Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 49 Minning: Þór Ragnarsson Fæádur 9.júlí 1964 Dáinn 19. maí 1986 Kveðja frá foreldrum, systkinum o g Atla litla Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. Ó, látum hreinan hjörtum í og heitan kærleik búa því, eins og systkin saman hér í sátt og friði lifum vér, vor hæsti faðir himnum á sín hjartkær böm oss kallar þá. (H.Hálfd.) Það var vordagur, sól og sumar- ylur breiddu út faðminn á móti öllu, sem lifir og grær. Veturinn var að baki, og enn á ný birtust fyrirheit ungum og öldn- um, um aðild að nóttlausri voraldar- veröld — um skamma stund. Á þessari vonglöðu vortíð barst sorgarfrétt um sviplegt fráfall vinar okkar, Þórs Ragnarssonar. Það syrti að svo snögglega, að líkast var að allar áttir væru týndar. Þessi ungi og glæsilegi vinur hafði í fari sínu þá birtu og hlýju, sem minnti mest á heiðan og sólrík- an sumardag. Einmitt á þvílíkum degi var hann hrifínn á braut á örstuttu andartaki. Þór hóf nám við tréiðnadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti á vorönn 1981. Honum sóttist námið vel vegna mannkosta sinna og jákvæðs hug- arfars. Þessa dagana var hann að þreyta próf við öldungadeild skólans, enda stefndi hugur hans á lengra nám en til sveinsprófs. Segja mætti að hann hafí staðið upp frá upplestri og prófum, gengið út í vorið að lyfta sér upp, í leik með vinum og félögum. Á samri stund var hann allur, lif og leikur voru að baki. Kennarar hans við Fjölbrautaskólann í Breið- holti vilja með þessum orðum þakka hlýjar minningar um góðan dreng, og harma sviplegan endi á okkar skammvinnu samfylgd. Sárastur er harmur ástvina og ættingja. Þeim vottum við dýpstu samúð. Páll Jónsson Nú legg ég augun aftur, óGuðþinnnáðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfir láttu vaka þinn engil.svoégsofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Á annan í hvítasunnu var hringt á dyrabjöllunni hjá mér og úti fyrir stóð nágrannakona mín og tilkynnti mér að Þór væri dáinn. Það er erfítt að trúa því að hann skuli vera farinn frá okkur. Þór fluttist með foreldrum sínum í Unufell 31 fyrir 14 árum og kynntist ég honum mjög náið þar sem sonur minn og Þór urðu góðir vinir. Þór var ekki margmáll, hann var yndislegur drengur og góður. Við eigum góðar minningar um Þór og er mér mjög minnisstætt þegar hann ásamt 3 vinum sínum úr stigaganginum unnu það afrek að verða Reykjavíkurmeistarar í innanhússknattspymu með íþrótta- félaginu Leikni í Breiðholti árið 1975, þá 10 og 11 áragamlir. Faðir Þórs, Ragnar Magnússon, var einn af stofnendum Leiknis og formaður í því félagi í nokkur ár. Þess vegna var mikið um að vera hjá þessum duglegu strákum, sem lifðu og hrærðust fyrir fótboltann. Nú eru tveir úr þessu stjömuliði horfnir svo ungir og efnilegir. Hinn drengurinn var Anton Sigurðsson, sem bjó í sama stigagangi, dó af slysförum fyrir 4 árum. Hún var löng þögnin í símanum eftir að ég var búin að segja syni mínum þessa sorgarfrétt. Þar sem hann er í vinnu í Noregi og getur þess vegna ekki fylgt sínum vini til grafar í dag bað hann mig um að færa innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Elsku Lilla, Raggi, Magnús Páll, Sigrún og Atli Ben, megi góður guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg sem þið hafið orðið fyrir. En minningin lifír alltaf um góðan dreng. Bertha Biering Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárinerubeggjaorð. Þessi alkunna vísa kom í huga mér er ég var að leita að orðum til að kveðja ljúflinginn hann Þór eða Tóta eins og við vinir hans kölluðum hann. Tóti var fluttur í Unufell 31 með foreldrum sínum, Guðlaugu Wium og Ragnari Magnússyni, og tveimur systkinum sínum, Sigrúnu og Magnúsi Páli, þegar við komum í húsið 1972. Með þeim ólst þessi fallegi grannvaxni drengur með feimnislega brosið upp, á fallegu og notalegu heimili. Tóti var einstaklega ljúfur og hjálpsamur. Hann vildi hveijum manni greiða gera. Það var ánægju- legt að sjá hvað þeir voru samrýndir feðgamir, enda áhugamálin lík, sem sé íþróttimar og lágu leiðir þeirra oft saman á völlinn. Kynslóðabil var ekki til fyrir Tóta og Ragnari. Tuttugu og eitt ár er ekki langur tími á þessari jörð og ekki langa sögu að segja. En Tóta, þessum unga