Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 1 42_ } STÚDENTA- STJARNAN 14 karata gull hálsmen eða prjónn Jón Sigmundsson, skartgripaverslun hf., Laugavegi 5, sími 13383. *S Espadrillur nr. 33—41 Kr. 199.- Hvítar, Ijósbláar, grænar, orange, rauðar ogbleikar. TOPE ~ sKúr inn VELTUSUNDI2, Siemens-innbygg- ingartæki í eldhús Hjá okkur fáið þið öil tæki á sama stað: Eldavél- ar, uppþvottavélar, kæliskápa, frystiskápa, ör- bylgjuofna, kaffivélar, hrærivélar, brauðristar og þannig mætti lengi telja. SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum og samræmdu útliti. íslenskir leiðarvisar fylgja með. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Kvennalistar voru hugsjón frumherjanna eftir Sigurveigu Guðmundsdóttur < Frægasti pólitískur sigur ís- lenskra kvenna vannst af Kvenna- listanum 1908. Að þeim lista stóðu helstu kvenréttindakonur landsins, með frumheijann Bríeti Bjamhéð- insdóttur í fararbroddi. Fjórar kon- ur voru á þessum kvennalista til bæjarstjómarkosninga í Reykjavík og komust allar að. Bríet hafði stofnað Kvenréttindafélag Islands árið áður. Næsti kvennalisti kom fram árið 1922 og þá til Alþingiskosninga. Komst þá fyrsta íslenska konan á þing, Ingibjörg H. Bjarnason, for- stöðukona Kvennaskólans í Reykja- vík. Baráttumál hennar á þingi voru einkum stofnum Landspítala og málefni Kvennaskólans. Hún átti erfítt uppdráttar á þingi, og varð úr að hún gekk í íhaldsflokkinn og síðar varð hún einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins. Kvennalista- konur sem höfðu stutt Ingibjörgu vom óánægðar með þessa ráð- breytni hennar og árið 1926 kom fram annar kvennalisti með Bríeti Bjamhéðinsdóttur í fyrsta sæti. Þá var hún orðin sjötug en barðist samt eins og hetja. Ekkert dugði, Bríet náði ekki kosningu. Hversvegna komu ekki fram fleiri kvenna- listar þar til nú Ástæðumar voru margar og í fyrsta lagi: Kvennalistar voru slíkt framúrstefnufyrirtæki að undrun vekur hvað frumheijar íslenskra kvenréttinda voru langt á undan tímanum. Enda var íslenskt þjóðlíf ákaflega kyrrstætt fram að síðustu heimsstyijöld, og er það reyndar enn hvað snertir stöðu kvenna á sumum sviðum. í öðru lagi gerðu valdamenn sér ekki grein fyrir upphaflega að kvennalisti gæti orðið pólitískt vald. Þessvegna kom lítil andstaða fram á móti fyrstu kvennalistunum. Það var fyrst þegar kona tók sæti á Alþingi að mörgum fannst vera farið að harðna á dalnum. Þjóðin var vön því um aldir að á Alþingi sætu eingöngu karlar. Þegar kona tók þar sæti var slíkt í raun og veru bylting. Mönnum fannst nóg um og raunar sjálfsagt að konur sætu í einhveijum af stjómmálaflokkunum og hlýddu þar forræði karla. Kvennalisti var alltof fjarlæg framtíðarsýn. Enginn amast við kvenfélögnm Konur vinna öðruvísi í félögum en karlar. Þær hafa aðrar starfsað- ferðir og á margan hátt önnur sjón- armið en þeir. Þetta vita allir, enda amast enginn við kvenfélögum. Sigurveig Guðmundsdóttir „ Endurvakning kvennalistanna hefur sýnt vitrum mönnum að ekki er lengur stætt á að konur séu eins og stakir hrafnar á hinum pólitísku listum.“ Hversvegna? Af því að kvenfélög eiga aldrei neitt sem heitir fjármun- ir, þau hafa ekkert teljandi vald í þjóðfélaginu. Konur hafa alltaf þurft að biðja og sníkja til þess að hugsjónamál þeirra nái fram að ganga. Nú er komin önnur tíð. Konumar, helmingur þjóðarinnar, vilja ekki lengur lifa á pólitískum bónbjörg- um, hvorki á bæjavísu eða lands- vísu. Endurvakning kvennalistanna hefur sýnt vitrum mönnum að ekki er lengur stætt á að konur séu eins og stakir hrafnar á hinum pólitísku listum. Varla nokkur flokkur lætur sér lengur detta í hug annað en að prýða lista sinn með konum, þó að of margar sitji sumstaðar í vafasæt- um. Þetta er árangurinn af starfí kvennalistanna. Þeir em í senn trygging og hvatning þeim konum sem er annt um sín mannréttindi. Góðir menn og bræður Víðsýnir karlmenn studdu frum- heijana. Þegar Bríet Bjamhéðins- dóttir hóf baráttu sína fyrir réttind- um íslenskra kvenna fyrir aldamót- in síðustu, fékk hún uppörvun frá Grími Thomsen og Hannesi Haf- stein þegar hún réðst í að flytja opinberan fyrirlestur, fyrst kvenna hér á landi. Mest og best studdi hana þó maður hennar, Valdimar Ásmundsson ritstjóri, meðan hans naut við. Bræður Ingibjargar H. Bjama- son virðast hafa stutt hana með ráðum og dáð. Barátta Skúla Thor- oddsen á Alþingi fyrir réttindum kvenna er fræg að maklegleikum. Þannig mætti lengi telja. Enn í dag em til sanngjamir menn og drengilegir sem munu styðja kvennalistana, minnugir mæðra og systra, og annarra þeirra kvenna sem hafa stutt þá um lífsins veg. Hvað sagði líka hinn vísi Salómon konungur. Væna konu, hver hlýtur hana? Gefið henni af ávexti handa hennar, og verk hennar skulu lofá hana í borgaihliðunum. Höfundur er fyrrverandi kennarí og hefur starfað í kvennahreyf- ingum í áratugi. Gengust fyrir hlutaveltu Djúpavogi. STÚLKUR úr 3. til 5. bekk Grunnskóla Djúpavogs, þær Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, Klara Bjarnadóttir, Rán Freysdóttir og Sigurborg Karlsdóttir, héldu hlutaveltu hinn 10. maí síðastliðinn í Félagsheimilinu á Djúpavogi til ágóða fyrir Ungmennafélagið Neista. Neisti mun standa fyrir ýmiss konar íþróttastarfsemi í sumar. A hlutaveltunni söfnuðust nærri 9 þúsund krónur. Myndin er af stúlkunum meðan á hlutaveltunni stóð. — Ingimar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Vinna á kjördegi Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða til margvíslegra starfa á kjördegi, laugardaginn 31. maí nk. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í Valhöll, Háaleitisbraut 1 eða í síma 82900 frá kl. 09.00—22.00 og frá kl. 13.00—18.00 um helgar. mmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmm Sjálfstæðisflokkurinn mam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.