Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR4. MAl 1986 Minning: Kristján Birn- ir Sigurðsson Fæddur 2. marz 1937 Dáinn5.apríll986 Kristján á Armúla, hví þurfti hann að kveðja svo í skyndi, elskað- ur virtur og dáður. Það veit enginn nema sá sem öllu ræður. Er öllum fyllilega ljóst hvað það er, sem gerir menn vinsæla? Vafa- laust er það líkamleg hreysti, dugn- aður og sem mest umsvif í öllum athöfnum. En skyldi það duga til að syrgja Kristján svo mjög, var hann búinn að sýna á sér verri hliðna þann skamma tíma sem við kynntumst honum? Fáir held ég klæðist svo fallegu reyfi að ekki smjúgi úlfshárin út, og því síður svo illum úlfsham að ekki finnist ylríkt þelið sem inni býr. Þó ekki sé nema fjögur ár. Það skyldi bó aldrei hafa verið meðal annarra dyggða hans „bara" þetta kærleiksríka og drengilega viðmót, sem hann átti erfítt með að dylja. Það er nú svo þegar ábúenda- skipti verða á einhverjum bæ, að beðið er með fögnuði og kvíða hvort sá næsti reynist eins góður ná- granni og sveitungi, sem sá er burtu fór. Auðvitað var kvíðinn fljótur að hverfa og fögnuðurinn því fyllri þegar Kristján var kominn að Ár- múla með fjölskyldu sína, en hans vera var þar of stutt, eða ef til vill er það mín eigingirni. Ég minnist varla að hafa harmað meira fráfall annars manns vanda- lauss og skammast ég mín ekki að gráta þennan dreng hátt eða í hljóði. En hvað er ég að kveina, hvað um fjölskyldu hans, konu og börn og aðra nánustu. Ég bið almáttugan Guð að gefa þeim styrk til að bera sinn þunga harm í Guðs friði. Engilbert Guðmundsson, Hallsstöðum í daga og nætur skiftist skákborð autt. Af skapavöldum er þar manntafl þreytt. Þær færa oss til og fella oss, gera oss mát. Og frú og kóngi er loks í stokkinn þeytt. (M.Á.) Laugardaginn 5. aprfl sl. að af- liðnu hádegi. Var ég staddur úti. Það var komin hláka og hvöss sunnanátt kembdi regnþrungin og óheillavænleg kólgusý um fjalla- brúnir og veðurhljóðið blandaðist þungum sjávardyn neðan frá ströndinni. Þá barst flugvélarhljóð til mín utan úr sortanum og um mig fór ónota hrollur. Og meðan vélarhljóðið fjarlægðist til suðurs og dó loks út hugsaði ég um hvað við Vestfirðingar höfum alist upp við og vanist á að tefla á tæp vöð í samgöngum, komist nauðuglega undan snjóflóðum og grjóthruni, hrakist að landamerkjum lífs og dauða á válegum fjallvegum, sem nóg er af hér, kjölrekið á bátkænum tímum saman í hríð og skammdeg- ismyrkri. Allt þetta og margt fleira af svipuðum toga er reynsluheimur fólks hér um slóðir svo fremi við viljum komast leiðar okkar. Og svo, að fljúga í næstum hvaða veðri sem er. Og oftast slampast þetta en ekki alltaf. Tæknin bregst, árveknin dottar eða höfuðskepnurnar koma aftan að okkur. Og þá verður högg- ið þungt. Síðdegis þennan sama dag barst sú fregn um sveitina að flugvélar á leið suður væri saknað og að nágranni minn Kristján Sigurðsson bóndi á Ármúla, hefði verið meðal farþega. Það kvöld og sú nótt, sem í hönd fór, var ömurleg bið eftir fregnum sem varla gátu orðið nema á einn veg við þessar aðstæður. Það voru nú á páskum rétt 4 ár síðan kynni okkar Kristjáns hófust, en.hann hafði þá fest kaup á jörðun- um Ármúla 1 og 2 og fjölskyldan kom inneftir að dvelja þar hátíðis- dagana. Það kom í minn hlut að verða fyrsti gestur Kristjáns og Gerðar Kristinsdóttur, konu hans, á þeirra nýja heimili. Þetta var á skírdag 1982 sem þá bar uppá 8. aprfl. Ég ók þeim síðan fraumundir landamerki Ar- múla og Skjaldfannar og greindi þeim frá staðháttum og örnefnum eins og til sást, en veturinn hafði verið snjóþungur og miklar fannir í hlíðum. Þetta kvöld var fagurt