Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Kasparov vann síðustu skákina glæsilega ■ Úr söngleiknum „Chess“. Sovéski heimsmeistarinn landflótta (Tommy Körberg) situr að taflborði, en sovésk eiginkona hans (Siobhan McCarthy) reynir að ná athyglinni. HEIMSMEISTARINN í skák, Gary Kasparov, sigraði glæsi- lega i sjöttu og síðustu einvigis- skák sinni við enska stórmeist- arinna Tony Miles. Kasparov sigraði þvi með 5 Vzvinningi gegn '/z, sem er iangbezti árangur hans i eingvigi til þessa. í fyrra sigraði hann v-þýzka stórmeistarann Robert Hiibner 4 V* — 1 l/t, sem var hans bezta skor til þessa. Munurinn varð miklu meiri en Elo-stig keppinautanna gáfu til kynna. Kasparov hefur nú 2720 stig, en Miles 2610. Það er aðeins Bobby Fischer sem hef- ur áður náð að sýna svo algjöra yfirburði í einvígjum við skák- menn yfir 2600 stig, er hann vann þá Taimanov og Larsen báða 6-0 árið 1971. Yfirburðir Kasparovs voru miklir, sérstaklega vegna þess að honum tókst að fá upp flóknar og tvísýnar stöður í næstum hverri einustu skák. Miles stóðst honum ekki snúning $ flækjunum, auk þess sem hann var eins og illa lesinn skólastrákur þegar tízkuafbrigði bar á góma. Þannig tapaði hann svo að segja baráttu- laust f fimmtu og sjöttu skákun- um, þar sem að hann anaði út f afbrigði sem Kasparov og sovézk- ir aðstoðarmenn hans hafa þaul- stúderað. Aðeins í annarri skákinni náði Miles að pressa, en Kasparov varðist af þolinmæði og svo fór að Miles sprengdi sig og tapaði skákinni algjörlega að óþörfu. Það er greinilegt að Kasparov hefur aldrei verið sterkari en nú, en í þessu einvígi sýndi Miles samt hvemig á ekki að tefla á móti honum. Gegn Kasparov verður að tefla leiðinlega og velja afbrigði sem gefa ekki færi á neinu sprikli og helst ekki byijanir sem eru í tfzku. Þetta veit Anatoly Karpov allra manna bezt og virðist fær um að hagnýta sér þá þekkingu, öfugt við aðra sem háð hafa ein- vígi við Kasparov. Sjötta skákin var glæsilegur endapunktur á einvígið af hálfu Kasparovs. Hann setti Miles út af laginu með bráðsnjallri nýjung í byijuninni. Hann fór með kóng sinn út á borðið í miðtafli en Miles tókst ekki að hagnýta sér það og gagnsókn heimsmeistarans réð úrslitum. Kasparov á leið til London Sýningar á söngleiknum „Chess" eða Skák eru nýhafnar í Prince Edward-leikhúsinu í Lond- on. Verkið hafa samið engir aðrir en Tim Rice og Abba-drengimir Benny Andersson og Bjöm Ulva- eus. Hljómplata með lögunum er löngu komin út og varð mjög vinsæl, t.d. á rás 2. Aðalpersón- umar í verkinu eru einmitt að bítast um heimsmeistaratitilinn í skák og Kasparov er því málið skylt. Hann er nú á leið til London til að sjá söngleikinn, auk þess sem hann mun tefla flöltefli, sem mun færa honum u.þ.b. 600.000 ísl. krónur í aðra hönd, sem er met. Sjötta einvígisskák heims- meistarans við Miles bendir ekki til þess að hann þurfi að lækka prísana á næstunni: 6. einvígisskákin: Hvitt: Anthony Miles Svart: Gary Kasparov Slavnesk vörn 1. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rc3 - Rf6, 4. e3 - e6, 5. Rf3 - Rbd7, 6. Bd3 — dxc4, 7. Bxc4 — b6, 8. Bd3 — a6, 9. e4 — c5, 10. e5 — cxd4,11. Rxb5 — Rg4. Þessi staða kom einnig upp í 4. skákinni. Þá lék Miles ömgg- asta leiknum, 12. Rbxd4. í teóríu- bókunum er 11. — Rg4 hins vegar talinn vafasamur vegna hins kröftuga leiks 12. Da4!? Illu heilli trúir Miles fræðibókunum, en hann hefði þó mátt vita að Kasp- arov myndi ekki gefa kost á leikn- um án þess að hafa eitthvað í pokahominu. 12. Da4 — Rgxe5, 13. Rxe5 — Rxe5 Að gefa kost á tvfskákum og fráskákum er afskaplega vara- samt, nema flækjumar hafí verið reiknaðar út heima. 