Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 57 v Hvalir hafa litla þvagblöðru Miðað við stærð hefur langreyður litla þvagblöðru og lætur því sennilega frá scr minna þvag heldur en ætla mætti af stærð hennar. Þetta kann að standa í sambandi við að hún tekur til sín mjög lítið af ósöltum vökva. Hækkun á söltum í blóði hvala gæti verið þáttur í aðlögun þeirra að saltríku umhverfí.“ Sýni tekin úr 410 livölum á sl. 5 árum ísleifur Ólafsson læknir, sem starfar í Blóðbankanum, hefur frá árinu 1981 mælt kynhormón í hvölum. Frá þeim tíma hafa verið tekin sýni úr 410 hvölum, þar af 228 kvenhvölum. Sýnin eru svo borin saman við upplýsingar sem fyrir liggia um hvern og einn hval, svo sem lengd hans og veiðidag. Eftir að hvalir eru skotnir eru þeir ristir á kviðinn og því missa kvenhvalir oft út fóstur og innri kynfæri og því erfitt að átta sig á hve margir þeirra hafí verið þungaðir eða kynþroska. Vísindamenn í Cambridge og hjá Hafrannsóknastofnun hafa athugað legslímhúðir og eggjastokka úr hvölum og samkvæmt aðferðum þeirra voru um 43 prósent veiddra kvenhvala þungaðir árið 1981: Kynhormón í stórhvölum hafa aldrei verið mæld áður. Með þessum rannsóknum er hægt að komast að hvernig ftjósemi stofns- ins er háttað en til þess þarf að hafa sæmilegt úrtak svo niðurstaðan verði mark- tæk. Það hefur verið talað um að aldur við kynþroska hafí hrapað sl. ár, kannski vegna veiði, en samkvæmt rannsóknum Isleifs bendir margt til að kynþroskaaldur hafi hækkað hjá langreyð sl. fjögur ár, þetta getur stafað af eðlilegum sveiflum í náttúr- unni. Minnkandi fijósemi hjá langreyð Niðurstöður hormónamælinga gefa til kynna minnkandi ftjósemi kvenlangreyða við ísland á rannsóknatímabilinu eða að kynþroskaaldur hafí hækkað. Karlhormónið vex í karllangreyð eftir því sem líður á sumarið, það gæti verið í tengslum við bætt næringarástand yfir sumarið og/eða vegna þess að fengitími er í desember eða janúar að því að talið er. Það þyrfti að fýlgjast með þeim breyting- um sem komu í ljós við þessar rannsóknir. Rannsóknir sem þessar á stórhvölum, bæði á erfðamörkum og kynhórmónum í blóði eru hvergi gerðar nema hér á landi. Einnig hefur verið athugað með sjúkdóma í hvöium, [æir hafa sýnt þess merki að hafa fengið m.a. slitgigt, lungnabólgu, lungnarek sem orsakast af cnfkjudýrum í nýrum og geta líka valdið æðasjúkdómum. Mjög stór hluti af hvölum sem veiddir hafa verið sýna tnerki um þessi sníkjudýr. Einn stofn Eitt af markmiðum rannsóknanna er að kanna hvort þessar hvalategundir við Ísland séu einn stofn eða fleiri. Þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir benda í þá átt að bæði langreyður og sandreyður sem veiddar hafa verið við ísland séu af einum stofni hvor tegund en lengra rannsóknatímabil er að sjálfsögðu æskilegt til að gefa sem örugg- asta niðurstöðu. Þekking á stofnum er for- Merki skotið í hval___ Enn um sinn verða hvalir dregnir upp í Hvalfirði. á illt að eins kflómetra dýpi. Ljósmyndir af minni hvölum sýna að á miklu dýpi leggj- ast btjóstkassar hvalanna saman. Hvalir eru verr settir en dýr eyðimerkurinnar Matthías Kjeld læknir hefur verið að athuga saltbúskap í hvölum. Ilann sagði í samtali við blaðamann að það væri áhuga- vert að vita hvernig þessi spendýr færu að því að lifa í sjónum sem er þrisvar til fjórum sinnum saltari en blóð landdýra. „Hvalir eru verr settir en dýr eyðimerkurinnar" sagði Matthías, „þeir hafa ekkert vatn. Sennilega fá þeir ósaltan vökva úr fæðunni. Af þessum sökum er áhugavert að mæla hjá þeim saltbúskapinn og einnig höfum við mælt hjá þeim ýmis önnur efni, rneira að segja kólesteról. Hvalir hafa svipað magn (þéttni) af kólesteróli og menn. Einnig var mælt stresshormónið kortisól. Stresshormónið hjá hvölum er töluvert lægra en í mönnum og sýnir enga fylgni við þann t-ma sem það tekur að elta hann uppi. Ef fólk er elt eða kemst í hættu hækkar