri í síma 681200-309 á
skrifstofutíma.
Heilsugæsiustöðin í Fossvogi óskar eftir
hjúkrunarfræðingi til starfa. Upplýsingar veit-
ir hjúkrunarforstjóri, Anna Björg Aradóttir, í
síma 685099.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast að geðdeildum Borg-
arspítalans, starfsreynsla áskilin. Yfirfélags-
ráðgjafi geðdeildanna veitir upplýsingar í síma
13744. Umsóknir skulu sendar til yfirlæknis
geðdeilda Borgarspítalans fyrir 1. júní nk.
Félagsráðgjafi —
sumarstarf
Félagsráðgjafi óskast til sumarafleysinga við
geðdeild Borgarspítalans. Yfirfélagsráðgjafi
veitir upplýsingar í síma 13744. Umsóknum
skal skilað fyrir 20. maí nk. til yfirlæknis
geðdeilda Borgarspítalans.
Sálfræðingur
Sálfræðingur óskast að geðdeild Borgar-
spítalans. Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma
681200.
Reykjavík, 4. maí 1986.
B0RGARSPÍTA1INN
Q 681200
Ræstingafólk
Óskum að ráða ræstingafólk til starfa hjá
fyrirtækinu.
Nánari upplýsingar gefur ræstingastjóri í
Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu frá kl.
13.00-16.00 mánudag og þriðjudag (ekki í
síma).
SAMBAND ISL.SAMVINNUFÉ1AGA
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
Tannsmiður
Tannsmiður með góða þekkingu og reynslu
í gull- og postulínstækni óskast á tannlækn-
ingastofu 1. júlí nk. Góð vinnuaðstaða fyrir
hendi. Umsóknir óskast sendar augldeild
Mbl. merktar: „T — 3379“
Framkvæmdastjóri
— meðeigandi
Framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki í
Reykjavík í mjög örum vexti vill ráða fram-
kvæmdastjóra til starfa sem fyrst. Æskilegt
að viðkomandi gerist meðeigandi í fyrirtæk-
inu.
Fyrirtækið hefur þegar hafið útflutning á
framleiðslu sinni.
Sá sem við leitum að þarf að hafa góða
viðskiptamenntun, reynslu í stjórnunar- og
bókhaldsstörfum og þekkja vel til í viðskipta-
lífinu.
Þarf að hafa gott vald á skandinavísku og
ensku.
Tilvalið tækifæri fyrir aðila sem hefur áhuga
á góðu framtíðarstarfi og er tilbúinn að leggja
fram fjármagn í fyrirtæki sem hefur góða
framtíðarmöguleika.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
okkar í algjörum trúnaði.
GijdntTónsson
RAÐCJÖF & RAÐNl NCARMQN LISTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Fram kvæmdastjóra
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Leitað er að manni með viðskipta-
eða verkfræðimenntun og reynslu af mark-
aðsmálum og stjórnun. I boði er krefjandi
starf, góð vinnuaðstaða og góð laun.
ístess hf. er fóðurfyrirtæki i eigu íslenskra og norskra aðila sem stofnað
var i mai 1985. Frá þeim tima hefur félagiö flutt inn hið viðurkennda TESS
fiskfóður frá T. Skretting A/S i Noregi jafnframt því sem unniö hefur veriö
að því að koma á fót innlendri framleiöslu á TESS-fóðri. Stefnt er að
því að fóöurverksmiöja Istess, sem veröur í Krossanesi við Akureyri, taki
til starfa á komandi hausti. Auk fóöurs hefur ístess hf. á boðstólnum
tækjabúnaö fyrir fiskeldi og loðdýrarækt og veitir róðgjöf um hvaðeina
er lýtur aö þessum atvinnugreinum. MarkmiÖ fyrirtækisins er aö stuöla
með framleiöslu sinni og ráögjöf að sem arðbærustum rekstrí hjá hverjum
einstökum viðskiptavini. TESS-fiskfóöur er nú mest notaöa fóörið i laxeldi
i Noregi, Færeyjum og Islandi. Markaössvæði Istess hf. er Island og
Færeyjar.
Einn fiskeldisfræöingur hefur frá stofnun ístess hf. veriö í fullu starfi hjá
félaginu. Starf framkvæmdastjóra hefur veriö til þessa hlutastarf sem
hefur veriö leyst meö samningi viö lönþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Síldar-
verksmiöjan í Krossanesi er einn af aöaleigendum ístess hf. og verður
náið samstarf milli þessara tveggja fyrirtækja um daglegan rekstur.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 12. maí nk.
til ístess hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri,
b/t Finnbogi Jónsson, en hann veitir jafnframt
allarnánari uppl. um starfið.
Istess h.f.
Glerárgata 30
600 Akureyri
Island
® (9)6-26255
LAUSAR STÖÐURHJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal-
inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara-
samningum.
Staða deildarfulltrúa í unglingaathvarfi.
Verksvið deildarfulltrúa er að veita daglegu
starfi athvarfsins forstöðu.
Áskilin er háskólamenntun á sviði félags- og
uppeldismála og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla
í málefnum og meðferð unglinga.
Upplýsingar veitir Snjólaug Stefánsdóttir í
síma 622760 e.h.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar á sérstökum umsóknar-
eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00
þriðjudaginn 20. maí.