Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
Visa og Eurokortaþjónusta Morgnnblaðsins
Blaðberar sækja svarseðla um helgina
Eins og komið hefur fram i Morgun-
blaðinu hefur áskrifendum nú í fyrsta
sinn verið gefinn kostur á því að greiða
áskrift með greiðslukortum. Nú um
helgina verða blaðberar Morgunblaðsins
á ferðinni með rukkun fyrir april eins
og verið hefur og um leið munu þeir
sækja svarseðiana, sem sendir hafa verið
öllum handhöfum Visa og Eurokort.
Áskrifendur Morgunblaðsins eru vin-
samlegast beðnir um að taka vel á móti
blaðburðarf óikinu.
Blaðamaður ræddi við þijá blaðbera,
sem lengi hafa verið við störf hjá blaðinu
og innti þá m.a. álits á hinu nýja fyrir-
komuiagi.
„Tímafrekt
að rukka með
gamla laginu“
— segir Sigríður Júlíusdóttir
„Klukkan hringir ki. 4.30 hjá mér á hverjum morgni," sagði Sigrið-
ur Júliusdóttir, blaðburðarkona Morgunblaðsins í smáíbúðahverfun-
um. „Þetta kemst auðvitað upp í vana, ég hef borið út í tíu ár og
er hátt í þijá tíma með skammtinn hveiju sinni.“
Sigríður sér um Breiðagerði,
Háagerði og Espigerði og synir
hennar tveir, Ásmundur 18 ára og
Grétar 16 ára, bera út í sitt hvort
hverfíð líka. „Ég er reyndar að
flytja á árinu í Fossvog og vil ég
gjaman halda áfram í blaðburðinum
þar í hverfínu. Annars er Espigerðið
draumahverfi fyrir blaðburðafólk
Sigríður Júlíusdóttir.
þar sem allt morar í blokkum og
því fljótt yfirfarið.
Það tekur heilmikinn tíma að
mkka mánaðarlega inn fyrir blaðið,
en ef allir fara nú að nota sér nýju
Visa- og Eurocard-þjónustuna leys-
ist heilmikill vandi fyrir okkur
mkkarana. Ég persónulega myndi
þó aldrei kæra mig um að nota
þessi kort, fjármagnið hjá mér eykst
alls ekki við það. Ég veit hvað ég
þarf að borga á mánuði og fínnst
mér kortin frekar skammgóður
vermir heldur en nauðsyn."
Sigríður sagði að því væri ekki
að neita að blaðburður væri bind-
andi, en það kæmi sér ekkert illa
þar sem eiginmaður hennar ynni
vaktavinnu og því lítill tími fyrir
ferðalög. Einnig skúraði hún á leik-
skóla og þyrfti að sinna því á hveiju
kvöldi. „Eg tek mér sjaldan frí, en
mig dauðlangar í frí í júlí í sumar.
Ég tók hálfsmánaðar frí í fyrrasum-
ar, en bara prentaraverkfallið árið
þar á undan." Sigríður á 50 ára
afmæli laugardaginn 10. maí og
sagðist hún fastlega gera ráð fyrir
útburðardegi þá jafnt sem aðra
daga, en í sumarfríinu ætlaði hún
að mála nýja húsið sitt í Fossvogin-
um.
Frá vinstri: Brynhildur, Guðmundur, Sigríður og Kristmundur. í baksýn má sjá Sigrúnu 2 ára, sem eí
yngst þeirra systkina.
„Ef við sendum pabba
þá borga allir strax“ 3
Fjölskyldan á Stuðlaseli 5 í Breiðholti sér um að koma Morgun-
blaðinu til áskrifenda í Stuðla- og Strandaseli, en þar á bæ er óhætt
að segja að útburðurinn hafi gengið mann fram af manni sl. 15 ár.
Fjölskyldan bjó lengi vei i Langholtshverfi og sá þar um blaðburð-
inn, en flutti fyrir nokkrum árum í Seljahverfið. Systkinin eru sjö
talsins. Tvö þau yngstu, Sigrún 2 ára og Björn Gísli 3 ára, verða
þó að biða enn í nokkur ár þangað til þau geta hafið störf, en hin
fimm hafa öli fengið sinn skammt af Morgunblaðsútburði.
Elsta dóttirin, Marta, sem nú er
25 ára bóndakona austur í sveit,
byijaði í blaðburðinum. Sfðan tók
Kristmundur, sem nú er 22 ára, við
starfínu og þar sem yfírferðin var
nokkuð mikil fékk hann systur sínar
tvær til liðs við sig í Breiðholtinu,
þær Sigríði 18 ára og Brynhildi 17
ára. Síðan hefur Guðmundur 14 ára
alfarið blaðburðinn á sinni könnu
nú og segist vera u.þ.b. einn og
hálfan tíma að bera út á morgnana.
