Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 „Erum ógætin í meðferð kjarnorku“ — segir Heinz Westphal, varaforseti þýska þingsins „Tilgangnr ferðarinnar er að treysta samböndin milli okkar íslend- inga og Þjóðveija enda eigum við margt sameiginlegt," sagði Heinz Westphal, varaforseti þýska þingsins, i samtali við blaðamann Morg- unblaðsins, en hann kom hingað til lands sl. föstudag. sýnt, nú síðast í Sovétríkjunum. „Við höfum bókstaflega ekkert lært síðan sprengjunni var kastað á Hirosima á dögunum. Eg er mjög fylgjandi fækkun kjamorkuvopna þó svo að sumir séu ekki alveg sammála mér og held ég að þetta sé einmitt rétti tíminn til að þrýsta á þetta mikilvæga mál. Að mínu mati er kjamorka hættuleg í hvaða tilgangi sem hún er notuð. Við Þjóð- veijar notum hana reyndar sem orkugjafa eins og svo margar aðrar þjóðir, en í því þurfum við jafnvel líka að vera varkár," sagði West- phal. Hann hitti að máli Þorvald Garð- ar Kristjánsson, forseta Sameinaðs þings, í gær og skoðaði þá Alþingis- húsið. Þá mun hann einnig hitta forsætisráðherra, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra í þessari heimsókn sinni til Islands. Westphal sagði að hann teldi mjög þýðingamikið fyrir þjóðirnar að ræðast við um sameiginleg vandamál svo sem um öryggis- og utanríkismál. Hann sagði að yfir- leitt væmm við mjög ógætin í meðferð kjamorku og mættum taka vel á málum ef ekki ætti að fara ver, eins og dæmin undanfarið hafa Frá setningu 21. Landsþings Slysavamafélags íslands i félagsheimilinu á Seltjamamesi. Morgunbiaðíð/ói.K.M. Landsþing Sly savarnafélags íslands: Fyrstu 4 mánuði ársins hafa 34 látið lífið af slysf örum Um 200 fulltrúar sitja þingið Frá vinstri: Ingvar Gislason alþingismaður, Heinz Westphal varafor- seti þýska þingsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Sameinaðs þings, Salome Þorkelsdóttir alþingismaður og Wemer Krause sendi- herra V-Þýskalands á íslandi. LANDSÞING slysavamafélags Islands var sett í 21. sinn í félags- heimilinu á Seltjamamesi að aflokinni guðþjónustu i safnaðar- heimilinu, á föstudaginn. Þingið sitja rúmlega 200 fuiltrúar viðs- vegar af landinu. Haraldur Henrýsson forseti fé- lagsins flutti skýrslu stjómar og Þurfum ekki að óttast mat- væli frá Finnlandi og Svíþjóð — segir Sigurður M. Magnússon forstöðumaður Geislavarna ríkisins „Á MEÐAN Finnar og Sviar sjá ekki ástæðu til að grípa til ráðstaf- ana til að vemda eigin þegna fyrir innlendri matvælaframleiðslu, er ástæðulaust fyrir okkur að varast matvömr frá þeim. Enda hefur geislavirknin í þessum löndum mælst langt undir hættumörkum. Á hinn bóginn er fyllsta ástæða til að varast matvæli frá þeim austan- tjaldslöndum, sem heilbrigðisráðherra hefur bannað innflutning frá, og þá einkum frá Póllandi og Sovétríkjunum. Geislavirknin þar er mun meiri og Pólverjar hafa til dæmis varað þegna sína við neyslu mjólkur og hvatt þá til að taka joðtöflur í öryggisskyni, en þær binda geislavirkt joð,“ sagði Sigurður M. Magnússon forstöðumaður Geisla- vama ríkisins i samtali við Morgunblaðið í gær. úr menguðu hráefni frá öðrum austantjaidsþjóðum. Fyrstu þijá mánuði þessa árs hafa íslendingar flutt mest inn frá Póllandi, aðallega lauk, niðursoðna ávexti, sykur, súkkulaðikex, belg- Heiibrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, hefur sem kunnugt er ákveðið að stöðva innflutning á matvælum frá sex austantjalds- þjóðum ótímabundið í kjölfar kjam- orkuslyssins í Chemobyl í Sovétríkj- unum. Löndin em Sovétríkin, Pól- land, Tékkóslóvakía, Búlgaría, Ungveijaland og Rúmenía. Sigurð- ur M. Magnússon sagði að ástæða þess að þijú síðastnefndu löndin væru með í þessu banni gæti verið sú að sum matvælaframleiðsla þessarar landa kynni að vera unnin Flugumferðarstj órn í Reykjavík: 40 ár síðan Bretar létu af stjórninni AÐRA nótt, aðfaranótt þriðju- dagsins 6. maí, em liðin fjömtíu ár síðan íslendingar tóku við flugumferðarstjórn á Reykjavík- urflugvelli. Bandaríkjamenn stjómuðu flugumferð um Kefla- víkurflugvöll áfram um nokkurt skeið eftirþað. Fyrsti_ yfírflugumferðarstjórinn úr hópi íslendinga var Bjöm Jóns- son, sem jafnframt var varðstjóri í tuminum. Aðrir varðstjórar voru Amór Hjálmarsson, Ásbjöm Magn- ússon, Lárus Þórarinsson og Aðal- steinn Guðnason. ávexti, sultu og vodka. Frá Búlgar- íu hefur einkum verið flutt inn grænmeti, sulta, rauðvín og vindl- ingar, frá Ungveijum hafa íslend- ingar keypt tómatpurre, vodka og pipar, en frá Sovétríkjunum mest vodka og niðursoðna ávexti. Sigurður M. Magnússon