14. — Rd6++ Teóríubækumar gefa einnig 14. Rc7++ - Ke7, 15. Rxa8 - Rxd3+, 16. Ke2 - Re5, 17. Db4+ — Ke8, 18. Db6 með betri stöðu á hvítt, en f nýjasta Informatom- um er gefið upp 17. — Kf6!, 18. Dd2 — Ke7! og svarta staðan á að vera í lagi. 14.- Ke7,15. Rxc8+ - Kf6. Stórkostlegur og óvæntur milli- leikur. Bæði 15. — Dxc8, 16. Dxd4 og 15. - Hxc8, 16. Bxa6 - Ha8, 17. Db5 - f6, 18. 0-0 - Hb8,19. Dxe5 (Spassky — Novot- elnov, Sovétríkjunum 1961) Ieiða til betri stöðu á hvítt. 16. Be4, Svartur má vel við una eftir 16. Bxa6 - Rd3+, 17. Kfl - Dxc8. 16. — Hxc8,17. h4? 17. 0-0 er skárra, þó svartur nái frumkvæðinu eins og í skák- inni með 17.— Hc41, 18. Ddl — d3, 17. Bf4 — Dd6 veldur svarti engum erfiðleikum, en 17. Db3 er athyglisverðasti leikur hvíts, því hvítur hótar óþyrmilega að leika 18. Dg3. Svartur virðist þó eiga gott svar við 17. Db3: 17 — d3, 18. Bf4 - Dd4, 19. Bxe5+ - Dxe5, 20. Dxd3 - Bb4+, 21. Kfl - Hhd8, 22. Df3+ - Ke7, með öflugu frumkvæði. Það er því ekki ljóst hvemig best er að svara 15. — Kf6, en varla hefur hvítur sagt sitt síðasta orð í afbrigðinu. 17. -h6,18.0-0. E.t.v. hefur Miles ætlað að leika 18. Bg5+, en guggnað, því eftir 18. — hxg5, 19. hxg5n—Kxg5, 20. Hxh8 er 20. - Bb4+, 21. Dxb4 - Dxh8, 22. Dxd4! vel viðunandi á hvítt, en svartur leik- ur 20. - f5!, 21. Dxd4 - Hc4, eða 21. — Dc5 og nær betri stöðu. 18. — Hc41,19. Ddl, Það er hart að þurfa að hörfa en eftir 19. Dxa6 — d3 hótar svartur báðum biskupum hvíts (20. — Hxe4 og 20. — d2) 19. — d3,20. Hel? Nú tapar hvítur liði, en það var úr vöndu að ráða: 20. Bf3 — g6 og svartur er með peð yfír og hefur alla stöðuna, eða 20. f4 — Rg4!, 21. Dxg4 - Dd4+, 22. Khl — Dxe4, með sælu peði yfir. 20. - Hxcll, 21. Hxcl - d2, 22. Hf 1 — Dd4I. Með tvöfaldri hótun. Eftirleik- urinn er auðveldur fyrir Kasparov. 23. Hc2 - Dxe4, 24. Hxd2 - Bc5, 25. Hel - Dxh4, 26. Dc2 — Bb4I, 27. Hxe5 — Bxd2, 28. g3 — Dd4, 29. He4 — Dd5 og hvítur gafst upp, þvf hann hefur engar bætur fyrir biskupinn sem svartur er yfir. Stýrímannaskólanum slitið Stýrimannaskólanum i Reykja- vík var slitið við hátiðlega athöfn i hátiðasal skólans laugardaginn 17. mai. Skipstjómarprófi 1. stigs luku 35 nemendur við Stýrimannaskól- ann í Reykjavik, 10 nemendur við Dalvíkurskóla og 6 nemendur á Höfn í Homafirði. Hæstu einnkunn- ir í Reykjavík fengu Ingimundur Þ. Ingimundarson, Reykjavík, með 9.19, Gunnar H. Sigurðsson, Akur- eyri, með 9.17 og Geir Þóroddsson, Þórshöfn, með 8.72. Hæstu ein- kunnir á Dalvfk hlutu Nökkvi Jó- hannsson, Blönduósi, með 8.72 og Benedikt P. Guðbrandsson, Hofsósi, með 8.22 og á Höfn í Homafírði hlaut Bjami E. Olgeirsson 8.43. Alls luku 22 nemendur skip- stjómarprófi 2. stigs. Hæstu ein- kunnir fengu Jóel Kristjánsson, Siglufirði, 9.33, Ámi Þorsteinsson, Kópavogi, 9.02 og Vilhjálmur Ól- afsson, Isafirði, 8.95. Skipstjómarprófi 3. stigs, far- mannaprófi, luku 14 nemendur. Jens Kristján Kristinsson, Akureyri, fékk hæstu einkunn 8.80. Haraldur Haraldsson, Reykjavík, fékk 8.70 og Roland Bucholz, Grindavík, fékk 8.61. í vetur var haldið réttindanám- skeið skipstjómarmanna sem verið hafa á undanþágu. Námskeið þessi voru haldin víðsvegar um landið en Stýrimannskólinn í Reykjavík hafði yfirumsjón með náminu. Réttinda- námið skiptist í 80 rúmlesta rétt- indanám annars vegar, en því luku samtals 79 skipstjómarmenn, og framhaldsnámskeið sem veitir rétt- indi til skipstjómar á 200 rúmlesta skipi í innanlandssiglingum hins vegar. Því luku 32 nemendur. Níu vikna kvöldnámskeið til 30 rúmlesta réttinda var einnig haldið í vetur. Þessu námskeiði luku 40 manns við Stýrimannaskólann og 18 manns