Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ 1986 3 Gengisfellingin í Noregi: Lækkar verð Sjóla um 25 milljónir króna GENGISLÆKKUN norsku krón- nnnar ltpkkar smíðakostnað, breytingar og viðhald skipa þar i landi svo fremi, sem ekki komi til einhverjar kostnaðarhækkanir á móti. Þetta kemur nokkrum ís- lenzkum útgerðum til góða og má meðal annars nefna i þvi sam- bandi, að verð á togaranum Sjóla, sem byggður er i Noregi, lækkar um nálægt 25 mil\jónum króna. Auk Sjóla má nefna að togararnir Merkúr og Margrét EA eru i viða- miklnm breytingum og viðgerðum i Noregi. Jón Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í upphafi hefði verið reiknað með því, að gott væri að semja um skips- verðið í norskum krónum, þar sem þarlend króna hefði ekki verið n\jðg sterk, er samið hefði verið um smíð- ina. Hins vegar hefði hann ekki búizt við jafnmikilli lækkun hennar og raun hefði orðið á. Hann sagði áætlað verð á skipinu hafa verið um 260 milljónir króna, en það myndi lækka í um 235 milljónir við þetta. Að vísu væri hluti tækjabúnaðar í skipið keyptur í öðrum gjaldmiðli en norsk- um krónum, en það væri lítill hluti af heildinni. Þá munu ýmsar vörur, innfluttar frá Noregi, lækka í kjölfar gengis- lækkunarinnar og má þar nefna siglingatæki, pappírogfleira. Forsætisráðherra um athugasemd Iðnaðarráðuneytis: „Iðnaðarráðherra fylgdist ekki með“ Forsætisráðherra telur að Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra hafi ekki fylgst með sem skyldi, þegar hann ritaði athugasemd í Morgunblaðið á þriðjudag um ákvarðanatöku varðandi fjárveitingu tíl þess að gera tilraunaborholu við Skíðaskólann i KerlingafjöUum. I samtali við Morgunblaðið sagði forsætisráðherra: „A fundi ríkis- stjómarinnar 22. apríl sl., það er að segja tveimur dögum áður en bréf iðnaðarráðuneytisins var skrif- að, þá er bókað eftirfarandi: „For- sætisráðherra lagði til að á 25 ára afmæli Skíðaskólans í Kerlingafjöll- um verði því heitið að bora tilrauna- borholu eftir heitu vatni í þágu skólans, sem talið er að muni kosta 2,5 til 3 milljónir króna Sam- þykkt.““ Forsætisráðherra sagði jafn- framt: „Það er kannski ekki von að iðnaðarráðherra hafi fylgst með þessu, þar sem hann var jú úti í Frakklandi, þegar þetta var sam- þykkt í ríkisstjóminni. Ég vil ekki vera að karpa frekar um þetta, og það er mér vissulega ánægjuefni að iðnaðarráðuneytið fylgdi þessari ríkisstjómarsamþykkt eftir með bréfí tveimur dögum eftir ríkis- stjómarfundinn." Býst við stóru hlaupi úr Grímsvötnum í sumar — segir Signrjón Rist, vatnamælingamaður „MIÐAÐ við fym hegðan Grúnsvatna og hve hlaupin 1982 og 1983 voru lítil, tel ég að nú fari að koma að hlaupi og því stóru. Enn er ekkert, sem bendir til þess, að hlaup sé hafið, en mér þykir lfklegt að Vötnin hlaupi i sumar og í síðasta lagi í aprU á næsta ári,“ sagði Siguijón Rist, vatnamælingamaður, í samtali við Morgunblaðið. Siguijón sagði, að á árunum frá 1954 til 1980 hefðu Vötnin hagað sér eins og eftir ákveðnu mynstri og hefðu hlaupið nokkuð reglulega. Þó hefði frá 54 orðið styttra á milli hlaupanna og þau minnkað þar til litlu hlaupin hefðu komið 1982 og 1983. Við þau hlaup hefði vatnið farið út um 50 metmm ofar en venjulega og skálin því ekki tæmzt. Nú væri vatnshæð komin það hátt, að tími væri kominn á að vatnið færi að þrýsta sér undir jökulinn, þar sem talsvert hefði bætzt við í Vötnin á þessum tíma. Sigutjón sagði ennfremur, að þegar vatnið færi undir jökulinn færi hlaupið hægt af stað og tæki um hálfan mánuð að ná hámarki. Sýni væru tekin reglulega úr Skeið- ará til að kanna hvort hlaupvatn væri komið í hana og svo væri ekki enn. Lyktin við upphaf hlaups leyndi sér heldur ekki og því væri nægur tíma til að vara fólk við. Sjálfvirkt farsímakerfi tekið í notkun í júní „ÞETTA er fullkomið sjálfvirkt kerfi. Hægt verður að velja hvaða númer sem er hérlendis eða erlendis úr bílnum og ná sambandi úr hvaða númeri sem er hér heima eða erlendis við bilinn. Þetta er eins og siminn á borðinu hjá okkur, af fullkomnustu gerð,“ sagði Haraldur Sigurðsson yfirverkfræðingur hjá Pósti og sima er hann var spurður um nýtt sjálfvirkt notkun í júnimánuði. Haraldur sagði að í upphafi yrði kerfið bundið við ákveðin svæði, en stefnt væri að því að kerfið næði til alls landsins í lok árs 1987. Þó verða eftir nokkrir blettir sem ekki næst til, til dæmis á miðhálendinu. Á þessu ári verður komið fyrir 31 móðurstöð víðs vegar á landinu. Fyrst í stað verða þær aðallega settar upp á Suður- og Vesturlandi, en á næsta ári verður netið þétt farsímakerfi sem tekið verður í og þá verður annar eins fjöldi af móðurstöðvum tekinn í notkun. Notendur bílasíma hér á landi eru nú um 400 talsins og fara öll sfmtöl þeirra í gegnum handvirkar stöðvar. Aðspurður sagði Haraldur að þessar stöðvar stöðvar yrðu ekki úreltar með tilkomu sjálfvirka kerf- isins. Þær verða reknar áfram um óákveðinn tíma. Nú er sumar m KARNABÆR Barna- og unglingadeild Austurstræti 22. . gaman er *g llÍ5) KARNABÆR Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — .* Laugavegi 3Q- Glæslbæ. Sími frá skiptiborði 45800 > á k w .ya ■*» tsi. m~, ■ ' . t ’ \ ^ V rr’i • 1' 1 gledjist gumar...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.