Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 „Erum ógætin í meðferð kjarnorku" — segir Heinz Westphal, varaforseti þýska þingsins „Tilgangur ferðarinnar er að treysta samböndin milli okkar íslend- inga og Þjóðverja enda eigum við margt sameiginlegt," sagði Heinz Westphal, varaforseti þýska þingsins, í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins, en liami kom hingað til lands sl. föstudag. Hann hitti að máli Þorvald Garð- ar Kristjánsson, forseta Sameinaðs þings, í gær og skoðaði þá Alþingis- húsið. Þá mun hann einnig hitta forsætisráðherra, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra í þessari heimsókn sinni til íslands. Westphal sagði að hann teldi mjög þýðingamikið fyrir þjóðirnar að ræðast við um sameiginleg vandamál svo sem um öryggis- og utanríkismál. Hann sagði að yfir- leitt værum við mjög ógætin í meðferð kjarnorku og mættum taka vel á málum ef ekki ætti að fara ver, eins og dæmin undanfarið hafa sýnt, nú síðast í Sovétríkjunum. „Við höfum bókstaflega ekkert lært síðan sprengjunni var^ kastað á Hirosima á dögunum. Eg er mjög fylgjandi fækkun kjarnorkuvopna þó svo að sumir séu ekki alveg sammála mér og held ég að þetta sé einmitt rétti tíminn til að þrýsta á þetta mikilvæga mál. Að mínu mati er kjarnorka hættuleg í hvaða tilgangi sem hún er notuð. Við Þjóð- verjar notum hana reyndar sem orkugjafa eins og svo margar aðrar þjóðir, en í því þurfum við jafnvel lfka að vera varkár," sagði West- phal. Frá setningu 21. Landsþings Slysavamaf élags íslands í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Morgunbiaðið/ói.K.M. Landsþing Slysavamafélags íslands: Fyrstu 4 mánuði ársins hafa 34 látið líf ið af slysf örum Um 200 fulltrúar sitja þingið Frá vinstri: Ingvar Gíslason alþingismaður, Heinz Westphal varafor- seti þýska þingsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Sameinaðs þings, Salome Þorkelsdóttir alþingismaður og Werner Krause sendi- herra V-Þýskalands á íslandi. LANDSÞING slysavarnafélags íslands var sett í 21. sinn í félags- heimilinu á Seltiaraarnesi að aflokinni guðþjónustu i safnaðar- heimilinu, á föstudaginn. Þingið sitja rúmlega 200 fulltrúar víðs- vegar af landinu. Haraldur Henrýsson forseti fé- lagsins flutti skýrslu stjórnar og Þurfum ekki að óttast mat- væli frá Finnlandi og Svíþjóð — segir Sigurður M. Magnússon f orstöðumaður Geislavarna ríkisins „Á MEÐAN Finnar og Svíar sjá ekki ástæðu til að gripa til ráðstaf- ana til að vernda eigin þegna fyrir innlendri matvælaframleiðslu, er ástæðulaust fyrir okkur að varast matvörur frá þeim. Enda hefur geislavirknin í þessum löndum mælst langt undir hættumörkum. Á hinn bóginn er fyllsta ástæða til að varast matvæli frá þeim austan- tjaldslöndum, sem heilbrigðisráðherra hefur bannað innflutning frá, og þá einkum frá Póllandi og Sovétríkjunum. Geislavirknin þar er mun meiri og Pólverjar hafa til dæmis varað þegna sina við neyslu mjólkur og hvatt þá til að taka joðtöflur í öryggisskyni, en þær binda geislavirkt joð," sagði Sigurður M. Magnússon forstöðumaður Geisla- varna ríkisins í samtali við Morgunblaðið í gær. Heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, hefur sem kunnugt er ákveðið að stöðva innflutning á matvælum frá sex austantjalds- þjóðum ótímabundið í kjölfar kjarn- orkuslyssins í Chernobyl í Sovétríkj- unum. Löndin eru Sovétríkin, Pól- land, Tékkóslóvakía, Búlgaría, Ungverjaland og Rúmenía. Sigurð- ur M. Magnússon sagði að ástæða þess að þrjú síðastnefndu löndin væru með í þessu banni gæti verið sú að sum matvælaframleiðsla þessarar landa kynni að vera unnin Flugumferðarstjórn í Reykjavík: 40 ár síðan Bretar létu af stjórninni AÐRA nótt, aðfaranótt þriðju- dagsins 6. mai, eru liðin fjörutíu ár síðan íslendingar tóku við flugumferðarstjórn á Reykjavík- urflugvelli. Bandaríkjamenn stjórnuðu flugumferð um Kefla- víkurflugvöll áfram um nokkurt skeiðeftirþað. Fyrsti yfirflugumferðarstjórinn úr hópi íslendinga var Björn Jóns- son, sem jafnframt var varðstjóri í tuminum. Aðrir varðstjórar voru Arnór Hjálmarsson, Ásbjörn Magn- ússon, Lárus Þórarinsson og Aðal- steinn Guðnason. úr menguðu hráefni frá öðrum austantjaldsþjóðum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa íslendingar flutt mest inn frá Póllandi, aðallega lauk, niðursoðna ávexti, sykur, súkkulaðikex, belg- ávexti, sultu og vodka. Frá Búlgar- íu hefur einkum verið flutt inn grænmeti, sulta, rauðvín og vindl- ingar, frá Ungverjuni hafa íslend- ingar keypt tómatpurre, vodka og pipar, en frá Sovétríkjunum mest vodka og