veður og vor í lofti og þau vildu ganga til baka. Ég hélt heim gagntekinn þeirri tilfinningu að hér hefði sveitin og þá ekki síst við nágrannarnir hreppt stóra vinningmn við komu þessarar fjölskyldu að Armúla. Þetta snöggsoðna mat mitt átti svo sannarlega ekki eftir að verða sér til skammar. Betri, hjálpsamari og elskulegri nágranna en Kristján og Gerði og stóra barnahópinn þeirra er naumast hægt að hugsa sér. Þeir sem búa í sveit eða hafa alist þar upp vita hvað gott ná- grenni og góð samvinna er mikil- væg og ekki hvað síst á þetta við á einangruðum og strjálbyggðum stöðum. Hér hagar svo til, að Armúli, sem stendur niður við sjó og Skjaldfönn frammi í dalnum, eru nokkuð sér á parti, milli jökulvatnanna Mórillu í Kaldalóni og Selár í Skjaldfannar- dal, og góð samvinna því mikilvæg um smalamennsku, heyskap og aðdrætti. Á þessum sviðum sem og öðrum góðra granna sat hlutur Kristjáns aldrei eftir. Þær eru ótaldar ferðirnar sem hann kom hingað frameftir óbeðinn, færandi hendi, póst og vöru, sem komið hafði með Djúpbát eða bílum, og gjarnan lét hann þá í veðri vaka að hann hefði bara verið að skoða færðina. Mikil og góð samvinna var milli heimilanna um heyskap og smala- mennsku, og oftar en einu sinni kom Kristján inn í Kaldalón að hyggja að mér ef ég lenti í myrkri við fjár- leitir eða rjúpnastúss. Þannig nágranni var Kristján og um hann mátti vissulega segja að ef þú baðst hann að fara með þér dagleið þá fór hann með þér tvær hið minnsta. Á ísafirði hafði Krist- ján verið umsvifamikill í verslun og útgerð, en var að því er hann sagði orðinn dauðþreyttur á pappírsvinnu ogvildibreytatil. Þau hjónin höfðu verið með hænsnabú í Hnffsdal og gengið vel. Nú var fyrirhugað að eggja- framleiðsla yrði megin búgrein á Ármúla. Það fór þó saman að þegar búið var að koma upp stóru hænsnabúi á vestfírskan mæli- kvarða og það komið í fullan rekstur féll eggjaverðið og það svo mjög að afraksturinn varð lítill eða eng- inn umfram tilkostnað. Samt var þraukað með hænsin í von um betri tíð, sem enn er ekki komin, en samhliða unnið að því að skjóta fleiri stoðum undir afkomu, svo sem með kálfaeldi, angórukanínurækt og heysölu. Einnig keyptu þau hálf- an þriðja tug lamba haustið 1983 og fengu strax fyrsta haustið fá- heyrðar afurðir eftir þau. í haust skilaði svo tvævetluhópurinn að meðaltali um 33 kg kjöts hver ær og mætti það vera mörgum fordæmi um hvaða afurðum er hægt að ná með góðri fóðrun og umhirðu, enda hugði Kristján á fjölgun fjár næsta haust. Ármúli við fsafíarðardjúp er um margt sérstæð og kostarík bújörð og í þjóðbraut. Víðsýni er þar mikil af bæjarhlaði inn og út allt Djúp og til Snæfjallastrandar. Þar rís sól snemma og sest seint. Sumarfagurt og heillandi umhverfí hið næsta, lyngs og birkivaxinn Múlinn sem rís þverbrattur ofan við túnið. Inni í Kaldalóni og fram í Skjaldfannar- hlíð falla klingjandi bergvatnslindir niður grösugar og kjarri vaxnar hlíðar. Síst er því að undra að Sigvaldi Stefánsson læknir, sem sat á Ár- múla frá 1911-1921, en varð þá að flytjast þaðan vegna heilsu- brests, semdi mörg af sínum feg- urstu lögum þar og kenndi sig síðan viðKaldalón. í bókinni um Sigvalda Kaldalóns Kristján Magnús- son — Kveðjuorð Fæddur 20. nóv. 1923 Dáinn ll.apríl 198G Fyrir skömmu barst mér hingað til Hollands sú harmafregn að Kristján Magnússon, húsasmíða- meistari, Kleppsvegi 92 í Reykjavík, hefði andast í Borgarspítalanum þann 11. apríl síðastliðinn. Kristjáni kynntist ég gegnum vin minn, son hans, Magnús Má, mat- vælaefnafræðing. Allt frá fyrstu kynnum vakti sú natni og nær- gætni, sem Kristján viðhafði í umgengni