Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 „Ég held að við höfum líka verið fyrsta félagið til þess að ná fram mati á húsmóðurstörfum, en við fengum það starf metið til fjögurra ára starfsreynslu. Að vísu þykir konum sem hafa starf- að í 30 ár við húsmóðurstörf matið heldur rýrt, en þetta er þó altént skref," segir kempan Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, í viðtali 1. maí. Vísar þar til þess hvernig láglauna Sóknar- konur hafa oft látið í raun brjóta á sér ýmis réttindamál. Enginn efast um að þetta sé eitt af stórum réttindamálum kvenna, að komi til góða margvísleg réynsla þeirra sem staðið hafa fyrir stórum heimilum og ganga svo í viðlíka störf úti á vinnumarkaðinum. I nýlegri þingsályktunartillögu vilja kvennalistakonur láta fjármála- ráðherra sjá til þess að í kjarasam- ingum við ríkisstarfsmenn verði ólaunuð heimiiisstörf í aðalstarfi metin sem starfsreynsla til aldurs- flokkahækkunar. Enda eru þetta í greinargerð talin heimilis- og umðnnunarstörf og getið þar þátta eins og frumkvæðis, sjálf- stæðis, ábyrgðar og meðferðar fjármuna sem séu þættir í launuð- um störfum sem einna hæst eru metnir til launa á vinnumarkaðí. Eflaust geta allir verið sammála um að kona, sem hefur í fjölda ára eða áratugi rekið stórt heimili með mörgum börnum og kannski öldruðum eða sjúklingum á heim- ilinu, hafi býsna drjúga reynslu, sem að gagni megi verða. Slík kona er hreinasti fjölfræðingur. En ætli sé ekki heilmikið til f því hjá þeim vísa Marlowe að heiður er keyptur með þeim dáð- um sem við f ramkvæmum , ekki bara því sem við segjum og samþykkjum. Ekki sé hægt að vinna sér heiður fyrr en dáðin er drýgð. Verkin tali. Ummæli verkakonu í útvarpsþætti að kvöldi 1. maí um nauðsyn á endur- mati á störfum kvenna: „því störf kvenna hafa aldrei verið metin rétt" urðu tilefni til að líta í kring um sig. Hvernig skyldi því nú í raun vera tekið í samfélaginu ef kona, sem raunverulega hefur rekið stórt heimili um árabil, vill vera gjaldgeng á vinnumarkaði? Skyldi reynsla hennar í raun vera metin? Sá sem búinn er að hlusta á þúsund góðar ræður með fróm- um óskum um hvernig eigi að leiðrétta óréttiæti, verður nefni- lega stundum svo andstyggilega tortrygginn. Við blasir splunkunýtt dæmi. Gæti vart verið glöggara. Margrét S. Einarsdóttir, sjúkraliði og hús- móðir á stóru heimili að aðalstarfi í tvo áratugi, sækir um forstöðu- starf á öðru stóru heimili úti í þjóðfélaginu, þjónustuíbúðum fyr- ir aldraða við Dalbraut. Margrét hafði ung stofnað heimili og var búin að ala þar upp 4 stráka áður en hún kom út á vinnumarkaðinn. Fór þá í sjúkraliðanám til að búa sig undir það. A heimili hennar og manns hennar var líka og er enn ðldruð móðursystir hennar. Heimili eru vissulega misjöfn, en hlýtur ekki svona heimili að vera dæmigert fyrir þá fjölbreytni í störfum og útsjónarsemi í rekstri sem við erum sammála um að skuli meta til starfsreynslu? Ekki kannski sist þegar um stjórnun á stóru þjónustuheimili er að ræða, eins og heimili með þjónustuíbúð- um fyrir aldraða er, þar sem þarf að sjá um reksturinn, þrif og snyrtingu á sameiginlegu, stórt mötuneyti fyrir