Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Bandaríkin: Nýfundnar leiðir í leitinni að bólu- efni gegn alnæmi Washington. AP. TVEIR hópar vísindamanna segjast hafa Jundið nýjar leiðir í leit sinni að bóluefni og lyfjum gcgn vírusnum, sem veldur alnæmi (AIDS). Þakka visindamennirnir þennan árangur nýlegum upp- götvunum í sambandi við gerð vírussins og aðferðum hans við að drepa l’rimiur. Vísindamenn við læknadeild George Washington-háskólans og Krabbameinsstofnun Bandaríkj- anna kveðast geta komið í veg fyrir árás alnæmisvírussins á frumur ónæmiskerfisins með því að nota mótefni gegn algengu líkamshorm- óni. Hormón þetta og alnæmisvírus- inn virðast innihalda efnisþátt, sem Kína: 129 drukknuðu er ferju hvolfdi Peking. AP. 129 MANNS drukknuðu í Gulá í Shanxi-héraði í Kína í síðasta mánuði, þegar yfirfullri feiju hvolfdi, að því er fregnir hermdu ígær. Samkvæmt fyrri fréttum höfðu 24 drukknað, en 125 manns var saknað eftir slysið, sem átti sér stað 11. apríl sl. Kínversk fréttastofa kvað 174 farþega hafa verið um borð í ferj- unni. Henni hvolfdi, þegar vélin stöðvaðist í miklu straumkasti í ánni. Nærstöddu fólki tókst að bjarga 45 manns upp á árbakkana, að því er sagði í fréttinni. Enn fremur sagði, að feijan hefði verið í lélegu ásigkomulagi og engin björgunar- tæki verið um borð. Áhöfnin hafði engrar formlegrar þjálfunar notið og hafði ekki opinbert leyfi til mannflutninga. að flestu leyti er eins í báðum og getur örvað mótefnavirkni. „Við teljum að uppgötvun þessi muni stytta þróunartíma bóluefnis, svo að um munar,“ sagði dr. Allan Goldstein, formaður lífefnadeildar George Washington-háskóla á fundi með blaðamönnum, en vildi ekki fullyrða um, hvenær það yrði tilbúið til notkunar. Hópur víndamanna, sem fiestir vinna við læknadeild Stanford- háskóla í Kalifomíu, kveðst hafa komist að nýjum upplýsingum um aðferð alnæmisvírussins við að drepa hinar svonefndu T-frumur, sem gegna því mikilvæga hlutverki að kalla út vamarsveitir ónæmis- kerfisins, þegar sýking berst inn í líkamann. Vísindamennimir segjast hafa komist að raun um, að T-fmmur, sem orðið hafi fyrir áhrifum frá alnæmisvímsnum, renni saman við heilbrigðar fmmur og myndi risa- fmmur. Risafmmumar ungi síðan út gífurlegum fjölda af vímsnum á líftíma sínum, og geti það verið skýringin á brotthvarfí T-fmmn- anna og niðurbroti ónæmiskerfísins á síðustu stigum alnæmis. „Þegar T-fmmnanna nýtur ekki lengur við, þá em varnir ónæmis- kerfísins lamaðar," sagði dr. Edgar Engleman, oddviti vísindamann- anna við Stanford-háskóla. Sagt er frá uppgötvunum beggja þessara hópa vísindamanna í tíma- ritinu The Journal of Science, sem kom út sl. föstudag. AP/Símamynd. Þátttakendur í „handabandi milli stranda“ í Bandaríkjunum á sunnudag. Nær 6 milljónir manna héidust í hendur í nær óslitinni línu frá New York á austurströndinni til Löngustrandar í Kaliforníu í vestri. Tilgangnrinn var að vekja athygli á kjörum nær 20 milljóna Bandarikjamanna, sem sagðir eru líða hungur, og safna peningum til aðstoðar þeim. Meðfylgjandi mynd var tekin í Arizona. Bandaríkin: Handabönd stranda á milli New York, AP. TALIÐ ER að um sex milljónir manna hafi tekið þátt í átaki gegn húngri í Bandaríkjunum og lialdist í hendur í nær óslitinni línu milli New York í austri og Long Beach i Kaliforníu í vestri á sunnu- dag. Lengd „handabandsins" var 4.124 mílur eða nær 6.700 km. Aðstandendur uppákomunnar von- uðust til að safna 50 milljónum dollara í sjóð, sem ætlað er að styrkja fátæka og hungraða í Bandaríkjunum með ýmsum hætti. Halda þeir fram að um 20 milljónir Bandaríkjamanna líði hungur. