Morgunblaðið - 15.05.1986, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986
Norska stjórnin
andvíg endur-
nýjun efnavopna
Osló. AP.
KNUT FRYDENLUND, utanríkisráðherra Noregs, sagði í gær að
Norðmenn gætu ekki stutt tillögu Bandaríkjamanna um framleiðslu
nýrrar kynslóðar efnavopna fyrir NATO.
Frydenlund sagði að þessi af-
staða norsku stjómarinnar yrði
kynnt á fundi sendiherra hjá NATO
í Brussel í dag. Talið er að a.m.k.
hluti stjómarandstöðunnar sé fylgj-
andi þessari stefnu stjómar Gro
Harlem Brundtland og hélt Fryden-
lund því fram í gær að stefna stjóm-
arinnar ætti „breiðu fylgi" að fagna
í þinginu. Leiðtogar Miðflokksins
og Kristilega þjóðarflokksins lýstu
báðir stuðningi við stjómina í þessu
máli í blaðaviðtali í gær og kváðust
andvígir endumýjun efnavopnanna.
Afstaða Hægri flokksins í málinu
kom ekki fram í fréttaskeyti AP.
Danir em sama sinnis og Norð-
menn og hafa komið skoðun sinni
á framfæri við Bandaríkjamenn.
Bandaríkjamenn hafa boðist til að
fjármagna og smíða nýju efnavopn-
in, svo og geyma þau á bandarískri
grundu ef önnur NATO-ríki fallast
á að taka við þeim, dragi til styijald-
ar. Fyrirhugaður er fundur vamar-
málaráðherra NATO í Bmssel í
næstu viku þar sem fjallað verður
um efnavopnatillögur Bandaríkja-
manna.
Belgísku stjórnarflokkamir em
klofnir í afstöðunni til efnavopn-
anna. Leiðtogar hollenskumælandi
kristilegra demókrata og íhalds-
manna sögðust í gær myndu leggja
fram tillögu í þingi um skilyrðis-
laust bann við geymslu bandarískra
efnavopna í Belgíu. Frönskumæl-
andi deildir sömu flokka styðja hins
vegar tillögu Bandaríkjamanna og
mun Francois-Xavier de Donnea,
vamarmálaráðherra, kynna afstöðu
belgísku stjómarinnar á fundi vam-
armálaráðherra NATO í næstu
viku. Belgíustjóm samþykkir tillögu
Bandaríkjamanna en fellst á að
taka aðeins við efnavopnunum á
óróatíma og að undangengnu sam-
ráði við Bandaríkjamenn.
Svíar gera úttekt
á kjamorkuverum
Kaupmannahöfn. AP.
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, sagði að sænska
stjórnin hefði falið orkuráði
landsins að gera úttekt á kjarn-
orkuáætlun Svía vegna slyssins
í sovéska kjarnorkuverinu í
Chernobyl.
Carlsson sagði að m.a. yrði kann-
að hverjar efnahagslegar- og um-
GENGI
GJALDMIÐLA
London. AP.
BANDARÍKJADALUR hækkaði
gagnvart öllum helztu gjald-
miðlum nema brezka pundinu I
gær.
Brezka pundið hækkaði úr
1,5342 dölum í 1,5360 en gagnvart
öðmm gjaldmiðlum var gengi dals-
ins á þá leið að fyrir hann fengust:
2,1920 vestur-þýzk mörk (2,1750),
1,8235 svissneskir frankar
(1,8012), 6,9900 franskir frankar
(6,9250), 2,4715 hollenzk gyllini
(2,4477), 1.503,50 ítalskar lírur
(1.492,25), og 1,3772 kanadískir
dalir (1,3782).
Únsa gulls kostaði í London
342,30 dollara (342,00) og 343,00
dollara í Zurich (344,00).
hverfíslegar afleiðingar lokun
Barsebæk kjamorkuversins hefði.
Barsebæk-verið er í aðeins um 40
km fjarlægð frá Kaupmannahöfn.
AP/Símamynd
Hlaðmenn afferma mjólkurduft úr bandarískri flutningavél á
Okecie-flugvelli í Varsjá.
Pólverjar senda
húsnæðislausum
í New York teppi
Varsjá. AP.
