Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 114. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. MAI1986_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Assad Sýrlandsforseti á Grikklandi: „Bandaríkjamenn hóta að gera heiminn að vígvelli“ Aþenu. AP. HAFEZ Assad, forseti Sýrlands, sagði í gær að Bandaríkja- menn og ísraelar hótuðu nú að breyta heiminum í „vígvöll“ undir því yfirskini að vopnaðar árásir séu andspyrna gegn hryðjuverkastarfsemi. Bonner á heimleið: Ottast aukna einangrun París. AP. YELENA Bonner sagði í gær að það væri „líkast þvi að vera örvera á glerþynnu, sem sett er undir smásjá til læknisskoðunar" að vita að sovésk yfirvöld hefðu stöðugt fylgst með sér og manni sínum, Ándrei Sakharov, með kvikmyndavélum í útiegðinni í Gorkí. „Og það er hræðileg til- finning,“ sagði Bonner, sem yfirgaf Bandaríkin á laugardag og er á leið til Sovétríkjanna. Hún er nú stödd í París. Bonner lét þessi orð falla í sam- tali við blaðamenn áður en hún hitti Jaques Chirac, forsætisráðherra. Bonner kvaðst óttast mest að einangrun þeirra hjóna yrði aukin þegar hún kæmi aftur til Gorki og sovésk yfirvöld myndu halda áfram að breiða út rangar upplýsingar um þau. „Trúið engu sem kemur frá stjómvöldum um okkur," sagði Bonner. „Bréf, símskeyti, filmur; allt er falsað." Hún kvað böm hennar myndu reyna að hringja mánaðarlega í sig frá Bandarílq'un- um. „Og nái þau ekki sambandi þá emm við í vandræðum," sagði Bonner. Bonner ræðir við Francois Mit- terrand, forseta, í dag. Hún heldur til Oslóar á miðvikudag og þaðan til London og Rómar. Upplýsingar um Cherno- byl of litlar Pólverjar gagnrýna ríkisfjölmiðla í skoðanakönnun Warsjá/Moskvu. AP. MARGIR Pólveijar, búsettir á þeim svæðum, sem mest geisla- virkni fór yfir eftir kjarnorku- slysið í Chernobyl, eru gagnrýnir á upplýsingastefnu stjórnvalda um slysið, að því er fram kemur í opinberri skoðanakönnun. 31 prósent aðspurðra kvaðst hafa hlustað á vestrænar útvarpsstöðv- ar, sem senda út á pólsku, til þess að fá fréttir af kjamorkuslysinu 26. apríl. 83,5 prósent þeirra, sem spurðir vom, kváðust hlusta á fréttir pólska sjónvarpsins af slysinu, en aðeins 39 prósent kváðust telja fréttaflutn- ing sjónvarpsins áreiðanlegan. 37 prósent sögðu of lítið hafa verið greint frá slysinu í fréttum og 20 prósent töidu að viljandi hefði verið reynt að gera sem minnst úr upplýsingum um slysið. Aðeins 29 prósent aðspurðra sögðu frétta- flutning af slysinu hafa verið full- nægjandi. Yevgeny Velikhov, varaforseti sovésku vísindaakademíunnar, sagði á blaðamannafundi í Moskvu T gær að nítján manns hefðu nú látið lífið vegna kjamorkuslyssins í Chemobyl. Tveir hefðu beðið bana þegar slysið varð og saucján hefðu dáið á sjúkrahúsum vegna of mikill- ar geislunar. Assad lýsti yfír þessu í ræðu á Grikklandi þar sem hann er í þriggja daga opinberri heimsókn. Þetta er fyrsta heimsókn Assads, sem er 55 ára, til vestræns ríkis í átta ár. Grísk blöð og vestrænir frétta- skýrendur segja að tilgangur Assads með för sinni sé að kveða niður ásakanir um að Sýrlending- ar styðji alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi. „Þetta hættulega uppátæki að nota vopnaðar árásir til að ná pólitískum markmiðum er heimin- um viðvömn um að honum verði breytt í vígvöll. Og þessi vígvöllur verður á valdi þeirra, sem vita að þeir em þess umkomnir að gera árás án þess að þurfa að óttast refsingu," sagði Assad. „Þetta gerðu Bandaríkjamenn með árás sinni á Líbýu og þetta em ísraelar að gera í Suður- Líbanon og hemumdu arabalend- unum. Og þetta er það sem stjórn Suður-Afríku er að gera í ríkjum suðurhluta Afríku," bætti hann við. Assad sagði að ríki, sem fylgdu þeirri stefnu, að grípa til ofbeldis undir yfírskini andstöðu gegn hryðjuverkum, fæm villur vegar ef þau teldu að slíkt leiddi til þess að hryðjuverkastarfsemi yrði kveðin niður. Sýrlenski leiðtoginn, sem náði völdum í Sýrlandi 1970 með að- stoð hersins, sagði að þjóð sín væri mótfallin hryðjuverkum „vegna þess að við höfum þjáðst vegna þeirra". Hann bætti aftur á móti við að Sýrlendingar gerðu greinarmun á hryðjuverkum og andspymu þjóðar gegn nýlendu- stefnu. Ræðu Assads var sjónvarpað beint. Forseti Sýrlands kom til Aþenu í gærmorgun og tóku á móti honum Christos Sartzetakis, for- seti, og Andreas Papandreou, forsætisráðherra. Papandreou hefur gagnrýnt aðgerðir vest- rænna ríkja gegn Líbýumönnum, sem em bandamenn Sýrlendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.