Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
45
hefur höfundur hennar, Gunnar M.
Magnúss, þetta eftir tónskáldinu:
„Ég veit ekki hvað hefði lyft undir
mig sem listamann ef örlögin hefðu
ekki leitt mig vestur á þessum bestu
árum æfinnar."
Tvö íbúðarhús eru á Ármúla, hið
eldra að hluta til frá árum Sigvalda
þar og hafði að mestu staðið ónotað
undanfarið.
í fyrravetur gerðist Kristján aðili
að „Ferðaþjónustu bænda" og var
ráðist í mikla lagfæringu á „Kalda-
lónshúsi" og þar komið á fót vist-
legu gistiheimili fyrir ferðafólk og
einnig sett upp bensínstöð, en hvort
tveggja hafði sárlega vantað hér.
Kom enda á daginn að fjöldi nætur-
gesta á síðasta sumri fór framúr
björtustu vonum Ármúlafólks og
er ekki að efa að sem sumargisti-
staður á „Kaldalónshús" framtíðina
fyrir sér.
En fleiri járn hafði Kristján í
eldinum. Snemma árs 1983 hafði
hann forgöngu um það að stofnað
var félag, sem í voru bæði heima-
menn og einstaklingar syðra, um
kaup á ylræktarbýlinu Laugarási í
Skjaldfannardal af þeim hjónum
Jóni F. Þórðarsyni og Margréti
Magnúsdóttur sem af miklum
dugnaði og harðfylgi höfðu byggt
þar nýbýli og rekið gróðurhús í
rúma tvo áratugi. Er af því braut-
ryðjendastarfí þeirra mikil saga,
sem ekki verður rakin hér, aðeins
fullyrt að slík starfsemi er ekki
heiglum hent eins og veðurguðimir
haga sér á stundum hér í dalnum.
Eftir að áðumefnt félag, Laugar-
ás hf. keypti jörðina hefur starf-
ræksla gróðurhúsanna verið með
svipuðum hætti og áður.
Á ámnum uppúr 1980 var sú
fískræktaralda að rísa, sem nú ber
við himin og hvað helst er litið
vonaraugum til, með framtíðarat-
vinnuuppbyggingu í sveit og við
sjó, þar sem heitt vatn er í boði.
Áðaltilgangur Kristjáns og fé-
laga með kaupunum á Laugarási
vom þau heitavatnsréttindi, sem
þar fylgdu með, og þá að nýta
vatnið til fískeldis. Hefur síðan verið
unnið að undirbúningi og fmm-
hönnum á stórri eldisstöð á Ármúla
í samráði og félagsskap við norska
aðila. Nú í ársbyijun var stofnað
hlutafélagið Dragás, sem er að
meirihluta í eigu Islendinga, og var
Kristján ráðinn framkvæmdastjóri
þess. Það er óhætt að segja að við
sveitungar Kristjáns og raunar fleiri
fylgdust af miklum áhuga og velvild
með hinum fyrirhuguðu fram-
kvæmdum Ármúlabóndans og fé-
laga hans. Þegar hann er allur spyr
maður mann, hvað nú?
En vona verður að merkið standi
þó maðurinn falli. Ég hef hér farið
fljótt yfír sögu um athafnir Krist-
jáns á Ármúla þau 4 ár sem þetta
sveitarfélag naut krafta hans og
hæfíleika.
Ég hika ekki við að fullyrða að
koma Armúlafjölskyldunnar hafí
verkað sem vítamínsprauta á ná-
grennið og eflt bjartsýni og tiltrú
á framtíð og tilvist byggðarinnar.
Stijálbyggðri sveit má líkja við
gijótvörðu. Steinamir í vörðunni,
einstaklingamir, em mismikilvæg-
ir, sumir em bara til uppfyllingar,
aðrir binda hleðsluna saman. Síðast
en ekki síst em svo hom eða undir-
stöðusteinamir. Ef þeir skreppa úr
skorðum er allri vörðunni hætt. Nú
er hart sótt að hinum dreifðu
byggðum. Fjármagnið sogið suður,
framkvæmdir hins opinbera nánast
engar, kvóti til sjávar og sveita,
íbúðir ill- eða óseljanlegar í sjávar-
plássunum, bújarðir gerðar verð-
lausar með skerðingu á framleiðslu-
rétti og forystumenn bænda löngu
hættir að standa undir nafni.
Á tímum slíkra gemingaveðra,
sem vafalaust eiga eftir að harðna
að mun á komandi ámm, er vörðun-
um á útjöðmm byggðarinnar hætt,
ekki síst þegar homsteinum er svipt
burt með svo skjótum og sorglegum
hætti sem hér er orðinn.
Kristján á Armúla sóttist ekki
eftir vegtyllum eða nefndar-
mennsku hér, reyndi þvert á móti
að hliðra sér hjá slíku eftir föngum.
Benti réttilega á að hann þyrfti
fyrst að kynnast mönnum og mál-
efnum, hefði auk þess nóg á sinni
könnu. Okkur sveitungum hans
duldist þó ekki að hér var kominn
maður, sem var vel til fomstu fall-
inn, skarpgreindur, veraldarvanur
og með víðtæka starfs- og félags-
málareynslu.
Kristján var hamingjumaður í
einkalífi, umhyggjusamur og nær-
gætinn fjölskyldufaðir, mjög orðvar
og laus við dómgimi og ég man
aldrei til að hann legði að fyrra
bragði illt orð til nokkurs manns.