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, og Nancy forsetafrú tóku þátt, ásamt dótturinni Maureen og manni hennar, og starfsfólki í Hvíta hús- inu. Aðstandendur átaksins sögðust ánægðir með þátttöku Reagans, en stjóm hans hefur verið gagnrýnd fyrir að aðhafast ekki neitt í málefn- um fátækra og sveltandi manna. Svíþjóð: Vaxandi harka í launadeilunum Stokkhólmi. AP. BANDALAG opinberra starfs- manna í Svíþjóð hótaði því á _ ^ Frakkar og Iranir vilja bætta sambúð Frá Torfa Tulinius, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAKKAR og Iranir hafa eldað saman grátt silfur í fimm ár. Á undanförnum vikum hafa átt sér stað viðræður milli þjóðanna til að samskipti verði með eðlilegum hætti á ný. Yfir þessum viðræðum hvilir skuggi frönsku gislanna í Beirút. 22. maí var nákvæmlega ár löngu hefðu flölmiðlamir ekki liðið síðan tveimur Frökkum, Jean-Paul Kauffmann og Michel Seurat, var rænt á Beirút-flug- velli. Síðan hafa illa skilgreind samtök síta haft þá í gíslingu ásamt tveimur sendiráðsstarfs- mönnum, §órum sjónvarpsmönn- um og hálfníræðum hermanni á eftirlaunum. Allir eru þessir menn franskir ríkisborgarar. Sá síðast- nefndi settist að í Líbanon fyrir nokkrum áratugum til að njóta veðurblíðunnar í ellinni. Hann og eiginkona hans voru einmitt að fara að yfirgefa landið af öryggis- ástæðum eftir loftárás Banda- ríkjamanna á Líbýu þegar gamla manninum var rænt. Frönsku gíslamir í Líbanon eru nú orðnir níu og eru frönskum stjómvöldum stöðugt áhyggjuefni. í tilefni af því að ár er liðið frá því að Kauffmann og Seurat var rænt, var efnt til útifundar í París. Athygli vakti að eiginkona Seurats neitaði að mæta á fund- inn. Maður hennar var sennilega líflátinn rétt fyrir þingkosningam- ar í mars. Ekki hefur þó tekist að fá staðfestingu á því. Það kom fram í yfirlýsingu sem hún gaf út, að hún teldi að öll opinber umfjöllun um mál gíslanna væri aðeins til að tefja fyrir frelsun þeirra. Hún er á þeirri skoðun að gíslunum hefði verið sleppt fyrir blásið mál þeirra út. Því meira hitamál sem gíslatakan varð í frönskum stjómmálum, því meira gátu ræningjamir talið sér trú um að þeir gætu fengið fýrir að láta gíslana lausa. Mary Seurat hefur ekki verið ein um að gagnrýna þá miklu umfjöllun sem gíslamálið hefur fengið í fjölmiðlm. Chirac forsæt- isráðherra hefur tekið í sama streng. Stuttu eftir að hann tók við embætti sínu, lýsti hann því yfír að máli gíslanna yrði ekki komið í höfn nema sem minnst yrði fjallað um það á opinberum vettvangi. Síðan hafa liðið tveir mánuðir og lítið hefur farið fyrir þessu máli í fréttum. Hins vegar hafa ýmis teikn verið á lofti um það að Frakkar og íranir myndu bráðlega bæta samskipti sín. Að margra dómi er nauðsynlegt að lausn fáist á deilum þessara þjóða til að unnt verði að fá ræningjana til að sleppa gíslunum. Mann- ræningjamir eru sítar og kröfur þeirra eru m.a. þær að skotsveit sú sem íranir sendu tii Frakklands til að ráða Chapour Bakhtiar að dögum 1980 verði iátinn laus úr fangelsi en félagar hennar afplána þar dóm samkvæmt frönskum lögum. Vonast er til að stjómvöld í Iran geti beitt áhrifum sínum á ræningjana ef samband þeirra við Frakka batnar. Varaforsetisráðherra Iran, Ali Reza Moayer var staddur í París í vikunni og hitti þá Chirac forsæt- isráðherra og Mitterrand forseta. Ágreiningsefni þjóðanna vom viðmð. Opinberlega em þau þijú: I fyrsta lagi tóku Frakkar milljarð dollara lán af írönum árið 1974, meðan Mohammed Rega Pahlavi keisari var enn við völd. Síðan honum var vísað frá, hafa Frakkar stöðvað endurgreiðslur sínar. Stjómvöld í Iran vilja skiljanlega fá þessa peninga til baka. í öðm lagi vilja íranar að Frakkar tak- marki starfsemi íranskra stjómar- andstæðinga í Frakklandi. I þriðja lagi fara