Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 Norskir listamenn með samsýningu í Norræna húsinu: Eiga sér bakgrunn í franskri list WmmÞ. í dag var opnuð í Norræna hús- inu sýning „Dcvris“-hópsins, en í honum eru fjórir norskir lista- menn, Peter Esdaile, Ulf Valde Jensen, Jörn Nilsen og Axel Tostrup. Á sýningunni eru 40 olíumálverk, nokkur grafíkverk, teikningar og skúlptúrar. „Devris“-hópurinn kom fyrst fram í Galleri F-15 í Noregi árið 1984 og fékk sýning þeirra mjög góða dóma. Fjórmenningamir þekkjast vel og eru allir af sömu kjmslóð. Þeir uxu úr grasi í Noregi A ATVINNUREKSTRARTRYGGING SJÓVÁ ATVINNUREKSTRARTRYGGING SJÓVÁ ER NÝR Helstu kostir eru þessir: Nýir skilmálar sem veita aukna og betri vernd. Nýjar vátryggingar sem svara kröfum nútíma atvinnurekstrar.^ Einföldun sem auðveldar vátryggðum að gera sér grein fyrir vátryggingarverndinni og rétti sínum. Einföldunin hefur í för með sér hagkvæmni sem skilar sér í hagstæðari iðgjöldum. Með reglubundnu millibili munu starfsmenn Sjóvá aðstoða við endurskoðun vátryggingarinnar, en það veitir öryggi og tryggir að vátryggingarverndin fylgir þróun oq vexti fyrirtækisins. — eftir síðustu heimsstyrjöld en eiga sér sameiginlegt baksvið í franskri list. Ekki er um neina sameiginlega stefnuskrá hjá fjórmenningunum að ræða, heldur fyrst og fremst sýningarsamvinnu, þar sem einn styður annan til að leita nýrra leiða, bijóta múra. „Expressjóniskar" rætur binda „Devris“-hópinn við norræna listasöguhefð, jafnt í yrkis- efninu sem afstöðu. „Okkur þykir gaman að fá tæki- færi til að koma til íslands og við þekkjum talsvert til íslenskrar sögu og könnumst við ýmsa íslenska listamenn. Merkilegt er þó að við höfum ekki kjmnst neinum íslensk- um listamönnum í Noregi, heldur í Frakklandi, þar sem við höfum allir verið meira eða minna," sögðu þeir Peter Esdaile, Ulf Valde Jensen og Axel Tostrup. Jöm Nilsen kemur ekki til landsins að þessu sinni. „Devris“-hópurinn hyggst sýna víðar og er ferðinni héðan heitið til Finnlands þar sem sýnt verður í Tampere. Að sögn listamannanna hefur frönsk list skipt þá talsvert miklu máli, einkum Picasso og mynd- höggvarinn Branqusi. Skúlptúrar Axels Tostrups liggja að mjmdefni og formi á landamær- um náttúru og menningar. Verk hans eru mótuð náttúra, með skýr- um skynjanlegum gæðum. Ulf Valde Jensen er þekktastur sem grafíklistamaður og em verk hans gróskumikil, stór málverk. Peter Esdaile málar á stóra mjmdfleti og tengir saman málverk og skúlptúr. Jöm Nilsen hefur sökkt sér niður í athugun á því, hver kjami þess sé, að vera listamaður. Sýningin í Norræna húsinu verð- ur opin daglega kl. 14 til 19 fram til 19. maí. Samtök um jafnrétti milli landshluta: Fundur með þingmönnum Vesturlands Opinber fundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta verður haldinn nk. mánudagskvöld, 5. maí, kl. 20.30 á Hótel Borgamesi. Á fundinum verða alþingismenn Vesturlandskjördæmis. Fulltrúar samtakanna munu þar gera grein fyrir uppruna, sögu og starfí samtakanna og skýra bar- áttumál þeirra fyrir fundargestum. Alþingismenn kjördæmisins munu síðan gera grein fyrir sinni afstöðu og svara fyrirspumum frummæl- enda samtakanna. Framsögumenn samtakanna verða: Ámi Steinar Jóhannsson, Akureyri, Guðjón Ingvi Stefánsson, Borgamesi, Hólmfríður Bjamadótt- ir, Hvammstanga, Pétur Valdimars- son, Akureyri og Öm Bjömsson, Gauksmýri. Fundarstjórar verða Egill Heiðar Gíslason og Sigrún Elíasdóttir, Borgamesi. Fréttatilkynning Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.