Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 59 I i fe I s í -5 S w * > i 1Ss í VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iMJLk Fyrirspurn til flugmálastjóra: Er öryggi yngstu farþeganna tryggt? Velvakandi. í framhaldi af umræðu þeirri sem að undanfömu hefur verið um ör- yggismál í flugi langar mig að koma með eina fyrirspum. Svo virðist sem ung böm (<2ja ára) sem fullorðnir halda á í sætum sfnum séu ekki spennt niður með öryggisbeltum í flugtaki og lending- um eins og aðrir farþegar. Mér hefur verið tjáð að hjá mörgum erlendum flugfélögum séu bömin spennt með beltum sem festast í sætisbelti þeirra sem halda á bam- inu, þannig að þungi þess fullorðna kemur ekki yfir á bamið við högg. Mér finnst það harla óhugnanleg tilhugsun að komi eitthvað upp á í fluginu séu allir farþegar fast spenntir nema þeir yngstu, sem þá e.t.v. þeytast á loft við árekstur eða annað, því varla getur fullorðinn einstaklingur — þó sterkur sé — haldið bami föstu eins og öryggis- belti. Þó lífslíkur séu e.t.v. ekki miklar í flugslysum þá trúi ég þó að það sé betri kostur að vera spenntur í sætið en ekki. Ég vildi gjaman fá að vita ástæð- una fyrir þessu. Ef hún er engin raunhæf til er þá ekki ráð að gera bragarbót á þessum málum fyrr heldur en seinna? M.H.S. Þungarokksveitin Iron Maiden. Þungarokkarar sameinist! Kæri Velvakandi. Við emm tveir þungarokksað- dáendur og viljum koma þökkum til stjómenda Poppkoms fyrir að spila lög með Dio og Ozzy Osbome. Jafnframt fínnst okkur engin of- rausn, þótt spilað sé £ið minnsta kosti eitt þungarokkslag í hveijum þætti. Þá viljum við þakka Sigurði Sverrissyni fyrir góðan Bámjáms- þátt á rás 2 á laugardagskvöldum. Við viljum koma á framfæri þökkum til þungarokksveitanna Gypsy og Watt fyrir frábæra tón- leika í Tónabæ. Haldið þessu áfram! Þungarokkarar, stöndum saman! Hilmar og Bjarki. Hvaðan er orðatiltækið? Andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er veikt. Úr Matteusarguðspjalli 26, 41 og Markúsarguðspjalli 14, 38, þar sem segir frá sálarstríði Jesú í Getsemane. Jesús veit, að hann verður svikinn og fangaður, og hann tekur Pétur, Jakob og Jóhannes afsíðis til að biðja. Jesús biður þá vaka með sér, en þeir sofna. Þá segir Jesús við Pétur; „Sfmon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið, til þess að þér fallið ekki í freistni; andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er ve*W>“ (Dagbladenes Pressetjeneste) Meira um Bláa lónið Velvakandi. Ég skrifa þessar línur í tilefni greinar í Velvakanda 17. maí sl. um sukk í Bláa lóninu. Ég var stödd við Bláa lónið þennan sama dag ásamt hópi fé- laga. Vomm við á ferð um Reykja- nes og í lokin var farið í Bláa lónið. Verð ég að segja, að mér ofbauð aðkoman, svo ekki sé meira sagt. Er þá langt gengið! Ég skrifaði frásögn um ferðina með það í huga að koma frásögninni um Bláa lónið í blöðin. Tel ég það óþarft nú, þar sem grein M.G. segir flest það sem ég sá og skrifaði og er þar ekkert ofsagt. Meira að segja sá ég, að stór hundur, sem þama var á vappi, fór oftar en einu sinni í lónið. Þá var mér allri lokið! Em það e.t.v. öll þessi auka-„bætiefni“ sem gera Bláa lónið svo heilsusam- legt? Það þarf varla að taka fram, að stærðar kasettutæki var á trébrúnni á öllu útopnu. Mér varð hugsað til greinar, sem birtist í Norsk Ukeblad í fyrra, þar sem kostum lónsins var lýst í máli og myndum. Er það slík aðkoma, sem bjóða á fólki, sem kemur í Bláa lónið sér til heilsubótar? Að lokum fómm við f kaffí í gistihúsið við Bláa lónið og var þar allt til fyrirmyndar — eins og að koma inn í annan heim. Ég vil þakka M.G. fyrir skrifín. Þorbjörg. Utankjörstaða- skrifstofa SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar 688322, 688953 og 688954. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu- dagakl. 14-18. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi 31. maí nk. límtré sparar fyrir þig Límtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brenni. Tilvalið efrú fyrir þig til að smíða úr sjálfum þér til ánægju - og svo sparar þú stórfé um leið! Hringdu í síma 621566 og við veitum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.