Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 62
‘62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR27. MAÍ1986
um,“ sagði Steingrímur. Eiríkur
FViðriksson og Þráinn Sverris-
son á Ford Escort gripu tæki-
færið fegins hendi og komu sér
fyrir í fjórða sætinu eftir fyrstu
leið sem þeir héldu til loka og
unnu þeir einnig sinn flokk. Þeir
böfðu átt í stríði við Þorvald
Jensson og Pétur Sigurðsson á
Opel um fjórða sætið daginn
áður, sömuleiðis Guðmund og
Sæmund Jónssyni á Renault.
Þorvaldur nældi í fímmta sætið
og verðlaun í standardflokknum
með mjög góðum akstri, en
Guðmundur sat eftir með sárt
ennið, úr keppni eftir að spindil-
kúla brotnaði. „Ég ætlaði að
skipta um þessa spindilkúlu fyrir
keppni, en Sæmi bróðir vildi það
ekki,“ sagði Guðmundur. „Alltaf
er mér kennt um allt,“ sagði þá
Sæmundur aðstoðarökumaður
hans.
Efstu bflamir tveir, Talbot
Þórhalls og Ford Escort Jóns,
voru í sérflokki, langt á undan
andstæðingunum. Þórhallur
náði strax forystunni af Jóni á
laugardagsmorgun á grýttri
Lyngdalsheiðinni. Síðan smá-
jókst forskot hans, en varð aldrei
meira en rúm hálf mínúta. „Eitt
sprungið dekk hefði kostað
okkur sigurinn, en þetta tókst.
Ég vil náttúrlega reyna að halda
íslandsmeistaratitlinum, sigur-
inn hjálpar til. Það verður ekki
eins mikilvægt að vinna næstu
keppni," sagði Þórhallur. Haf-
steinn Aðalsteinsson ók kraft-
mesta keppnisbílnum, Ford Es-
cort, í þriðja sætið. „Ég er enn
að læra á bflinn og verð grimm-
ari í sumar. Dekkin hentuðu
heldur ekki aðstæðum, bfllinn
var stundum eins og á skauta-
svelli á lausamölinni," sagði
Hafsteinn.
Lokastaðan, Þórhallur/
Sigurður, Talbot 1:15,40 klst í
refsingu, Jón/Rúnar, Escort
1:16,10, Hafsteinn/Birgir
1:19,08, Eiríkur/Þráinn, Escort
1:23,08, Þorvaldur/Pétur
1:25,12, Hjörleifur/Ari, Toyota
1:25,27, Hlynur/Halldór, Nissan
1:28,23, Ragnar/Einar, Escort
1:28,55, Guðni/Ævar, Saab
1:29,20, Ámi/Erla 1:31,33, Árni
Þorgeir, Opel 1:32,14. Nítján
bílar lögðu af stað, 11 luku
keppni.
G.R.
Erla Hauksdóttir situr hér tilbúin í slaginn í bíl sínum fyrir sér-
leið. Tímavörðurinn, Hanna Símonardóttir, fylgist með klukkunni,
stuttu síðar var Erla komin á fleygiferð.
Spennan eykst
með meiri hraða
— sag-ði eini kvenkeppandinn Erla Hauksdóttir
„Ég var ekkert hrædd. Þetta
er meira spennandi eftir því
sem hraðinn eykst og var sér-
staklega gaman í beygjunum,
þegar bíilinn kastaðist til,“
sagði Erla Hauksdóttir, eini
kvenkeppandinn í Bílanaustsr-
alli BÍKR. Hún var í sinni fyrstu
keppni, ásamt lukkudýri sem
geymt var í hillu í Escort-
keppnisbíl hennar og Ólafs
Inga Ólafssonar.
„Þetta var ofboðslega gaman.
Eg var dálitið taugastrekkt fyrir
keppni, en það leið hjá þegar af
stað var komið. Við fórum of
hægt í byrjun, en vorum farin að
gefa í undir lokin. Ég ætla alveg
örugglega aftur og er fegin að
við urðum næstsíðust, ekki síð-
ust,“ sagði Erla. Ólafur kvað Erlu
góðan aðstoðarökumann, en hann
kláraði nú sína fyrstu keppni í
langan tíma. G.R.
á kaf í þetta." Sonur Jóns,
Rúnar, ók að venju með honum
sem aðstoðarökumaður. „Pabbi
keyrði ofboðslega vel, mun hrað-
ar en í fyrra. Eg hef fullan hug
á að ná íslandsmeistaratitlinum
með honum,“ sagði Rúnar.
Aðspurður um hvort hann
skammaði pabba sinn ef illa
gengi sagði Rúnar: „Nei, nei, ég
hvet hann bara áfram og læt
hann keyra hraðar."
