Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
59
sem samþykkt höfðu verið á Al-
þingi, fengn staðfestingu."
Alþingi frá 1874 var skipað 36
þingmönnum: 30 þjóðkjörnir í 8
einmenningskjördæmum og 11 tví-
menningskjördæmum en konung-
kjörnir þingmenn vóru áfram sex
talsins. Alþingi var nú skipt í tvær
deildir. í efri deild sátu 12 þing-
menn, þar af sex konungkjömir,
sem höfðu þannig stöðvunarvald,
ef þeii' stóðu allir saman.
Reglulegt þinghald var annað
hvert ár. Þingið var háð í Latínu-
skólanum unz Alþingishúsið við
Austurvöll var tekið í notkun 1881.
Þingsetning fór fram fyrsta virkan
dag í júlí og stóð þingið framan af
í sex vikur en átta vikur frá 1903.
Landshöfðingi var æðsti fulltrúi
stjórnarinnar í Kaupmannahöfn og
bar ábyrgð gangvart Islandsráð-
gjafa, er ytra sat. Hann setti Al-
þingi og var tengiliður þess við
stjórnina.
Heimastjórn kom síðan 1904,
fullveldi vannst 1918 og lýðveldi
varstofnað 1944.
Kærkominn ritlingur
Bæklingur sá, sem hér er kynnt-
ur, rekur síðan starfsemi Alþingis
í dag, sem hefur vaxið mjög, bæði
að viðfangsefnum og umfangi. Þar
er komið að þáttum sem eru „dag-
legt brauð“ á fjölmiðladiskum fólks.
Enginn vafi er á því að þetta litla
heimildarrit um Alþingi Islendinga,
sem er vel úr garði gert í hvívetna,
er hið þarfasta. Það fer í vöxt að
einstaklingar og hópar leggi leið
sína í Alþingishúsið til að skoða
þetta aldna hús og afla sér fróðleiks
um sögu og störf Alþingis. Þá
kemur þetta heimildarrit til góða.
Þetta á við um nemendur einstakra
skóla, starfsfólk ýmissa vinnustaða,
félagasamtök, erlenda ferðamenn
og þannig mætti lengi telja.
Hér er um þarft framtak fjallað.
Þeir, sem hlut eiga að máli, hafa
vel að verki staðið. Þetta kynning-
arrit þarf að vera til staðar á tungu-
málum þeirra þjóða, sem einkum
sækja okkur heim, auk íslenzku.
Það á að selja á kostnaðarverði.
Utgáfa þess á að standa undir sér.
Og helzt eilítið betur. Það sjónarmið
þarf að ráða ferð í ríkisframtaki
sem öðru. Skattborgarar axla þegar
ærnar byrðar.
J|llí!fi0íWll=
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
470.000,--Kr
kostar Citroén BX 14 E (sbr.
mynd) og er það auðvitað veiga-
mesta ástæðan. Citroén BX
Leader er enn ódýrari; aðeins
443.000,- kr. BX 16 TRS kostar
kr. 568.000,- og glæsivagninn BX
16 RS Break (station) kostar nú
aðeins 615.000,- krónur.
Ekki síðri ástæða er greiðslukjör-
GOTT FÖLK / SÍA
in; allt niður í 30% út og afgangur-
inn á allt að tveimur árum.
Innifalið í þessu verði er ryðvörn,
skráning, skattur, stútfullur
bensíntankur og hlífðarpanna
undir vél.
Einnig má nefna framhjóiadrifið,
en Citroén hefur verið framhjóla-
drifinn lengst allra bíla - eða
síðan 1934, og hæðarstillinguna
sem skipar Citroén í sérflokk við
akstur í snjó og ófærð. BX-inn er
líka alliaf í sömu hæð frá jörðu,
óháð hleðslu.
Faiieg Innrétting og listræn
hönnun á öllum hlutum vega líka
þungt þegar Citroén er borinn
saman við aðra bíla.
Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu
á þráðinn. Sölumenn okkar vilja
segja þér margt fleira um þessa
frábæru bíla.
ninhi /c H lágmúla 5
\Jl\JkJUOF SÍMI 681555
CITROÉN *
1. Af ótal kostum þessarar
frönsku lúxuskerru er
fjölskyldufaðirinn hrifnastur
affrábærum aksturselgln-
leikum BX-ins.
2. Hagsýn húsmóðirin er í
sjöunda himni yfirþví að öll
þæglndin skuli ekki kosta
meiri fjárútlát.
3. Pjakkurinn las í blaði að
meðalaldur Citroén í
Svíþjóð er 13 og hálft ár.
Hann ætlar að segja öllum
vinum sínum frá því.
4. Systir hans er ánægð
með allt rýmlð og mjög
montin aföllum öryggisbelt-
unum.
5. Amma hefurýmsu góðu
kynnst um dagana, en í
þægilegri bilsætum hefur
hún aldrei setið og vökva-
fjöðrunln er I hennar huga
ekkert ómerkari uppfinning
en rafmagnið.
IL NYA PAS QUE
RAISONS QUI FONT DEIA
CimOÉN BX UNE
DES MEILLEURES VOITURES
FAMILIALES DISPONIBLES ICI
'ÞAÐ ERU FLBRIÁSTÆÐUR EN ÞESSAR FIMM SEM
6ERA CHROÉN BX AE> EINUM
BESTA FJÖLSKYLDUBÍLNUM SEM HÉR F/EST.