Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Þrátt fyrir þessar tölur hefur nokkur §ölgu_n orðið í Kópavogi síðustu árin Árið 1984 fjölgaði í bæjarfélaginu um 159^ 1983 um SÍÐUSTU þijú ár hafa fleiri íbúar flutt frá Kópavogi, sem er stærsti kaupstaður landsins utan Reykjavíkur, en til bæjarins. Á árinu 1985 fjölgaði íbúum bæjarfélagsins um 46, sem er 0,3% fjölgun á sama tíma og íbúum höfuðborgarsvæðisins í heild fjölgaði um 1,4%. Á því ári var tala brottfluttra 1439 en aðfluttir voru 1296. Brottfluttir voru því 143 fleiri en aðfluttir. Árið 1984 voru brottfluttir 97 umfram aðflutta en 1983 voru þeir 69. Hins vegar voru aðfluttir 89 umfram brottflutta 1982. landi. Ég tel heldur ekki æskilegt að svona miklar stökkbreytingar eigi sér stað í bæjarfélaginu, því við höfum líka skyldum að gegna vegna frágangs eldri íbúðahverf- anna,“ sagði Kristján. Hann nefndi sem dæmi um þróunina að árið 1948 þegar Kópavogur varð sjálf- stæður hreppur hafi verið 1.163 íbúar þar, þeir hafi verið orðnir 3.783 þegar Kópavogur fékk kaup- staðarréttindi árið 1955 og væru nú orðnir 14.592. Kristján bætti því við að búið væri að úthluta öllum lóðum á nýju byggingasvæði og sýndi það að fólk vildi búa í Kópavogi. Þá ætti ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu jafn mikla möguleika á að úthluta fólki lóðum í framtíðinni. Verið væri að skipuleggja 25 hektara af Iqömu byggingalandi í suðurhlíðum Digranesháls og svo biði landflæmi í Fífuhvammi sem bærinn ætti nú þegar. 127 og 1982 um 287. Ibúar Kópa- vogs eru nú 14.592 talsins. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Richard Björgvinsson, einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs, að hann teldi eina ástæðuna fyrir minni fólks- fjölgun í bæjarfélaginu vera aukið framboð byggingarlóða í nágranna- sveitarfélögum. Þetta hefði einkum gerzt, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók á ný við stjóm Reykjavíkur- borgar og fullnægði í skjótri svipan eftirspum eftir lóðum. Bæjarfull- trúinn sagði, að stjómendur Kópa- vogskaupstaðar hefðu ekki boðið upp á nægar byggingarlóðir fyrr en markaðurinn hefði verið nær fullmettaður. Þá hefði skipulag Suðurhlíða verið með þeim hætti að lóðir væra alltof litlar þar. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri í Kópavogi sagði þegar álits hans var leitað: „Það er nýtt að heyra að það séu ekki stökkbreyt- ingar frá ári til árs í Kópavogi því líklega hefur ekki §ölgað jafn ört í nokkra öðra sveitarfélagi hér á Lenti út af við Kópavogslækinn TVEIR menn sluppu lítið meiddir er bifreið, sem þeir voru í, lenti út at veginum við Kópavogslækinn. Bifreiðin var á leið til Reykjavíkur er öku- maður hennar missti vald á henni og endaði hún við lækinn milU brúa og akreina. Það var um klukkan 01.30 að- faranótt mánudagsins að lögregl- unni í Kópavogi barst tilkynning um slysið. Er komið var að bifreið- inni var annar maðurinn fastur inni í henni. Kaðall var festur í hana og í lögreglubíl til að halda henni fastri til öryggis og slökkvi- liðið útvegaði klippur til að losa manninn úr bifreiðinni. Báðir mennimir vora fluttir á slysadeild, nokkuð mamir og skomir, en óbrotnir. