Morgunblaðið - 15.05.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
Séttur
thgsins
Margrét Þorvaldsdóttir
— Jæja, frú Sign'ður, hvemig líð-
ur í dag, spurði megrunarlæknirinn?
— Herfílega, læknir, ég hef ekki
einu sinni lyst á því sem þér bönnuð-
uð mér að borða.
(Á bannlista læknisins gæti hafa
verið feitt kjöt!)
Nú þegar lambakjöt verður
fituminna og aðgengilegra til
neyslu, má huga að meiri fjöl-
breytni i skurði á kjötinu. Gæti
það aukið að mun fjölbreytni f
matreiðslu lambakjötsins. Gott
dæmi um það hve hagsmunir
neytenda og bænda geta farið vel
saman eru þessar islensku
Landbúnaðar-
steikur
(fyrir 5 manns)
5 leggir af framparti (l’/ikg)
1 matsk. smjörlíki
1 matsk. matarolía
l*/4 bolli vatn
1 stór laukur
2 hvftlauksrif
'/«tsk. timian
2 ten. kjúklingakraftur
1 dós tómatkraftur (150 gr)
2 greinar steinselja, söxuð
(2 matsk. Madeira eða Sherry)
1. Leggimir em skomir af framparti
við liðamót.
2. Smjörlíki og matarolía em hituð
á pönnu og em leggimir brúnaðir
vel í feitinni. Snúið kjötinu oft —
ekki með gaffli, þá missir það safa.
3. Laukur er skorinn í bita og hvít-
laukar í tvennt, þeir em steiktir með
kjötinu á síðustu mínútum steiking-
ar. Síðan er vatni ásamt salti bætt
út í, lok sett yfír pönnuna og kjötið
Iátið krauma í 1 klukkustund.
4. Tómatkraftur, steinselja, timían,
kjúklingakraftur (og vín) er sett með
kjötinu, og soðið í 30 mín. til við-
bótar. Snúið því af og til á suðutíma
og bætið við salti ef þurfa þykir.
Sósan á þá að vera hæfilega þykk,
en þeir sem vilja hana þykkari jafna
hana með hveiti.
Berið fram með soðnum núðlum.
Setjið núðlumar á fat, raðið leggjun-
um á núðlumar, setjið lítið af sósunni
yfír kjötið og berið sósuna fram með
kjötinu. Eða kjötið borið fram í sós-
unni ásamt stöppuðum kartöflum.
Réttur þessi sem fella má undir
máttarstoðir landbúnaðarins, þykir
afbragðs helgarmatur. Hann bragð-
ast eins og grillaður, þó hvorki hafí
hann í ofn komið né á heita glóð.
Þetta em meðmæli.
Verð á hráefni:
l'Akgsúpukjöt .. kr. 369.00
1 laukur ............ 4.00
1 dós tómatkraftur .. 27.50
Kr. 400.50
Niðursoðnar matvörur ætti allt-
af að velja af nákvæmni. Neytendum
er alvarlega bent á að borða ekki
fæðu úr dósum sem em gallaðar,
lekar, bólgnar eða beyglaðar. Er það
vegna hættu á botulismus-matar-
eitmn. Það em þessar beygluðu
niðursuðudósir í verslunum hér sem
sérstaklega þarf að vekja athygli á
— og ekki síður fyrir það að íslenska
framleiðslan virðist talsvert dældaðri
en sú erlenda. Stundum er það vegna
slæmrar meðhöndlunar í verslunum,
en oft kemur niðursuðuvaran þannig
útleikin frá framleiðendum. Það má
sjá á sléttum miðum límdum yfír oft
illa dældaðar dósir.
Varúð er nauðsynleg: Verði
saumar, er festa lok dósarinnar, fyrir
snöggu höggi, jafnvel smá höggi,
geta þeir opnast sem snöggvast og
oft sogast inn í dósimar áður en þær
lokast aftur. Ef til staðar er mengað
loft geta gró úr umhverfínu komist
í innihald dósarinnar og valdið
skemmdum.
Neytið því aldrei niður3oðinnar
fæðu sem ekki lyktar vel eðá úr
dósum sem spýta vökva þegar þær
eru opnaðar. Þar gæti botulin eitrið
verið til staðar. Einnig er víða varað
við að borða niðursoðin matvæli sem
froða myndast á þegar þau eru hituð
fyrir neyslu.
Þvo skal lok á niðursuðudós-
um áður en þær eru opnaðar. Rot-
vamarefnum er víða erlendis úðað
á dósimar svo matarleifar sem
kunna að hafa fallið á þær í vinnslu,
mygli ekki og skemmi útlit þeirra.
Aldrei má geyma mat í opinni
niðursuðudós. Blý, tin og kopar
gætu losnað úr málmi dósarinnar
og farið í matinn.
Fryst grænmeti: Bent skal á
nauðsyn þess að fylgja alltaf leið-
beiningum framleiðenda um suðu-
tíma þess fyrir neyslu. Því er brýnt
að pökkum þessum fylgi glöggar
leiðbeiningar á íslensku.
Sauðárkróks-
bakarí opnar
eftir breytingar
Sauðárkróki.
Sauðárkróksbakarí hefur opn-
að á ný eftir nokkurra daga
lokun en meðan á henni stóð
voru gerðar gagngerar breyting-
ar á sölubúð og sett upp lítil
kaf fistofa í tengslum við hana.
Geta menn nú fengið sér kaffí-
sopa með tertusneið eða glóðvolgu
brauði beint úr ofninum. Þá hefur
vinnuaðstaða við brauðgerðina ver-
ið aukin og bætt. í Sauðárkróks-
bakaríi starfa tíu manns. Eigendur
þess eru hjónin Óttar Bjamason
bakarameistari og Guðrún Sölva-
dóttir.
- Kári
Herbz
...býður betur!
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Hertz
Ókeypis hjó í Danmörku
• Ókeypis vegakort/bók
• Tölvuútskrift með leiðbeiningum um stystu
leiðir til þeirra áfangastaða sem þú hefur
valið þér.
• Afsláttarbók sem veitir margs konar afslátt á
veitingastöðum, gististöðum, skemmtistöð-
um, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar.
Afsláttarbókin getur hæglega sparað þér
margar þúsundir króna.
• Handhæg taska fyrir léttan farangur - fram-
tíðareign sem alltaf kallar á góðar ferða-
minningar.
Prófoðu flug og He'bz bíl
íDanmöHoi
ÞAÐER
••• að vera á nýjum eða nýlegum bíl, traustum
og skemmtilegum og líða eftir hinum full-
komnu akvegum Evrópu.
• •• að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af
kílómetragjaldi, lélegum merkingum eða
bilunum.
••• að skipta um veður, menningu, þjóðtungur,
. eftir því sem hentar hverju sinni.
••• að vera í Kaupmannahöfn í dag og Rínar-
dalnum á morgun.
• •• að njóta aðstoðar SL-veganestisins, (Euro-
guide bókarinnar) þar sem þú hefur ógrynni
upplýsinga um fallegar ökuleiðir og athygl-
isverða staði, borgakort, gististaðaskrár og
fleira og fleira.
••• að borga aðeins krónur 15.900,- fyrir flug og
Ford Escort í 2 vikur, svo dæmi sé tekið.
••• að borga ekkert fyrir þriðju vikuna þegar fjórir
eðafimm eru í bílnum.
••• að geta skotist á stuttum tíma til spennandi
áfangastaða um alla álfuna; borga, bæja,
skemmtigarða, veitingastaða, baðstranda -
hvert sem er.