Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 21
f MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 21 Dagaverkið undirbúið. til í höndum hans og piltanna hans. Þar keypti ég mér litia kellingu'sem er eftirlíking af rómverskum stytt- um sem fundust við E1 Kantara fyrir æðilöngu en í E1 Kantara sýnd- ist mér vera eini staðurinn sem voru einhveijar umtalsverðar minj- ar um veru Rómveija hér á Djerbu. Frá E1 Kantara hefur verið byggður vegur yfir sundið til meginlandsins og margir ferðamenn á Djerbu bregða sér í dagsferðir til suður- hluta Túnis, fara inn í eyðimörkina og gista í vinjarhótelum og jafnvel gistihúsum sem eru byggð neðan- jarðar. Þangað kemst ég vonandi í næstu Túnisferð. Houmt Souk er aðalútgerðar- bærinn á Djerbu og enda fékk ég á eynni öldunigs frábæra fískrétti. í Houmt Souk er líka fjörlegt og smekklegt þjóðminja- og þjóðhátta- safn sem ég hafði skemmtan af að skoða, þótt mér verði einhverra hluta vegna alltaf starsýnast á bún- inga hirðingja og skraut þeirra og skart frá ýmsum tímum. Einn ágætur starfsmaður á Palm Beach, Mústafa, bauð mér í kúskus þennan dag. Konan hans hlýtur að hafa vaknað fyrir allar aldir til þess að fara að elda og þegar ég kom að litla hreinlega húsinu þeirra lagði matarilminn langt út á götu! Múst- afa er frá Djerbu og það er konan hans Bhouri líka. Þau höfðu einnig boðið nágrönnum sínum að koma til veizlunnar, svo þetta varð hið fjölmennasta samkvæmi, með böm- um talið sjálfsagt uppundir tuttugu manns. Því miður hafði ég ekki sýnt þá fyrirhyggju að taka með mér aukafílmu svo að ég gat ekki myndað þessa dýrlegu veizlu hjón- anna. Djerba hefur löngum laðað til sín ferðamenn, eins og fram hefur komið. En það er þó varla fyrr en upp úr 1960 sem straumurinn fer að verða kröftugur. Langflestir ferðamanna eru franskir, þýzkir og ítalskir. Mjög lítið var um brezka eða skandinavíska ferðamenn og Lofti Ben Hassine, einn af aðstoðar- sljórunum á Palm Beach, sagði mér að ekki stafaði það af því að Djerb- ar vildu ekki fá aðra ferðamenn, heldur væri ástæðan bara sú, að þessir hefðu verið fyrstir til og þjón- ustan miðaðist býsna mikið við að uppfylla kröfur þeirra. Ef brezkir ferðamenn eða skandinavískir kæmu í stórum stíl yrði að endur- mennta starfslið á hótelum og endurskoða matseðla og margt fleira. Hann sagði að ferðamálaráð- herra Túnis væri nýlega búinn að vera á Djerbu á yfírreið og á næstu árum yrði væntanlega gert heilmik- ið átak til að auka strauminn og þá jafnframt reyna að laða að ferða- menn frá fleiri þjóðum. Ég hafði spurt um sambúð araba og gyðinga í Hara essghira og fengið þau svör að um hana þyrfti ekki að ræða; hún væri áfallalaus með öllu og fyrst og fremst litu menn á sig sem Túnisbúa. „Það eina sem aðskilur okkur er trúin, við erum allir bræður," sagði gamli maðurinn sem sýndi mér sýnagóg- una. Þetta fannst mér merkilegri orð en þau kannski sýnast í fljótu bragði. Síðar spurði ég ýmsa um þetta sama atriði og fékk sömu svör, Lofti Ben Hassine tók undir þetta mjög afdráttarlaust, „við erum ekki ofstækismenn hvorki í trúmálum né öðru,“ sagði hann. „Djerbar hafa liðið gegnum tíðina og það sem þeir vilja nú er að fá að vera í friði og lifa með öllum í sátt og samlyndi." Kannski þetta sé hluti af töfrum Djerbu, þessi uppgerðarlausa og einlæga von að allir nema geti einhvem tíma litið á sig sem bræð- ur. Það er að minnsta kosi óvenju- legt að kynnast þessari afstöðu í arabísku landi. Texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir Ffaran — kannski lágu hin örskreiðu skip Odysseifs útí fyrir og mennimir grátandi af löngun ilótusávöxtinn. A undan timanum i 100 ár léttir meðfærilegir viðhaldslitlir fyrir stein- steypu. C Avallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640 Átttt enn eftír að múra og mála? Hefur þú hugleitt verðmuninn á hefðbundnum frágangi með pússningu og málningu og sléttri Yfírborðsmeðhöndlun með Thoro efnum? Þeir hjá Hagvangi hf. sýndu fram á 40% verðmun Thoro í vil og til eru húsbyggjendur sem náð hafa 60% sparnaði með því að nota Thoro efni. Erta að byggja og enn í vafa? Þeir sem önnuðust frágang, fegrun og vatnsþéttíngu á Hagvístndahúsi Háskólans, Fjölbraataskóla Saöarlands Selfossi, Laagardalshöil og fjölda elnbýlishása vissu að þeir völdu fljótlegasta og endingarbesta fráganginn. Feir völda Thoro. Ættir þú ekki að slást í hópínn? Gerðu verðsamanburð steinprýði Stórhöfða 16, Reykjavík - S. 83340/84780 Útsölustaöir: BYKO B.B. BYGGINGAVÖRUR HÚSASMIÐJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.