STJÓRN Póllands kvaðst á
þriðjudag ætla að gefa heimilis-
lausum ibúum New York borgar
fimm þúsund teppi og svefnpoka.
Þetta var tilkynnt eftir að stjóm-
in sakaði Bandaríkjaþing um
óvild í sinn garð. Robert Dole,
þingmaður, krafðist þess að
mjólkurdufti, sem Bandaríkja-
menn gáfu Pólveijum, yrði ekki
dreift til fólksins af yfirvöldum
heldur einkaaðiljum til að
tryggja að duftið kæmist á
áfangastað.
„Það hefði verið vináttuvottur
að senda mjólk til Póllands. En
því miður var hún mengaðri en
mjólk úr pólskum kúm af geisla-
virku joði. Hún var menguð óvild,“
sagði Jerzy Urban, talsmaður
pólsku stjómarinnar.
Hann sagði að Pólveijar myndu
þiggja duftið, sem er af umfram-
birgðum Bandaríkjamanna, en fyrst
yrði kannað hvort mjólkurduftið
væri hæft til neyslu.
Hann bætti því við að Pólveijar
væru þrumu lostnir yfír fregnum
af mörgþúsund manns, sem þyrftu
að sofa á götum New York og því
hefði verið ákveðið að koma til
aðstoðar við hina fátæku í Banda-
ríkjunum. Farið yrði fram á það að
óháð stofnun tæki að sér að úthluta
teppunum og svefnpokunum. Stjóm
Ronalds Reagans væri illa við fá-
tæklinga og því ekki treystandi til
að sjá um að koma þeim til skila.
Evrópubandalagið gaf í gær um
hálfa milljón dollara til kaupa á
mjólkurdufti til handa pólskum
bömum. Sagði í yfírlýsingu að
ákveðið hefði verið að koma til
aðstoðar eftir að rómversk-
kaþólska kirkjan fór fram á hjálp.
Sprengingin á diskótekinu í Berlín:
Aðstoðarmaður Khadafys
skipulagði aðgerðirnar
Hamborg. AP.
VESTUR-ÞÝZKA blaðið Bild sagði í gær að aðstoðarmaður Moammar
Khadafy Líbýuleiðtoga hefði lagt á ráðin og skipulagt sprengjutil-
ræðið á La Belle diskótekinu í Berlin fyrir röskum mánuði.
afleiðingum að tveir menn biðu
bana, annar þeirra bandarískur
hermaður, og 230 manns slösuðust.
Þeir hafí hins vegar verið í nær
stöðugu fjarskiptasambandi rétt
fyrir sprenginguna.
Að sögn Bild hefur bandarískum
og vestur-þýzkum leyniþjónustu-
mönnum tekizt að leiða í ljós að
tveir Líbýumenn voru höfuðpaur-
amir í tilræðinu. Annar þeirra er
Rashid, sem er yfírmaður stofnunar
í Trípólí sem skipuleggur hryðju-
verk utan Líbýu, og er hann náinn
aðstoðarmaður Khadafys og fær
skipanir sínar beint frá leiðtogan-
um.
Hinn Líbýumaöurinn er Abdullah
E1 Amin, sem er starfsmaður líb-
ýska sendiráðsins í Austur-Berlín.
Hann var áður við sendiráð Líbýu
í Bonn. Að sögn Bild voru Rashid
í Trípólí og Amin í Austur-Berlín
þegar sprengjan sprakk, með þeim
Ronald Reagan:
Kenningin um gagnkvæma
gereyðingu er heimskuleg
Wanhington. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði á umræðufundi með
menntaskólanemum á þriðjudag að Bandaríkjamenn myndu aldrei
verða til þess að skjóta fyrsta skotinu í kjamorkustríði og lýsti
einnig yfir þvi að sér fyndist sú áragamla kenning um ógnaijafn-
vægi milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna með kjamorkuvopn-
um vera „heimskuleg stefna'*.
í svari við spumingu eins
menntaskólanemans sagði Reag-
an að besta leiðin til að koma í
veg fyrir kjamorkustríð væri að
vinna að útrýmingu kjamorku-
vopna. „Við skulum vinna bug á
tortryggninni milli austur- og
vesturblokkarinnar þannig að
engin þörf verði á stríði," bætti
forsetinn við.