íbúa og nærliggj- andi hverfi og upplyftingu og fé- lagsleg samskipti öll við íbúana og sækja lækninn eða heima- hjúkrunarkonu ef þörf krefur, því á Dalbraut er ekki hjúkrunar- heimili heldur verndað heimili aldraðra sem búa hver f sinni íbúð. Hafði nú nokkrum fundist að þarna mætti meta nokkurs reynslu af heimilisrekstri og umönnun barna og fullorðinna? Ekki hafði maður séð það í um- fjöllun f fjölmiðlum. Heldur ekki að meðan Margrét var að koma upp börnum og hafði að aðalstarfi að reka heimili, hafði hún haldið tengslum út í samfélagið og lagt lið margvíslegum velferðarmál- um. M.a. verið í forustu og við stjórn í stærstu kvenfélagasam- böndunum í landinu, var formaður Kvenfélags Árbæjarsóknar í 6 ár, í stjórn Húsmæðrafélags Reykja- víkur í 8 ár, í stórn Kvenfélaga- sambands Islands í 10 ár, formað- ur Landssambands sjálfstæðis- kvenna í áratug, og loks verið treyst til að vera formaður í stór- um launþegasamtökum sjúkra- liða. Ég hugsa að konum sem starfa á slíkum vettvangi finnist að töluverð reynsla f stjórnun og samskiptum við fólk sé slíku samfara. Auk þess sem Margrét hafði í 12 ár verið sem varaborg- arfulltrúi með í gerð fjárhagsáætl- ana stærsta fyrirtækis í landinu, Reykjavíkurborgar, með öllum sínum málaflokkum og þá einkum unnið í heilbrigðisgeiranum með setu í heilbrigðisráði og varamað- ur f félagsmálaráði. Og vil ég fullyrða af eigin reynslu að það er á við mörg stjórnunarnámskeið að vera með í fjárhagsáætluninni þeirri á haustin, fylgjast með út- færslu hennar, læra að velja og hafna. En þetta er hliðarspor. Skrýtið að tarna ef engum hefði dottið í hug að meta áratuga hús- móðurstarf nokkurs í þessu sam- hengi, fyrst á annað borð var verið að gera úttekt á starfs- reynslu í sambandi við verndaðar þjónustuíbúðir aldraðra. Mér fannst það með svo miklum ólfk- indum að ég lagði á mig að lesa allar umræðurnar um málið f borgarstjórn, einar 50-60 blaðsíð- ur af ræðum. Undrunin fór vax- andi eftir því sem leið á ræður kvenborgarfulltrúanna — því auðvitað voru það nær eingöngu þær sem kusu að greina starfs- hæfni verðandi forstöðumanns. Gerður Steinþórsdóttir, Guðrún Agústsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Adda Bára, sem ekki var að ráða gangavörð heldur forstöðumann sem hefði þarfir íbúanna f fyrir- rúmi og hafnaði því sjúkraliðan- um. Þannig var viðhorfið til reynslu húsmóðurinnar, sem engri þessara ágætu kvenna þótti einu sinni taka því að nefna þegar þær ræddu starfshæfni Margrétar. Hvort þær vildu einhvern annan í starfið að mati loknu er svo önnur saga, sem ekki kemur þessu máli við. Hver verður þá að meta eftir sínum eigin smekk. En það eina sem virt- ist skipta máli um ofannefndan umsækjanda var að hún hefur skoðun á þjóðmálum, fylgir Sjálf- stæðisflokknum. Pólitískar skoð- anir annarra umsækjenda virtust ekki varða borgarfulltrúana. Þó ekki væri! En húsmóðurstarfið í tvo áratugi var ekki til í hugum ræðumánna þegar meta átti starfshæfnina. Niðurstaðan af könnuninni á því hvers húsmóðurstörfin eru metin þegar til kastanna kemur og tækifæri gefst til varð semsagt 0. Svo dapurlegt var nú það. En það var fjörugt að