Þau systkin voru sammála um
að greiðslukortaþjónustan yrði létt-
ir fyrir blaðburðafólk, ekki síst
yngstu blaðberana, þar sem fólk
hikaði ekki við að bera við hinum
og þessum afsökunum um peninga-
leysi þegar rukkunarseðlamir bær-
ust. „Við höfum þurft að fara í
sama húsið allt upp í fjórum sinnum
til að fá áskriftargjaldið greitt,“
sagði Kristmundur. Þau sögðu að
besta ráðið væri að senda pabba
ef fólk neitaði að borga — þáð
mundi engin segja „komdu í næstil
viku“ við fullorðna.
Foreldramir, Gylfi Sigurðsson og
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, voru
bæði í blaðburði þegar þau voru
krakkar, Gylfi hjá Vísi og Hrafn-
hildur hjá Þjóðviljanum. „Okkur
hjónunum fínnst sjálfsagt að krakk-
amir fái að vita hvað það sé .að
vinna fyrir sér. Þau hafa gott af
þessu. Við hlaupum stundum undif
bagga með þeim í vitlausum veð-
rum, en að öðru leyti sjá þau um
þetta sjálf." Húr sagði að þau legðu
fyrir af tekjunum til að kaupa sér
Jes Einar Þorsteinsson arkitekt nýju sundlaugarmannvirkjanna horfir yfir nýju
setlaugina.
„Skúlptúrar“ i móttökunm.
Morgunblaðifl/Ámi Sæbcrg
Sundlaugarnar í Laugardal
Ný bað- og búningsaðstaða opnuð á morgun
Frítt í laugarnar í tilefni dagsins
Á MORGUN, mánudag, verður
formlega opnuð ný og glæsileg
bað- og búningsaðstaða við sund-
laugamar í Laugardai. Hús-
næðið er samtals 3.085 m eða
11.510 m og hefur verið tæp
fimm ár í smíðum. Heildarkostn-
aður er orðinn 124.259.000 krón-
ur á verðlagi 1. aprU sl. Það er
byggt fyrir tilstuðlan íþróttaráðs
og samkvæmt ákvörðun þess og
borgarráðs. í tilefni af opnun
þessa nýja áfanga verður borgar-
búum boðið ókeypis í laugamar
á morgun.
Á jarðhæð hinnar nýju byggingar
er rúmgóð móttaka með afgreiðslu,
kaffístofu og snyrtiherbergjum.
Listaverk prýða móttökuna, gerð
af Gunnari Amasyni, Ólafi Sveini
Gíslasyni og Helgu Júlíusdóttur,
sem öll voru nemendur í mynd-
höggvaradeild Myndlista- og hand-
íðaskólans þegar bygging hússins
hófst. Þar er einnig uppdráttur af
sundlaugarsvæðinu og tafla sem
sýnir hitastig á hveijum stað á
svæðinu.
Inn af móttökunni eru böð og
búningsherbergi sem rúma 550
gesti. 36 sturtur eru fyrir konur
og jafnmargar fyrir karla. Sér-
búnings- og snyrtiaðstaða er fyrir
fatlaða. Útgangur til laugar er um
svokallaðan sundlaugarskála.
Úr sundlaugarskála liggur hring-
stigi upp á þakhæð þar sem eru
útiskýli og sólbaðssvaíir. Sunnan
við sundlaugarskálann er svo ný
og glæsileg setlaug með vatns-
nuddi. Til skrauts við setlaugina er
notað fjörugijót af Álftanesi.
Jafnframt nýbyggingarfram-
kvæmdum hefur staðið jrfír hreins-
un á sundlauginni og viðgerðir á
áhorfendastúkunni og er áætlað að
níu milljónum verði varið til við-
gerða í ár. Samtals fara í nýbygg-
inguna og viðgerðir rúmar 48 millj-
ónir króna.
Nýja húsið mun bæta mjög að-
stöðu sundlaugargesta. Flestir hafa
komið á einu ári 619.852 í Sund-
laugamar í Laugardal en í fyrra
voru gestir 514.157. Heildaraðsókn
að sundlaugunum á árunum
1968—1985 er 9.104.989 manns.
Arkitekt hins nýja húss er Jes
Einar Þorsteinsson. Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen hf. sá um
burðarþolshönnun, Rafhönnun hf.
teiknaði raflagnir og Hönnun hf.
aðrar lagnir. Umsjón og bygginga-
stjóm var á vegum byggingadeildar
borgarverkfræðings. Sigurður og
Logi sf. hafa séð um lokafrágang
hússins.