á ísafírði. Nokkur verðlaun voru veitt við skólasiitinn. Hæsti nemandi á 2. stigi, Jóel Kristjánsson, fékk Öldu- bikarinn, farandverðlaun Sjó- mannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnaifyarðar. Jens Kristján Krist- insson hlaut bikar Eimskipafélags íslands. Landssamband fslenskra útvegsmanna veitir á hveiju ári verðlaun, loftvog og klukku, til hæsta nemanda í siglingafræði á skipstjómarprófi 2. stigs. Að þessu sinni hlaut Hallgrímur Magnús Siguijónsson frá Isafirði verðlaun- in, en hann fékk 46 stig af 50 mögulegum. Nemendur sem fengu ágætiseinkunn og hæstu einkunnir fengu bókaverðlaun og viðurkennn- ingarskjal frá Verðlaunasjóði Páls Halldórssonar skólastjóra. Danska menntamálaráðuneytið veitti bóka- verðlaun fyrir hæstu einkunnir f dönsku á brottfararprófi. Skólinn verðlaunaði nemendur sem náðu bestum árangri í íslensku í hverri deild. Þá vom tíu nemendum sem fengu 10 í skólasóknareinkunn veitt sérstök verðlaun, en Kristján Jó- hannesson, Reykjavík, fékk sér- staka viðurkenningu fyrir að hafa 100% mætingu bseði á haust- og vorönn. Tveir 50 ára nemendur skólans vom viðstaddir skólaslitin, þeir Jón Steingrímsson og Guðráður Sig- urðsson skipstjórar. Skólanum bár- ust ýmsar gjafir. Fyrir hönd 18 nemenda sem útskrifuðust 1966 með hið meira fiskimannapróf af- hentu Gunnar Þórðarson og Jón Bjöm Vilhjálmsson 90.000 krónur í lána- og styrktarsjóð nemenda. Fyrir hönd 40 ára nemenda talaði Jónas Þorsteinsson, skipstjóri frá Akureyri, og gáfu þeir 33.000 krón- ur í tækjasjóð Stýrimannaskólans. Halldór Hermannsson, skipstjóri á ísafírði, afhenti vandaða bekkjar- mjmd og peninga,til stofnunar fag- bókasjóðs Stýrimannaskólans, frá 30 ára nemendum úr farmanna- og fískimannadeild. Guðni Einarsson, skipstjóri á Suðureyri, talaði fyrir hönd 10 ára farmanna og gáfu þeir 24.000 krónur í sögusjóð Stýri- mannaskólans. Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, flutti kveðju 20 ára nemenda úr farmannadeild og gáfu þeir 13 þúsund krónur í sögu- sjóðinn. Þá fluttu þeir Jón Þórðar- son, Gunnar Tryggvason og Víðir Jónsson kveðjur frá 10 ára nemend- um fiskimannadeildar, en bekkur- inn ætlar að styrlq'a sögusjóðinn. Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjóri afhendir Jens Kristjáni Krist- inssyni bikar Eimskipafélags íslands. Við hlið þeirra stendur Hall- grímur Magnús Siguijónsson, sem fékk verðlaun LÍÚ. Höggvið er nú grimmt í garð vina minna eftirAdolf Björnsson Umræður og linnulausar árásir á Útvegsbanka Islands og starfsfólk þeirrar stofnunar að undanfömu hafa verið hatrammar og óvægar, oftast án íhugunar og röksemda. Vopn hafa verið ryðbúin og slíðra- laus. Ekki verður mínum dómi hlýtt, en rödd mín hljómar til yðar ftjáls. Ég hefí starfað í Utvegsbanka íslands í rúma hálfa öld og átt oft á tíðum í stríði og vopnaburði við harða andstöðu og ranglæti póli- tískra andstæðinga og sérhags- munahópa. Alltaf hefi ég notið stuðnings félagsmanna minna í hópi stjómenda í starfsmannafélagi Út- vegsbankans og annarra félags- manna þar og í öðmm bönkum. Ég talaði þar aldrei og hvergi tæpitungu, en fyrir það hlaut ég þann dóm, grundaðan og undir- búinn af pólitískum andstæðingum mínum, að ég og félagar mínir í stjóm starfsmannafélags Útvegs- bankans vomm dæmdir í sex daga fangelsi, sem síðar dagaði uppi í skjalamöppu dómasafns Hæstarétt- ar. Nú er á ný leitað lags, að koma höggi á starfsmenn Úivegsbanka íslands. Stjómmálamenn ættu að láta bankamenn í friði við skyldustörf sín. Höfundur er starfsmaður Útvegs- bankans og fyrrverandi formaður starfsmannafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.