Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Davíð
Oddsson
borgarstjóri
svarar
spurningum
lesenda
Spurt og svarað
um borgarmál
LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS
Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista
sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. rhaí næstkom-
andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna.
Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 10100 á
milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar
fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan
í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar i
bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit-
stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að
nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram.
„Strætógata“ milli
Hálsasels o g Flúðasels
Ásthildur Sveinsdóttir, Flúða-
seli 65, spyr:
Við berum ugg i brjósti
vegna svonefndrar „strætó-
götu“ milli Hálsasels og Flúða-
sels. Gata þessi er mjó. Við
hana eru ekki gangstéttir. Við
hana eru hins vegar tveir Ieik-
skólar. Uggur okkur stafar af
því að ferðir almenningsvagna
um götuna, ekki sízt á vetrum
þegar gangandi umferð beinist
útá götuna, stundum svellaða,
er mjög varhugaverð, ekki sízt
fyrir yngstu borgarana. Oku-
tækjum, öðrum en strætisvögn-
um, er bönnuð umferð um
götuna. Þetta bann er hinsveg-
ar ekki virt. Er ekkert hægt
að gera i þessum málum áður
en slys ber að garði? Fer ekki
bezt á því að gatan verði aðeins
göngugata?
Svar:
Ef „strætógatan" er tekin af,
verður innri kjami Seljahverfísins
úr sambandi, nema fólk sætti sig
við langar gönguvegalengdir út í
jaðra hverfísins. Gangstétt er að
norðanverðu við götuna, nema
vestast, þar vantar nokkra metra.
Umferðardeild borgarinnar telur
slysahættu þama ekki mikla.
Einhver brögð eru að því, að
önnur farartæki fari um „strætó-
götuna“, en það er brot á um-
ferðarreglum, sem taka ber hart
á. Með talsverðum kostnaði mætti
koma upp fjarstýrðum hliðum til
að hindra umferð annarra vagna
en vagna SVR, en til þessa hefur
ekki þótt nægilega rík ástæða til
að leggja í þann kostnað.
Þjónusta SVR við íbúa
Neðstaleitis
Vigdís Stefánsdóttir, Neðsta-
leiti 3, spyr:
Strætisvagnaferðir úr hverfi
mínu og miðborgar eru ónógar.
Sama máli gegnir raunar um
ferðir milli hverfa. Megum við
eiga von á því að vagnarnir
þjóni betur þörfum okkar í
framtíð?
Svar:
Fyrirspyijandi á sennilega fleiri
kosta völ en hún gerir sér grein
fyrir.
Leiðir 6 og 7 hafa viðkomu á
Bústaðavegi (nýir viðkomustaðir)
á móts við Neðstaleiti. Auk þess
hafa leiðir 8 og 9 viðkomu á
Listabraut á móts við Neðstaleiti.
Hvort tveggja eru þetta hringleið-
ir, sem tengja mörg borgarhverfí
saman og þess utan tengjast þær
leiðakerfí SVR í heild á meirihátt-
ar skiptistöðvum.
Að auki aka leiðir 13 og 14
(Breiðholtsvagnar) á kvöldin og
um helgar um Listabraut og við-
koma þar er við Neðstaleiti. Leiðir
6, 7, 13 og 14 hafa endastöð á
Lækjartorgi. Leiðir 8 og 9 á
Hlemmi.
Þjónusta við aldraða
Anna Margrét Guðmundsdótt-
ir, Bústaðavegi 19, spyr:
Eg bý ein í gamalli íbúð
(byggð 1950) og hefi fulla
tekjutryggingu, sem segir til
um lífeyri minn. íbúðin lekur
og þarfnast all nokkurrar við-
gerðar. Nú er það stefna borg-
aryfirvalda, ef ekki líka stjórn-
valda, að aldrað fólk hafi kost
á að dveljast sem lengst í eigin
íbúðum. Mér er spurn, hvort
borgaryfirvöld geti haft for-
göngu um verulega hagstæð
lán til ellilífeyrisþega til nauð-
synlegra endurbóta á eldri
ibúðum? Ekki dugar að bjóða
upp á lánakjör sem eta upp
íbúðirnar, ef svo má að orði
komast, úr höndum fólks.
Svar:
Það er rétt að borgaryfírvöld
vilja, að fólk eigi þess sem lengst
kost að búa í eigin húsnæði. Að
því stuðlar ýmis þjónusta sem
borgin veitir svo sem heimilishjálp
til sjúkra og aldraðra, heima-
hjúkrun o.fl. Lánveitingar til hús-
næðismála hafa hins vegar aldrei
verið á vegum borgarinnar. Ég
vek athygli bréfritara á því, að
Húsnæðismálastofnun veitir lán
til viðhalds eldri húsa. Um slík lán
til ellilífeyrisþega (67 ára og eldri)
gilda sérstakar reglur og mun
hagstæðari, en almennt tíðkast
hér á lánamarkaði.