syngja saman á kvennadaginn 1976: Því skulum við reyna að skríða út úr skelinni þarna heima og rétta úrokkarkvennakút eikraftiokkargleyma. Því ef við stöndum hlið við hlið við hljótum að vera margar. Efstelpanokkur leggur lið það leiðin er til bjargar. Svonamargar. . . ÆVINTYRAHEIMUR THAILANDS: fc s Allt sem þér hefur dottið í hug fyrir verð sem þér hefur aldrei dottið í hug. Vegna sérstakra samninga SAS og Flugleiða er þér nú gert kleift að kynnast ótrúlegum ævintýraheimi Thailands í heila 17 daga fyrir enn ótrúlegra verð; 52.249,- krónur per mann í tveggja manna herbergi. Og það er ekki eftir neinu að bíða; brottfarir eru alla þriðjudaga a.m.k. út maí. í september byrjar svo gaman- ið aftur. Aukavika fyrir kr. 3.698,- Cist er í 4 nætur í Bangkok og 10 nætur á óviðjafnanlegri Pattaya strönd- inni. Þar er dvalið á fyrsta flokks hóteli og aukavika kostar aðeins 3.698,— krónur. Það er frábært verð fyrir allar þær vellystingar sem í boði eru. Einnig er hægt að gista á lúxushóteli og verðið hækkar þá aðeins um litlar 5.994,- krónur. íburðurinn á þessum hótelum er engu líkur. Aukavika í Singapore fyrir 9.828,- krónur. Þú getur líka farið í sérferð til Singa- pore. Þar er gist á enn einu lúxushótel- inu og til að kóróna allt er þar boðið uppá 3ja daga skipsferð til Indónesíu og ógleymanlega siglingu með einka- snekkju. Allar nánari upplýsingar um þetta ein- staka ævintýri eru veittar á næstu ferða- skrifstofu og söluskrifstofum Flugleiða. FLUGLEIÐIR S4S Svíþjóð; Ráku sex Tékka úr landi vegna njósnastarfsemi Slokkhólmi.AP. SÆNSK stjórnvöid hafa ákveðið að reka úr landi fimm Tékka, þar á meðal fjóra sendiráðs- menn, f yrir meinta tilraun til að komast yfir hernaðar- op iðnað- arleyndarmál, að þvi er utan- rikisráðuneytið sagði i gær. I tilkynningu frá ráðuneytinu sagði, að sænska stjórnin hefði f aprfllok fengið upplýsingar um „ákveðnar njósnir Tékkanna í Sví- þjóð". „Upplýsingarnar leiddu í Ijós, að fimm tékkneskir borgarar, þar af , fjórir fulltrúar í sendiráði Tékkó- slóvakíu, höfðu haft í frammi til- burði, sem samræmdust ekki stöðu þeirra hér í landinu," sagði í tilkynn- ingunni. Ennfremur sagði, að „samkvæmt mati ráðuneytisins hafa gerðir þeirra ekki valdið landinu neinu tjóni, en kynnu að hafa gert það, ef þeim hefði verið leyft að halda áfram á sömu braut". I tékkneska sendiráðinu í Stokk- hólmi eru aðeins 10 starfsmenn, svo brottrekstur fjórmenninganna mun draga svo að um munar úr starf- semi þess. Tveir hinna brottreknu voru háttsettir í sendiráðinu. I tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins var ekki tilgreint, í hverju athafnir Tékkanna hefðu verið fólgnar, en Stokkhólmsblaðið Ex- pressen sagði, að njósnir þeirra hefðu beinst að hernaðarmálefnum oghátækni. Expressen sagði ennfremur, að Tékkarnir hefðu ráðið sænska umboðsmenn og „neytt" þá til að framselja hernaðar- og iðnaðar- leyndarmál. Sumir umboðsmann- anna voru gagnnjósnarar og veittu sænsku öryggislögreglunni upplýs- liiiiiiHi>Hniimniir.ir •niii iiriiiHiiifitn iFiiifiiiitiiitiiiiifiiiiiimiiiiiiiiiiiii íngar. UtHI : .11- +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.