Jafnan var hann glaður og reifur
með glettnisblik í augum oggaman-
yrði á vör, enda sjálfsagður kynnir
og veislustjóri á skemmtunum og
mannamótum. Söngvin var hann
og tónelskur og tók við komu sína
hingað strax að sér organistastörf
við Melgraseyrarkirkju og fleiri
kirkjur hér í Djúpinu, þegar þess
þurfti með. Hann æfði kirkjukór
Melgraseyrarkirkju og kom honum
til furðanlegs þroska miðað við að
í litlum söfnuði er auðvitað tak-
markað úrval söngfólks. Ég minnist
margra glaðra og góðra stunda við
söngæfíngar á Armúla með hús-
bóndann uppörvandi og gamansam-
ann við orgelið.
Og við orgelið í Melgraseyrar-
kirkju, á annan páska sá ég hann
síðast. Ég þurfti að hraða mér á
fund að messu lokinni, hann á flug-
völlinn áleiðis suður, til fundarhalda
vegna fískeldisstöðvarinnar. Það
átti ekki fyrir honum að liggja að
koma heim úr þeirri ferð. Tónar
útgöngusálmsins fylgdu mér sem
öðrum út í bjartan og heiðan út-
mánaðardaginn. Þessi sama birta
og heiðríkja einkenndi öll mín kynni
af Kristjáni Sigurðssyni, frá fyrsta
degi til hins síðasta.
Hans mun ég jafnan minnast
þegar ég heyri góðs manns getið.
Indríði Áðalsteinsson,
Skjaldfönn
GuðmundurA. Frið-
riksson -
Fæddur 28.júní 1956
Dáinn 13. apríl 1986
„Kalliðerkomið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.“
Okkur langar til að minnast hér
í örfáum orðum Guðmundar Atla
um leið og við þökkum fyrir að
hafa átt hann að vin og eiga með
honum ótaldar ánægjustundir. Það
er einkennileg tilfinning og óraun-
veruleg að setjast niður og skrifa
fátækleg kveðjuorð um hann
Gumma Atla, hann sem var svo
ungur og átti eftir að upplifa svo
margt. Hver er tilgangurinn? Það
er sennilega fátt sem maður fær
ráðið í þessu lífí og stendur svo
vanmáttugur gagnvart hinum æðri
öflum.
Gummi Atli hefði orðið þrítugur
í júní í sumar hefði hann lifað.
Hann var sonur hjónanna Friðriks
Bjamasonar og Finnborgar Salome
Jónsdóttur og ólst upp í stómm
systkinahópi á ísafírði. Um skeið
stundaði hann nám í Myndlista- og
handíðaskóla íslands og var ætíð
mikið gefinn fyrir myndlist og sinnti
því mikið í frístundum. Auk þess
hafði hann gaman af útiveru, var
mikið á skíðum og dvaldist m.a. í
Noregi við skíðakennslu.
Gummi Atli var skemmtilegur
persónuleiki, hafði góða framkomu
og hlýlegt viðmót. Það var alltaf
ánægjulegt að hitta hann, og
gaman að tala við hann, hann var
alls staðar vel heima og hafði vak-
andi áhuga á öllu. Hann bar sig
alltaf vel og jafnvel eftir að hann
veiktist þannig að fáum sem hittu
hann óraði fyrir hvert stefndi. Lífs-
viljinn var mikill og áfallið því mikið
Minning
þegar hann veiktist skyndilega í
desember og háði baráttu þá sem
lauk nú í apríl.
Gummi Atli lætur eftir sig tæp-
lega 3 ára son, Aðalstein Atla, sem
nú fór vestur ásamt móður sinni til
að kveðja föður sinn. Við vottum
fjölskyldu Guðmundar Atla okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Og við
skulum muna að lífð er ekki bara
liðnar stundir, heldur og þær stund-
ir sem við minnumst og veittu okkur
hamingju.
Blessuð sé minning Guðmundar
Atla.
„Farþúifriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Jói, Ásdís, Brói, Brynja.
VIÐ OSKUM EIGENDUM KTARABRÉFA TIL HAMINGJU
MEÐ RÉTTA FJÁRFESTINGU !
Á síðastliðnum 6 mánuðum skilaði ráðgjöf og
fjármálastjórn Fjárfestingarfélagsins eigendum
Kiarabréfa 19,2% vöxtum umfram verðbólgu.
Þessi árangur er töluvert betri en flestra annarra.
Það fer því ekki á milli mála, að Kjarabréfin eru
einföld leið til hárrar ávöxtunar.
Dæmí um raunávöxtun nokkuna spamaðarmöguleika
f apríl 1986.
7%
Ríkisskuldabréf
Kjarabréf
Bankabréf Bundin bankabok
Hin frábæra ávöxtun Kiarabréfa felst í vali
sérfræðinga Fjárfestingarfélagsins á
hagkvæmustu fjárfestingarkostum á hverjum tíma.
Á bak við hvert einasta Kjarabréf felst vandlega
valin fjárfesting, sem tryggir bæði vaxtatekjur og
tekjur af gengisauka verðbréfa.
Eígendur KIARABRÉFA eru fullvissír um að kostír þeírra felast í
LÁGMARKS ÁHÆTTU, HÁMARKS ÁVÖXTUN og ÖRUGGRI DMNLAUSN.
— Víð Iátam peningana þína vínna fytir þig!
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Flafnarstræti 7-101 Rvík. S 28566,