Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 13 „ Auðvelt yrði að afla fjár til hvalarannsókna íslendinga ef þeir hættu vísindaveiðum“ — segir Roger Payne, bandarískur hvalasérfræðingur BANDARÍSKI hvalasérfræðing-- urinn, Roger Payne, ætlar að beita sér fyrir því á næstunni að Alþjóða náttúruverndarsjóður- inn (World Wildlife Fund) og fleiri alþjóðlegir sjóðir veiti Ís- lendingum fé til þess að standa straum af hvalarannsóknum, ef íslendingar láta af áformum um hvalveiðar í vísindaskyni. Payne flutti erindi á opnum fundi sl. þriðjudagskvöld í boði Líffræði- félags íslands og Landvemdar um hvalarannsóknir og þó sérstaklega um rannsóknaraðferðir án þess að drepa þurfi dýrin. Hann sagði í samtali við blaðamann, að auðvelt yrði að afla jafn mikils fjár hjá alþjóðlegum sjóðum og gert er ráð fyrir að veija til hvalarannsókna hér á næstu ámm og á að fjár- magna með því að selja hvalaafurðir til Japans. „Þær rannsóknaraðferð- ir, sem íslendingar hyggjast beita em löngu úreltar. Hægt er að fá allar upplýsingar, sem þörf er á án vísindaveiða með því að beita nýjum rannsóknaraðferðum, t.d. telja hvalina og ljósmynda þá. Ég hef | unnið að hvalarannsóknum víðsveg- ar í heiminum yfír 35 ár og tel ég að miklu betri árangri sé hægt að Þroskaþjálfaskóli íslands: 26 þroska- þjálfar braut- skráðir Þroskaþjálfaskóli íslands brautskráði 26 þroskaþjálfa 16. maí sl. Athöfnin fór fram í húsa- kynnum skólans í Skipholti 31. Fjölmenni var við athöfnina og meðal gesta var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Ávarp fluttu heilbrigðisráðherra, Ragn- hildur Helgadóttir, og formaður skólastjórnar,. Ingimar Sigurðs- son. Bel Canto-kórinn söng undir síjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdótt- ur. Námstími við skólann er þijú ár og skiptist ár hvert í bóklega og verklega önn. í vetur stunduðu 64 nemendur nám við skólann. Þrír fastakennarar em við skólann. Stundakennarar og gestafyrirlestr- ar vóm alla 32. Þeir, sem útskrifast frá skólanum, fara í námsferð til útlanda og verður nú farið til Bost- on í Bandaríkjunum. Nemendur Qármagna sjálfír ferð sína með ýmiss konar samvinnu. Skólastjóri Þroskaþjálfaskóla íslands er Bryn- dís Víglundsdóttir. ná í hvalarannsóknum með þessum nýju aðferðum. Yfír ein milljón hvala hefur verið veidd síðan 1930 og þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir, vita menn iítið sem ekkert um þá. Hvemig í ósköpunum ætla íslend- ingar að komast að leyndardómi hvala með því að drepa 200 á einu ári?“ Payne sagði, að í augum annarra þjóða væm Islendingar að bijóta lög - lög, sem þeir hefðu sjálfir skrifað undir við Alþjóða hvalveiðiráðið og Wterkurog kJ> hagkvæmur auglýsingamiðill! væri þessi vísindaveiðiskapur mjög illa séður erlendis. Sérstaklega væru Bandaríkjamenn afar reiðir út í íslendinga og hefði jafnvel verið talað um viðskiptaþvinganir í því skyni að stöðva alveg hvalveiðar íslendinga. „Það er einungis verið að breyta nafninu frá atvinnuveið- um yfír _ í vísindaveiðar," sagði Payne. „Ég veit, að hvalveiðar em þýðingarmiklar fyrir íslenskan efnahag, en íslendingar verða að fara að lögum á meðan hvalveiði- bannið stendur yfír alveg eins og aðrar þjóðir. Ef rannsóknaráhuginn er þetta mikill sem raun ber vitni, ættu þeir að notast við nútímarann- sóknaraðferðir," sagði Payne. Hann bætti því við, að í Hæsta- rétti Bandaríkjanna væri mál, sem vænta mætti úrlausnar á líklega í sumar, um að bandarísk stjómvöld gætu sett á innflutningsbönn á sjáv- arafurðir frá öðmm löndum væm alþjóðlegir sáttmálar um auðlind sjávar brotnir á einhvem hátt. „Búist er við að þetta nái fram að ganga og ef svo verður, myndu lögin neyða Japani til þess að hætta að kaupa hvalaafurðir ísiendinga og einnig þyrftu íslendingar að hugsa sinn gang tvisvar áður en Roger Payne þeir héldu hvalveiðum sínum áfram þar sem mér skilst að mikill hluti þeirra fískafurða sem íslendingar veiða, fari á Bandaríkjamarkað,“ sagði Payne. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN REYKJ UTIFIINDUR A LÆKJARTORGI fimmtudaginn 29. maí kl. 17:15 Davíð Oddsson Katrín Fjeldsted Árni Sigfússon Birgir ísl. Gunnarsson DAGSKRÁ: Setning og fundarstjórn: Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður. Ávörp: Davíð Oddsson borgarstjóri, Katrín Fjeldsted og Árni Sigfússon Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar ásamt söngvurunum Ellen Kristjánsdóttur, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og fleirum flytja Reykjavíkurlög. Helgi Skúlason leikari flytur Ijóð. Hljómsveit undir stjórn Stefáns Stefánssonar leikur á Lækjartorgi frá kl. 16:45. Útitafl: Frambjóðendurnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus Hafstein og Haraldur Blöndal tefla frá kl. 16:45 til 17:15. 6' 6C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.