Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Staðarbakki: 57 Evrópufrumsýning Frumsýnir grínmyndina: ÚT OG SUÐUR I BEVERLY HILLS Hér kemur grínmyndin „Down and out in Beverly Hills“ sem aldeilis hefur siegið i gegn í Bandaríkjunum og er lang vinsælasta myndin þar á þessu ári. Það er fengur í því að fá svona vinsæla mynd til sýningar á fslandi fyrst allra Evrópulanda. AUMINGJA JERRY BASKIN ER ALGJÖR RÆFILL OG A ENGAN AÐ NEMA HUNDINN SINN. HANN KEMST ÓVART í KYNNI VIÐ HINA STÓRRÍKU WHITEMAN FJÖLSKYLDU OG SETUR ALLT A ANNAN ENDANN HJÁ ÞEIM. „DOWN AND OUT IN BEVERLY HILLS“ ER TOPPGRÍNMYND ÁRSINS 1986. Aöalhlutverk: Nick Nolte, Richard Dreyfus, Bette Midler, Little Richard. Leikstjóri: Paul Mazursky. Myndin er f DOLBY STEREO og sýnd f STARSCOPE STEREO. Sýnd kl. 6,7,9 og 11. — Hækkað verð. LÆKNASKÓLINN Það var ekki fyrir alla að komast f Læknaskólann: Skyldu þelr á Borg- arspftalanum vera sáttlr vlð alla kennsluna f Læknaskólanum?? Aöalhlutverk: Sveve Guttenberg (POLICE ACADEMY), Alan Arkln (THE IN-LAWS), Julie Hagerty (REVENGE OFTHE NERDS). Leikstjóri: Harvey Mlller. Sýnd kl. 6,7,9 og 11. — Hækkað verð. EINHERJINN Aldrei hefur Schwarzenegger verlð f elns miklu banastuði eins og f Commando. Aðalhlutverk: Amold Schwarzenegger, Rae Dawn Chong. MYNDIN ER f DOLBY STEREO OG SÝND f STARSCOPE: Sýndkl. 5,7,9 og 11. Hækkaðverð Bönnuð bömum innan 16 ára. NILARGIMSTEINNINN MYNDIN ER f DOLBY STEREO. SýndS, 7,9og 11. —Hækkaðverð. ROCKYIV Aöalhlutverk: Sylvester Stall- one, Dolph Lundgren. Best sótta ROCKY-myndln. Sýnd 5,7,9,11. Hækkað verð. Skoðunarferðir krata: Dræm þátttaka DRÆM þátttaka var í ferð á vegum Alþýðuflokksins til Ölfus- vatns um helgina og eins sýndu fáir áhuga á þvi að skoða nýtt hús flokksins á Laugavegi 163. Alþýðuflokkurinn auglýsti skoð- unarferð að Ölfusvatni klukkan 14 sl. laugardag. Var sagt að ferðin tæki um 2 tíma, þátttökugjald væri 130 kr. og komið yrði við í Eden í Hveragerði á heimleiðinni, farar- stjóri yrði Bjami P. Magnússon, efsti maður á lista flokksins í Reykjavík. Tvær rútur héldu austur að Ölfusvatni og voru um 20 manns í annarri þeirra. Við Ölfusvatn festi önnur rútan sig, var þá þátttakend- um smalað í einn bfl og ekið í bæinn. Jafnaðarmönnum í Reykjavík var boðið að skoða nýtt hús sitt á Laugavegi 163 milli 4 og 6 síðdegis á sunnudag. Þar ætluðu þeir Bjami P. Magnússon og Björgvin Guð- mundsson, fyrrum borgarfulltrúi og formaður Árroða hf., sem á hluta hússins, að sýna það. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vom þeir innan við 20 sem sýndu áhuga á húsinu. Alþýðuflokkurinn hóf útvarps- sendingar á rás A kl. 13 á laugar- dag. Hófst dagskráin á ávarpi Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, sem vísaði meðal annars til alþjóðahyggju flokksins og samstarfs við bræðraflokka í Evrópu. Að loknu ávarpinu var „Intemationalinn", alþjóðlegur bar- áttusöngur sósíalista, sunginn og leikinn. 