Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 51
f MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 51 okkar — andlegu sjálfstæði okkar sem byggir á sérstöðu okkar sem manneskja — því að vera konur. Mannréttindabar- átta blökkumanna Barátta blökkumanna fyrir sjálf- stæði á sér langa sögu sem er um margt hliðstæð frelsisbaráttu fs- lendinga og kvenna. Um langt skeið var því haldið að svertingjum að ef þeir yrðu sem líkastir hvíta manninum næðu þeir viðurkenn- ingu hans og yrðu jafnréttháir honum að lokum. í dag hafa þeir hafnað þessari leið, hafnað því að vera annars flokks. í stað þess að slétta á sér hárið og lýsa á sér skinnið til að geta horfíð í hóp hinna hvítu er slagorð þeirra nú: Black is beautiful. Þeir keppast við að leita heimilda um sögu og menningu svarta kynstofnsins til að öðlast þær rætur sem okkur öllum eru nauð- synlegar til að vera sjálfstæðar manneskjur. Huldukonan stígurfram Rætur íslenskrar menningar liggja djúpt, rætur blökkumanna enn dýpra, en rætur kvennamenn- ingar eru jafngamlar mannkyninu. Við kvennalistakonur höfum ekki búið þær til í þeim tilgangi að ergja stressaða þingmenn og rugla kerfíð þeirra — né heldur fundu Fjölnis- menn og Jón Sigurðsson upp ís- lenska menningu. Þeir fóstruðu hana hins vegar og hlúðu að henni, fetuðu í fótspor manna eins og Áma Magnússonar og drógu hana fram í dagsljósið út úr dimmum skúma- skotum íslenskrar niðurlægingar svo að hún fengi að vaxa og blómstra og umfram allt þróast áfram. Út um allan heim eru konur nú að leita uppi hina týndu sögu kvenna. Gömlum sannindum er velt við og nýju ljósi beint að því sem hingað til hefur legið óhreyft á kistubotnum öldum saman. Við þekkjum allar þá sögu er gömul slitur úr skinnbók fundust á rúm- botni fátækrar konu sem hafði reynt að nýta þau án árangurs sem fæðu fyrir bömin sín eða sem leppa í skósóla þeirra. Þegar betur var að gáð reyndust þessar fánýtu skinnpjötlur dýrmætt innlegg í menningarsögu okkar og um leið sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Slit- ur hingað og þangað, sem fram til þessa hafa þótt einskis nýtar kerl- ingabækur, eru konum mikilvæg líkt og handritin eru íslendingum og leiða fram á sjónarsviðið þá huldukonu sem saga mannsandans gleymdi að segja frá. Vitundin um að lykillinn að frelsi okkar er fólginn í okkur sjálfum, lífssýn okkar og menningu, hefur hleypt nýju lífí í sköpunarmátt okkar, líkt og sjálfstæðisbaráttan varð uppspretta margvíslegrar sköpunar á 19. öldinni. Gleðin yfír því að við eigum sameiginlegan arf sem okkur ber að varðveita og þróa, gerir okkur kleift að ryðja úr vegi úteltum fordómum sem hafa gert okkur undirokaðar og háðar þeirri menningu sem hingað til hefur verið einráð. Kvennalisti er nýtt stjórnmálaafl Kvennaframboð er einn angi þessarar sköpunar. Síðustu fjögur árin hefur eitt helgasta vé karl- mannsins, stjómmálin, verið vett- vangur okkar. í stað þess að ganga til liðs við karlana á þeirra forsend- um, höfum við fetað í fótspor for- mæðra okkar fyrr á öldinni og skapað okkar eigið pólitíska kerfí. Hreyfíng okkar er byggð þannig upp að frumkvæði hverrar konu nýtist sem best, þess „vegna er stefna kvennalistans ekki einokuð né mótuð af fáeinum konum. Við þurfum engan formann þar sem við höfum hafnað því pýramídakerfí sem stjómmálamenn telja bráð- nauðsynlegt og gerir þorra fólks í þessu landi óvirkt í ákvarðanatök- un. Við höfum breytt leikreglunum, veitt nýjum starfsaðferðum og sjón- armiðum inn í staðnaðan heim stjómmálanna. Konur vilja ekki vera hjáróma raddir í karlakórnum Sérhver aðferð kvenna til að ná fram rétti sínum hefur verið um- deild, ekki síst meðal kvenna sjálfra. Við skulum ekki gleyma því að íslendingar voru heldur ekki á eitt sáttir um aðferðir í sjálfstæð- isbaráttu sinni fremur en konur eru í dag. Ýmsir frammámenn töldu að það væri miklu heppilegra fyrir ís- lendinga að semja sig að siðum Dana og vildu að við tækjum upp danska þjóðtungu. En aðrir álitu að þetta hokur á þessu guðsvolaða landi væri tilgangslaust og það væri íslendingum best að flytjast til Jótlands. Þeir íslendingar voru einnig til sem settu hagsmuni sína ofar hagsmunum þjóðarinnar og unnu gegn mönnum eins og Jónasi og skoðanabræðrum hans. Við teljum ekki að Kvennalistinn sé eina leið kvenna til að hafa áhrif á samfélag sitt en við teljum þá leið nauðsynlega til að gera sér- stöðu okkar sýnilegri í stjómmálum. Við vitum það fullt eins vel og Jónas og félagar hans forðum að án þess að við séum meðvitaðar um þessa sérstöðu verða raddir kvenna aldrei annað en hjáróma í karlakómum. Við getum sungið með en raddir okkar munu ekki verða til að auka á hljómstyrk kórsins né auka radd- svið hans. Til að svo megi verða verður rödd okkar að fá að hljóma sem kvenrödd í hljómkviðunni án þess að hún reyni að lílq'a eftir karlröddunum. Höfundur er kennari við Verzlun- arskóla fslands. Gabrie HÖGGDEYFAR 1 í MIKLU jÆ ÚRVALI ÆÆ ABER G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 - 8 47 88 * mlnni flarvistlr... bakverkurinn horfinn.. öllunn líöur vel... ekki kvartaö síöan ... VMhjnoimamaMioo R^ktavlkuí vmM 0*»$n Atvr frfáéH Iramíak Hnai GoðOnnuon BM VaHO HOUðii bkand* BHrviðar oo tandbúnoðarvBlar STUÐNINGUR I STARFI .Minni flanristir.... bakverkurinn horfinn..., ölium Ifður vel..., ekkl kvartað sfðan.. Þannig eru ummœli ánœgðra viðskiptavina okkar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera f hópi þeirra sjö púsund sem keypt hafa DRABERT stóla á undanfömum árum. Það er llðin sú tfð, þegar œtlast var til að skrlfstofustólamlr vœru notaðir þangað til menn sœtu heilsulausir á gólfinu. Stjórnendur fyrirtœkja gera sér nú grein fyrir mikilvœgi þess að sltja f góðum stól. Þeir bera nú meiri umhyggju fyrir starfsfóikinu og velja þvf DRABERT, sem er vandaðasti skrifstofustóll sem völ er á. í húsgagnadeild okkar f Hallarmúla 2 er ávallt mlkið úrval DRABERT stóla. Utið við og setjist f DRABERT eða fáið hann lánaðan til reynslu. Vlð sendum einnig myndallsta og verðlista sé þess óskað. Sérfrœðingur Pennans kemur og stillir DRABERT stóla hjá öllum sem þess óska, f samrœml vlð þarfir hvers og elns. Vlð viljum standa við kjörorðin: BETRI HEILSA, AUKIN VELLÍÐAN, MEIRI AFKÖST ALLT í EINNI FERÐ Hallarmúla 2 Sími 83211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.