Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 Stúdentaóeirðirnar í Nígeríu: Skotárás lög- reglu leiddi lðtildauða Lagos, Nígeriu. AP. ELLEFU stúdentar, sem urðu fyrir skotárás lögreglu í óeirðum við Ahmadu Bello-háskóla í norðuhluta Nígeríu á föstudag, létust af sárum sínum um helgina. Alls hafa þá 15 stúdentar látið lífið vegna lögregluaðgerðanna við háskólann, að sögn lækna. Stúdentum, sem særðust í átök- unum, var skipt niður á nærliggj- andi sjúkrahús, en ekki var vitað, hversu margir hlutu sár. Læknar á háskólasjúkrahúsinu kváðu suma stúdentanna hafa orðið fyrir alvar- legu líkamstjóni. Háskólanum hefur verið lokað um óákveðinn tíma, meðan rann- sókn, sem herforingjastjómin fyrir- skipaði, fer fram. Samkvæmt fréttum beindust mótmæli stúdentanna gegn banni háskólayfirvalda við því, að karl- stúdentar fengju að stíga fæti inn á heimavistir skólasystra sinna. Stjómvöld hafa vottað aðstand- endum þeirra, sem létu lífið eða særðust, samúð sína. Horowitzí V-Berlín Aps,mamynd Bandaríski píanósnillingurinn snillingur hlaut betri viðtökur Vladimir Horowitz bukkar sig en orð fá lýst. Hann hefur ný- í lok tónleika, sem hann hélt í lokið hljómleikaferð um Sovét- hljómleikahöll fílharmoníu- ríkin. Horowitz er á níræðis- sveitarinnar í Vestur-Berlín á aldri. laugardag. Hinn aldni píanó- Hermenn flokka póstinn í Belgíu Brussel. AP. BELGÍUSTJÓRN fyrirskipaði 200 hermönnum að hefja póstflokkun í aðalpósthúsi Brussel þar sem póstur hefur hrúgast upp í verkföllum opinberra starfsmanna að undanförnu. Hin ýmsu stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa efnt til verkfalla að undanfömu til að mótmæla fyrir- huguðum aðgerðum stjórnarinnar í efnahagsmálum. Boðaðar hafa ver- ið frekari aðgerðir í þessar! viku. Vegna verkfallanna hefur hrúgast upp allt að fjögurra vikna gamall póstur á aðalpósthúsinu í Brussel. Þing Belgíu hóf í dag umræður um áætlun stjórnar Wilfrieds Mart- ens, sem vill skera ríkisútgjöld niður sem nemur 200 milljörðum franka, eða jafnvirði 180 milljarða ísl. króna, á næstu tveimur ámm. Munu aðgerðirnar þýða niðurskurð á út- gjöldum nær allra ráðuneyta og stofnana hins opinbera. Búist er við að umræður standi a.m.k. fram á þriðjudagskvöld. Afganistan: Flóttafólk hvatt til að snúa heim Islamabad, Pakistan. AP. NAJIBULLAH, leiðtogi kommúnistastjórnarinnar í Afganistan, hvatti afganska flóttamenn til að snúa heim frá Pakistan og íran í ávarpi, sem hann flutti í Kabúl á sunnudag. Hét hann flóttafólkinu, að sljórnvöld skyldu búa svo um hnútana, að fyrir öllum þörfum þess yrði séð. Útvarpið í Kabúl sagði, að Naji- mennirnir byggju við bág kjör í bullah hefði látið þessi ummæli falla flóttamannabúðum og stjórnvöld á fundi með íbúum í einu úthverfa mundu ábyrgjast velferð þeirra, ef höfuðborgarinnar. þeir sneru heim á ný. Najibuíla sagði á hverfisfundin- Tæplega þriðjungur af 15 millj- um, að stjórnvöld væru staðráðin í ónum Afgana býr í fjóttamanna- að sjá fyrir öllum þörfum afgönsku búðum í Pakistan og íran, þar af þjóðarinnar. Hann sagði; að flótta- um þtjár milljónir í Pakistan. 31 BODY FORMING Ný snyrtilína fyrir líkamann frá 73iodroqa Body Formingbyggir upp, styrkir, mýkir og veitir afslöppun. Body Forming snyrtilínan samanstendur af: Dekraðu við sjálfa þig og veittu þér Body Forming-tilboössettiö frá Biodroga strax idag. Vinsamlegast sendiö mór í póstkröfu Biodroaa Body Forming sett á tilboösverði kr. 860,00 ... stk. + póstkröfugjald. Nafn: Heimili: Bankastræti 3, sími13635. Póstsendum. Póstnr: Staður: Tilboðið gildirtil 17. júní 1986 1) Nuddkrem fyrir appelsínuhúð og þurra bletti. Skrúbbkrem til að mýkja stíflaða fitukirtla, fílapensla og hreinsa upp dauð- ar húðfrumur. Styrkingarkúr fyrir bringu, brjóst og háls. 4) Sápa fljótandi í sturtu eöa i afslapp- andi karbað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.