2 listar / i ••• • í kjon Staðarbakki. SÚ breyting verður á fjölda sveitarstjórnamanna hér í Ytri- Torfustaðahreppi, að kosnir verða 5 menn þann 14. júní í stað þriggja áður. Tveir listar hafa komið fram, en hvorugur borinn fram af ákveðnum sljórnmála- flokki og því eru þeir ekki merkt- ir með bókstöfum flokkanna. Listi F er borinn fram af Félags- hyggjufólki. 5 efstu menn hans em: 1. Ragnar Jömndsson, skrifstofu- maður á Laugarbakka, 2. Eiríkur Tryggvason, bóndi á Búrfelli, 3. Benedikt Bjömsson, bóndi á Neðri- Torfustöðum', 4. Jóhanna Sveins- dóttir, kennari á Laugarbakka og 5. Berghildur Valdimarsdóttir, kennari á Laugarbakka. Listi sameinaðra frambjóðenda er merkur S. Fimm efstu menn hans em: 1. Böðvar Sigvaldason, bóndi á Barði, 2. Friðrik Böðrvarsson, bóndi Syðsta-Ósi, 3. Herdís Bryn- jólfsdóttir, kennari á Laugarbakka, 4. Bjöm Einarsson, bóndi á Bessa- stöðum, 5. Trausti Björnsson, verk- stæðismaður á Laugarbakka. Á kjörskrá em 179, en vera má að sú tala geti breyst. Benedikt Broadway- tónleikar Listahátíðar ÞRENNIR tónleikar verða haldn- ir í Broadway í Listahátíð: Jasstónleikar Herbie Hancock verða haldnir 5. júní. Dave Bmbeck verður með tónleika þann áttunda og 12. og 13. júní verða tónleikar The Shadows. Auk þess verður þekktur Flamenco-flokkur frá Spáni með sýningar 1. og 2. júní. Gestum stendur til boða að neyta matar áður en atriðin hefjast en að gefnu tilefni er rétt að taka fram að borð verða ekki tekin frá nema fyrir matargesti. En menn geta að sjálfsögðu keypt miða á atriðin án þess að kaupa mat og verður laus- um borðum ráðstafað til þeirra eftir því sem þeir koma á staðinn. (Fréttatílkynning frá Listahátið) Akureyri: Geir Zoega framkvæmda- stjon í Krossanesi Akureyrí. GEIR Þórarinn Zoöga, vélaverk- fræðingar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðjunnar í Krossanesi frá 1. júlí næstkomandi. Geir hefur undanfarin 8 ár starf- að sem verkfræðingur hjá Sfldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Hann er 38 ára að aldri kvæntur Vilborgu Traustadóttur og eiga þau fjögur böm. Auk Geirs sóttu 15 manns um starf framkvæmdastjóra í Krossa- nesi. Samtök aldraðra: Dreg'ið í happdrættinu Dregið hefur verið hjá borgar- fógeta i happdrætti Samtaka aldraðra. Upp komu eftirtalin númer: 3372, 7722, 1903, 4996, 1088, 2421, 11175, 8492, 1204, 9902, 5761, 6627, 10788, 11825, 11826, 7839,9615, 6159, 5124 og8941. Vinninga skal vitjað á skrifstofu Samtaka aldraðra, Laugavegi 116 í Rey kj avík. (Birt án ábyrgðar) Mótorhjólasýning í HCLUWOOO prýtt flottustu mótorhjólum landsins og fyrir utan Hollywood gefur að líta restina af flottustu hjólum landsins því Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, verða heiðursgestir kvöldsins. Tískusýning verður frá Karl H. Cooper og Hænco hf. á mótorhjólafatnaði og græjum sem Hollywood Models sjá um. Nú, á efri hæðinni verða Greifarnir í öllu sínu veldi með músíkina á hreinu fyrir gesti hússins. Mætið á fyrstu og einu mótorhjólasýningu í HOUUWOOO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.