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi hafa orðið mörg slys á þess- um stað undanfama mánuði og hefur lögreglan óskað sérstaklega eftir því við Vegagerðina að þessi beygja verði löguð. „Það er ekki spuming hvort heldur hvenær banaslys verður á þessum stað,“ sagði lögreglumaður í samtali við Morgunblaðið í gær. Vandi frystihúsanna mismikill: Yerður vanskilum breytt í langtímalán hjá bönkum? Kópavogur: Brottfluttir eru f leiri en aðfluttir FJÁRHAGSVANDI margra frystihúsa í landinu er nú slíkur að Byggðastofnun telur sig þurfa að útvega um 500 milljónir króna, til þess að aðstoða þau frystihús sem verst eru á vegi stödd. Er stefnt að þvi að útvega það fjármagn sem til þarf á innlendum markaði, og verður þá einkum leitað tíl viðskiptabankanna. Sam- kvæmt þvi sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið verður einkum reynt að fá vanskilaskuldum frystihúsanna breytt í langtímalán, en reynt að komast hjá þvi að INNLENT Eltingaleikur í miðborginni MIKILL eltingaleikur var í mið- borginni í gærkvöldi. Kraftmiklu mótorhjóli var ekið á miklum hraða eftir götunum og voru að minnsta kosti 7 lögreglubílar á ferðinni að reyna að stöðva ökumanninn. Eltingaleikurinn endaði f Ból- staðarhlíð þegar ökumaður mótor- hjólsins ók utan í húsvegg og datt af hjólinu. Var hann þá búinn að stinga lögregluna tvisvar af á yfir 140 km hraða. í ljós kom að öku- maðurinn var 15 ára gamall, rétt- indalaus og á lánshjóli. Var hann tekinn til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni. Að sögn Iögreglunnar var mesta mildi að drengurinn skyldi ekki slasa sig eða aðra með þessu háttarlagi. mikið nýtt fjármagn fan I umferð. „Það era sum frystihúsanna í svo erfiðri stöðu, að það þarf að koma til meiriháttar aðstoð til þess að þau geti haldið áfram rekstri," sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Steingrímur sagðist ásamt fjármálaráðherra og sjávarútvegs- ráðherra hafa átt fundi með banka- stjóram viðskiptabankanna um þessi mál og þar hefði verið ákveðið að kanna hvort ekki væri möguleiki á að fjármagna þetta í gegnum innlendar lánastofrianir. Það væri áfram í athugun, og sagðist forsæt- isráðherra gera sér vonir um já- kvæða niðurstöðu í þessu máli. Steingrímur sagði að þá kæmi til greina að Byggðastbfnun tæki slík lán og endurlánaði svo áfram til einstakra frystihúsa. Sagði Steingrímur að vandi frystahús- anna væri mjög misjafnlega mikill. Byggðastofnun hefði að ósk ríkis- stjómarinnar unnið að því að skoða skuldbreytingaþörf frystihúsanna. Hefði Byggðastofnun óskað eftir umsóknum um skuldbreytingar, og einhvers staðar á bilinu 20 til 25 umsóknir hefðu borist. Þegar svo umsóknimar vora skoðaðar, vora einn frá viðkomandi viðskipta- banka, einn frá Fiskveiðasjóði og einn frá Byggðastofnun sem fór ofan í saumana á hveiju einstöku máli. Steingrímur sagði að sum frystihúsin ættu aðeins í smávægi- legum greiðsluerfiðleikum, en staða þeirra væri samt sem áður góð. I öðram flokki ættu frystihúsin við meiriháttar greiðsluerfiðleika að stríða, en þó væri eiginíjárstaða Innflutningsbann á matvælum frá Austur-Evrópu: Undanþágur vegna rækju, sælgætis og soðinna ávaxta BANN við innflutningi á mat- vælum frá Austur-Evrópulönd- um vegna kjamorkuslyssins í Sovétrfkjunum er enn í fullu gildi. Nokkrar undanþágu- beiðnir hafa borist tíl yfirvalda og hafa undanþágur verið veittar i öllum tilvikum, að sögn Þórhalls Halldórssonar for- stöðumanns heilbrigðiseftirlits