Sundlaugar Reykja-
víkur
Ólöf Jónsdóttir, Hjallaseli 10,
spyr:
Stendur til að breyta gömlu
búningsaðstöðunni i Laugardal
í sólbaðstofu og gufubað?
Hvenær verður þeim fram-
kvæmdum lokið? Hvenær verð-
ur framkvæmdum við Sund-
höllina, sem hafnar voru á sl.
ári, lokið, t.d. búningsklefum
kvenna, sem ekki eru fullfrá-
gengnir? Stendur til að koma
upp Ijósalampa í Sundhöllinni?
Svar:
Hluta af því rými í gömlu bað-
og búningsklefunum sem losnaði
við tilkomu nýbyggingarinnar í
Sundlaugunum í Laugardal er
fyrirhugað að nota fyrir gufuböð
og sólarlampa og er í athugun
núna hvemig þessu verður best
fyrir komið en ekki er áætlað fjár-
magn til framkvæmda á þessu ári.
Frágangi á kvennaböðum (snyrt-
ingu) í Sundhöll Reykjavíkur er
lokið og eru þau komin í gagnið.
Einnig er hafínn undirbúningur
að innréttingum á aðstöðu fyrir
sólarlampa.
Sundlaugarnar í
Laugardal
Bryndís Bjarnadóttir, Teiga-
gerði 14, spyr:
Síðast þegar borgarstjóri
svaraði fyrirspurnum borgar-
búa í Morgunblaðinu var fyrir-
spurn frá mér um sundaðstöðu
fyrir Fossvogs- og Bústaða- og
Háaleitishverfi syarað með
þeim hætti, að fjármagn til
þeirra hluta væri fast sett í
Laugardalslaug. Þessa spurn-
ingu vil ég endurtaka nú.
Þá vil ég í vinsemd mælast
til þess að kannað verði nota-
gildi Laugardalslaugar, þ.e.
fjármagnskostnað annars veg-
ar og nýtingu hinsvegar, og
okkur, skattgreiðendum, gerð
grein fyrir aðsókn að laugum
borgarinnar, hver nýting
þeirra er miðað við þann kostn-
að sem i þær hefur farið. Fróð-
legt verður að sjá hlut Laugar-
dalslaugar í samanburði við
hverfalaugamar í slíkri könn-
un.
Svar:
Frá því Sundlaugamar í Laug-
ardal vom teknar í notkun árið
1968 hafa komið þar yfír 9 millj-
ónir gesta. Búninga- og baðað-
staðan sem þá var tekin í notkun
var hugsuð til bráðabirgða og
aldrei gerð til þess að anna þess-
um mikla gestaijölda enda var svo
komið málum að illmögulegt var
að viðhafa það hreinlæti sem
nauðsynlegt er á þessum stöðum.
Nýju bað- og búningsherbergin
sem tekin vom í notkun nú í
maí eiga með góðu móti að geta
annað um 700.000 gestum á ári.
Þetta er dýrt og mikið mannvirki
og vandað hefur verið til þess eins
og hægt er enda gestafjöldi mik-
ill. Hvað viðvíkur samanburði á
rekstrarkostnaði og nýtni Sund-
iauganna í Laugardal miðað við
aðra sundstaði í borginni fylgja
hér með tölur um kostnað á bað-
gest svo og um kostnað umfram
tekjur á gest á síðasta ári.
Umferð við Vesturberg
Kristjana, Vesturbergi 32, spyr:
íbúar við Vesturberg eru
langþreyttir á mikilli umferð
um götuna. Gífurleg umferðar-
aukning varð með tilkomu
Höfðabakkabrúar. Sú umferð,
sem Höfðabakki átti að flytja,
samkvæmt skipulagi, fer nú að
mestu um Vesturberg. Ég spyr:
í fyrsta lagi, hvenær verður
Höfðabakki tengdur Breið-
holtsbraut. í annan stað, er
fyrirhugað að fjölga hraða-
hindrunum á Vesturbergi.
Svar:
I upphaflegu skipulagi Breið-
holtshverfa var gert ráð fyrir legu
Höfðabakka í brekkunni fyrir
neðan Vesturberg. Við síðustu
endurskoðun aðalskipulags 1982
var ákveðið að sleppa Höfðabakk-
anum á kaflanum frá tengingu
við Vesturhóla að Breiðholtsbraut.
