Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 FRÉTTASKÝRING / Ómar Valdimarsson il ii___ Átökin í Mið-Austurlöndum f ærast heim í túngarðinn: Evrópa verður af tug- um milljarða í tekjur — allt að tvær milljónir Bandaríkja- manna hætta við Evrópuf erðir í sumar af ótta við hryðjuverk Þjóðir Evrópu munu verða af tugmilljarða tekjum í ár og sumar þeirra eru þegar farnar að finna fyrir tapinu. Ekki er ólíklegt að fjöldi fyrirtækja í ferðamannaiðnaði i Evrópu fari á hausinn í framhaldi af þessu. Af um 27 milljónum Bandaríkjamanna, sem fóru út fyrir landsteina sína á síðasta ári, kom tæplega fjórðungur til Evrópu. Hver þeirra eyddi um 1.000 dollurum í ferðinni, eða sem svarar rúmlega 40 þúsundum ís- lenskra króna. I fyrra eyddu banda- riskir ferðamenn í Evrópu því um 6,5 milljörðum dala eða um 260 milljörðum íslenskra króna. Ef bandarískum ferðamönnum til Evr- ópu fækkar um 30% í ár — og það er áreiðanlega ekki of hátt áætlað — mun Evrópa verða af að minnsta kosti 86 milljörðum í tekjur. Enn alvarlegra er áfallið í ýmsum Mið- Austurlanda, svo sem ísrael og Egyptalandi. Egyptar hafa um langt skeið verið afar háðir ferða- mönnum — einkum Bandaríkja- mönnum — en nú sjá þarlend yfír- völd fram á hrun í þeirri grein. Talið er að bandarískir ferðamenn í Egyptalandi verði allt að 80% færri í ár en þeir voru í fyrra. Það munar um minna. Ástæðan er aðallega ein: Bandaríkjamenn eru hræddir við hryðjuverk herskárra araba, sem virðast ætla að færast mjög í aukana eftir loftárásir Bandaríkjamanna á menn og mann- virki í Líbýu fyrir skömmu. Þá skiptir og lækkun dollarans máli í þessu sambandi, en hefur engin úrslitaáhrif, að sögn kunnugra, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við í New York fyrir skömmu. I fjölmiðlum vestra er látlaust — og nánast alveg gagnrýnislaust — fjallað um loftárás Bandaríkjahers á Líbýu um miðjan apríl og ýmsar hugsanlegar og óhugsanlegar af- leiðingar árásarinnar. Stöðugt er hamrað á hryðjuverkum í Evrópu og þeirri hættu, sem sögð er sam- fara ferðalögum Ameríkana þar. Allan sólarhringinn flytja blöð, út- varps- og sjónvarpsstöðvar fréttir af samdrætti í ferðalögum heima- manna til Evrópu. Með þessum fréttum eru sýndar myndir af nýjum eða gömlum hryðjuverkum í Evrópu eða af æstum borgurum í Líbýu, sem heimta hefnd fyrir loftárásirn- ar; fréttamenn amerísku sjónvarps- stöðvanna tala frá Trípólí og gera mikið úr að verið sé að reka þá og fréttamenn frá Evrópubandalags- löndunum heim, rifjaðar eru upp árásirnar á flugvellina í Vín og Róm um jólin eða sprengingin um borð í TWA-þotunni frá Aþenu og sífellt vitnað til ferðaskrifstofa og flug- félaga, sem varla hafa við að skrá afpantanir Evrópuferða. Gífurleg áhrif á ef na- hagslífið . . . „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á fólk, sem kann að vera að hugsa til Evrópuferða," sagði Donald McSullivan, forstöðumaður Evr- ópska ferðamálaráðsins (European Travel Commission) í New York, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Eftir því sem sunnar dregur í álfunni, til dæmis í Grikk- landi og á ítah'u, hefur þetta meiri áhrif. Eg ímynda mér að íslending- ar sleppi nokkuð vel því þið eigið engan þátt í þeim átökum, sem eiga sér stað í Mið-Austurlöndum. Það er hinsvegar alveg ljóst, að þessir atburðir munu hafa gífurleg áhrif á efnahagslíf í Miðjarðarhafslönd- unum. Við getum aðeins vonað að ástandið lagist á næstu vikum, að það dragi úr hryðjuverkunum. Þá