Hollustuverndar ríkisins. Að sögn Þórhalls hafa undan- þágur meðal annars verið gefnar til innflutnings á frystri rækju til vinnslu hér, prins pólói og niður- soðnum ávöxtum. Allt eru þetta vörar úr hráefnum frá því fyrir kjamorkuslysið í Sovétríkjunum, og því ekki talin nein hætta á mengun varanna. Þórhallur sagði að ef þeim bærast umsóknir um undanþágur til innflutnings á vöram sem framleiddar hafa verið eftir slysið yrðu vörumar geisla- mældar. Embættismenn koma reglulega saman til að ræða um framkvæmd innflutningsbannsins. Á slíkum fundi sem haldinn verður í heil- brigðisráðuneytinu í dag verður rætt um hugsanlegar breytingar á framkvæmdinni. þeirra sæmileg og í þriðja flokknum væra aftur frystihús sem væra svo gott sem komin í greiðsluþrot og vantaði eigið fé. Þau væra að sjálf- sögðu erfiðasta viðfangsefnið. Forsætisráðherra taldi að það myndi skýrast betur í dag eða á morgun hvemig hægt yrði að koma til móts við frystihúsin sem í mest- um erfiðleikum eiga. Keflavík: Stofnaður sjóður um eignir Rafveitu Vogum. Bæjarstjórn Keflavikur ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag að stofna sjóð um eignir Rafveitu Keflavíkur og beri sjóðurinn nafnið Framkvæmdasjóður Rafveitu Keflavíkur til þjónustu- og húsnæðismála aldraðra. Það var rafveitunefnd sem ákvað á fundi sínum 15. maí sl. að leggja til við bæjarstjóm að áðumefndur sjóður yrði stofnaður um eignir Rafveitunnar, sem era tæplega 42 milljónir króna. Sama dag mætti bæjarráð á fund rafveitunefndar, af því tilefni samþykkti bæjarráð eftirfarandi: „í dag era merk tíma- mót í sögu Keflavíkurbæjar. Eftir langt og gifturíkt starf Rafveitu Keflavíkur sem lauk með samein- ingu rafveitnanna á Suðumesjum við Hitaveitu Suðumesja skilar rafveitunefnd nú lokauppgjöri sínu til bæjarsjóðs. Bæjarráð færir nú- verandi rafveitunefnd svo og öllum þeim sem starfað hafa í rafveitu- nefnd frá upphafi, rafveitustjóram sem veitt hafa fyrirtækinu forystu og öllu starfsfólki sem unnið hefur hjá Rafveitunni fyrr og síðar, þakkir fyrir giftudijúgt starf í þágu bæjar- búa. Það hefur einkennt störf stjómenda og starfsmanna Raf- veitunnar frá upphafi, að veita bæjarbúum sem traustasta og besta þjónustú en jafnframt hefur verið gætt fyllsta aðhalds og aðgæslu í rekstri og Qármálastjóm fyrirtæk- isins. Bæjarráð tekur heilshugar undir tillögur rafveitunefndar um ráðstöfun þeirra íjármuna sem hún skilar nú af sér.“ Við sameiningu Rafveitu Kefla- víkur við Hitaveitu Suðumesja á síðastliðnu ári óx eignarhluti Kefla- víkur í fyrirtækinu úr 20 prósentum í 38,69 prósent, þar sem hluti eigna Rafveitunnar var lagður til Hita- veitunnar við sameininguna. Á bæjarstjómarfundinum sl. þriðju- dag var formanni rafveitunefndar, bæjarstjóra og bæjarlögmanni falið að semja reglur fyrir sjóðinn. EG. Trésmiðjan Víðir hf Kröfur í búið 166 milljónir NAUÐUNGARUPPBOÐ fer fram á fasteign Trésmiðjunnar VSðis hf. næsta fimmtudag, 29. maí, klukkan 10. Að sögn Ásgeirs Péturssonar bæjarfógeta í Kópavogi era lýstar kröfur í gjaldþrotabú Trésmiðjunn- ar Víðis hf. samtals 178 talsins. Heildarkröfumar hljóða upp á samtals tæpar 166,5 milljónir króna. Meðal stærstu kröfuhafa era Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður, ríkissjóður og ýmsir lífeyrissjóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.