kortisólþéttnin hjá því hinsvegar margfalt. Fram til þessa hefur lítið sem ekkert verið vitað um efnasamsetningu blóðs í langreyð t.d., en lítillega hefur verið fengist við mælingar í búrhvölum og sandreyð. Sölt í blóði hvalsins eru dálítið meiri en t.d. í manninum, nema kalsíum, það er eins. senda þess að hægt sé að stjórna veiðimagni af skynseihi án þess að skapa útrýmingar- hættu. . Rannsóknir á hvölum hófust hér á landi árið 1971 og áttu þær að verða hluti af doktorsritgerð Alfreðs Amasonar erfða- fræðings við Blóðbankann. Af því varð þó ekki. Frá árinu 1971 rannsakaði Alfreð þetta í um þijú ár, aðallega vom þetta blóð- rannsóknir. Alfreð hafði samvinnu við dr. Úlf Árnason sem skrifaði sína doktorsrit- gerð um hvali, hann var að rannsaka litninga í hvölum og selum en er nú að rannsaka erfðaefnið DNA úr hvölum. Eftir 1974 lágu þessar rannsóknir niðri um tíma til ársins 1981, þá hófust þær á ný af fullum krafti og hafa staðið síðan. Þá voru ráðnir til starfa líffræðingar með styrk frá Hval hf. Það voru menn frá Hval sem tóku sýnin frá upphafi og gengu frá þeim. Rannsóknum haldið áfram I gildi hefur verið samningur milli Hvals hf. og stjórnvalda um þessar og aðrar mjög víðtækar rannsóknir á hvölum og ef sá samningur verður áfram við lýði sem allt bendir nú til verður þessum rannsóknum haldið áfram. Allar þessar rannsóknir hafa verið kostaðar af styrkfé frá Hval hf. og Vísindasjóði. Rannsóknimar fara þannig fram að blóðsýni er tekið úr hvalnum við hlið hvalbáts, þegar hvalurinn hefur verið dreginn að og er gengið frá þeim sýnum um borð og þau geymd í kæli eða frysti. Auk þess eru tekin nokkur vefjasýni við skipshlið en megnið af líffærasýnum er tekið þegar hvalurinn kemur í hvalstöð. Á Spáni störfuðu árin 1983 og ’84 tveir íslendingar sem sjávarútvegsráðuneytið greiddi kaup, en frá árinu 1985 hafa komið sýni frá Spán- veijum. Þessi sýni em svo borin saman við þau íslensku, þ.e. eggjahvítumynstur þeirra. Að sögn Alfreðs Ámasonar byggjast þessar athuganir á sömu grundvallarþekkingu og erfðamarkagreining t.d. í bamsfaðernismál- um. Próteinmynstur greina mjög auðveld- lega milli hvaltegunda. Almennt séð em próteinmynstur fábrotnari hjá hvölum en t.d. mönnum. Þó fínnast hjá hverri tegund hvala fjölgerð próteinmynstur sem nota má til samanburðar og greina má þannig hvern- ig hópurinn er uppbyggður og átta sig á því hvort sami hópurinn komi hér ár eftir ár. Þetta gefur líka upplýsingar um hópa frá mismunandi veiðisvæðum, t.d. við Island og Spán. W Erlendir vísindamenn hafa mikinn áhuga á hvalarannsóknum Niðurstöður þessara rannsókna hafa þegar verið kynntar á vísindafundum al- þjóðahvalveiðiráðsins. í álitsgerð ráðsins er gert ráð i'yrir því að rannsóknir ó hvölum haldi áfram þó „núllkvóti” gildi, þ.e. engar veiðar ínegi fara fram í hagnaðarskyni. Það er augljóst að rannsóknir byggðar á sýna- tökum eins og hér um ræðir verða ekki stundaðar án veiða. Að sögn Alfreðs Ámasonar hafa margir erlendir vísindamenn á sviði hvalarannsókna sýnt mikinn áhuga á samvinnu og hafa vís- indamenn í Blóðbankanum jiegar samvinnu við háskóla eins og í Lundi í Svíþjóð og Dublin og nokkra háskóla í Bandaríkjunum. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir. Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói NORRÆN TÓNLIST Stjórnandi: PÁLL P. PÁLSSON Einleikari: SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR, fiðla Einsöngvari: SIGRÍÐUR GRÖNDAL, sópran KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR OG KARLAKÓR REYKJAVÍKUR HELGARTÓNLEIKAR LAUGARDAGINN 10. MAÍ KL. 17.00 Efnisskrá Edvard Grieg: Landkjenning Chr. Sinding: SVÍTA FYRIR FIÐLU OGHUÓMSVEIT Hugo Alfvén: MIDSOMMARVAKA Páll ísólfsson: BRENNIÐ ÞIÐ VITAR Jón Ásgeirsson: ÞJÓÐVÍSA Jean Sibelius: FINLANDIA Skúli Halldórsson: POURQUOI PAS? Aðgöngumiðasala í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.