Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 17 Atvinnuástandið aldrei verið betra Ibúum Reykjavíkur hefur fjölgað um 5.000 á þessu kjörtímabili eftir Magnús L. Sveinsson Óhætt er að fullyrða, að atvinnu- ástandið í Reykjavík hefur ekki um langt árabil verið betra en tvö síð- astliðin ár. íbúum hefur fjölgað um 5 þúsund í Reykjavík á þessu lqortímabili og hafa allir fengið vinnu, auk þess sem hundruð manna utan af landi sækja vinnu til Reykjavíkur. Við lok kjörtímabils stjómar vinstri manna í Reykjavík 1982 var atvinnuástandið mjög ótryggt og atvinnuleysis gætti í mörgum grein- um. Að hluta til mátti rekja það ástand til samdráttar, sem varð á ýmsum sviðum á þessum tfma vegna ósamkomulags vinstri flokk- anna í flestum málaflokkum, sem leiddi til stöðvunar og fram- kvæmdaleysis. Má í því sambandi, t.d. nefna sinnuleysið og ósam- komulagið í skipulagsmálum, sem leiddi til lóðaskorts og mikils sam- dráttar í byggingariðnaðinum. Eins og menn hafa séð hafa orðið mikil umskipti að þessu leyti á þessu kjörtímabili. Mikil fjölgun atvinnu- tækifæra varð í byggingariðnaði eftir að nóg framboð varð af lóðum. Það hefur einnig leitt til margra nýrra atvinnutækifæra í öðrum greinum eins og verzluh og þjón- ustu. Sköpun nýrra atvinnutækifæra Atvinnumálanefnd borgarinnar hefur á þessu kjörtímabili lagt áherzlu á að vinna að sköpun nýrra atvinnutækifæra. í því sambandi hefur sérstaklega verið horft til rafeindaiðnaðarins, en í þeirri grein binda menn miklar vonir við mögu- leika á sköpun nýrra atvinnutæki- færa. Borgin hefur með fjárframlögum stutt við uppbyggingu fyrirtækja í rafeindaiðnaði. 1984 er talið að um 120 manns hafi unnið við þennan iðnað í landinu og er gert ráð fyrir að sú tala geti fjórfaldast á 4—5 árum. Samstarf viö Háskóla Islands í því sambandi má t.d. nefna að 1983 gerðu atvinnumálanefnd Reykjavíkur og Háskóli íslands með sér samstarfssamning með því markmiði að hraða eflingu háþróaðs iðnaðar í Reykjavík og á íslandi og efla tengsl háskólans við atvinnulíf- ið til að nýta betur þekkingu og starfsreynslu visindamanna og sér- fræðinga háskólans til hagnýtra rannsókna og nýsköpunar á sviði vöruþróunar. Var Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, ráðinn til að vinna að þessu markmiði í Magnús L. Sveinsson „Borgin hefur með fjárf ramlögum stutt við uppbygginffu fyrir- tækja í rafeindaiðnaði. 1984 er talið að um 120 manns hafi unnið við þennan iðnað í landinu og er gert ráð fyrir að sú tala geti fjórfaldast á 4—5 árum.“ hlutastarfí, sem ráðgjafi nefndar- innar og háskólans. Á fúndi atvinnumálanefndarinar 15. þ.m. skilaði Jón Hjaltalín Magn- ússon starfss'kýrslu yfír þau verk sem unnið hefúr verið að á þessu sviði á árunum 1983—85. Þar kemur fram að unnið hefur verið að Qöldamörgum verkeftium á þessu sviði. Enginn vafi leikur á því, að samstarf Reykjavíkurborgar og Háskóla íslands á grundvelli um- rædds samnings hefur þegar borið árangur á ýmsum sviðum. Stofnun fyrirtækja I marz 1985 gengust atvinnu- málanefnd Reykjavíkur og Háskóli íslands fyrir sameiginlegum kynn- ingarfundi um stofnun fyrirtækja og nýrra rekstrardeilda undir kjör- orðum „Háskójamenntun og at- vinnurekstur". Óhætt er að fullyrða, að fundurinn hafí tekist afar vel. Færri komust að en vildu og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað margt ungt fólk tók þátt í kynning- arfundinum. Erindin sem flutt voru voru gefín út og hafa þau verið notuð við kennslu í Háskóla íslands og á alls konar námskeiðum og ráðstefnum, sem tengjast atvinnu- lífínu á einhvem hátt. Líftækniiðnaður Borgin hefur einig stutt, með fjárframlögum, rannsóknir á sviði líftækniiðnaðar, sem miklar vonir eru bundnar við, varðandi ný at- vinnutækifæri í framtíðinni. Borgarstjóm hefur samþykkt að afhenda Háskóla íslands að gjöf hús fyrir tiiraunaframleiðslu á sviði líftækni- ogefnaiðnaðar, sem byggt verður á þessu ári í landi Keldna. Eins og að framansögðu má sjá hefur ekki í annan tíma verið unnið jafn skipulega að því, að skapa ný atvinnutækifæri í Reykjavík fyrir framtíðina. Höfundur skipar 2. sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjómarkosningar í Reykjavík. IJIf Gudmundsen Ný ljóða- bók eftir Ulf Gudmundsen ZEN er sagen heitir ljóðabók eftir Ulf Guðmundsen sem Morg- unblaðinu hefur borizt og er nýkomin út hjá forlaginu Hrym- faxe í Danmörku. Ulf Guðmund- sen er blaðamaður og rithöfund- ur. Hann hefur skrifað ferðabækur og sent frá sér all- margar Ijóðabækur. Fyrir ljóða- gerð sína hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar í Danmörku. Ljóð hans hafa mörg verið þýdd á íslenzku og ýmis fleiri tungumál. I ZEN er sagen eru þijátíu ljóð. Ort er um ógnir og styijalda, djass, dauðann og ýmis ljóðanna em frá framandi stöðum sem skáldið hefur sótt heim. í tilkynningu forlagsins segir að Ijóð Ulfs séu sum einföld að gerð, en önnur hafí í sér súrreal- iska ljóðrænu. Ljóð hans séu í senn angurvær og full af glettni — þótt hún sé á stundum kaldhæðnisleg. H 'H'' Illlli' ,IIIW ‘III_. Villllll' •iilill' *lllá élinlll,,‘ -////'—^ Sjálfstæðismenn, gretðum heimsenda gíróseðla. happdrætdsins í Valhöll er opin alla daga Aðeins dregið úr seldum miðum. DREGIÐ 27 MAI 1986 Glæsilegir vinningar að verðmæti kr. 1.749.780,- 3 fólksbifreiðir: Nissan Cheriy GL 5 dyra, Corolla 1300 5 d}rra og Suzuki Swift 5 dyra. 14 glæsilegir ferðavinningar S JÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.