sagði að þegar fram liðu stundir þyrftu íslendingar að fylgjast vel með pólsku kartöflunum. „Geislavirk efni halda áfram að falla til jarðar næstu vikumar í þessum löndum og sú hætta er fyrir hendi að eitt- hvað af þeim síist inn í kartöflur sem búið er að setja niður," sagði hann. fjallaði um breytingar á innra starfí félagsins. Lagði hann áherslu á stofnun Slysavamaskóla sjómanna og öryggi sjómanna í tengslum við hann. Þá vék hann að björgunar- málum og björgunarstörfum á Atl- antshafínu og samvinnu við aðrar þjóðir á þeim vettvangi og samningi sem innlendir björgunaraðilar gerðu með sér í nóvember sl. Loks minnt- ist hann útgáfú bókarinnar „Vamir gegn slysum í heimahúsum", sem Slysavamafélagið gaf út í rúmlega 80 þúsund eintökum og dreift var sem gjöf á hvert heimili í landinu. í erindi sem Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavamafé- lags tslands flutti, gat hann „þeirrar ógnvekjandi slysaöldu, sem skollið hefur yfír fyrstu §óra mánuði árs- ins. Á þessu tímabili hafa 34 látið lífið af slysförum hér á landi. Þar af í sjóslysum 12, umferðarslysum 10, flugslysum 7 og af öðrum orsök- Tónleikar færðirtil TÓNLEIKAR Kársnesskóla og Þinghólsskóla, sem fram fara í Kópavogskirkju í dag, sunnudag, hafa verið færðir til. Tónleikamir hefjast klukkan 17 en ekki klukkan 16. um 5,“ sagði Hannes. „Þetta er hrikalegur samanburður miðað við sama tímabil fyrri ára og þó lengra sé litið. Ef tekið er til jafnlehgdar á sfðasta ári þá höfðu 19 látið lífíð og 15 árið þar á undan. Við verðum að horfast í augu við þessa stað- reynd nú þegar sá árstími er að fara í hönd með ferðalögum og úti- vist, sem skilið hefur eftir mörg og djúp sár á síðustu ámm.“ Klifraði upp á þak Dómkirkj- unnar HÁLEITIR vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku upp stór augu um hálf fjögur- leytið í fyrrinótt þegar þeim var litið til himins. Á reykháfi Dómkirkjunnar sat maður og virtist njóta útsýnisins. Áður en snarTáðir lögreglu- menn komust á staðinn hafði maðurinn prílað niður aftur og var horfínn út í morgunskímuna. Hann náðist þó fljótlega. Klifurmaðurinn reyndist ekki mikið ölvaður en gat ekki gefið skýringu á athæfi sínu. Fegrunamefnd „Gamla miðbæjarins“: Maí er tileinkaður fegrun miðbæjarins Fegrunarnefnd samtakanna „Gamli miðbærinn" hefur ákveðið að hvetja alla aðila til átaks í snyrtingu og fegrun, hver á sínu svæði, og hefur nefndin valið maímánuð til þess. í gær mátti sjá málara við vinnu og hreinsunarflokka víða í miðbænum, en sl. föstudag sendi fegrunamefndin fyrirtækjum, stofnunum og verslunum dreifibréf með hvatningarorðum um fegrun umhverf- Ásgeir Ásgeirsson, formaður fegrunamefndarinnar, sagði í samtali við blaðamann að með þessu átaki væri ætlunin að fegra miðbæ Reykjavíkur enn meira en orðið er en víða vantaði ekki nema herslumuninn á að umhverfið í hjarta borgarinnar væri upp á sitt besta; það þyrfti ekki annað en að mála sums staðar, hreinsa glugga. setja upp blómaker, snyrta garða, hreinsa götur og annað þess háttar. „Við höfum fengið mjög jákvæðar undirtektir svo við vonumst svo sannarlega eftir snyrtilegum miðbæ nú á 200 ára afínæli Reykjavíkur." Gamli miðbærinn telst Kvosin frá og með Gijótaþorpi og Gróf- inni, Laugavegur og Hverfísgata að Hlemmtorgi. Þá eru allar þver- götur og hliðargötur frá Skóla- vörðuholti og til sjávar taldar með miðbænum. Gunnar Hauksson, einn nefndarmanna, sagði að til- gangur félagsins væri að efla mannlífið í gamla miðbænum, standa vörð um eignir og söguleg Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg í GÆRMORGUN var byrjað á því að mála Ranunagerðina auk þess sem víða máttí sjá hreinsunarflokka f miðbænum. Til vinstri á myndinni er Gunnar Hauksson verslunarstjóri í Rammagerðinni og einn nefndarmanna. Við hlið hans stendur Ásgeir Ásgeirsson verslunarmaður í Kúnigúnd sem jafnframt er formaður fegrunar- nefndar Gamla miðbæjarins. verðmæti og stuðla að eðlilegri uppbyggingu og væri því fegrun svaxlisins einn lykilþátturinn í þeirri ætlan. „I lok þessa fegrunarmánaðar verða veittar viðurkenningar þeim sem best hafa gengið fram í jiessu átaki okkar. Við gefum út sér- stakt „miðbæjarblað" í Morgun- blaðinu er nálgast fer miðjan mánuðinn og síðan minnum við á okkur með auglýsingum í fjölmiðl- um við og við. Þá vonumst við eftir því að Reykjavíkurborg taki sérstaklega vel í þetta fegrunarát- ak þar sem mikið er um opinberar stofnanir í miðbænum sem gjam- an mætti snyrta, bæta og mála,“ sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.