Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 49

Morgunblaðið - 15.05.1986, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 49 Hvítasunnukappreiðar Fáks hefjast í dag HINAR árlegu Hvítasunnukappreiðar Fáks fara fram dagana 15. til 19. maí á skeiðveili félagsins á Víðivöllum í Reykjavík. Alls hafa 256 hestar verið skráðir til keppni á mótinu. Á Hvitasunnumótinu keppa Fáksfélagar um þátttökurétt á landsmóti hestamanna sem haldið verður á Gaddastaðaflötum við Hellu í fyrstu viku júlímánaðar i sumar. Skólakór Kársnesskóla: Söngför til ísafjarð- ar og Bolungarvíkur Keppendur í flokki alhliða gæð- inga, A-flokki, verða 43 talsins. En í B-flokki, flokki klárhesta með tölti, keppa 54 hestar. Sjö efstu hestar úr hvorum flokki vinna sér þátttökurétt á landsmóti, en auk þeirra fara varahestar. Gæðinga- keppnin verður aðeins fyrir Fáks- félaga. í unglingakeppni er keppt í tveimur flokkum, 12 ára og yngri og 13—15 ára. Þátttakendur í yngri flokki eru 27 talsins, en 18 í eldri flokki. í unglingaflokki verður einn- Hofsós: Ohlutbundin listakosning ÓHLUTBUNDIN listakosning verður á Hofsósi til hreppsnefndar og er ekki vitað annað en svo verði einnig í hreppum austan Skaga- fjarðar. Syeitarstjóri á Hofsósi hef- ur verið Ófeigur Gestsson og þykir hann hafa staðið sig afar vel í þeirri stöðu. Sýslunefndarmaður á Hofsósi hefur verið Gunnlaugur Steingrímsson en gefur nú ekki kost á sér til þess starfa áfram. — BjörníBæ ig keppt um þátttökurétt á lands- móti og einnig í sérstakri töltkeppni sem nú er tekin upp í fyrsta sinn. í þessa keppni eru skráðir 26 hest- ar. Keppt verður í sex hlaupagrein- um og er þátttaka öllum opin, jafnt Fáksfélögum sem öðrum Mest er þátttakan í skeiði. 16 hross, 7 vetra og yngri, keppa í 150 metra skeiði í §órum riðlum Meðal keppnis- hrossa í þessari grein eru Hrönn, Vigri, Hvinur, Heljar og Donna, svo einhver séu nefnd. Þá keppa 28 vekringar í 7 riðlum í 250 m skeiði. Þar á meðal er Villingur, 16 vetra, sem setti íslandsmetið 21,5 sek. í fyrra. Af öðrum hestum í þessari grein má nefna Börk, Leista, Vana, Jón Hauk og fleiri. Tíu hross keppa í 300 m brokki í 2 riðlum. Af keppendum er Trítill þekktastur, en einnig má nefna gæðingana Þrym og Kóral. Aðeins eru fimm skráðir í 800 metra stökk. Þekktastir þeirra eru Kristur í Skarði, Öm og Tígull. íslandsmetið í 350 metra stökki er frá árinu 1979. Meðal keppenda í þessari grein á Hvítasunnukappreiðunum eru Undri, Sindri, Spóla, Úi, Loftur, Tvistur og Lótus sem á metið í 250 m stökki. í unghrossahlaupi, 250 m stökki, keppa 11 hross 6 vetra og yngri í tveimur riðlum Þar keppa meðal annarra hryssumar Gasella, Elja, Ása og Þota. Hvítasunnumótið hefst í dag kl. 17.30 með keppni í B-flokki gæð- inga. Á morgun, föstudaginn 16. maí, hefst keppni í A-flokki gæð- inga kl. 17.30. Unglingakeppnin hefst á Hvammsvelli á laugardags- morguninn, 