fallega pilti, tókst að skilja eftir óvenju fallega sögu, sögu um hófsemi, samviskusemi og hjálp- semi. Guð gæti hans og geymi. Elsku Lilla og Raggi, og systkini, það er mikil hamingja að eiga dreng eins og Tóta, en það er ólýsanleg sorg að missa hann. Megi góður guð gefa ykkur þrek til að öðlast gleðina á ný. Innilegustu samúðarkveðjur. Svandís, Hjálmar og fjölskylda. Þór er dáinn. Mamma hringdi til mín og tilkynnti mér þessa sorgar- frétt. Besta vini mínum, honum Þór, kynntist ég í sambandi við fótbolt- ann eins og margir aðrir strákar. Fjöldi stráka er og hefur verið úti á skólavelli í fótbolta yfírleitt langt fram á kvöld. Allir vildu þeir hafa Þór með sér í liði, því að hann þótti afburða góður knattspymumaður. Þór hóf sinn knattspymuferil hjá íþróttafélaginu Leikni í Breiðholti, ungur að áram, reyndar einn af þeim sem bytjaði hjá félaginu 1973 er það var stofnað. Hann lék með þeim upp alla yngri flokka og var eitt ár í öðram flokk. Þá gekk hann til liðs við Val frá Reykjavík og kláraði annan flokk þar. Hann var tvö ár til viðbótar hjá Val í meistara- flokk og fyrsta flokk, hann náði þeim góða árangri að komast í meistaraflokk félagsins. Núna í vor gekk hann aftur til liðs við Leikni í Breiðholtinu. Þór fór í knattspymuferðalag erlendis, með Leikni til Danmerkur og öðram flokki Vals til Bandaríkj- anna. Þór kláraði grunnskólann og fór sfðan í Fjölbrautaskólann í Breið- holti þar sem hann lagði stund á húsasmíði. Hann kláraði skólann fram að sveinsprófí og aðeins betur. Þá tekur hann sér frí frá námi og gerist fastur starfsmaður í prent- smiðju Morgunblaðsins þar sem faðir hans, Ragnar Magnússon, er verkstjóri. Þór settist aftur á skólabekk um sl. áramót í kvöldskóla Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og stefndi á stúdentspróf. Þór var sonur hjónanna Guðlaug- ar P. Wium og Ragnars Magnús- sonar verkstjóra í prentsmiðju Morgunblaðsins. Eldri systur átti hann sem heitir Sigrún og yngri bróður sem heitir Magnús Páll. Þór var góður og traustur vinur sem félagi. Hann var rólegur að eðlisfari og hógvær, hann vildi allt fyrir alla gera, alltaf tilbúinn. Við Þór áttum margar skemmtilegar stundir saman. Já, það er erfítt að trúa þessu og maður spyr sjálfan sig: Hver er tilgangurinn þegar svona ungur drengur í blóma lífsins er hrifínn í burtu? Það var skrítin tilviljun að móðir mín skyldi vera með hann í höndum sínum síðustu stundimar sem hann lifði. Minningin um Þór mun lifa þótt hann sé ekki hér á meðal okkar. Já, vegir Guðs era órannsakanlegir. Við munum öll lenda á sama stað. Þetta er aðeins spuming um tíma, hvenær við verð- um kölluð. Þór verður borinn til grafar í dag og verður lagður við hlið ömmu sinnar í Gufuneskirkjugarði. Ég bið Guð að styrkja foreldra hans og systkini á þessari sorgar- stundu. Þorfinnur Hjaltason og fjölskylda Drottinn gaf og drottinn tók, lofað veri nafn Drottins (Job. 1:21.) Drottinn tók Tóta og manni fínnst erfítt að lofa Drottinn fyrir það. Ailt vald er í hendi Guðs og Hann einn veit hvað okkur er fyrir bestu. Maður sér oft góða drengi fara á unga aldri. Drottinn tekur þá áður en þeir hafa saurgast af heiminum. Tóti átti heima í sama húsi og við í 14 ár. Það vora ekki lætin í honum, hægur og kurteis hvar sem hann kom. Hann var sannkallað prúðmenni, en undir niðri var ólg- andi lífsneisti. Hann sló hlutunum í grín og hjól snerast í lífi hans. Tóti hafði gaman af að láta knöttinn snúast og var fótboltaæfíng síðasta stund hans hér á jörð. Boltinn, sem bankaði í brjóstið á Tóta er eins og mynd af hjóli Guðs sem sækir hann. Hjólið er eilíft, það á sér ekki upphaf eða endi, eins og nafn Drottins. Tóti var einn af þessum góðu drengjum sem íslenska þjóðin á. Maður verður ekki samur eftir að hafa kynnst honum. Thelma litla fékk að kynnast góðmennsku hans, því oft gætti hann hennar og sýndi henni einstakan kærleika. Við biðjum Guð að hugga for- eldra, systkini og alla þá sem eiga um sárt að binda í þessum ástvina- missi. Bestu huggunarorð era frá Jesú Kristi: „Ég er upprisan og líf- ið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hanndeyi". (Jóh. 11:25.). Fjölskyldan 1. hæð Unufelli 31. Félagi er horfínn — ungur maður gengur út í gróandann til leiks með félögum sfnum og á