Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 43 Hulda Guðna- dóttir — Minning Fædd 27. janúar 1937 Dáin27.apríll986 Hún Hulda er dáin. Þessi frétt kom svo óvænt og fyrirvaralaust að maður varð hreint orðlaus. Hún veiktist að morgni sunnudagsins 27. þ.m. og var öll að kvöldi sama dags. Hún fæddist 27. janúar 1937 á Reyðarfirði, en ólst upp að Bónd- hól í Borgarfirði. Hulda giftist ung frænda mínum Pálma Jónssyni og eignuðust þau 5 börn. Eitt dó við fæðingu, en hin eru Heiða, gift Magnúsi Haralds- syni, Svanhildur, gift Haraldi Sig- þórssyni, Magnús og Elísabet. Heiða á litla dóttur, Guðrúnu, sem því miður fær ekki lengur að njóta Huldu ömmu sinnar. Mér hefur alltaf fundist ég standa í þakkarskuld við þau Huldu og Pálma. Þegar ég var unglingur fékk ég að fara til Pálma í aukatíma í nokkrum námsgreinum, sem mér gekk ekki alls kostar vel með. En Pálmi var yfirkennari við Réttar- holtsskólann í mörg ár. Það var gott að koma á heimili þeirra og þó aldursmunur væri nokkur á okkur fannst mér ég alltaf vera að koma til vina minna. Þetta sama fann ég seinna þegar ég var gift og átti þrjú lítil börn. Ég var nýflutt í Breiðholtið og fór oft út að ganga með börnin mín. Þá höfðu Pálmi og Hulda byggt sér einbýlishús við Geitastekk 1. Hulda var ein af þessum konum sem vildi vera heima og annast börnin sín og heimili, þó það yrði til þess að húsið yrði seinna fullbúið. Ég er viss um að börnin hennar búa að því í dag. Þá var líka gott að koma til hennar, og oft báðu börnin um að við gengum þangað. Því það vita allir sem eiga ung Blómastofa fnófinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sírrti 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll íilefni. Gjafavörur. W Wff OKYGGISHJÓNUSTA Þóroddsstöðum v/Skógarhlið, Reykjavík Pösthölf 1101,121 Reykjavlk »91-29399 - Símaþjónusta allan sólahringinn börn að það er ekki hægt að fara hvert sem er með þau í heimsókn. Ég hef oft hugsað til þessara ára með þakklæti. Og þó heimsóknun- um hafi fækkað hefur vináttan haldist. Nú þegar Hulda hefur horfið frá okkur svo fyrirvaralaust, þá er söknuðurinn mikill, einkum hjá Pálma og börnunum. En þegar við finnum til vanmáttar og sorgar, þá er gott að geta Ieitað styrks hjá lifandi Guði, sem er Guð allrar huggunar. Hann vill leiða okkur í gegnum alla erfiðleika og veita okkur gleði að nýju. Ég og fjölskylda mín vottum Pálma, börnunum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. 4 Minning: Helga M. Niels- dóttir Ijósmóðir Megi Guð veita þeim öllum blessun sína. Vilborg R. Schram. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö viö andlát og útför móður okkar og dóttur, HELGU LÁRU ÓSKARSDÓTTUR. Oskar Sveinsson, Rakel Sœmundsdóttir, Rakel Sveinsdóttir, Óskar Hallgrímsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Fædd21.júníl903 Dáin 28. apríl 1986 Mér er fullljóst þegar ég sest til að minnast vinkonu minnar Helgu M. Níelsdóttur, að ég geri því ekki tæmandi skil, því hún var það stór- brotinn persónuleiki. Þess vegna minnist ég þess eiginleika sem hæst bar í fari hennar og það var mannúðin, skilningur og elska til lítilmagnans. Hún valdi sér ung að árum þann starfsvettvang sem hún naut sín best á. Hún var ljósmóðir og kynnt- ist ég henni vel á þeim vettvangi, því hún tók á móti mörgum bðrnum mínum og barnabörnum. Það er of langt mál að telja upp allt sem hún tók sér fyrir hendur á löngum starfsferli, því starfsgleði og þrek var ótæmandi, en fyrst og síðast var hugsunin að vera öðrum að liði. Nú veit ég að hún flytur með sér til nýrra heimkynna þakkar- og saknaðarkveðjur frá þeim ótal mörgu sem hún hefur glatt og líkn- að á genginni ævi. Það er persónu- leg skoðun mín að þótt starfsferli hennar sé lokið hér, þá vakni hún til starfa í nýjum heimkynnum þar sem nóg verður að starfa við að taka á móti þeim sem er svipt yfir landamærin í stríði og slysum. Þeir þurfa hjálpar við. Ég og börnin mín þökkum Helgu alla vináttu í 56 ár. Við sendum dætrum og fjölskyldum bestu samúðarkveðjur og ég kveð Helgu með orðum Kahlil Gibran: „Þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna, og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn." Anna Kristjánsdóttir Legstelnar Framleidutn ailar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum f úslega upplýsingar og ráðgjöf __________um gerð og val legsteina.__________ IjS.HELGASONHF I STEINSffllÐJA SKBA&WEGI48-StMI 7667? Lokað vegna jarðarfarar HELGU M. NÍELSDÓTTUR Ijósmóður mánudaginn 5. maí eftir hádegi. Gleraugnasalan Linsan, Aðalstræti 9. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar og móftur okkar, JAKOBÍNU HERMANNSDÓTTUR. Fyrir hönd vandamanna Helgi Elíasson og böm. SIGLING UM EYSTRASALT Með lúxusskjpinu MAXIMGORKI ENN EIN LÚXUS SKIPAFERÐIN í BOÐI Nú verður haldiö til Eystrasaltshafna. Um er að ræða skemmtifleyið MAXiM GORKI — 25.000 tonn að stærð, búið öllum hugsanlegum þægindum, sem fjöldi ísiendinga hafa notið undanfarin ár. SKOÐUNARFERÐIR Á öllum viðkomustöðum skipsins verður boðið upp á spennandi skoðunarferðir. VERÐ Verð kr. 64.250.- pr. mann í tvíbýli. Innlfalið: Skipsferöin í útklefa m/baði/sturtu. Fullt fæði um borð. Flug til og frá íslandi. Gisting á ___ Hðtelí 2 nætur t Osló og 2 nætur í Kaupmannahöfn. sigiingar eru okkar sérgrein OTCCKVTHC FERÐASKRIFSTOFA. I6na6arhúsinu Hallveigarsligl. simi 91-28388.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.