Forsetinn kom víða við í um-
ræðunum, sem sjónvarpað var í
menntaskóla um öll Bandaríkin
og til herstöðva Bandaríkjamanna
erlendis.
„A heildina litið er útlitið bjart
í Bandaríkjunum. Eins bjart og
þetta síðdegi," sagði Reagan á
fundinum, sem haldinn var innan
um bý og blóm á garðbletti.
Um kjamorkustyijöld sagði
Reagan að nú væri við lýði hin
heimskulegasta stefna til að koma
í veg fyrir átök. Átti hann þar við
kenninguna um gagnkvæma ger-
eyðingu. Samkvæmt henni eru
kjamorkuvopnabúr Bandaríkja-
manna og Sovétmanna svo stór
að gereyðilegging er óhjákvæmi-
leg komi til styijaldar og kemur
það í veg fyrir að vopnin verði
notuð. „Við vitum að við verðum
ekki til þess að skjóta fyrsta
skeytinu. En geri þeir árás verð-
um við að hafa næg vopn til þess
að gagnárás okkar valdi óbætan-
legu tjóni. Og þetta á að koma í
veg fyrir að þeir hefji árás á
okkur. Er ekki sýnu skynsamlegra
að losa okkur við þessi vopn en
að lifa við þá ógnun að einhver
bijálæðingur ýti á hnappinn,"
sagði forsetinn.
Shcharansky í Bandaríkjunum:
Tilslakanir Sovétmanna
fást aðeins meðþrýst-
ingi frá almenningi
Washington. AP.
VIÐRÆÐUR diplómata á bak við tjöldin munu ekki duga gyðing-
um, sem óska þess að fá að flyfjast frá Sovétríkjunum, sagði
sovéski andófsmaðurinn Anatoly Shcharansky, sem er í heimsókn
í Bandaríkjunum, í sjónvarpsviðtali í gær.
Hann sagði, að þrýstingur frá um þessa fólks, sem verður að heyja
almenningi á sovésk stjómvöld
þyrfti einnig að koma til, svo að
tilslakanir fengjust.
Að því er brottfararleyfí hans
sjálfs varðaði sagði Shcharansky:
„Eg er þess fullviss, að framlag
diplómata hafði nokkur áhrif á
ákvörðun Sovétmanna undir lokin,
en aðeins vegna mikils þrýstings
frá almenningi, þar á meðal Ronald
Reagan Bandaríkjaforseta."
Hann sagði í viðtalsþætti í
ABC-sjónvarpinu, að almennur
stuðningur gæti haft úrslitaáhrif
fyrir þá 400.000 gyðinga, sem ósk-
uðu að flytjast frá Sovétríkjunum.
Sl. þriðjudag átti Shcharansky
fund með Reagan forseta, sem
mælt hefur með, að diplómataleiðin
verði valin til að leysa vandamál
sovéskra gyðinga.
„Mér duldist ekki, að forsetinn
hefíir djúpan skilning á vandamál-
harða baráttu fyrir mannréttindum
sínum," sagði Shcharansky. „Auð-
vitað lítum við á þetta mál hvor
frá sínum sjónarhóli, en ég fann,
að skilninginn vantaði ekki.“
Shcharansky var spurður, að hve
miklu leyti væri rétt að tengja
mannréttindamál öðrum málaflokk-
um eins og t.d. afvopnunarmálum.
„Ef ná á alvörusamkomulagi við
Sovétríkin um afvopnunarmál eða
önnur mál, verður það að gerast í
andrúmslofti, þar sem gagnkvæmt
traust ríkir," sagði hann. „Slíkt
andrúmsloft er erfítt að hugsa sér,
þegar annar samningsaðilanna
skrifar undir án þess að sýna
minnstu tilburði til að virða viðkom-
andi samkomulag, eins og átt hefur
sér stað með Helsinki-sáttmálann.
Mannleg verðmæti, sem sameigin-
leg eru öllu siðmenntuðu fólki,
hljóta að vera grundvöllurinn, sem
traustið byggist á.“