gæti ferðamönnum til Evrópu aftur farið að fjölga." Fréttir síðustu daga benda ekki til að McSuIlivan verði að ósk sinni — dáglega heyrist af nýjum morðum og morðtilraunum í hefndarskyni fyrir loftárásirnar á Líbýu. Starfsmaður ítalska ferðamála- ráðsins í New York, Colombo að nafni, kvaðst gera sér vonir um að ferðamannastraumurinn til heima- lands síns tæki að aukast aftur með haustinu. „Ég hef að vísu ekki ákveðnar tölur um samdráttinn yfir Atlantshafið en mér sýnist að hann sé frá 25 og upp í 50% eftir flug- félögum og svæðum," sagði hann. „Það segir sig sjálft, að þetta er mjög alvarlegt fyrir efnahagslíf okkar — á síðasta ári heimsóttu nærri tvær milljónir Bandaríkja- manna ítalíu og skildu eftir sig um milljarð dollara. Það er hátt í 10% af þeim tekjum, sem við höfum af „Flugellir New York eru land tækifæranna fyrir hryðjuverkamenn," sagði blaðið New York Post með þessari mynd, sem tekin er á La Guardia-flugvelli af dyrum að eldsneytisgeymslusvæði vallarins. ferðamönnum á hverju ári og auð- vitað miklu meira fyrir þær borgir, sem vinsælastar eru, Flórens og Róm." 20-30% samdráttur Talsmönnum fyrirtækja í ferða- mannaþjónustu ber ekki saman um hversu mikill samdrátturinn í ferð- um yfir Atlantshaf verður í sumar. Almennt er talið að hann verði á milli 20 og 30%. Bill Connors hjá Flugleiðum í New York kvaðst telja að hann yrði eitthvað lægri eða um 15%. „Þá er verið að tala um 15% á alla línuna," sagði hann, „sam- drátt frá fyrra ári, sem var metár." Connors sagði augljóst hvað hefði þessi áhrif: það væru hryðjuverkin og fréttaflutningur af þeim. „Við hjá Flugleiðum förum að vísu betur út úr þessu en mörg önnur flugfélög — ætli samdrátturinn hjá okkur sé ekki á bilinu 7-9%. Það var heldur dræmt í janúar og febrúar en þegar við fórum að auglýsa í mars tóku bókanir svo mikinn kipp, að við þurftum að bæta við tíu starfs- mönnum í farpantanir. En um leið og einhvers staðar springur dregur mjög úr fyrirspurnum og bókun- um." Bill Connors kvaðst telja þetta eðlileg viðbrögð miðað við þann lát- lausa fréttaflutning, sem væri í gangi í Bandaríkjunum. „Það hlýtur að hafa áhrif," sagði hann, j'afnvel á fólk, sem annars hefði ekki haft af þessu neinar áhyggjur. Og ég er sannfærður um, að ef hryðju- verkaaldan í Evrópu heldur áfram, þá magnast fréttaflutningurinn og samdrátturinn verður enn meiri. Það veltur því niikið á þróuninni í Evrópu á næstu vikum." Fórnarlömb umferðarslysa og morðingja En hversu raunveruleg og alvar- leg er hættan fyrir bandaríska ferðamenn í Evrópu? Mega þeir allir eiga von á að verða sprengdir í loft upp í hefndarskyni fyrir stefnu stjórnar þeirra í málefnum Mið- Austurlanda? „Hættan er verulega miklu minni en af er látið," svaraði Jay Hartmann, talsmaður samtaka ferðablaðamanna, American Assoc- iation of Travel Editors. „Á síðasta ári létust einhverjir tugir Banda- ríkjamanna í hryðjuverkaárásum í Evrópu en hér heima fórust 43 þúsund manns í umferðarslysum á þjóðvegum og árlega eru um 1.300 manns myrtir í New York-borg einni," sagði hann. „En fólk er hrætt vegna fréttanna og þessa látlausa áróðurs. Á fundi, sem við áttum nýlega með forystumönnum í ferðamannaþjónustu, kom greini- lega fram að margir þeirra eru bjartsýnir varðandi framtíðina — þeir telja að fólk sé fljótt að gleyma og að á allra næstu vikum muni farpantanir til Evrópu taka ræki- lega við sér á ný. En það gerist að sjálfsögðu ekki nema dragi úr hryðjuverkum