Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 I I i I I i I í í I' t i i I j i I | i í 52 fólk í fréttum í sex heimshornum IWhitney Houston Kampakátur járnbrautarvörður á Anglesey með gamalt skilti sem til skamms tima var við Llanfairpwlgg.. .-járnbrautarstöð- ina en þar hefur nú verið sett upp nýtt skilti. Llanfairpwllgwy... Vegavinnuverkamannaverk- færageymsluhússútidyra- lykill þykir mörgum langt orð. En þeir á eyjunni Anglesey við norðurströnd Wales kalla ekki allt ömmu sína þegar löng orð eru annas vegar og nefna jám- brautarstöðina hjá sér Lanfairpwllgwyngyllgogerych- wymdrobwllllantysiliogog- ogoch. Stöðin heitir þetta ekki vegna bilunar í rafmagnsritvél, eins og maður gæti látið sér detta í hug, heldur eru löng og ítarleg nöfn ekki óalgeng á þessari eyju. Sagt er að ferða- menn leggi leið sína til Anglesey til að virða fyrir sér og heyra þessi löngu nöfn. Auðvitað víkja eyjarskeggjar sér hjá að fara með allt nafn stöðvarinnar í daglegu tali, og kalla þeir hana einfaldlega Llanfair P.G. Hið langa nafn er að sjálfsögðu á welsku og útlegst: kirkja hinnar heilögu St. Maríu í hvítum ljóma, nærri hinni miklu hring- iðu og í grend við kirkju heilags Tysilos skammt frá rauðum helli. Og svo gera útlendingar sem hingað koma grín að stað- amafni eins og Kirkjubæjar- klaustur . . . HVORT sem það er í Ríó, Stokk- hóimi, Hong Kong eða Las Vegas virðast dægurlögin jafn snar þáttur í lífi fólks. Poppstjörnur koma og fara en dægurlagaiðn- aðurinn blómstrar óháð því hver er á toppnum hveiju sinni. Ef til vill eru stjömur s.s. Barbara Streisand, Sheen Easton, Olivia Newton-John farnar að fölna dálítið og nýjar raddir era þegar farnar að taka við af þeim. BANDARÍKIN Alveg síðan fyrsta plata hennar kom út 1985 hefur bandaríska söngkonan Whitney Houston, sem er 22 ára gömul, verið vinsælasta popstjaman í Bandaríkjunum. Plata hennar, þar sem m.a. er að finna lagið „Saving All My Love for You“, hefur selst í næstum 4 milljónum eintaka og verið á metsölulistanum í meira en ár. Hin glæsta framkoma Houston gerði hana að frægu tísku módeli 17 ára gamla og leiðin upp á tindinn hefur ekki reynst henni erfið. VESTUR-ÞÝSKALAND Ein af vinsælustu poppstjömun- um í Vestur-Þýskalandi er Jennifer Rush, sem er 25 ára gömul frá New York í Bandaríkjunum. Rush hefur mikla rödd og minnir söngur hennar dálítið á söngkonumar Joan Baez og Judy Collins, sem áttu sitt frægðarskeið fyrir svo sem áratug. Gagnrýnendur hafa að vísu kallað tónlist hennar „músík fyrir hús- mæður", og sagt að hún höfði mest til kvenna á aldrinum 18 til 60 ára. En sannleikurínn er sá að Jennifer Rush á aðdáendur af báðum kynjum víða um lönd. Hún er dóttir óperu- söngvara sem fluttist frá Bandaríkj- unum til Vestur-Þýskalands til að stunda þar ópemsöng. Rush lærði á fíðlu við tónlistarháskóla í New York en draumur hennar var alltaf að verða lögfræðingur eða blaða- maður, „en alls ekki söngkona", segir hún. Hún byijaði þó að syngja sem táningur og fluttist til Þýska- 'ands eftir að hljómplötufyrirtæki í tíandaríkjunum hafði hafnað söng- prufúm sem hún sendi inn á segul- bandi. Nú nýtur hún mikilla vin- sælda þar vestra. BRETLAND Breska söngkonan Kate Bush „kynbomban með skrítnu röddina", er nú 27 ára gömul og hefur tilreitt Jennifer Rush Kate Bush Hlaut fyrstu verðlauní keppni ungra flautuleikara Ashildur I laraidsdóttir flautuleikari fékk nýlegá fyrstu vcrðlaun í árlegri kepjini ungra flautuleikara á Bostoii- svæðinu í Bandaríkjunum. Vefð- launin eru véitt af sjóöi sé’m. kenndur er við Jathé's Pajtpouts- akis flautuleikara. Ashildur heldur einleikstónieika í háúst, a vcgum Papijoutsakisrsjóðsins. Hún er nemandi í Néw Englánd ('onservatory t Bostpn óg út- skrifaðist þaðan í vor með hæsta' vitnisburði í hljóðfæfaleik. Kemur hún þá fram sem einleik- ari með hljómsveit skóláns. Ás- hildur tók búrtfararpfóf frá Tón- listarskólanúm í Rcykjavik vorið. 1983 og var kennari h’éhnar jtár Bernard Wilkinson. Hún, hefur einnig notið leiðsagnar. Máriuélu Wiesler • ’ ! V Flautuieikarinn Ásthiid- ur Haraldsaóttir. Hún hlaut fyrir skömmu fyrstu verðlaun í keppni ungra flautuieikara á Boston-svæðinu i Bandarfkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.