þeir framá að Frakkar verði hlutlausir í stríðinu milli íran og írak. Aðspurður hvort mál gísl- anna hefði borið á góma í viðræð- um hans við franska ráðamenn, sagði íranski varaforsetaráðherr- ann að þjóð hans ætti enga aðild að gíslatökunni. Slíkar aðgerðir samræmdust hvorki stefnu íran né siðferði múhameðstrúar. Hins vegar sagði hann að íran myndi gera allt í sínu valdi til að gíslam- ir öðlist frelsi. Kröfur írana koma sér illa fyrir Frakka, hver þeirra á sinn hátt. Á hinn bóginn er mál gíslanna öflug hvatning til að mæta kröf- unum. Það verður forvitnilegt að vita hversu langt frönsk stjóm- völd em tilbúinn að ganga til að níu þegnar þeirra geti um fijálst höfuð strokið á ný. sunnudag að láta enn fleiri lækna, félagsfræðinga og sál- fræðinga fara í verkfall til þess að fylgja eftir kröfum um hærri laun. Lars Rydell, formaður bandalagsins, sagði í útarpsvið- tali, að 7.000 meðlimir banda- Iagsins til viðbótar myndu leggja niður vinnu 7. júní nk., ef verk- banni yrði skellt á af hálfu hins opinbera, eins og hótað hefði verið. Þetta kann að bitna mjög á sænskum námsmönnum, þar sem verkbannið yrði til þess að tefja fyrir lokaprofóum þeirra. Afleiðing- in yrði sú, að þeir, sem nú em að ljúka stúdentsprófum, fengju stúd- entsskírteini sín of seint til þess að geta sótt tímanlega um nám í há- skólum og öðmm æðri mennta- stofnunum. Efndu námsmenn í Stokkhólmi til mikilla aðgerða á sunnudag til að mótmæla þessu. Til þessa hafa um 9.000 opinberir Læknar í Svíþjóð, sem nú fá um starfsmenn tekið þátt í verkfallinu og em 2000 læknar á 10 helztu sjúkrahúsum landsins á meðal þeirra. Samtök bæja- og sveitarfé- laga hafa svarað með því að hóta verkbanni á 30.000 opinbera starfs- menn, aðallega kennara, frá og með 2. júní. 18.000 s. kr. í laun á mánuði (um 100.000 ísl. kr.) rökstyðja kröfur sínar um hærri laun með því, að þeir hafi tapað margra mánaða launum í reynd á hveiju ári, þar sem þeir hafí ekki hlotið launabætur í samræmi við verðbólgu allt frá því á miðjum síðasta áratug. Italir hlynntir takmörk- unum á tóbaksreykingum Ræm. AP. ÍTALIR, sem taldir eru reykja einna mest af Vestur-Evrópubúum, styðja tillögur heilbrigðisráðherra síns þess efnis, að þeir megi aðeins reykja „í einrúmi", að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem dagblaðið La Republicabirti sl. sunnudag. Sjö af hveijum tíu Itölum segja, að þeir séu ekki andvígir tillögum heilbrigðisráðherra landsins, Cost- ante Degan, um að banna tóbaks- reykingar á öllum opinberum stöð- um, samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar. Ef tillögur heilbrigðisráðherrans yrðu samþykktar í þinginu, mættu Italir lögum samkvæmt að heita má hvergi reykja annars staðar en utandyra, heimafyrir og í einkabíl- um sínum. Nú þegar er bannað að reykja í kvikmyndahúsum, leikhúsum, skól- um, söfnum, spítölum og sam- göngumiðstöðvum. Tillagan hefur ekki verið form- lega lögð fram í þinginu, en hún hefur þegar komið samráðherrum Degans í nokkurt uppnám. Einn þeirra hefur jafnvel haft í heitingum um að stofna „Félag tóbaksvina“, ef ekki verði dregið úr kröfuhörku tillögunnar á hendur reykingafólki. Degan heilbrigðisráðherra, sem hætti sjálfur í fyrra, eftir 20 ára tóbaksreykingar, segist hafa rank- að við sér, þegar hann sá niðurstöð- ur bandarískra rannsókna, sem sýndu, að bæði reykingamönnum og þeim, sem ekki reyktu, væri hættara við að fá krabbamein, ef þeir önduðu að sér tóbaksreyk. „Það, sem eitt sinn var álitið allt að því óhjákvæmilegt skref til að komast í tölu fullorðinna, er nú talið hættuspil, sem rétt sé að forð- ast með öllum ráðum," sagði í La Republica.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.