Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 31

Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 Stúdentaóeirðirnar í Nígeríu: Skotárás lög- reglu leiddi lðtildauða Lagos, Nígeriu. AP. ELLEFU stúdentar, sem urðu fyrir skotárás lögreglu í óeirðum við Ahmadu Bello-háskóla í norðuhluta Nígeríu á föstudag, létust af sárum sínum um helgina. Alls hafa þá 15 stúdentar látið lífið vegna lögregluaðgerðanna við háskólann, að sögn lækna. Stúdentum, sem særðust í átök- unum, var skipt niður á nærliggj- andi sjúkrahús, en ekki var vitað, hversu margir hlutu sár. Læknar á háskólasjúkrahúsinu kváðu suma stúdentanna hafa orðið fyrir alvar- legu líkamstjóni. Háskólanum hefur verið lokað um óákveðinn tíma, meðan rann- sókn, sem herforingjastjómin fyrir- skipaði, fer fram. Samkvæmt fréttum beindust mótmæli stúdentanna gegn banni háskólayfirvalda við því, að karl- stúdentar fengju að stíga fæti inn á heimavistir skólasystra sinna. Stjómvöld hafa vottað aðstand- endum þeirra, sem létu lífið eða særðust, samúð sína. Horowitzí V-Berlín Aps,mamynd Bandaríski píanósnillingurinn snillingur hlaut betri viðtökur Vladimir Horowitz bukkar sig en orð fá lýst. Hann hefur ný- í lok tónleika, sem hann hélt í lokið hljómleikaferð um Sovét- hljómleikahöll fílharmoníu- ríkin. Horowitz er á níræðis- sveitarinnar í Vestur-Berlín á aldri. laugardag. Hinn aldni píanó- Hermenn flokka póstinn í Belgíu Brussel. AP. BELGÍUSTJÓRN fyrirskipaði 200 hermönnum að hefja póstflokkun í aðalpósthúsi Brussel þar sem póstur hefur hrúgast upp í verkföllum opinberra starfsmanna að undanförnu. Hin ýmsu stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa efnt til verkfalla að undanfömu til að mótmæla fyrir- huguðum aðgerðum stjórnarinnar í efnahagsmálum. Boðaðar hafa ver- ið frekari aðgerðir í þessar! viku. Vegna verkfallanna hefur hrúgast upp allt að fjögurra vikna gamall póstur á aðalpósthúsinu í Brussel. Þing Belgíu hóf í dag umræður um áætlun stjórnar Wilfrieds Mart- ens, sem vill skera ríkisútgjöld niður sem nemur 200 milljörðum franka, eða jafnvirði 180 milljarða ísl. króna, á næstu tveimur ámm. Munu aðgerðirnar þýða niðurskurð á út- gjöldum nær allra ráðuneyta og stofnana hins opinbera. Búist er við að umræður standi a.m.k. fram á þriðjudagskvöld. Afganistan: Flóttafólk hvatt til að snúa heim Islamabad, Pakistan. AP. NAJIBULLAH, leiðtogi kommúnistastjórnarinnar í Afganistan, hvatti afganska flóttamenn til að snúa heim frá Pakistan og íran í ávarpi, sem hann flutti í Kabúl á sunnudag. Hét hann flóttafólkinu, að sljórnvöld skyldu búa svo um hnútana, að fyrir öllum þörfum þess yrði séð. Útvarpið í Kabúl sagði, að Naji- mennirnir byggju við bág kjör í bullah hefði látið þessi ummæli falla flóttamannabúðum og stjórnvöld á fundi með íbúum í einu úthverfa mundu ábyrgjast velferð þeirra, ef höfuðborgarinnar. þeir sneru heim á ný. Najibuíla sagði á hverfisfundin- Tæplega þriðjungur af 15 millj- um, að stjórnvöld væru staðráðin í ónum Afgana býr í fjóttamanna- að sjá fyrir öllum þörfum afgönsku búðum í Pakistan og íran, þar af þjóðarinnar. Hann sagði; að flótta- um þtjár milljónir í Pakistan. 31 BODY FORMING Ný snyrtilína fyrir líkamann frá 73iodroqa Body Formingbyggir upp, styrkir, mýkir og veitir afslöppun. Body Forming snyrtilínan samanstendur af: Dekraðu við sjálfa þig og veittu þér Body Forming-tilboössettiö frá Biodroga strax idag. Vinsamlegast sendiö mór í póstkröfu Biodroaa Body Forming sett á tilboösverði kr. 860,00 ... stk. + póstkröfugjald. Nafn: Heimili: Bankastræti 3, sími13635. Póstsendum. Póstnr: Staður: Tilboðið gildirtil 17. júní 1986 1) Nuddkrem fyrir appelsínuhúð og þurra bletti. Skrúbbkrem til að mýkja stíflaða fitukirtla, fílapensla og hreinsa upp dauð- ar húðfrumur. Styrkingarkúr fyrir bringu, brjóst og háls. 4) Sápa fljótandi í sturtu eöa i afslapp- andi karbað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.