Morgunblaðið - 15.05.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 15.05.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 33 Menningarkiminn í Tékkóslóvakíu: Þegar málfrelsið er heft öðlast orðið sérstakt vald „ÖLL ÞAU blöð, sem áður voru bönnuð, eru það enn. Allir þeir rithöfundar, sem búið var að þagga niður í, þegja enn. Ströngum hugmyndafræðilegum hömlum er enn þá alls staðar beitt.“ Þannig komst tékkneski rithöfundurinn Vaclav Havel að orði nýlega í blaðaviðtali, þar sem bandaríski blaðamaðurinn Andrew Nagorski spurði hpnn m.a.: „Eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakiu 1968 hafa vestrænir rithöfundar oft kallað landið „menningarlegan kirkjugarð“.“ Er þetta rétt eða rangt?“ „Þetta er rétt enn í dag, að því er snertir stefnu ríkisins í menningarmálum," svaraði Hav- el. „En þetta er samt ekki sönnun um hið raunverulega ástand tékk- neskrar menningar. Á þeim tíma, sem liðinn er, þá hefur þróazt það sem við gætum kallað menning- arkimi eða annars konar menn- ingarheimur í landinu." Vaclav Havel er einn kunnasti rithöfundur og andófsmaður Tékkóslóvakíu. Vegna þátttöku sinnar í mannréttindahreyfing- unni Charter 77 hefur hann verið fangelsaður þrisvar. Þar af sat hann einu sinni flögur ár sam- fleytt í fangelsi (1979—1983). Leikrit Havels hafa verið bönnuð í Tékkóslóvakíu frá árinu 1969, en þau hafa verið sett á svið í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Fyrr á þessu ári veitti Eras- mus-stofnunin í Amsterdam hon- um verðlaun fyrir framlag hans til evrópskrar menningar. Andrew Nagorski lagði nokkr- ar spumingar fyrir Havel og fara þær ásamt svömm rithöfundarins hér á eftir. „Þegar tekið er tillit til þeirr- ar kúgunar, sem verið hefur við lýði í Tékkóslóvakíu, hvern- ig hefur það þá verið unnt fyrir annars konar menningarheim að þróast þar, enda þótt hann hafi ekki látið mikið yf ir sér?“ „Mikið hungur eftir menningu er fyrir hendi í þjóðfélaginu og þannig hefur það aíltaf verið. Það ræður yfir miklum möguleikum á andlega sviðinu. Það er þetta hungur og þessi óþijótandi and- lega geta, sem smám saman hefur náð að kalla það fram, sem við höfum nú. Til viðbótar kemur, að skriffinnar flokksvélarinnar em teknir að þreytast. Ef þeir vilja eyðileggja eitt blað sérstaklega, þá eiga þeir mjög auðvelt með það. Þegar þau em orðin of mörg, þá kæfa þeir nokkur þeirra en önnur koma upp í staðinn. „Þú átt áheyrendur erlendis, en áttu einnig áheyrendur heima fyrir?.“ „Áheyrendur heima fyrir skipta miklu meira máli fyrir mig en þeir erlendu, vegna þess að leik- húsið er í miklu ríkara mæli en önnur listform sérstök list, sem á sér uppmna við sérstakar aðstæð- ur og er ætluð fyrir þessar að- stæður. Af þeim sökum hefur það reynzt mér afar erfítt að glata áheyrendum mínum hér í svo Vaclav Havel „Skriffinnamir em famir að þreytast" langan tíma. En verkum mínum hefur verið dreift í neðanjarðar- blöðum (samizdat) og á hljóð- böndum og fólk hlustar á þau í erlendum útvarpssendingum. „Hvaða fómir aðrar en fang- elsisvist verður rithöfundur í þinni aðstöðu að færa?“ „Ég kysi heldur að tala um annað fólk, sem hefur mátt borga fyrir tiltölulega smávægilega sjálfstæða starfsemi sína með því að glata vinnu sinni, sæta óendanlegum hömlum af hálfu skriffínnanna, orðið að búa við stöðugan ótta við húsleit og lög- regluyfirheyrslur, hleranir og njósnir og mátt bera stöðugan kvíðboga út af því, hvemig það ætti að fara að því að sjá sér farborða." „Það er oft sagt, að Charter 77 sem stjómmálahreyfing virðist takmörkuð við tiltölu- lega litinn hóp. Á hreyfing andófsmanna í Tékkóslóvakíu framtíð fyrir sér?“ „Eitt hið undarlegasta við þetta kerfi er það, að þjóðfélagsleg þýð- ing sumrar starfsemi er í mikiu minna mæli en í lýðræðisþjóð- félagi háð fjölda þeirra, sem virkir eru. Þegar málfrelsi er heft, þá öðlast orðið sérstakt vald og þýð- ingu, hversu mótsagnakennt sem það kann að vera. Rétt orð á réttum tíma geta haft meiri áhrif á ástandið en 5 milljónir kjósenda stjómmála- flokks einhvers staðar á Vesturl- öndum. Raunveruleg virk stjóm- málastarfsemi á sér stað undir hinu synilega yfirborði. Charter 77 nýtur víðtækrar samúðar, en þessi samúð er falin. Og enginn veit, er óvæntir atburðir gerast, hvenær þessi samúð kann að breytast í sýnilegar aðgerðir." „Heldur þú, að sá dagur muni renna upp þegar leikrit þín verða sýnd aftur í Prag?“ „Ég er viss um, að sá dagur muni koma er leikrit mín verða sýnd þar, en ég er ekki viss um, hvort ég verð þá enn á lífi.“ Mikhail Baryshnikov dansaði með Kirov-ballettinum áður en hann flúði vestur yfir. Kirov-ballettin til Bandaríkjanna Leningrad. AP. KIROV-ballettinn í Leningrad heldur senn sýningar í Banda- ríkjunum, en áður verður haldin ein sýning í Vancouver í Kanada á miðvikudag. Hafa flokkar frá Kirov ekki haldið í sýningarferð til Bandaríkjanna í 22 ár. För Kirov-ballettsins var ákveðin í framhaldi af leiðtogafundi Reag- ans Bandaríkjaforseta og Gorba- chevs leiðtoga Sovétríkjanna í fyrrahaust. Mun flokkurinn, sem telur 130 dansara og aðstoðarmenn, sýna í Los Angeles, Philadelphia og Washington D.C. Verður Svana- vatnið, sem hefur verið aðalverk ballettsins, flutt á þessum stöðum. Allar helztu stjömur Kirovs verða með í förinni, Galina Mezentseva, Olga Chemolukova, Konstantin Zalinsky, Yevgeny Neff og Sergei Berezhnoi. Þá er jafnvel búist við því að kona Sergei, Tatyana Terek- hova Berezhnaya, geti dansað, en hún gekkst undir uppskurð á hásin í fyrrasumar. m CSES3 2 VIKUR Á STRÖND BENIDORM Á SPÁNI Skelltu þér til BENIDORM 17. júní. Þetta er tveggja vikna ferð og býðst þér á afar snjöllu og góðu verði. Fjögurra manna fjölskylda í íbúð: | verð per mann: 18.675 kr. Tveir í stúdíói, 1 verð per mann: 23.700 kr. Örfá sæti enn til sölu. r- ■ Ath. Notfærið ykkur greiðslukortin I FERÐA.. Ce+Uccd MIÐSTOÐIN Tcauee AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.