Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAlÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
FYRIRHU G AÐ AR HVALARANNSOKNIR:
Athuga m.a. litninga, kynhormón,
kólesteról og saltbúskap
*
Rætt viðArna Kolbeinsson og Matthías Kjeld
Undanfarnar vikur hefur verið
töluvert fjallað um
endurskoðun áætlunar
Hafrannsóknastofnunar um
rannsókn á hvölum við ísland.
Fjallað var um áætlunina á
fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í
júní í fyrra og var hún umdeiid
en að sögn Árna Kolbeinssonar
ráðuneytisstjóra í
Sjávarútvegsráðuneyti var
máiinu ekki þannig varið að
henni hafi verið hafnað.
Grænfriðungar hafa haft í
hótunum við íslendinga síðan
áætlunin var kynnt. Þeir haf a
m.a. sent mótmæli til sendiráða
Islands en engar aðgerðir hafa
þeir haft í frammi. I áætluninni
er m.a. gert ráð fyrir að telja
hvali úr skipum og fiugvélum,
setja í þá radíómerki og þeir
ljósmyndaðir og fylgst með
þeim úr gervitungli. Auk þess
hafa farið fram ýmiskonar
, rannsóknir á líffræði hvalanna.
Um veiðar á stórhvölum var
gerður samningur við Hval h.f.
sem tók endanlega gildi um
síðustu áramót en allur
hagnaður sem af þessum
veiðum verður rennur í
sérstakan sjóð sem á að standa
undir rannsóknunum í heild. I
samtali við blaðamann
Morgunbiaðsins sagði Árni
Kolbeinsson að það væri enginn
bilbugur á íslendingum,
veiðunum yrði haldið áfram.
Ætlunin er að fræðast meira um lifnaðarhætti hvala
Gindavaða við Rif á Snæfellsnesi.
En hvað er það sem verið
er að rannsaka í lífræði
hvalanna? Það eru ýmis
atriði, má þar nefna litn-
ingarannsóknir, hvernig
saltbúskap er háttað í
hvölum, kólesterólmagn
er mælt í blóði þeirra, kynhormónar þeirra
eru skoðaðir og svo mætti lengi telja. En
áður en við snúum okkur að líffræðirann-
sóknunum væri ekki úr vegi að virða fyrir
okkur hvalinn sem skepnu. Hvernig hagar
hann sér og hvað er vitað um hann. Því er
til að svara að það er lítið vitað um hvalinn,
hvenær hann t.d. sefur, hvernig matarvenjur
hans eru, það er einnig lítið vitað um hvern-
ig hann eyðir deginum. Þetta væri ef til
vill hægt að finna út með miklu meiri rann-
sóknum en nú eru stundaðar.
Stærsta landdýr fyrr og síðar
Steypireyður sem nú er alveg friðuð, er
langstærsta spendýr jarðar fyrr og síðar.
Stærri en nokkrar risaeðlur fortíðarinnar.
Það er vitað að sumar stórar hvalategundir
eiga unga sína suður í höfum. Langreyður
er sú hvalategund sem umfangsmestu rann-
sóknirnar hafa farið fram á. Þær eru yfir-
leitt um 50 til 60 tonn á þyngd, steypireyður
er tvöfalt stærri. Langreyðarkálfar eru um
15 fet þegar þeir fæðast og um það bil 1
til 3 tonn á þyngd. Hve lengi þeir eru á
spena er ekki vitað. Það skal tekið fram
að það er stranglega bannað að skjóta hval
með unga. Búrhvalur sem er tannahvalur
er friðaður eins og steypireyðurin. Búr-
hvalurinn lifir í fjölkvæni við Spánarstrend-
ur. Þau karldýr sem verða undir í barátt-
unnni um kvendýrin leita norður í höf. Allir
búrhvalir sem hér hafa veiðst hafa verið
karldýr. Búrhvalir voru áður veiddir mikið
vegna efnis sem er í höfðum þeirra og notað
var í ilmsmyrsl. Skíðishvalir eins og t.d.
langreyðar veiðast hins vegar nokkuð jafnt
hér við land, þó ívið meira af kvenhvölum,
því þeir eru stærri. Lífsvenjur skíðishvala
eru töluveit öðruvísi en tannhvala og matar-
venjur gjörólíkar. Skíðishvalir lifa mikið á
litlum krabbadýrum og sía þá sjóinn frá en
éta innihaldið.
Geta verið í kafi í eina klukkustund
Vitað er að hvalir eru útbúnir þannig að
þeir geta tekið mjög mikið súrefni með sér
bundið í vefi, þegar þeir fara í kaf. Búr-
hvalir geta verið í kafí úm eina klukkustund
Innilegar þakkir fceri ég öllum þeim vinum og
vandamönnum sem meÖ heimsóknum, heilla-
skeyíum, hlómum og gjöfum gerðu mér
ógleymanlegan 90 ára afmœlisdaginn minn
26. apríl sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Snæbjörg Aöalmundardóttir.
T T
Ákveðið hefur verið að síðari hluti
tamningamannaprófs verði haldið á
félagssvæði Fáks 7. maí nk. £>eir félag-
ar F.T. sem rétt hafa á próftöku til-
kynni þátttöku sína til Ragnheiðar í
SÍma 99-3267. Félag tamningaœanna
Málverkasýning’
í Hótel Ljósbrá
Hverajferiii.
MAGNÚS Guðnason, listmálari,
húsameistari og bóndi í Kirkju-
lækjarkoti í Fljótshlíð, opnar sina
sjöttu einkasýningu kl. 14, sunnu-
daginn 4. maí í Hótel Ljósbrá í
Hveragerði. Á sýningunni verða
35 verk, unnin með olíu og verða
myndirnar allar til sölu. Sýningin
mun standa í tvær til þrjár vikur.
Fyrri sýningar Magnúsar hafa
verið mjög vel sóttar og myndirnar
selst vel. Hann sagðist hafa mest
gaman af að mála fallegt landslag,
einnig dýra- og mannamyndir, það
sé mikil en ánægjuleg vinna að
koma upp sýningu og ævinlega
mikil tilhlökkun að hitta þá vini og
kunningja sem aldrei láti sig vanta
á sýningamar og einnig nýju andlit-
ÍU finrn sífóljt V»ír»tn«:t f V»ór>ínr«
Magnús telur sýningaraðstöðuna
í Ljósbrá nokkuð góða og segir að
ekki spilli að þar séu á boðstólum
þinnr áorfntuctn vnitiuprpr nllnn
daginn, en sýningin er opin á opn-
unartíma hótelsins frá kl. 9 á
morgnana til kl. 21 á kvöldin.
Sionin