Var síðan plantað skógi í Hlíðina.
Nú heyrast raddir úr Vesturbergi
um nauðsyn þessarar tengibraut-
ar vegna mikillar og óæskilegrar
umferðar um þá götu. Verið er
að endurskoða aðalskipulagið að
nýju og á þeirri vinnu að ljúka á
þessu ári. Kemur vissulega til álita
að endurskoða þessa afstöðu. Rétt
er í þessu sambandi að minna á
að þegar svokallaður ofanbyggða-
vegur kemur frá Suðurlandsvegi
að Breiðholtsbraut minnkar um-
ferð um Vesturberg. Gert er ráð
fyrir að sú tenging komi á allra
næstu árum, en Vegagerð ríkisins
mun gera þann veg þar sem um
þjóðveg er að ræða.
Umferðarnefnd og borgarráð
hafa samþykkt tvær hraðahindr-
anir á Vesturberg til viðbótar
þeim tveimur sem þar eru fyrir.
Verða þær gerðar í sumar.
Leiksvæði við Jórusel
Pálmi Pálmason, Jóruseli 6,
spyr:
1. Á hornlóð við Jórusel er
áætlað leiksvæði sem er á fram-
kvæmdaáætlun 1989, því er
spurt, vilt þú beita þér fyrir
því að nú í sumar verði fylling-
arefni ekið i lóðina og svæðið
jafnað þannig að í stað moldar-
flags verði á svæðinu slétt
malarlag þar sem börnin i
hverfinu geta i sumar verið að
leik og ibúarnir átt þess kost
að útbúa sjálfir einfalda leikað-
stöðu fyrir þau 2—3 ár sem
reikna má með þar til svæðið
verður fullgert?
2. Mikið vatn rennur úr Vatns-
endahæðinni þarna ofan við á
vetrum og í rigningartið, vilt
þú beita þér fyrir þvi að í sumar
muni gatnamálastjóri setja
aukafrárennsli efst í götunni
og þannig leysa þennan vanda?
1 dag er efsta gatan blautt
malar- og moldarlag að hluta
strax þegar rignir og lengi á
eftir.
3. Hvenær er gangstétta og
stígalögn á framkvæmdaáætl-
un borgarinnar fyrir Jórusel?
Svör:
1. I sumar verður því tæpast við
komið, en möguleiki væri að koma
því á áætlun næsta sumar.
2. Fyrir ofan lóðimar við Jórusel
hefur verið gerður jarðvegsgarð-
ur, sem m.a. hindrar rennsli leys-
ingarvatns yfír einkalóðir. Garður
þessi var gerður með góðri sam-
vinnu borgaryfírvalda og íbúa. í
úthlutunarskilmálum fyrir þessar
lóðir var tekið fram að lóðarhafar
ættu að ljúka gerð og frágangi
garðsins. Lóðimar ofan við götu
eru ekki frágengnar að fullu, en
mold og möl ætti ekki að renna
út á götu þegar þær eru frágengn-
ar.
3. I drögum að framkvæmda-
áætlun fyrir árin 1984—1989 um
umhverfí og útivist, er gert ráð
fyrir að gangstéttir og stígar við
Jórusel verði gerðir á næsta ári.
Lóðin sunnan við
Skúlag’ötuhúsin
Steinunn Halldórsdóttir,
Laugavegi 135.
Stendur til að Ijúka fram-
kvæmdum í porti, sem af-
markast af Laugavegi, Skúla-
götu og Rauðarárstíg, en mér
hefur borist til eyma að sam-
þykkt hafi vérið gerð þar um
í borgarráði. Ekkert hefur
verið gert í þessu efni árum
saman.
Svar:
Á þessu svæði eru engar fram-
kvæmdir fyrirhugaðar í ár. Æski-
legt væri að fá nánari vitneskju
um hverskonar framkvæmdir
fyrirspyrjandi á við. Sé átt við
lóðina sunnan við Skúlagötuhúsin
þá hafa þar verið gerðar tillögur
um frágang, en ekki hefur verið
ákveðið hvenær til framkvæmda
kemur enda þarf að gera sam-
komulag við aðra lóðarhafa um
það. Gatnamálastjóri, Skúlatúni
2, sími 18000, mun fúslega veita
nánari upplýsingar um þetta mál.
Kostnaður Kostn. umfram
Gestafjöldi á pr. gest tekjur á gest
Sundlaug í Laugardal
Sundlaug Vesturbæjar
Sundhöll
514.157
288.975
173.038
36 kr.
38 kr.
59 kr.
2,21 kr.
3,43 kr.
13,86 kr.