Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 53 sér dulrænt lífsrými í poppheimin- um. Kate datt út af færibandi menntakerfísins þegar hún var í menntaskóla í Kent og þar sem ekki var mikið um atvinnu sneri hún sér að söng. Árið 1978 söng hún lagið „Wuthering Heights" inn á plötu, en textinn er gerður eftir skáldsögu Emily Broté sem fjallar um magnaðan draugagang. Um skeið tók hún sér frí frá álagi poppheimsins en er nú farin að syngja á ný. Og Kate Bush, sem leikur sér að því að syngja hreint í fjórum áttundum, er aftur komin á toppinn með lagið „Hounds of love“. KÍNA Þegar Zhang Qiang, sem kallar sig einfaldlega Rósu, var 18 ára, sló hún í gegn í söngvakeppni í Peking í Kína með söng sínum Jambalaya. En ekki hreppti hún efsta sætið þó hún væri áberandi best „vegna þess að efni textans féll ekki að pólitískum anda þessa tímabils", segja aðdáendur hennar. En þegar Deng Xiaoping kom til valda var hins vegar slakað pínulítið á hinni menningarlegu spennitreyju Maótímabilsins. Og nú má Zhang Qiang syngja ástarsöngvana sína sem flestir eru ortir við gömul lög frá Japan og Taiwan. í laginu „Laugardagur" syngur hún um hversu gott er að fá frí frá vinn- unni: „Eg klæðist í gallabuxur, og hlið við hlið reikum við unnusti minn um hin breiðu stræti." Qiang fær aðeins jafnvirði um 20 þúsund ísl. króna fyrir hverja plötu, þó sumar plötur hennar hafi selst í meira en 4 milljónum eintaka. En að auki fær hún gjafír frá útgáfu- fyrirtækinu s.s. píanó, stereótæki og litasjónvarp, og er þetta dót alveg að fylla einherbergis íbúðar- kytruna þar sem hún býr ásamt móður sinni og bróður. Zhang Qiang hefur fengið nærri því 100 giftingartilboð sem hún les jafnóð- um en brennir síðan til ösku. TAIWAN Teresa Teng, söngkonan fræga á Taiwan, er 32 ára gömul og hefur sent frá ser um 100 plötur síðustu 16 árin. Hún hefur verið nefnd söngfugl Asíu - hin silfurtæra og tilfínningaþrungna rödd hennar hefur aflað henni aðdáenda í millj- ónatali. Hún stundaði nám í Los Angeles og Tókýó og syngur stund- um á japönsku. Faðir hennar var foringi í her Chiang Kai-shek’s og fluttist til Taiwan 1949 þegar kommúnistar höfðu sigrað í Kína. Þegar plötur hennar tóku að berast með smyglurum til Kína vöruðu siðgæðisverðir Maós við því að rödd hennar gæti afvegaleitt hinn dýr- keypta byltingaranda sem þá átti að ríkja í landinu. COSPER SUÐUR-AMERÍKA Gal Costa, söngkona Brazilfu, er nú 40 ára gömul. Hún hefur sent frá sér 18 plötur síðustu tvo áratug- ina og nýtur gífurlegra vinsælda. Hin kristalstæra rödd hennar nær yfír tvær áttundir og hún hefur aldrei stundað söngnám af neinu tagi. Gal Costa er frá Bahia í Brazil- íu og hefur fengið 8 gullplötur frá 1968. Síðasta plata hennar „Bem Bom“ seldist í 380 þúsund eintökum á þrem mánuðum og hún er svo vinsæl að oft koma rúmlega 10 þúsund manns á hljómleika hjá henni. „Þegar ég er ekki á senunni er ég mjög hljóðlát," segir Gal Costa. „En þegar á sviðið kemur verð ég öll önnur og þá blómstra ég öll.“ — Ég yrði rólegri, ef við fengjum okkur þjóf abjöllu. Utsala 15%-60% Viö rýmum fyrir nýjum vörum. Seljum í dag og næstu daga alls konar keramik og stell meö hressiiegum afslætti. Alttað 60%. í(r U7IWU HÖFÐABAKKA9 - Sími685411. REYKJAVÍK Akstur á kjördag Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða á bifreið til aksturs á kjördegi, laugardaginn 31. maínk. Upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háa- leitisbraut 1 frá kl. 09.00—22.00 og frá kl. 13.00—18.00 um helgar. —■............ — Sjálfstæðisflokkurinn OMi 3ja vikna sumarnámskeið 3. júní. Hraunbergi Kerfi I: Fyrir konur á öllum aldri, flokkarsem hæfaöllum. Kerfi II: Framhaldsflokkar. Þyngri tímar. Kerfi III: Aerobic J.S.B., okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Eldfjörugir púltimar fyrirungarog hressar. Innritun ísíma 79988 Allir finna flokk við sitt hæfi hjá Ný og glæsileg aðstaða. Sturtur — sauna — Ijós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.