sinni við annað fólk, virðingu mína. Þeir mannkostir ásamt meðfæddri lífsgleði sem honum var í blóð borin ollu því að sjálfkrafa hafði hann mjög jákvæð og uppbyggjandi áhrif á umhverfí sitt. Hann bjó yfír mörgu því besta sem að mfnu mati prýðir góðan dreng og íslending. Virðingu fyrir landinu sínu, auk djúpstæðs^ skiln- ings á mikilvægi þess að við íslend- ingar stöndum saman vörð um sjálf- stæði okkar og menningararf. Nú þegar Kristján er horfinn af þessu tilverustigi langar mig til þess að þakka honum hlut hans í veganesti unglingsáranna. „Deyrfé, deyjafrændr, deyrsjalfritsama. En orðstírr deyraldregi, hveim sérgóðan getr." Sár er söknuður ástvina hans, sem hann unni svo mjög. Astkærri eiginkonu hans, Gyðu Jóhannes- dóttur, börnum þeirra, Dóru Cam- illu, Magnúsi Má, Maríu Björgu og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Eggert H. Kjartansson Kolbrún Jóns- dóttir — Kveðja Fædd21.ágústl913 Dáinl8.apríll986 Hún Kolla okkar er farin. Guð gefur og guð tekur. Það virðist vera svo stutt síðan við sáum Kollu hrausta og með sitt hlýja bros. Kolbrún fæddist á Æsustöðum í Húnavatnssýslu 21. ágúst 1913. Hún fluttist ung til Reykjavíkur og bjó ásamt ömmu okkar, Maríu Eyjólfsdóttur, lengst af í Banka- stræti 14 í Reykjavík. Var hún ein af eigendum að versluninni Iðu, Laugavegi 28, og starfaði þar í mörg ár. Kolla ferðaðist mikið og var það hennar Iíf og yndi. Hún ferðaðist ekki eingöngu um sitt eigið land heldur og oft erlendis. En samt var ávallt efst í hennar huga að sjá sig umj sínu eigin landi fyrst. Á sextugsafmæli hennar var hún hjá okkur í Colorado í USA. Er sú heimsókn hennar okkur fersk í huga. Þó Kolla frænka hafi ekki talað ensku þá var auðvelt fyrir okkur að skilja hennar hlýju og skilning í okkar garð. Ennfremur munum við sakna lífskrafts hennar og vilja sem ekki er öllum í blóð borinn. Nú kveðjum við okkar elskulegu frænku með söknuði í huga. Við hefðum gjarnan viljað að hún hefði Vilberg O. Egils- son — Kveðjuorð Fæddur 18. mars 1978 Dáinn 12. apríl 1986 Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (Björn Halldórsson) Allt er í heiminum hverfult stend- ur í þekktu kvæði. Þessi orð koma hvað eftir annað upp í huga manns þegar lítill frændi er hrifinn frá manni einn fagran laugardag þegar vorið virðist blasa við. Það er sárt þegar ungir og efnilegir drengir hverfa burt á sviplegan hátt en sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ef Villi vissi hve hann gaf okkur öllum mikið, með björtu brosi og hreinum og sakleysislegum svip. Starfsgleðin og atórkan voru ótak- mörkuð og kom fram við frískan og fjörlegan leik. En þó fjörið og leikgleðin væru mikil máttu blíðu og rólegu stundirnar ekki gleymast. Þegar hann tók kannski lítinn frænda í fangið þá leið ekki á löngu þar til litli frændi var sofnaður. Þegar maður hugsar til þessara stunda sem voru fullar af blíðu og væntumþykju fínnur maður best hve sorgin er þungbær. Elsku Jónína, Egill, Pétur, Berg- steinn, Sigmar og Egill Örn, við vottum ykkur innilega samúð og vonum að Guð styðji ykkur og styrki í þessari þungu sorg sem knýr svo óvænt að dyrum. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segin heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. (Helgi Hálfdánarson) Gróa, Arnaldur, ogSiggiBoggi. getað verið lengur með okkur. Guð varðveiti minningu frænku okkar. Larry og María Kolbrun Acre og Reynir og Pálmi Lord Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tii birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstiórn blaðsins á 2. hæð í Aðaistræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.