í Evrópu. Ferðaskrif- stofumenn eru margir mjög tregir til að mæla með Evrópuferðum sem Kanada er fyrirheitna landið í ár, einkum heimssýningin, Expo '86, í Vancouver. Sýningarsvæðið er fremst á myndinni. Gert er ráð fyrir að 8—10 niilljón manns' sæki sýninguna og að Banda- rikjamenn fari í auknum mæli til Kanada í stað Evrópu. • stendur og sumir vara fólk eindreg- ið við slíkum ferðum. Það hefur í för með sér að stórir hópar hætta við ferðir sínar — skólafélög, íþróttafélög, átthagafélög og fleiri og fleiri. En við hverju er svo sem að búast þegar æðsti yfírmaður ferðamála í Bandaríkjunum, frú Tuttle hjá U.S. Travel Service í Washington, lýsir því yfir opinber- lega að hún sé hætt við að fara á ferðamálafund í Vín vegna ótta við hryðjuverk?" sagði Hartmann. Cannes „strandbær gegnt Líbýu" Frú Tuttle er ekki eini bandaríski frammámaðurinn, sem hikar við Evrópuferðir. Stjórnvöld hafa bein- línis varað fólk við ferðalögum í þá átt og margir hafa tekið þá áskorun bókstaflega. Þeirra á meðal eru kvikmyndagerðarmennirnir Steven Spielberg og Martin Scorsese, sem hafa ákveðið að fara ekki á kvik- myndahátíðina í Cannes í Frakk- landi 8.-10. maí. Kunnir bandarískir leikarar hafa sömuleiðis hætt við að fara, þeirra á meðal nýbakaður Óskarsverðlaunahafi, Whoopi Gold- berg, Barbara Hershey og Sylvester Stallone. Stórfyrirtæki í kvik- myndagerð vestra, svo sem Warner Brothers og United Artists, hafa ákveðið að senda enga fulltrúa til Cannes. Stór dreifingarfyrirtæki hafa sömuleiðis hætt við þátttöku, að því er fram kom í New York Tirnes fyrir síðustu helgi. Einn dreifingarstjóri sagðist þó ætla að fara með sitt fólk jafnvel þótt Cannes væri „strandbær gegnt Líbýu", eins og hann orðaði það. Þetta kunna ekki allir Suður- Evrópumenn að meta. AP-frétta- stofan hafði nýlega eftir Lenny Spangberg, ferðaskrifstofueiganda í Nissa í Frakklandi (sem er næsti bær við Cannes) að af bandarískum fjölmiðlum væri helst að skilja að Beirút væri í úthverfi Nissa og Trí- pólí við borgarhlið Monte Carlo. En hvað sem því líður eru það einmitt löndin við Miðjarðarhaf, sem finna sárast fyrir hryðjuverka- hræðslu bandarískra ferðamanna. „Útgerðir skemmtiferðaskipanna á Miðjarðarhafinu, sem hafa verið með allt að 50% ameríska farþega, eru nánast í panik," sagði Jay Hartmann hjá American Associat- ion of Travel Editors í samtalinu við blaðamann MorgunblaðsinSi í New York. „Þeir fella niður ferðjr, hætta að koma við í ákveðnum höfnum og sjá fram á að það verði ekki nema 20-30% farþeganna Bandaríkjamenn í sumar. Aftur á móti er mikil ásókn í skemmtisigl- ingar á Karíbahafi og sum skip hafa verið færð þangað úr Miðjarð- arhafmu." ¦ Hrun í Egyptalandi Egyptaland hefur lengi verið fastur viðkomustaður skemmti- ferðaskipa á Miðjarðarhafssigling- um. Það verður varla í sumar og talsmaður Egypt Air í New Yojrk viðurkenndi að flugfarþegum félags síns frá Bandaríkjunum til Kaíró hefði þegar fækkað feiknarlega. „Ætli bókanir séu ekki allt að 80% færri en þær eru yfirleitt á þessum árstíma," sagði hann. „Við Egyptar erum mjög háðir tekjum af ferða- mannaþjónustu svo þessi þróun mun hafa mjög alvarlegar afleiðing- ar fyrir okkur. En ég skil svo sem Bandaríkjamennina, sem ekki þora að fara til Mið-Austurlanda, því hér er almennt litið svo á að séu Banda- ríkjamenn á ferð þar hljóti þeir að vera að taka þátt í samsæri um stórfelld hryðjuverk."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.