ekki aftur- kvæmt. Mann setur hljóðan yfír slíkum örlögum, en vegir Guðs eru oft á tíðum ofar skilningi okkar mannanna, en hafa samt sinn til- gang. Þór var sonur hjónanna Guðlaug- ar Wíum og Ragnars Magnússonar, hann átti tvö systkini, þau Sigrúnu og Magnús Pál. Hann var hæglátur og traustur alla tíð, og framar öllu góður félagi. Ásamt öðram ungum drengjum í nýju hverfí, stofnaði hann íþróttafélagið Leikni á sínum tíma, og spilaði knattspymu á þess vegum frá unga aldri, en um tíma hvarf hann til annars félags, en var nú kominn aftur til leiks hjá sínu gamla félagi. Þetta sýndi trygglyndi hans, sem hann átti í ríkum mæli, enda er það tómarúm sem hann skilur eftir vandfyllt. Þegar ungt fólk fellur frá í blóma lífsins, vefst manni oft tunga um tönn, ýmsar hugsanir skjóta upp kollinum, það vaknar biturleiki og vonleysi en þegar betur er að gáð, er aðalatriðið hvemig viðkomandi ungmenni hefur lifað sínu stutta lífí. Foreldrar Þórs mega vera stolt af lífsskeiði hans. Við félagamir drúpum höfði og kveðjum góðan dreng og þökkum honum samver- una ogtrygglyndið. Megi góður Guð styrlqa foreldra og systkini í harmi þeirra, og gefa þeim trú á endurfund við sinn elsk- aða son ogbróður. íþróttafélagið Leiknir, Omar Kristinsson. Að morgni annars í hvítasunnu barst okkur sú harmafregn að hann Þór væri dáinn. Menn setur hljóta, sorgin sest að, minningamar og spumingin um tilganginn leita á hugann. I dag er til moldar borinn Þór Ragnarsson. Hann fæddist í Reykjavík 9. júlí 1964. Foreldrar hans era þau Ragnar Magnússon og Guðlaug Wium. Þór var næst elstur þriggja systkina, en þau era Sígrún og Magnús Páll. Þór kom til starfa í prentsmiðju Morgunblaðsins 1982 við sumaraf- leysingar, en var fastráðinn fyrir tveimur áram. Þá stóðu yfír miklar breytingar hjá blaðinu. Flutt vár í nýtt húsnæði og verið var að taka nýja og stórvirka prentvél í notkun. Þetta vora umbrotatímar og álag á fólki við að ná tökum á nýjum tækjum. Það var athygli vert hvað þessi ungi maður var yfirvegaður og rólegur þótt sitthvað gengi á við að koma blaðinu út á réttum tíma. En þannig var hann. Hæglátur og þægilegur í umgengni og um margt þroskaðri en ungir menn á þessu reki. Það vakti aðdáun okkar félag- anna í vetur sem leið að sjá hann einbeita sér við gátur stærðfræð- innar á nætumar, meðan á prentun blaðsins stóð, í öllum hávaðanum frá vélinni. Metnaðinn vantaði ekki, stefnt var á stúdentspróf. Með þessum fátæklegu orðum þökkum við samverana og kveðjum Þór Ragnarsson. Kæra vinir, Ragnar, Lilla og systkinin. Megi sá sem öllu ræður deyfa sorg ykkar og söknuð. Blessuð sé minning um góðan dreng. F.h. starfsfélaga í prent- smiðju Morgunblaðsins, Gísli Elíasson Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ÞÓRRAGNARSSON, Unufelli 31, verður jarðsunginn fró Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 27. maí, kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugaröi. Guðlaug P. Wium, Ragnar Magnússon, Magnús Páll Ragnarsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Atli Bent Þorsteinsson. Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR HELGASON bifreiðastjóri, Heiðnabergi 8, verður jarösunginn frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 29. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Guðrún Ólafsdóttir, Halldór Ólafsson, Gyða Þórisdóttir, Inga Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guömundur I. Ásmundsson, Ómar Örn Ólafsson, Sigurbjörg A. Guömundsdóttir, Gunnar Ólafsson, MinoukOei, Ólafur Jóhann Ólafsson, Sigriður Einarsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur okkar og systur, HRAFNHILDAR MARINÓSDÓTTUR, Stigahlfð 41. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki á deild 2A Landakotsspítala og öllum þeim er sýndu henni vinsemd og stuðning i veikindum hennar. Þorvarður Björnsson, Kristin Jónsdóttir, Marinó Nordquist Jónsson og systkini. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdafööur og afa, BJÖRGVINS INGIBERGSSONAR, blikksmíöameistara, Langagerði 36. Aðalheiður Bjargmundsdóttir, Bjargmundur Björgvinsson, Guðný Guðmundsdóttir, Ásdfs Björgvinsdóttir, Páll Á. Jónsson, Aðalheiður B. Björgvinsdóttir, Valþór Valentfnusson og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.