niðursoðna ávexti. Sigurður M. Magnússon sagði að þegar fram liðu stundir þyrftu íslendingar að fylgjast vel með pólsku kartöflunum. „Geislavirk efni halda áfram að falla til jarðar næstu vikurnar í þessum löndum og sú hætta er fyrir hendi að eitt- hvað af þeim síist inn í kartöflur sem búið er að setja niður," sagði hann. fjallaði um breytingar á innra starfi félagsins. Lagði hann áherslu á stofnun Slysavarnaskóla sjómanna og öryggi sjómanna í tengslum við hann. Þá vék hann að björgunar- málum og björgunarstörfum á Atl- antshafinu og samvinnu við aðrar þjóðir á þeim vettvangi og samningi sem innlendir björgunaraðilar gerðu með sér í nóvember sl. Loks minnt- ist hann útgáfu bókarinnar „Varnir gegn slysum í heimahúsum", sem Slysavarnafélagið gaf út í rúmlega 80 þúsund eintökum og dreift var sem gjðf á hvert heimili í landinu. í erindi sem Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavamafé- lags Islands fiutti, gat hann „þeirrar ógnvekjandi slysaöldu, sem skollið hefur yfir fyrstu fjóra mánuði árs- ins. Á þessu tímabili hafa 34 látið lífið af slysförum hér á landi. Þar af í sjóslysum 12, umferðarslysum 10, flugslysum 7 og af öðrum orsök- Tónleikar færðir til TÓNLETKAR Kársnesskóla og Þinghólsskóia, sem fram fara f Kópavogskirkju í dag, sunnudag, hafa verið færðir til. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 en ekki klukkan 16. um 5," sagði Hannes. „Þetta er hrikalegur samanburður miðað við sama tímabil fyrri ára og þó lengra sé litið. Ef tekið er til jafnlengdar á síðasta ári þá höfðu 19 látið lífið og 15 árið þar á undan. Við verðum að horfast í augu við þessa stað- reynd nú þegar sá árstími er að fara í hönd með ferðalögum og úti- vist, sem skilið hefur eftir mörg og djúp sár á síðustu árum." Klifraði uppáþak Dómkirkj- unnar HÁLEITIR vegfarendur í miðborg Reykjivíkur ráku upp stór augu um hálf fjögur- leytið í fyrrinótt þegar þeim var litið til hiniins. Á reykháf i Dómkirkjunnar sat maður og virtist njóta útsýnisins. Áður en snarráðir lögreglu- menn komust á staðinn hafði maðurinn prílað niður aftur og var horfinn út í morgunskímuna. Hann náðist þó fljótlega. Klifurmaðurinn reyndist ekki mikið ölvaður en gat ekki gefið skýringu á athæfi sínu. Fegrunarnef nd „Gamla miðbæjarins": Maí er tileinkaður fegrun miðbæjarins Fegrunarnefnd samtakanna „Gamli miðbærínn" hefur ákveðið að hvetja alla a'ðila til átaks í snyrtingu og fegrun, hver á sínu svæði, og hefur nefndin valið maimánuð til þess. í gær mátti sjá málara við vinnu og hreinsunarflokka viða í miðbænum, en sl. föstudag sendi fegrunarnefndin fyrirtækjum, slofnunum og verslunum dreifibréf með hvatningarorðum um fegrun umhverf- Ásgeir Ásgeirsson, formaður fegrunarnefndarinnar, sagði í samtali við blaðamann að með þessu átaki væri ætlunin að fegra miðbæ Reykjavíkur enn meira en orðið er en víða vantaði ekki nema herslumuninn á að umhverfið í hjarta borgarinnar væri upp á sitt besta; það þyrfti ekki annað en að mála sums staðar, hreinsa glugga. setja upp blómaker, snyrta garða, hreinsa götur og annað þess háttar. „Við höfum fengið mjög jákvæðar undirtektir svo við vonumst svo sannariega eftir snyrtilegum miðbæ nú á 200 ára afmæli Reykjavíkur." Gamli miðbærinn telst Kvosin frá og með Grjótaþorpi og Gróf- inni, Laugavegur og Hverfisgata að Hlemmtorgi. Þá eru allar þver- götur og hliðargötur frá Skóla- vörðuholti og til sjávar taldar með miðbænum. Gunnar Hauksson, einn nefndarmanna, sagði að til- gangur félagsins væri að efla mannlífið í gamla miðbænum, standa vörð um eignir og söguleg Morgunblaoið/Árni Sæberg í GÆRMORGUN var byrjað i þvf að mála Rammagerðina auk þess sem víða mátti sjá hreinsunarflokka í miðbænum. Til vinstri á myndiuni er Gunnar Ilauksson verslun;irstjóri f Rammagerðinni og einn nef ndarmanna. Við hlið hans stendur Ásgeir Ásgeirsson verslunarmaður í Kúnígúnd sem jafnframt er formaður fegrunar- nefndar Gamla miðbæjarins. verðmæti og stuðla að eðlilegri uppbyggingu og væri því fegrun svæðisins einn lykilþátturinn í þeirri ætlan. „I lok þessa fegrunarmánaðar verða veittar viðurkenningar þeim sem best hafa gengið frarn í þessu átaki okkar. Við gefum út sér- stakt „miðbæjarblað" í Morgun- blaðinu er nálgast fer miðjan mánuðinn og síðan minnum við á okkur með augiýsingum í fjölmiðl- um við og við. Þá vonumst við eftir því að Reykjavíkurborg taki sérstaklega vel í þetta fegrunarát- ak þar sem mikið er um opinberar stofhanir í miðbænum sem gjarn- an mætti snyrta, bæta og mála," sagði Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.