Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Regína og Edda Bergmann (í stólnum): „Við fórum 7 kmí Reykjavíkurmaraþon- hlaupinu og erum alltaf að keppa. Það var mjög gaman að þessu og núna förum við í sund og syndum 4 km“. Morgunblaðið/Einar Falur Morgunblaðið/Julíus Þær létu sig ekki vanta stúlkurnar sem tóku þátt í Fegurðarsamkeppni íslands og ungfru Alheimur lét sitt ekki eftir liggja. „Ánægjulegt að heimsbyggðin skuli sameinast í hollri hreyfingu, vináttu o g góðgerðarstarfi“ Á MEÐAL' þátttakenda i Afríku- hlaupinu í Reykjavík á sunnudag- inn voru stúlkurnar sem tóku þátt í Fegurðarsamkeppni ís- lands með Ungfrú heim í farar- broddi. Þær lögðu saman af stað, sungu á leiðinni og skemmtu sér konung- lega. Þremur þeirra fannst hraðinn of lítill og komu á undan hinum í mark, sem héldu hópinn alla leiðina. Ungfrú heimur, Hólmfríður Karlsdóttir, sagðist aldrei hafa hlaupið í svona fjöldahlaupi, en „þetta var ekkert erfitt og æðislega gaman, enda skemmtilegur hópur," sagði Hólmfríður. Nýkjörinn feg- urðardrottning Islands, Gígja Birg- isdóttir, var þreytt en ánægð að hlaupinu loknu. „Þetta var mjög gaman, en erfitt. Ég hef aldrei hlaupið svona langt áður, en kannski geri ég meira af því í fram- tíðinni," sagði Gígja. Þóra Þrastar- dóttir, fegurðardrottning Reykja- víkur, sagðist aldrei hafa tekið þátt Morgunblaðið/Börkur Magnús L. Sveinsson: „Þetta var svolítið erfitt. Ég syndi 1000 m reglulega, en fór ekki i sund í morgun, svo það var ágæt æfing í staðinn að hlaupa 4 km“. í hlaupi fyrr, en væri mikið á hest- um. „Þetta var ekki eins erfítt og ég átti von á, og það er gaman að geta styrkt gott málefni," sagði Þóra. Margrét Jörgens sagði að hlaupið hefði verið „æðislega hress- andi og skemmtilegt, en mér fannst það ekki erfitt, enda er ég í góðri þjálfun." Rut Róbertsdóttir sagði að hlaupið hefði verið meiriháttar. „Ég hefði verið til í að hlaupa leng- ur, því þetta var svo gaman og það er ánægjulegt að heimsbyggðin skuli sameinast í hollri hreyfíngu, vináttu og góðgerðarstarfí." Kol- brún Jenný Gunnarsdóttir hleypur reglulega og fannst hlaupið^ekki erfitt. „Þetta var æðislega gaman og hressandi og hópurinn er ein- stakur." Hlín Hólm var sama sinnis, „Ég hef skokkað áður, en aldrei tekið þátt í svona hlaupi, en ég er alveg til í að gera þetta oftar." Evu Georgsdóttur fannst hlaupið hress- andi. „Það var gaman að sjá hvað þátttakan var mikil, fólk á öllum aldri. Ég er í ágætri æfíngu, enda vön að hlaupa Tjamarhringinn." Margrét Guðmundsdóttir hafði gaman að hlaupinu eins og hinar stúlkumar. „Þetta var frábær hug- mynd og ætli þetta verði ekki til þess að maður fari að drífa sig í Karen _ Rut Gísladóttir; Hvann- eyri: „Ég hef keppt mikið i fijáls- um íþróttum og sundi, en aldrei hlaupið í Reykjavík fyrr. Ég lagði af stað með pabba og mömmu og tveimur systrum mín- um og þau hljóta að koma í mark fljótlega. En þetta var ekkert erfitt og bara æðislega gaman“. skokkgallann og íþróttaskóna og hlaupa meira.“ Kristjana Geirs- dóttir, skemmtanastjóri í Broad- way, hljóp með fegurðardrottning- unum og sagði að það hefði ekkert verið erfitt að hlaupa. „Ég finn ekki fyrir þreytu. Eg hef aðeins hlaupið í kringum blokkina heima, en þetta var æðislega hressandi og gaman að hlaupa með svona mörgu fólki." Afríkulilaupið gekk mjög’ vel um 5 milljónir króna söfnuðust Þátttaka í Afríkuhlaupinu, sem fram fór um allt land á sunnudaginn, var meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Að sögn Ingólfs Hannessonar, sem var í framkvæmdanefnd hlaupsins, tóku um 8 til 9 þúsund manns þátt í hlaupinu í Reykjavík, á Akureyri hlupu um 2.000 manns og 25% íbúa á Ólafsfirði eða um 250 manns svo dæmi séu tekin. Alls er reiknað með að milli 15 og 20 þúsund manns haf i tekið þátt í hlaupinu á íslandi. Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir, en Ingólfur sagði að samkvæmt áætlun sem gerð hefði verið í gær, hefðu safnast um 5 milljónir króna, en takmarkið var 3 milljónir. Framkvæmdanefnd hlaupsins, fyrir hönd munaðarlausu barnanna í Eþíópíu, vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra hundruða sem sáu um skipulagningu hlaupsins um allt land og til þeirra þúsunda sem tóku þátt og studdu og styrktu hlaupið á einn eða annan hátt og nefndin hvetur alla að skila af sér sem fyrst. Morgunblaðið fylgdist með hlaupinu og tók nokkra þátttakendur tali. Morgunblaðið/Einar Falur Oddný Þorbergsdóttir: „Ég hef aldrei hlaupið áður, aldrei stund- að íþróttir, en það var mjög gaman að taka þátt í þesu hlaupi.“ Guðmundur Magnússon: „Ég hef aldrei tekið þátt í svona hlaupi fyrr, en synti lOOO m þrisvar í viku í fyrra. Ég er ekki í góðri æfingu núna og fór því rólega, en ætli ég verði ekki með harð- sperrur á morgun".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.