Það var hörkukeppni um
Qórða sætið. Steingrímur Inga-
son og Júlíus Vífill Ingvarsson
á Nissan voru í fjórða sæti á
laugardagsmorgun, en þrír bflar
í hnapp fyrir aftan þá. Stein-
grímur, sjálfur framkvæmda-
stjóri BIKR, varð hinsvegar eini
keppandinn til að velta, strax á
fyrstu leið. „Ég misreiknaði
hraðann inn í beygju, fór aðeins
útaf og fékk högg á framhjólið
sem nægði til að velta bflnum
tvær veltur.“ Síðan fór bfllinn
ekki í gang aftur og við hætt-
Meistaraakstur Þórhalls tryggði
honum sigur í spennandi keppni
-r
Sigurvegararnir í sveiflu á Lyngdalsheiði í dæmigerðu íslensku landslagi. Morgunbia«i«/GunniaugurRögnvaidaaon
Bílanaustsrall BÍKR
Afburðaakstur íslands-
meistarans Þórhalls Kristj-
ánssonar tryggði honum
og aðstoðarökumanni
hans, Sigurði Jenssyni,
sigurinn i Bílanaustsralli
BIKR um helgina. Eftir að
hafa verið í öðru sæti á
föstudag á eftir feðgunum
Jóni Ragnarssyni og Rúna-
ri Jónssyni á Ford Escort,
sýndi Þórhallur sannkall-
aða meistaratakta á laug-
ardag og kom fyrstur í
mark, þrjátíu sekúndum á
undan Jóni. Þriðju urðu
Hafsteinn Aðalsteinsson og
Birgir Viðar Halldórsson á
Ford Escort.
„Ég klúðraði nokkrum beygj-
um, annars gekk þetta ágæt-
lega. Það mátti ekki mikið útaf
bera, ekki springa dekk, keppnin
við Jón var það hörð,“ sagði
Þórhallur í samtali við Morgun-
blaðið.
„Þetta var ofsafjörug
keppni," sagði Jón. Ég er
ánægður með keyrsluna hjá
okkur, hraðinn er að aukast í
keppnum hérlendis. Þórhallur ók
geysilega vel, en ég ætla að
gera betur næst. Maður vill allt-
af meira og betra. Ég er kominn
c.
i=URQCARO
Zyfi
Shtfií
Þórhallur Kristjánsson og Sigurður Jensson kátir i endamarkinu
á Talbot Lotus sínum. „Við reynum að halda titlinum, sigurinn
hjálpar til,“ sagði Þórhallur.
Einn á tveimur hjól-
um og annar á þremur
Einar Magnússon og Þór Kristjánsson misstu fyrst annað aftur-
hjólið undan. Síðan bæði í einu og urðu skiljanlega að hætta
keppni. „Smámistök í undirbúningi," sögðu þeir . . .
Skrautlegustu atvikin í Bíla-
naustsrallinu hentu á föstu-
dagskvöld, bæði á ísólfsskála-
leið. Það fyrra henti þá félaga
Einar Magnússon og Þór Krist-
jánsson á Escort, nýliða í rall-
akstri.
Beint fyrir framan nefið á
blaðamanni Morgunblaðsins,
misstu þeir afturenda bílsins út í
hraunkant og flaug við það hægra
afturhjólið út í móa, með bremsu-
skál og borðum. I óðagoti festu
þeir varadekkið undir og settu það
sem undan fór sprungið í skottið.
Síðan var þeyst af stað. Fimmtíu
metrum síðar stukku þeir lítillega
og fóru afturhjólin á loft í bókstaf-
legri merkingu. Hentust bæði
afturhjólin undan bílnum og út í
móa en bíllinn rann smá spöl á
kviðnum og þeir voru stopp. „Við
gerðum smá mistök í undirbúningi
og komumst ekki lengra núna“
sögðu þeir félagar um leið og
þeir sóttu dekkin, sem greinilega
sættu sigekki við festingamar.
Ævar Hjartarson og Ríkharður
Kristinsson á Skoda voru líka
ólánsamir á ísólfsskólaleið.
Sprakk á tveimur dekkjum og
aðeins eitt varadekk var^til taks.
Óku þeir 18 km leiðina á tveimur
sprungnum drekkjum og skiptu
um eitt í lok hennar. Hvergi fundu
þeir viðgerðarbfl sinn, sem var
með fleiri varadekk. Fyrir þeim
lá að aka 25 km leið í höfuð-
borgina og það gerðu heir, á
þremur dekkjum og einni felgu!
Hávaðinn var slíkur að engu var
líkara en skriðdreki færi um, en
nokkra kílómetra frá markinu í
Ármúla hittu þeir ioks viðgerðar-
menn sína með dekk. Þá voru
þeir búnir að aka um 40 km á
þremur hjólum. G.R.