17. maí. Keppni í yngri flokki hefst kl. 9 og í eldri flokki kl. 11. Töltkeppni fullorðinna hefst á Asavelli kl. 10 og kl. 13.30 hefjast úrslit (röðun) í unglingaflokkum og í töltkeppni, einnig á Asavelli. Kappreiðar hefjast kl. 15.00 og verður keppt í báðum riðlum í 150 m skeiði, báðum riðlum í 300. m brokki og fyrri sprettir í 800, 350 og 250 m stökki. Ekkert verður keppt á hvíta- sunnudag. Á annan hvítasunnudag hefst keppni kl. 13.30. Þá verður keppt til úrslita, þ.e. röðun 7 efstu hesta í B-flokki gæðinga, sem þá hafa jafnframt unnið sér rétt til þátttöku á landsmóti. Að loknum úrslitum í B-flokki verður á sama hátt keppt til úrslita í A-flokki. Kappreiðar halda áfram kl. 15.00 og verður þá keppt f báðum riðlum í 250 m skeiði og til úrslita í 800, 350 og 250 m stökki. Rásbásar verða notaðir í öllum riðlum kappreiðanna. Úrslit gæð- ingadóma verða birtir jafnóðum á skjám inni í veitingasal félags- heimlisins og einnig úti á meðal áhorfenda. Veitingasalan í félags- heimilinu verður opin mótsdagana. (Fréttatilkynninp) Föstudagskvöld 16. maí heldur Skólakór Kársness tónleika í ísa- fjarðarkirkju kl. 20.30. Á efnisskrá er „Rejoice in the lamb“, hátíðar- kantata fyrir einsöngvara, kór og orgel eftir Benjamin Britten og kórlög eftir innlend og erlend tón- skáld. Á orgelið leikur Marteinn H. Friðriksson. Kórinn mun einnig halda tónleika í kirkjunni á Bolung- arvík laugardaginn 17. maf kl. 2. LÁTLAUS ".ustan og norðaustanátt hefur verið hér á Hofsósi og í ná- grenni að undanfömu og eins til þriggja gráðu hiti um hádaginn. Engin snjókoma hefur þó verið. Sauðburður gengur vel og er sums í skólakór Kársness eru um 30 söngvarar á aldrinum 10—17 ára. Kórinn hefur haldið tónleika víða um land, sungið fyrir útvarp og sjónvarp, gefið út hljómplötu, farið í tónleikaferðir til Norðurlanda og síðastliðið sumar tók kórinn þátt í kóramótinu „Europa Cantat" í Frakklandi. Stjómandi kórsins er Þómnn Björnsdóttir. staðar langt kominn. Fiskafli er sæmilegur en þó minni en áður var. Flestir vorfuglar em komnir þetta vorið. — BjömíBæ Frettatilkynning Skagafjörður: Sauðburður gengnr vel URIANDEFNUM ^WtMEÐSTEVPUSÖtU Keykjavft Nolkunareta^' Steiuustígur 124 ,-.'r < 54 STEVPUVERKSMIÐJAN ÓS hefur frá upphafi einungis notað landefni í alla steypu, Þannig er steypan frá ÓS laus við alkalívirkni, sem verið hefur helsti vágestur í íslenskum húsbyggingum síöustu áratugi. BYCCÐU SAMA HUSIÐ AÐEINS EINU SINNI. NOTAÐU STEYPU ÚR LANDEFNUM. NOTAÐU STEYPU_________ SEM STENST - FRÁ ÓS. STEYPUVERKSMIÐJAN ÓSHVETUR HUSBYCCJENDUR TIL AÐ KYNNA SÉR NÝJUSTU RANNSÓKNIR Á STEYPUGÆÐUM, NOTKUN LANDEFNA OGSJÁVAREFNA OG GERA SAMANBURÐ Á PJÖNUSTU OG VERÐI ALLRA STEYPUSTÖÐVANNA. < I STEYPA SEM STENST STEYPUSTÖÐ, AFGREIÐSLA SUÐURHRAUNI2. 210 GARÐABÆ. SÍMAR 6 51445 OG 6 51444

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.